Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 29.03.1995, Blaðsíða 16
16 ALÞYÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 1995 ■ Friðrik Friðriksson er skipstjóri á Haferninum og skipar fimmta sætið á lista Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra. Alþýðublaðið ræddi við hann um sjávarútvegsmálin Þurfum að stokka upp handónýtt kvótakerfið „Höfuðmál næstu ríkisstjórnar er að stokka upp kvótakerfið og halda striki í ríkisfjár- málum. Ég held að ríkisstjórnin geti staðið sig enn betur nú þegar mesta kreppan og samdrátturinn eru að baki." Friðrik Friðriksson er fæddur 30. nóvember 1936 á Hvammstanga. Hann er kvæntur Magnúsínu Sæ- mundsdóttur og eiga þau þrjú böm. Friðrik er skipstjóri á Hafeminum og skipar fimmta sætið á lista Alþýðu- flokksins. Alþýðublaðið ræddi við hann um sjávarútvegsmálin og ríkisstjómina. Friðrik, hvaða mál er efst á baugi hjá þér í kosningabarátt- unni? Það þarf kannski ekki að spyrja skipstjórann að því? „Þú getur rétt ímyndað þér það, að hjá mér er það fyrst og fremst þetta handónýta kvótakerfi. Það er á allan hátt hið versta fyrirkomulag og ég vil sjá einhvers konar sóknarmark kom- ast í framkvæmd. Það á örugglega vaxandi fylgi að fagna um land allt. Ég mun beita mér fyrir því að sveigja Alþýðuflokkinn í þessa átt og mér fmnst sannast sagna að ríkisstjómin hafi verið kolómöguleg hvað þessi mál varðar. Núverandi kvótakerfi gengur einfaldlega ekki upp. Það er margbúið að sýna sig að þetta kerfi skilar sér ekki.“ Þú ert auðheyrilega ekki hress með sjávarútvegsstefnuna. En hvað segir þú um frammistöðu ríkisstjórnarinnar að öðru leyti? „Hún hefur staðið sig sæmilega. Ríkisstjómin hefur verið að skila af sér ýmsum góðum hlutum og þá vil ég fyrst og fremst nefna stöðugleik- ann og lága verðbólgu. Þetta em sál- fræðilega mjög mikilvægir þættir sem spila inn í allt annað. Með því að þetta hefur tekist þá hefur reynst auðveldara að koma böndum á kröfugerðina í rikisfjármálunum. Þegar stöðugleiki er ríkjandi verður auðveldara að bæta kaupmáttinn. Launin geta þá sigið upp á við, enda engum í hag að það gerist í einum hvelli. Það vita allir sem það vilja vita.“ Hvaða áherslur og hvernig rík- isstjórnarmynstur viit þú sjá að afloknum kosningum? „Ég yrði ekkert óánægður með ríkisstjóm sömu flokka. En höfuð- mál næstu ríkisstjómar er að stokka upp kvótakerfið og halda striki í rík- isfjármálum. Ég held að ríkisstjómin geti staðið sig enn betur nú þegar mesta kreppan og samdrátturinn em að baki. Ég vil þó taka eitt fram og það er að ég er ekki hrifinn af því að ísland gangi í Evrópusambandið. Ég vil hafa þetta eins og það er. Ég er ekki búinn að sjá að það verði nokk- uð annað en sundurlyndi innan ESB og er farið að brydda á því þegar. Ég vil að við fömm okkur hægt í þess- um málum.“ Hvernig er best hægt að tryggja áframhaldandi stöðugleika og að- hald í ríkisfjármálum á næsta kjörtímabili? „Með því að gera Alþýðuflokkinn sem sterkastan. Ég hef verið alþýðu- flokksmaður til margra ára og er á þessari línu sem vinstri öflin hafa verið að túlka um velferð og jöfnuð í NÆSTA KYNSLOO Aðalheiður Sigursveinsdóttir 21 árs, Norðurland-Eystra Sjlf Hrönn Hrafnsdóttir 27 ára, Reykjavík Vilhjálrriur Gestur G. Gestsson 26 ára, Reykjanes Hólmfríður Sveinsdóttir 27 ára, Vesturland Gestur Páll Reynisson 21 árs, Reykjanes ' 4 , frituii i ” gSliy’ y *7| ^ i WMm m! \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.