Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995
■ Ólöf Kristjánsdóttir er verslunarmaður á Siglufirði og bæjarfulltrúi jafnaðarmanna þar.
Hún skipar annað sætið á lista Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra. Alþýðublaðið ræddi við Ólöfu
um AI|3^ðuflokkinn og jafnaðarstefnuna, störf ríkisstjórnarinnar og brýnustu verkefnin framundan
Arangur nauðsynlegrar
hreingemingar er að koma í Ijós
Ólöf Kristjánsdóttir er fædd 17.
janúar 1956 á Siglufirði. Hún er
gift Sigurði R. Stefánssyni útgerð-
arstjóra Þormóðs Ramma og eiga
þau tvo syni. Ólöf er verslunarmað-
ur og rekur ásamt öðrum verslunina
Siglósport. Einnig er hún bæjarfull-
trúi jafnaðarmanna á Siglufirði og
situr sem slík í bæjaiTáði. Hún skip-
ar annað sætið á lista Alþýðu-
flokksins á Norðurlandi vestra.
Ólöf, þú ert Siglfirðingur frá
blautu barnsbeini, en við fréttum
að gamla fólkið á elliheimilinu á
Blönduósi hefði ekki átt í vand-
ræðum með að finna þér stað í
Húnavatnssýslum?
„Já, og það var mjög ánægjulegt
að heimsækja elliheimilið á
Blönduósi, en þangað komum við
Jón Hjartarson um daginn. Eg á
sem sé ættir að rekja í Húnavatns-
sýslur í móðurætt. I heimsókninni
spjallaði ég við íbúana og þar kom
minn uppruni til tals, en afabróðir
minn var Kristófer Pétursson gull-
smiður og mitt fólk er frá Stóru
Borg og Gauksmýri í Húnaþingi.
Þarna um slóðir á móðir mín systk-
ini, bróðir á Hvammstanga og syst-
ir á Öxl. Það er því ekki iangt í ætt-
ingjana hjá mér á þeim slóðum og
það var afar ánægjulegt að tala við
gamla fólkið. Og það er ekki bara
frótt um ættir og þjóðlegan fróð-
leik. Það fylgist vel með þróuninni
og hefur skilning á vandamálum
þjóðfélagsins og þeim erfiðleikum
sem þjóðarskútan hefur gengið í
gegnum. Þetta brennur einmitt á
fólki, þessir erfiðleikar, ekki síst
vegna aflasamdráttarins."
Þú aðhyllist jafnaðarstefnuna.
Hvernig kom það til?
„Ég er fædd hér á Siglufirði og
alin upp á miklu jafnaðarmanna-
heimili. Foreldrar mínir, Elísabet
Guðmundsdóttir og Kristján Stur-
laugsson, fylgdu Alþýðuflokknum
að máli og stefna jafnaðarmanna
var innprentuð í okkur systkinin,
sjö að tölu. Um leið var okkur þó
kennt að mynda okkar eigin lífssýn
og sýna sjálfstæði. Jafnaðarstefnan
sveif samt yfir vötnunum. Ég ætla
ekki að fjölyrða um systkinin, en
held að andi jafnaðarstefnunnar
hafi náð til okkar allra. Foreldrar
okkar tóku virkan þátt í pólitísku
starfi og ég man að pabbi var á list-
um flokksins og átti sæti í nefndum
innan hans og utan. Og ég hef sjálf
aldrei verið í vafa um hver sé minn
flokkur."
Hver eru megináherslur jafn-
aðarstefnunnar eins og hún birt-
ist þér?
„Þær endurspeglast í hugsjóninni
um frelsi, jafnrétti og bræðralag.
Þetta er undirstaðan sem allt bygg-
ist á. 1 mínum huga er velferð heim-
ilanna eitt stærsta málið í dag, enda
er fjölskyldan hornsteinn þjóðfé-
lagsins. Allt annað verður að taka
mið af þessari staðreynd."
Atvinnumálin eru iðulega ofar-
lega í hugum manna. Hvernig
eru útlitið og horfurnar á Siglu-
firði þessa dagana?
„í það heila er útlitið nokkuð
bjart. Ég nefni að Þormóður
Rammi er orðið mjög öflugt fisk-
vinnslufyrirtæki á landsvísu og þar
hafa verið að gerast mjög góðir
hlutir sem hafa orðið atvinnulífinu
hér til bóta. Fyrirtækinu hefur
gengið mjög vel og maður væntir
þess að svo verði áfram, enda hagur
Siglufjarðar að það gerist. Störfum
hjá Þormóði Ramma hefur reyndar
ekki fjölgað og því vona ég að með
nýsköpun og aukin breidd í at-
vinnulífinu fjölgi atvinnutækifær-
unum. Eins eru fjölmörg önnur fyr-
irtæki í bænum sem hafa staðið sig
með sóma. Þar mætti nefna SR-
mjöl, Siglfirðing og Ingimund. Við
jafnaðarmenn erum í meirihluta-
samstarfi í bæjarstjórninni og höf-
um við unnið að því að fá hingað ný
fyrirtæki til að stuðla að nýjungum
í atvinnulífinu. Við sjáum til hvern-
ig til tekst, en það þarf ekki að fara
mörgum orðuð um hversu brýnt
málið er.“
Hvernig hefur ríkisstjórnin
staðið sig að þínu mati - ertu
ánægð með samstarf Alþýðu-
flokksins og Sjálfstæðisflokks-
ins?
„Ég held að núverandi tveggja
fiokka stjórn hafi verið það besta í
stöðunni sem var uppi fyrir fjórum
árum, en ég veit líka að það er erfitt
að vera í samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn. Auðvitað væri best að við
hefðum stóran jafnaðarmannaflokk
einan við völd og það er minn
draumur. En ef við lítum til þessar-
ar ríkisstjómar þá er ofarlega í mín-
um huga að hún hefur orðið að
beita sér fyrir umdeildri og erfiðri
tiltekt í heilbrigðiskerfinu. Bless-
unarlega hefur á landsvísu orðið
fjölgun á hjúkrunarrýmum fyrir
aldraða. Það hefði ekki verið hægt
að Ijölga þessum rýmum án hrein-
gerningar. En það þarf að gera enn
betur í þeim efnum. Þessi ríkis-
stjórn hefur þrátt fyrir erfiðleika
getað varið velferðarmálin og
treyst undirstöðurnar. A hinn bóg-
inn hefur niðurskurðurinn komið
illa við marga, ekki síst á lands-
byggðinni og það gerir það að verk-
um að það er erfitt að verja ríkis-
stjórnina, hvað þá hæla henni. En
hreingerning var óumfiýjanleg.
Liklega hefur ríkisstjómin staðið
sig hvað best gagnvart fyrirtækjun-
um og atvinnulífinu almennt. Hér
um slóðir er hagur fyrirtækjanna að
vænkast, en það sem hins vegar
stendur svæðinu og landsbyggðinni
allri fyrir þrifum er hve einhæft at-
vinnulffið er. Ég hef séð það á mín-
um ferðum að það vantar meiri
breidd. Ég vil sjá meiri fullvinnslu í
bæði landbúnaði og sjávarútvegi.
En það þarf líka að gæta að áhrifum
framþróunarinnar. Nú er til dæmis
komin ný tækni í rækjuvinnsluna
sem hefur það í för með sér að það
þarf færri hendur til að vinna hrá-
efnið. Það þarf því eitthvað að
koma í staðinn til að taka við
vinnufúsum höndum. Við alþýðu-
flokksmenn viljum leggja okkar af
mörkum til að auka atvinnutæki-
færin. Það þarf ekki síst að auka við
breiddina í atvinnulífinu. Ég er ekki
nteð neinar töfralækningar á tak-
teinunum, enda er það víðtækt sam-
starfsverkefni margra aðila að finna
leiðir út úr vandanum.“
Hver verða brýnustu verkefnin
fyrir ríkisstjórn næsta kjörtíma-
bils?
„Atvinnumálin, menntamálin og
velferðarmálin eru mikilvægustu
mál næsta kjörtímabils. Til að
stuðla að sem mestum framgangi á
þessum sviðum tel ég nauðsynlegt
að hafa Alþýðuflokkinn sterkan og
að hann verði áfram í ríkisstjórn.
Nú blasir við að eftir mikið erfið-
leika- og samdráttarskeið liggur
leiðin ótvírætt upp á við og þá fer
árangur af verkum jafnaðarmanna
að koma í ljós. Efnahagsbatann
verður að nota til að jafna lífskjör-
in, sem er afar mikilvægt; ég er
ekki bara að tala um hækkun launa,
heldur um bætta stöðu heimilanna á
heildina Iitið. Ég nefni í því sam-
bandi lækkun orkukostnaðar, lækk-
un símakostnaðar og bætta fiutn-
inga. Fyrir landsbyggðina eru þetta
stórmál. A næsta kjörtfmabili vil ég
síðan sjá að fólki gert það léttara að
koma bömum sínum til mennta.
Menntastefnunni þarf að breyta
þannig að meira er lagt upp úr verk-
menntun, með tilliti til þess hverju
við lifum á. Einnig vil ég undir-
strika nauðsyn þess að gera átak í
vegamálum, en við höfum á þess-
um slóðum verið látin sitja á hakan-
um. Við á Siglufirði krefjumst þess
einfaldlega að komast í betra vega-
samband við umheiminn. Þetta
vandamál þekkja Siglfirðingar vel
og ég vil berjast fyrir úrbótum í
þessum málaflokki."
„Atvinnumálin, menntamálin og velferðar-
málin eru mikilvægustu mál næsta kjör-
tímabils. Til að stuðla að sem mestum fram-
gangi á þessum sviðum tel ég nauðsynlegt
að hafa Alþýðuflokkinn sterkan og að hann
verði áfram í ríkisstjórn."
Ólöf Kristjánsdóttir: í minum huga er velferð heimilanna eitt stærsta máfið í dag, enda er fjölskyidan horn-
steinn þjóðfélagsins. Allt annað verður að taka mið af þessari staðreynd.
Milliliðalaust bréftil bænda
Pallborðið
Alþýðuflokkur-
inn hefur aldrei
farið með stjórn
landbúnaðarmála.
Það hefur verið
hlutskipti annarra
flokka. Núverandi
haftakerfi, sem
bændur búa við,
felur í sér þjakandi
og óviðunandi starfsskilyrði fyrir þá
eins og þeir best þekkja sjálfir. Við
viljum leysa bændur úr Ijötrum mið-
stýringar og fákeppni með því að af-
nema kvótakerfið.
Við viljum að rík-
issjóður greiði bú-
setulaun.
Jafnframt vilj-
um við veita þeim
bændum sem vilja
stækka bú sín
frelsi til að fram-
leiða það magn
sem þeir ráða við af hagkvæmnis-
ástæðum og losa þannig úr læðingi
þau öfl hagræðingar og nýsköpunar
sem drepin hafa verið í drónta. Sér-
„Við gagnrýnum ekki bændur heldur sjálft landbúnaðarkerfið, enda
viljum við standa vörð um hagsmuni bændastéttarinnar og hjálpa
þeim að komast undan oki offjárfestingar og úr þeirri sjálfheldu
sem miðstýrð ofstjórn hefur hneppt þá í."
staka aðstoð þarf að veita eldra fólki
í sveitum sem vill minnka umsvif
sín. Með samþykki allra flokka á Al-
þingi Islcndinga á GATT-samningn-
um er ljóst að landbúnaðurinn verður
að semja sig að meiri samkeppni og
nýjum aðstæðum. Við treystum
bændum sjálfum til að stjóma eigin
málum. Við teljum að fullvinnsla
landbúnaðarafurða fyrir erlenda
markaði hafi hvergi verið reynd að
fullu. Fullunnar vistvænar afurðir
geta átt greiða leið á hollustu-
markaði fyrir gott verð ef rétt er
á málum haldið.
Ríkissjóði ber að standa straum af
kostnaði við auknar rannsóknir, þró-
unarstarfi og markaðsleit fyrir ís-
lenskar landbúnaðarafurðir cnda em
stjómvöld ábyrg fyrir þeim vanda
sem búskapurinn býr við.
Við gagnrýnum ekki bændur
heldur sjálft landbúnaðarkerfið, enda
viljum við standa vörð um hagsmuni
bændastéttarinnar og hjálpa þeim að
komast undan oki offjárfestingar og
úr þeirri sjálfheldu sem miðstýrð of-
stjórn hefur hneppt þá í. Alþýðu-
fiokkurinn leitar eftir samvinnu og
stuðningi bænda til að koma málum í
betra horf fyrir land og þjóð.
Höfundur er skólameistari og
1. maður á framboðslista
Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra.