Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995
ALÞÝÐUBLAÐK) 5
V i ð t a I
Jón F. Hjartarson: Ég treysti á að sjómenn sjái að Alþýðuflokkurinn er besti málsvari þeirra á þingi. Sjómenn
kunna að meta þá skeleggu málsvörn sem Jón Baldvin hefur haft uppi fyrir hagsmuni sjávarútvegsins í
Smugudeilunni.
um er Ijóst að landbúnaðurinn verður
að semja sig að meiri samkeppni og
nýjum aðstæðum. Við treystum
bændum sjálfum til að stjóma eigin
málum. Við teljum að fullvinnsla
landbúnaðarafurða fyrir erlenda
markaði hafi hvergi verið reynd að
fullu. Fullunnar vistvænar afurðir
geta átt greiða leið á hollustumarkaði
fyrir gott verð ef rétt er á málum
haldið. Ríkissjóði ber að standa
straum af kostnaði við auknar rann-
sóknir, þróunarstarf og markaðsleit
fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir.
Enda eru stjómvöld ábyrg fyrir þeim
vanda sem búskapurinn býr við.
Hugmyndir eins og að banna heima-
slátmn, herða viðurlög við framhjá-
sölu og auka niðurgreiðslur, til dæm-
is með útflutningsbótum, er enginn
lausn á vandanum. því fyrr sem
bændur era leystir undan þeim íjötr-
um sem þeir búa við, því betra."
Hvað segir þú um ESB-aðild?
„I þeim efnum segjum við Al-
þýðuflokksmenn eftirfarandi: Sam-
kvæmt nýlegri skoðanakönnun er
meirihluti kjósenda fylgjandi um-
sóknaraðild, en Alþýðuflokkurinn er
eini stjórnmálaflokkurinn sem vill
veita kjósendum þá þjónustu að
ganga úr skugga um hvaða umbætur
við getum fengið á viðskiptakjöram
okkar á mörkuðum Evrópu. Síðan
mun þjóðin skera úr hvað hún vill en
ekki stjómmálaflokkamir. Við eig-
um ekki að loka augum okkar fyrir
tækifærum heldur horfumst í augu
við heldur nýta þau. Sóknarfærin era
mörg og það þarf árvekni og áræðni
til að brydda upp á nýjungum því
íhaldsemi, þá verst lætur, getur vald-
ið okkur Islendingum stórtjóni á
þessu sviði. Sagan mun dæma þver-
girðingana hart fyrir skort á fram-
sýni. Þeir Hjálmar Jónsson fram-
bjóðandi Sjálfstæðisflokksins og
Bjartur f Sumarhúsum munu reyna
að hindra Vilhjálm Egilsson í þvf að
koma þessum málum fram, en eins
og kunnugt er hefur Vilhjálntur tekið
undir sjónannið Alþýðuflokksins í
ESB-málinu. Mikið er í húfi því
vinna þarf gegn atvinnuieysi. Ef við
göngum í ESB mttnu störfum vafa-
laust fjölga og verð matarkörfúnnar
lækka. Þá mun hagur bænda vænkast
verði kvótakerfið afnumið og þeim
greidd búsetulaun óháð framleiðslu.
Þótl gerðar verði kerfisbreytingar í
landbúnaði eiga þær ekki að bitna á
afkomu bænda. Framsóknarmenn
era í broslegum vandræðum með
andóf sitt gegn ESB vegna þess að
bændur kynnu að njóta meiri stuðn-
ings innan ESB en utan.“
Eitthvað að lokum Jón?
„Ég minni alla kjósendur á
að síðast vantaði aðeins sautján at-
kvæði að Alþýðuflokkurinn fengi
þingmann í kjördæminu. Nú brúum
við bilið.“
■ Nýtt bóknámshús Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra
Draumur skólameistarans
verður að veruleika
Strax við stofnun Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki árið 1979 var markmiðið sett á byggingu nýs bóknáms-
hús á lóðinni fyrir ofan Verknámshúsið sem byggt var á árunum 1979-80. /
Jón F. Hjartarson hefur verið
skólameistari Fjölbrautaskólans
frá upphafi. Það var þó ekki fyrr
en árið 1991 sem draumur hans
um Bóknámshús varð að veru-
leika. Myndin er tekin þegar
skólameistarinn býr sig undir að
taka fyrstu skóflustunguna.
Stórvirkar vinnuvélar fóru að
grafa grunn bóknámshússins um
leið og hinn stórhuga skólameist-
ari hafði byrjað verkið.
Verkið gekk mjög vel fyrir sig, enda biðu um 400 nemendur eftir að
komast í framtíðarhúsnæði.
Heimavist Fjölbrautaskólans er einnig glæsileg og var hún byggð í
áföngum á árunum 1979-1988. Þar sem skólinn þjónar nemendum í
öllu kjördæminu er mikil þörf fyrir stærri heimavist og því er stefnt að
frekari stækkun á næstunni.
Bóknámshús Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra, eins og skólinn heitir nú, var vígt við hátíðlega athöfn
haustið 1994.