Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
19
M e n n
■ Stundin okkar skipar stórmerkilegan sess í kollum allra þeirra sem ólust upp með sjónvarpi. Rannveig og Krummi, Fúsi
flakkari, Sirrý, Palli og Bryndís Schram - þetta eru allt persónur sem tengist bernskunni dularfullum böndum.
Jakob Bjarnar Grétarsson gerði sér ferð í sjónvarpshúsið og hitti þá Felix Bergsson og Gunnar Helgason
en þeir hafa verið umsjónarmenn Stundarinnar í vetur og verða líka næsta vetur
„Við erum þekktir fyrir
væmni'
- segir Gunnar Helga-
son en það var í eina
skiptið í viðtalinu sem
upp kom ágreiningur
milli hans og Felix
Bergssonar-þegar
Gunnar ætlaði að fara
að þakka öllu samstarfs-
fólkinu kærlega fyrir
samstarfið. Annars tala
þeir nánast sem ein
rödd.
Gunnar: „Hva, viltu ekki þakka
fyrir samstarfið?"
Felix: , Jú, jú, en ég meina ... er
það ekki nett vemmilegt...
Gunnar: „En við emm einmitt
þekktir fyrir væmni og ...“
Stundin okkar hefur átt í stöðugt
meiri samkeppni að undanförnu með
stórauknu framboði á ýmiskonar
bamaefni í sjónvarpi og á mynd-
bandsspólum. Þeir Gunnar og Felix
segja einu leiðina til að bregðast við
því sé að framleiða vandað íslensku
efni.
„Þegar við komum að þessu lang-
aði okkur ekki til þess að Stundin
okkar yrði eins og teiknimyndimar á
morgnana - barnapía. Við viljum að
foreldrar setjist niður með bömum
sínunt og ræði efnið með bömum
sínum. Við veltum upp einhveijum
málum út frá því sem við teljum heil-
brigða skynsemi sem síðan foreldrar
klára. Við neitum að bera ábyrgð á
því að ala bömin upp.“
„Fullt af fólki sem ekki
þolir okkur Gunna"
Þeir hafa fundið fyrir því að
Stundin okkar er viðkvæmur þáttur
og þeim hefur til dæmis verið fundið
það til foráttu að vera í rifnum galla-
buxum og eða hafa slett þó svo að
slettumar hafi verið útskýrðar til hlít-
ar.
„Það er fullt af fólki sem ekki þol-
ir okkur Gunna. Ókey, við getum
ekkert gert í því. Það er eðlilegt út af
fyrir sig og ekki hægt að gera sér
vonir um það að falla við geð allra.
Þá hefur það einnig heyrst að við töl-
um niður lil barna. Við ernnt einfald-
lega ósammála þessari gagnrýni og
höfum rneira að segja horft á þættina
gagngert með þá spumingu í huga
hvort þetta sé raunin. Og nota bene
þá hefur okkur einnig borist bréf frá
foreldrum sem segja að það sé frá-
bært að þarna skuli vera komnir
menn sem tala við bömin sem jafn-
ingja.“
Raunar hafa þeir félagar fengið
mjög góð viðbrögð við þættinum al-
mennt og hafa enda verið ráðnir til
að vera með hann næsta vetur. Þeir
nefna þó að ýmsir á efri hæðum
byggingarinnar eigi erfitt með að
gera upp við sig hvað þeim eigi að
finnast og ein hringing utan úr bæ
geti breytt þar öllu um.
„Það er svo oft sem verið er að
eyða miklum tíma í ekki neitt. Það
sem við viljum leggja áherslu á er að
tala um eitthvað sem skiptir máli. Og
hvort að við emm í rifnum gallabux-
um eða ekki er kannski ekki meðal
þess. Stundin okkar er hálftíma á
viku og það á ekki að vera neitt mál
að nýta þann tíma á hnitmiðaðan hátt
með unnið og gott efni.“
Gunnar og Felix taka undir það að
besta bamaefnið sé það sem hefur
jafnframt tilhöfðun til fullorðinna.
Þeir hafa þó ekki reynt að gera neitt í
því meðvitað þó að þeir hafi vissu-
lega velt þessu fyrir sér. „Við emm
líkast til eina viðmiðunin sem við
höfum í þessum efnum. Og ef okkur
finnst hluturinn ekki skemmtilegur
eða fyndinn þá er hann ekki gerður.
Við emm jú fullorðnir og ekkert
öðmvísi en aðrir.“
Jæja..., en hvemig skyldi þetta
hafa komið til?
„Sko, Felix var boðið þetta og var
eitthvað að barma sér, að vera einn í
þessu og svona, þá sagði ég: „Eg skal
vera með þér.“ Þeir segja það allt
annað mál að vera saman í svona
vinnu. Ekki síst í hvað hugmyndir
varðar, að slá fram einhverri hug-
mynd og þá komi hinn aðilinn gjam-
an með annan flöt sem er kannski
betri. „Svo er líka mjög gott að vera
tveir saman ef það þarf að beijast
fyrir einhverri hugmynd við ein-
hvem héma frammi," þeir kinka
kolli í átt að dyrunum en þeir hafa til
ráðstöfúnar ágætan grænan kontór í
sjónvarpsbyggingunni við Laugar-
veg.
Hlgangur
lífsins
eftirMugg
Magnússon
Ég segi nú bara eins
og kerlingin að
sjaldan veldur einn
þá tveir deila. Þessi læti þarna með
hana Jóku í Kolaportinu eru eins eðli-
legur hlutur og fiskur sem syndir í net
og lætur að endingu éta sig. Hvað er
hann Gummi Hallvarðs að reyna að
vera fyndinn á kostnaö Jóku? Að
spyrja hvernig gengi að veiða reikandi
sálir í það pólitíska net sem hún lagði í
Kolaportinu? Ég hef verið fastagestur í
Kolaportinu frá upphafi og er ekki
rcikandi sál nema síður sé. Það vill nú
svo til að ég varð vitni að þessari uppá-
komu og það er ekki bara það sem sagt
er heldur líka tónninn sem skiptir máli.
Og ég get einnig sagt frá því að rétt áð-
ur en Gummi fór að gera sig breiðan
voru piltungar úr ungliðahreyfingu
nokkurri hér í bæ búnir að vera að ota
klístruðum bismarkbrjóstsykri að
Mödda - í boði móðurflokksins! Mæl-
irinn var þegar orðinn fullur og svo fer
þingmaðurinn að feta í fótspor pöru-
pilta með háðsglósum. Mér, og svo var
um fleiri heiðvirðar sálir, sárnaði þessi
ffflagangur.
Stundin okkar og Hamlet
Báðir hafa þeir rnikla reynslu af
því að vinna við bamaefni og hafa til
dæmis unnið að talsetningu fjölda
bamamynda. Þegai' kallið kom þá
höfðu þeir talað um það um nokkurt
skeið hvað þeir vildu sjá í bamasjón-
varpi og höfðu komist að þeirri nið-
urstöðu að þeir væm reiðubúnir að
starfa að slíku saman.
Þann 1. apríl halda stjörnurnar í
Dagsljósi sérstakt kveðjuhóf í
Garðaholti á Álftanesi. Það minnir
óneitanlega á það, að vetrardag-
skráin er að renna sitt skeið á
enda. Síðasti þáttur Dagsljóss
verður í kringum síðasta vetrar-
dag. Ekkert erfyrirliggjandi um
það hvort þátturinn verður tekinn
upp að hausti. Gleðskapurinn er
kallaður „Kjötsúpukveðjuhátíð" og
kann Alþýdubladid ekki nokkrar
skýringar á því hvað réði þeirri
nafngift...
r
Aforsíðu Mannlífs sem kemur
út um næstu helgi er mynd af
þeim Aðalsteini Jónssyni og
Sigrúnu Gísladóttur og börnun-
um þeirra tveimur. Fyrirsögnin er
Felix Bergsson og Gunnar Helgason skyggnast fram fyrir tjöldin. „Þá
situr maður bara heima alla tíð og býr sig undir það að leika Hamlet
ómengaðan með öllu." A-mynd: E.ÓI.
„Við vomm eiginlega komnir í
mission-stellingar áður en kallið
kom. Þegar við síðan fengum þetta
tækifæri gáfúm við okkur góðan
tíma í að ræða hvemig við vildum
gera þetta. Fólk hér vissi ekki hvað-
an á sig stóð veðrið. Við sátum í hálf-
an mánuð og bara töluðum saman.
Fólk hélt að við væmm ekki að gera
neitt af því að við vomm ekki út um
allan bæ að taka myndir af bömum á
leikskólum. En það er einmitt sú
vinna sem hefur algjörlega skilað
okkur í gegnum þennan vetur. Þetta
teljum við vera eitthvað sem er um-
hugsunarvert fyrir listamenn hér á ís-
landi. Þeir em svoldið í þvf þegar
verkefni kemur á borðið að þá er
bara vaðið í það. Og þetta er kannski
ekki bara vandamál listamanna held-
ur líka þeirra sem stjóma bæði hér í
sjónvarpinu, í kvikmyndum og í
leikhúsi."
Við spumingunni um rnuninn á
því að vinna á sviði og í sjónvarpi
segja þeir miklu máli skipta að þeir
em að vinna með sitt eigið efni. „Við
vinnum þetta algjörlega sem rithöf-
undar og leikarar, ekki sem einhveij-
ar sjónvarpspersónur. Og þó að við
heitum Felix og Gunni í þáttunum þá
emm við að leika ákveðin hlutverk.
En varðandi leikinn sjálfan, jú, það
þarf að tjúna sig aðeins niður í sjón-
varpi miðað við sviðið.“
Þeir nefna einnig að vinnubrögðin
séu mjög ólík og það felist mikil
þjálfun í þvf að vinna við þann hraða
sem sjónvarpið krefst. En óttast þeir
ekkert að verða stimplaðir sem
bamaleikarar? Að áhorfendur verði
fyrir torkennilegum hughrifum, fari
að hugsa um brúður og bókstafi,
þegar þeir birtast í hlutverki Hamlets
á sviðinu?
„Auðvitað hefur maður velt þessu
fyrir sér. En ef maður er stöðugt að
velta sér upp úr slíku þá er eins gott
að hætta þessu öllu saman. Þá situr
maður bara heima alla tíð og býr sig
undir það að leika Hamlet ómengað-
an með öllu. Við bendum bara á
mann eins og Sigurð Sigur jónsson.
Það sér enginn fyrir sér Kristján heiti
ég Ólafsson þegar hann er að leika
Amadeus."
Stundin skipar sérkennilegan sess
í vitundarlífi fólks?
,Jú, það var nú bara síðast í dag
(það er Felix) var ég að velta því fyr-
ir mér, í ljósi þess að vera annan vet-
ur með Stundina okkar, hvort það
væri æskilegt fyrir feril minn sem
leikara. Þannig að ég viðurkenni fús-
lega þessar hugsanir. En ég held að
aðalmálið sé að við emm mjög heilir
í því sem við emm að gera í þessu og
stöndum vel saman að því. Ög með-
an okkur finnst við vera að gera eitt-
hvað sem skiptir máli þá er það mál-
ið.“
„Eigum við að dansa í
kringum þetta?"
Þeir em reyndar ekki að þykjast
vera að finna upp hjólið hvað
„Skræpótt líf" með vísan til lýsing-
ar Sigrúnar. í Mannlífi er átakanleg
saga þeirra rakin frá A-Ö, sagt frá
baráttu þeirra við kerfið og tilraun-
um þeirra til að lifa sjálfstæðu lífi
án afskipta yfirvalda, en sem
kunnugt er urðu nöfn þeirra á
hvers manns vörum um síðustu
hátíðir er þau „-
rændu" börnunum
sínum frá „kerfinu"...
r
Ikosningabaráttunni,
þegarfjölmargir
kjósa að sjá allt í pól-
itísku samhengi, hafa
menn tekið eftir því
að Sigurður G.
Tómasson Rásar 2
stjóri hefur verið
fjarri góðu gamni. Hann kom tals-
vert við sögu í síðustu borgar-
stjórnarkosningum eins og mönn-
um er eflaust í fersku minni til
dæmis þegar hann vék llluga
Jökulssyni og Hannesi Hólm-
steini úr störfum pistlahöfunda
fyrir að hafa of afgerandi pólitískar
skoðanir. En skýringin á fjar-
verunni núna er sú að Sig-
urður lagðist inn á spítala nú
fyrir skemmstu til aðgerðar .
í sem staðið hefurtil í þó nokk-
urntíma...
Um næstu helgi verður
ráðstefna í Odda og
gengst Háskólinn fyrir henni.
Yfirskriftin ber það ekki með
sér að þar verði tekið á ein-
barnaefni varðar.
„Sjónvarp hefur verið við lýði í
hálfa öld og bamasjónvaip með því,“
segja þeir og nefna ýmsar fyrir-
myndir sem þeir hafa skoðað: Peter í
Bretlandi og Sesame Street í Banda-
ríkjunum. Þeir segja aðspurðir að
það sé af nægu að taka af sillí atvik-
um sem upp hafa komið við gerð
Stundarinnar.
„Það „skemmtilegasta" sem við
höfunt lent í var þegar við vorum að
taka upp Jólastundina. Fólk hefur
kannski ekki tekið eftir því en við
höfum ekkert verið að hlaða bömum
í þáttinn. Að okkar mati hafa böm
ekkert sérstaklega gaman að horfa á
önnur böm nema efnið standi undir
nafni. I Jólastundinni höfðum við
þetta hefðbundna jólaball og það var
rosalega fríkað. Við vomm með svo
rosalega mikið handrit og reyndum
að fá þau til að taka þátt í þessu sam-
kvæmt því. Bömin vom alveg frá-
bær, en... vá!, okkar performans
varð allt öðm vísi en ráð var fyrir
gert. Við vomm eins og deyjandi
menn. Við vomm búnir að ákveða
það að við gætum ekki haldið böm-
unum í sjónvarpssal í marga klukku-
tíma sem þýddi það að við gætum
ekki farið að margtaka hvert atriði.
Og handritið sæi til þess - en því var
fljótlega hent. Til dæmis tókum við
eftir því að þegar krakkamir vom að
ganga í kringum jólatréð þá horfðu
þau alltaf upp í loftið. Hvað er að
gerast? Þá áttuðum við okkur á því
að þar var kveikt á mónitor í loftinu
og þau vom bara að horfa á sjálfa sig
á skjánum. Nú er ég í mynd - nú er
ég ekki í mynd - nú er ég í mynd ...
Svo komum við með okkar texta:
Gleðileg jól og eins og þið sjáið ...
og við litum hvor á annan og: Ó boy,
þetta verðurekki eins og við skrifuð-
um það. Það var til dæmis mjög
fyndið þegar við létum allt hverfa og
það kom inn nýtt jólatré sem var í
laginu eins og bókstafurinn A. Síðan
vomm við búnir að skrifa inn setn-
ingar í handritið sem krakkamir áttu
að hafa eftir, eins og: Nei, er þetta
jólatréð? En hvað þetta er fint jóla-
tré! Og eitthvað svoleiðis. Fyrsta
stúlkan sem kom inn í stúdíóið sagði
með áherslu: Á þetta að vera jólatré?
Eigum við að dansa í kringum
þetta?"
Þeir em sammála um það að vinn-
an í kringum Stundina okkar er tals-
vert meiri en þeir gerðu ráð fyrir í
upphafi. Mikill tími fer í að yfirfara
allt það efni sem þættinum berst.
Þeir em ekkert tiltakanlega óánægðir
með það kaup sem þeir fá fyrir sína
vinnu, þeir em alltént ekki á leið í
verkfall, en benda á það að þeir lifi
ekki af því einu að annast Stundina
okkar. „En em það ekki bara for-
stjórar stórfyrirtækja sem það gera?“
hverjum hégóma: „Ráðstefna um
fjölskylduna og réttlætið". Af
þessu tilefni hefur verið fenginn til
landsins þýskur heimspekingur að
nafni Axel Honneth og mun
hann flytja erindi. Hann erfyrrum
nemandi hins fræga Jiirgen Ha-
bermas en hann er (eins og allir
vita) einn fremsti stjórnmála- og
félagsheimsspekingur Þýskalands.
Kenningar Axels hafa einkennst af
því að samþætta siðfræði algildra
siðaboða annars vegar og kenn-
ingu um raunveruleg þjóðfélags-
leg ágreiningsmál og lífshætti
hinsvegar. Meðal þekktustu verka
hans er Gagnrýni valds sem er um
kenningar Adornos og Fouca-
ults og Barátta um viðurkenn-
ingu...
Ljóé
í miðri
viku#
Sigfús Bjartmarsson: „...ég er aft-
ur farinn að ganga hér um gólf."
A-mynd: E.ÓI.
Sigfús Bjartmarsson á ljóð vik-
unnar. Það heitir Gangur til góðs, er
prósaljóð og þetta er frumbirting
þess á prenti. Sigfús er fæddur 1955
og uppalinn á Sandi í Aðaldal norður
við Dumbshaf. Hann hefur gefið frá
sér fimm ljóðabækur og er ekkert illa
haldinn af því að skáldsagan sé endi-
lega merkilegri skáldskapur en hver
annar. Sigfús hefur fengist við ýmis-
legt samhliða því að setja saman
ljóð. Hann hefur til dæmis unnið við
jámabindingar og þýðingar. Meðal
annars hefur hann þýtt verk eftir
Borges og Paz, þjóðskáld Mexíkós.
Sú þýðing var gerð í kompaníi við
Jón Thoroddssen. Það síðasta úr
Ijóðsmiðju Sigfusar er bókin Zombí
sem kom út árið 1992.
Gangur
til goðs
Sören heitinn Kirkegaard var al-
veg efalaus um að sitjandi manni
vœri sá háski búinn að yfir hann
legðist óloft en þvífylgdi sagði hann
óhjákvœmilega sinnuleysi og slen
sem óðara drœgi að hverskyns djöfla
og púka en þeim fylgdi aftur látlaus
ásókn prestanna. Við þessum ófögn-
uði vceri aðeins eitt ráð til en það var
að standa upp og ganga. Sjálfur
kvaðst hann um dagana ekki bara
liafa gengið í sig vellíðan og burtfrá
hverjum kvilla heldur gekk hann víst
uppi allar sínar merkustu hugsanir
og það sem meira var, engin þeirra
reyruiist honum svo þungbœr aðfrá
henni yrði ekki gengið. - Mér hafa
lengi þótt þessi orð íhygli verð. Og
oftar en ekki hefur þá borið svo við á
þeim göngum út í bláinn að ég hef
séð til manna. Reyndar sé ég alltaf
það sama, mikinn og þögulan múg á
löturlegri ferð um sléttur. Og þá
dettur mér í hug að þeir séu ef til vill
allir sjáandi, kannski njóti þeir allir
leiðsagnar, kannski leiði hver ann-
an, kannski séu þama áferðinni þeir
sem geta ekki annað en gengið, þeir
sem ávalt eru efins um að gengið sé
til góðs, þeirsem vita að aldrei verð-
ur nógu langt gengið. Auðvitað er
líka hugsanlegt að þama séu aðeins
á ferðinni skilaboð, til dœmis frá
draummanninum sem gekk víst burt
frá okkur og á skipsjjöl til framandi
eyja. - Nei Sören. Þetta var ekki illa
meint, ekki meðvituð hártogun eða
þannig, kom bara ósjálfrátt og ég
geng líka skal ég segja þéralltaf var-
lega um þá sjaldan sést til þín orðið
undir grafhýsunum, í hljóði laufa og
fugla, enn á gangi héðan út og inn í
svarthol himnanna. - Þú fyrirgefur
mér Sören, ef þú lítur um öxl núna þá
sérðu að ég er aftur farinn að ganga
hér um góíf.