Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995
S k o ð a n i r
tmBUDIO
20896. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Málsvarar
ranglætis
Kvótakerfið var aldrei sett á laggirnar til að afhenda örfáum
sægreifum auðlindir hafsins til eignar. Einmitt til að fyrirbyggja
það barðist Alþýðuflokkurinn fyrir því 1988 að inn í fyrstu
grein laganna yrði sett ákvæði, sem mælti skýrt fyrir um, að
fiskimiðin væru sameign íslensku þjóðarinnar.
En sameignarákvæðið hefur ekki haldið. Síðan lögin voru
sett hefur allt lagst á þá sveif, að gera kvótann að séreign sæ-
greifanna. A þá sveif hefur Þorsteinn Pálsson lagst í enn ríkari
mæli en sjálfur faðir kvótakerfisins, Halldór Asgrímsson.
Niðurstaða Hæstaréttar á sínum tíma staðfesti, að útgerðar-
mönnum bæri að greiða eignaskatt af langtímakvóta. Fyrir
skömmu sendi svo Ríkisendurskoðun frá sér úrskurð, sem kvað
á um að greiða bæri erfðafjárskatt af kvóta. Með þessu er í raun
búið að skilgreina kvótann, sem séreign útgerðarmanna. Hann
fylgir þeim yfir landamæri lífs og dauða.
í kvótanum felast mestu fénýtu verðmætin sem er að finna í
landinu. Þessi verðmæti áttu að vera eign þjóðarinnar, og af-
raksturinn af þeim átti að falla í hennar hlut. En í dag geta út-
gerðarmenn keypt, selt og jafnvel veðsett kvótann, sem þeir
hafa þó aldrei greitt eyri fyrir. Með þessu er búið að færa til
þeirra milljarða verðmæti frá réttmætum eigendum, lands-
mönnum öllum.
Á síðustu árum hafa frystitogarar rutt sér til rúms. Þeir eru í
rauninni ekkert annað en fljótandi vinnslustöðvar. En þeir njóta
margvíslegra ívilnana í samanburði við vinnslustöðvar í landi.
Hagnaðurinn af þeim er að sama skapi meiri. Þetta skekkir ekki
aðeins samkeppnisstöðu vinnslustöðva innbyrðis, heldur gerir
eigendum frystitogaranna kleyft að nýta hagnaðinn til að soga
til sín kvóta frá illa staddri bátaútgerð í landinu.
í dag eru útgerðarmenn að greiða gríðarlegar upphæðir í
veiðigjald með innbyrðis verslun með óveiddan afla. Ymsar
aðferðir við kvótaverslun, svo sem tonn á móti tonni, eða önn-
ur leiguliðastarfsemi sem bátaútgerðin er knúin til, fela allar í
sér veiðigjald, sem bátaútgerðin greiðir stórútgerðinni. Nú
greiða menn yfir 90 krónur fyrir ársleigu á hvetju kílói þorsk-
ígildis. Það er svipað og fæst fyrir aflann sjálfan i mörkuðum.
Þetta sýnir betra en allt annað, hversu sjúkt kerfið er orðið. Það
er sanngjamara, og eðlilegra, að veiðigjaldið renni þess í stað til
þeirra, sem eiga auðlindina, þjóðarinnar sjálfrar. Þetta vilja
jafnaðarmenn.
■ Hver er kjarninn í landbúnaðarstefnu Alþýðuflokksins?
Heiðarleg dirfska
„Framleiðni hefur minnkað og fjárfestingar
eru verr nýttar en áður. í nauðvörn sinni
selja bændur nú æ meira framhjá hinu
opinbera sölukerfi, sem aftur leiðir til
minnkandi stuðnings stjórnvalda í framtíð-
inni. Til lengdar er aðeins hægt að leysa
þetta vandamál með nokkrum samverkandi
aðgerðum. í fyrsta lagi að afnema kvóta-
kerfið, í öðru lagi að taka upp búsetu-
stuðning og í þriðja lagi að gera starfs-
lokasamning við þá bændur sem verst eru
settir eða vilja hætta vegna aldurs."
Alþýðuflokkurinn vill taka upp
nýja stefnu í málefnum landbúnaðar-
ins. Kjami þeirrar stefnu er að auka
frjálsræði við framleiðslu landbún-
aðarvara, auka samkeppni vinnslu-
stöðva og Iækka verðlag til neyt-
enda. Stuðningur stjórnvalda við
landbúnaðinn má ekki leiða til mið-
stýringar og markaðsfirringar. Hin
mikla miðstýring í landbúnaðarmál-
um er bændum fjötur um fót í sam-
keppni um hylíi neytenda. Hún kem-
ur í veg fyrir hagræðingu, skerðir
kjör bænda til lengdar og leiðir til of
hás verðlags.
I athyglisverðri grein sem Gunnar
Einarsson og Guðrún S. Kristjáns-
dóttir, ábúendur að Daðastöðum.
skrifuðu í Morgunblaðið laugardag-
inn II. febrúar sl. undir heitinu
„Skipulögð fátœkt,, er miðstýring í
landbúnaðarmálum harðleg gagn-
rýnd.
Gagnrýni þeirra beinist einkum að
því stjómkerfi sem stuðst er við í
hefðbundinni landbúnaðarfram-
leiðslu, svo sem framleiðslu og sölu
á mjólk og kindakjöti.
I greininni segja þau meðal ann-
ars: „Ef við horfum til baka er eng-
inn vafi á að við sauðfjárbœndur
stœðum betur í dag ef meginreglur
verslunar og viðskipta hefðu ráðið
skipulagi og sölu. Efvið horfum til
framtíðar með innfiutning og
harðnandi samkeppni í huga, getur
það Jyrirkomulag sem nú viðgengst
alls ekki gengið.“
Sjónarmið sem þessi eiga vaxandi
fylgi að fagria meðal bænda. Al-
þýðuflokkurinn fagnar því og vill í
samvinnu við bændur stuðla að
nauðsynlegum úrbótum í þessum
anda.
Ný stefna
Alþýðuflokkurinn vill afnema
kvótakerfið í landbúnaði. Þetta á sér-
staklega við um sauðíjárræktina.
Samhliða þessu yrði fjárhagslegum
stuðningi stjómvalda við bændur
breytt á þann veg að beingreiðslur til
þeirra yrðu í formi búsetustuðnings í
stað þess að tengjast framleiðslu-
magni eða stærð búa. Með þessu
móti yrði bœndum tryggt ákveðið
afkomuöryggi, en þeir réðu síðan
sjálfir hvað þeir framleiddu, hversu
mikið og á hvaða verðL
Stuðningur stjómvalda við land-
búnað markast fyrst og fremst af
byggðasjónarmiðum. Til þess að
halda blómlegri byggð í sveitum
landsins þarf landbúnaðurinn stuðn-
ing rikisins. Alþýðuflokkurinn vill
styðja landbúnaðinn, en vill jafn-
framt að eðlilegar forsendur verslun-
ar og viðskipta séu í heiðri hafðar að
öðru leyti.
Samdráttur í neyslu og takmark-
anir á framleiðslu hafa leikið marga
bændur grátt. Ofáir þeirra hafa tekið
upp hlutastörf til að bæta sér upp
tekjutapið, en aðrir eiga litla mögu-
leika á slíku. Núverandi kerfl er í
raun að svelta marga bændur til upp-
gjafar. Til að bregðast við minni
neyslu og versnandi afkomu bænda
vill Alþýðuflokkurinn gera starfs-
lokasamning við bændur og auð-
velda þeim að bregða búi. Á þennan
hátt má ná fram hagræðingu á mann-
úðlegan hátt og aðlaga greinina nýj-
um aðstæðum. Núverandi kerfi gerir
hvomgt.
Vandi sauðfjárbænda
Vandi sauðljárbænda er mikill og
sýnir í hnotskum gallana á núverandi
landbúnaðarkerfi. I skýrslu sinni um
framkvœmd búvörulaga segir Kík-
isendurskoðun meðal annars:
„Með framleiðslustjórnun hefur
tekist að minnka framleiðslu sauð-
fjárafurða, en ekki að ná umtalsverð-
um árangri við að tryggja hagkvæm-
ari framleiðslu. Þrátt fyrir verulegan
samdrátt í greininni hefur fram-
leiðslueiningum ekki fækkað að
sama skapi heldur hefur meðalstærð
sauðfjárbúa minnkað. Niðurfærsla á
fullvirðisréttinum tók ekki tillit til
hagkvæmnissjónarmiða. Þetta hefúr
orsakað það að fjárfestingar á bú-
jörðum og í vinnslustöðvum em verr
nýttar en áður. Sama máli gegnir um
þann mannafla sem vinnur við land-
búnað.“
Hinn mikli samdráttur í sölu
sauðjjárafurða hefur leitt til versn-
andi afkomu og fátœktar bœnda.
Framleiðni hefur minnkað og fjár-
festingar em verr nýttar en áður. í
nauðvöm sinni selja bændur nú æ
meira framhjá hinu opinbera sölu-
kerfi, sem aftur leiðir til minnkandi
stuðnings stjómvalda í framtíðinni.
Til lengdar er aðeins hægt að leysa
þetta vandamál með nokkmm sam-
verkandi aðgerðum. 1 fyrsta lagi að
afnema kvótakerfið, í öðm lagi að
taka upp búsetustuðning og í þriðja
lagi að gera starfslokasamning við
þá bændur sem verst em settir eða
vilja hætta vegna aldurs. Þetta leiddi
til aukinnar hagrceðingar ogfram-
leiðslu á hvern bónda fyrir sig, sem
er lykillinn að framtíð sauðljárræktar
í landinu og mannsæmandi kjömm
fyrir bændur landsins.
Reynslan af núverandi kerfi er slík
að róttækra aðgerða er þörf.
Umhverfismál
Eins og hjá öðmm landsmönnum
hefur í umhverfismálum orðið vakn-
ing hjá bændum. Bændur hafa í
auknum mæli sýnt landgræðslu og
skógrækt áhuga, enda em þeir
vörslumenn stórs hluta landsins.
Ríkisvaldinu ber að styðja við fmm-
kvæði og áhuga bænda á umhverfis-
málum.
Umhverfisvakningin hefur opn-
að nýjar leiðir í landbúnaði.
Hreinleiki íslands og íslenskra af-
urða er forsenda nýrrar sóknar ís-
lensks landbúnaðar á innlendum
jafnt sem erlendum markaði. Vist-
væn og lífrænn landbúnaður er
helsta von íslensks landbúnaðar úl
nýsköpunar og vöruþróunar í harðn-
andi samkeppni. Framleiðnisjóði
landbúnaðarins ber því að styðja við
bakið á tilraunum og markaðsstarfi í
meira mæli en verið hefur.
Innflutningur
landbúnaðarafurða
Um síðustu áramót tók gildi nýr
GATT-samningur, sem mun hafa
víðtæk áhrif á öll heimsviðskipti.
Innflutningsbönn verða úr sög-
unni með nýja GATT- samningnum.
Þannig mun hann rjúfa það algerá
bann sem hefur verið á innflutningi
almennra landbúnaðarvara hérlendis
í meira en hálfa öld. I stað banns við
innflutningi er heimilt að beita toll-
um til að vemda innlendan land-
búnað. Tilgreint er hámark á slíkum
aðflutningsgjöldum, en þá tollpró-
sentu verður síðan að lækka um 36
prósent á sex ára tímabili, en þó
þannig að upphæð tollanna lækki um
að minnsta kosti 15% á hverri vöm-
tegund. Aðildarríkjum samningsins
er jafnframt uppálagt að tryggja viss-
an lágmarksaðgang innfluttra land-
búnaðarvara að heimsmarkaði sín-
um. Slíkur innflutningur skal nema
3-5% af innanlandsneyslu hið
minnsta og skal þá stilla tollum í hóf.
Tollar eiga samkvæmt GATT-
samningnum að veita innlendri
framleiðslu vemd og aðlögun að nýj-
um aðstæðum. Þeir eiga ekki að vera
refsitollar til að útiloka samkeppni
og fóma hagsmunum neytenda. Slíkt
þjónar ekki hagsmunum íslensks
landbúnaðar til lengdar. Gatt-samn-
ingurinn veitir landbúnaðinum ný
tœkifœri á erlendum mörkuðum,
sem mikilvœgt er að nýta.
Aðild að
Evrópusambandinu
Verðlag á landbúnaðarafurðum
myndi verða sambærilegt á fslandi
og í löndum ESB. Samkvæmt út-
reikningum Hagffæðistofnunar gæti
verð til framleiðenda lækkað um
30%. Að verðmæti er þessi lækkun
um 5,5 milljarðar króna. Ef tekið er
mið af samningum Norðurlandanna
við ESB ættu að koma á móti 4-7
milljarðar í beinum styrkjum frá
ESB og íslenskum stjórnvöldum.
Styrkir ESB til bœnda gœtu numið
um 800 þúsund krónum á hvem
bónda í landinu á ári. Hagfræði-
stofnun bendir á að styrkir ESB yrðu
sérstaklega hagstæðir fyrir íslenska
sauðíjárbændur. Heildartekjur land-
búnaðarins og þar með kjör bænda
þyrftu því lítið sem ekkert að breyt-
ast við inngöngu íslands í ESB.
Samantekt úr kosningastefnuskrá
Alþýðuflokksins
Kvótakerfið hefur snúist upp í mestu eignatilfærslu íslands-
sögunnar. Málsvarar þess í núverandi mynd eru málsvarar
ranglætisins. Þar fer fremstur sjávarútvegsráðherrann Þorsteinn
Pálsson, sem tekur jafnan málstað stórútgerðarinnar. í rauninni
væri miklu hreinlegra að Kristján Ragnarsson sæti sjálfur í
sjávarútvegsráðuneytinu; hann hvort sem er ræður þar öllu.
Engir vita það betur en sjómenn. En klukkan glymur, og innan
tíðar mun þjóðin rísa upp gegn því helsjúka kerfi, sem hann
hefur látið þróast átölulaust.
Á sægreifunum að líðast að taka ófrjálsri hendi milljarða
verðmæti frá íslensku þjóðinni? Ef núverandi sjávarútvegsráð-
herra nær fram draumi sínum um samstjóm með Framsóknar-
flokknum verður ránsfengurinn endanlega lögfestur.
En, í draumi hvers manns er fall hans falið...
m a r s
Atburðir dagsins
1792 Gústaf III Svíakóngur skotinn til
bana á grímudansleik. 1827 10 þúsund
syrgjendur fylgja Beethoven til grafar í
Vínarborg. 1875 Öskjugos hófst: ösku-
mökkur barst til Svíþjóðar 38 stundum
eftir að gosið byrjaði. 1886 Kóka kóla
sett á markað í fyrsta sinn.1956 Alþingi
samþykkir með 31 atkvæði gegn 18 að
bandaríska herliðið skuli hverfa af landi
brott. Samþykktin komst aldrei til fram-
kvæmda. Í979 Grimmdarseggurinn Idi
Amin, einræðisherra í Afríkuríkinu Úg-
anda, flýr úr landi.
Annálsbrot dagsins
Hljóp úr Ámessýslu frá Breiðabólsstað í
Ölfusi maður nokkur eigingiptur, Þorgeir
að nafni, frá sinni kvinnu og bömum, en
tók með sér aðra eigingipta konu, Þuríði
að nafni, með 3 hennar bömum, frá sín-
um ektamanni og öðmm 3 bömum.
Eyrarannáll, 1671.
Afmælisbörn dagsins
Jón Eiríksson konferenzráð, 1787.
William Walton breskur tónsmiður,
1902. Pearl Baily bandarísk jazzsöng-
kona, 1918.
Málsháttur dagsins
Öðmm hugðu, sjálfir supu.
Lokaorð dagsins
Þú ert að alltaf að reyna að fá mig til að
hætta einhveiju. Hveiju viltu að ég hætti
núna?
Hinstu orð landkönnuðarins Sir Ernest
Henry Shackleton - við lækni sinn.
Lífsmynstur dagsins
Hann lifði á skáldskap og víni, nema þeg-
ar hann fékk sig fullmettan, tók sér hvíld,
gekk inn í ríki hinna siðlátu, fór í verka-
mannavinnu eða seldi blóm á torgi.
Jón Óskar um Vilhjálm frá Skálholti;
Hernámsáraskáld.
Orð dagsins
Hafðu í láni hóf á þér,
hæglega kann að skeika.
Gleðibyrinn böls á sker,
ber þitt fleyið veika.
Steingrímur Thorsteinsson.
Skák dagsins
Hvíta staðan í skák dagsins er ekki glæsi-
leg: Judasin hefur tveimur peðum minna
en Kir. Georgiev og endalokin virðast
ekki langt undan. En Judasin er enginn
aukvisi, og sýnir nú afhveiju hann er í
hópi sterkustu skákmanna heims. Með
snotrum leik knýr hann fram jafntefli.
Hvað gerir hvítur?
Ka5 3. Ha3+ Kb5 4. Hb3+ Þráskák og
þarmeðjafntefli.
J Ó N ÓSKAR