Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ a 5 ■ Formannskjör á flokksþingi Eigum að læra af fortíð- inni -ekki lifa í henni - segir Sighvatur Björg- vinsson í viðtali við Hrafn Jökulsson. Er ekki raunin sú, að þið Guð- mundur Arni Stefánsson eruð full- trúar talsvert ólíkra viðhorfa innan Alþýðuflokksins? Það getur vel verið að í sumum efn- um greini okkur á. Mín viðhorf eru skýr og byggja á nútímalegri jafnaðar- stefnu. Snemma á sjöunda áratugnum ákváðu Alþýðuflokksmenn að varpa fyrir róða gömlu kennisetningunum um þjóðnýtingu, haftakerfi og áætlunarbú- skap, einsog lesa má um í bók dr. Gylfa Þ. Gíslasonar um Viðreisnarárin. Gylfi lýsir því á athyglisverðan hátt hvemig hann snerist til fylgis við hina endumýjuðu jafnaðarstefnu, og allar götur síðan hefur Alþýðuflokkurinn fylgt þessum hugmyndum og þróað þær áfram. Enginn íslenskur stjórn- málamaður hefur átt jafn ríkan þátt í aðlögun jafnaðarstefnunnar að veru- Ieika samtímans og Jón Baldvin Hanni- balsson. Ég er sammála Jóni Baldvin um áherslumar sem hann leggur, og vil leggja mitt af mörkum til að Alþýðu- flokkurinn haldi áfram á sömu braut - einsog allir aðrir jafnaðarmannaflokkar í Vestur-Evrópu. Það er gagnslaust að grípa til pólitískra lausna gærdagsins. Við eigum að læra af fortíðinni en ekki lifa í henni. Guðmundur Árni skilgreinir sjálf- an sig sem boðbera klassískrar jafn- aðarstefnu. Hvernig skilurðu það hugtak í pólitík nútímans? Klassísk jafnaðarstefna er hugsjónin um frelsi, jafhrétti og bræðralag. Þetta hefur ávallt verið kjaminn í stefnu allra jafnaðarmannaflokka. En við verðum hinsvegar að endurskoða aðferðafræði okkar, vegna þess að aðferðir og úr- lausnir sem giltu á fyrri helmingi aldar- innar gilda ekki á okkar tímum. Þjóðfé- lagið er miklu flóknara og opnara en áður var. Núna em það ekki bara aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisvaldinu sem ákveða lífskjör fólks við kjara- samningaborðið. Lífskjörin ákvarðast af miklu fleiri atriðum en þeim sem er ráðið til lykta í slíkum samningum. Þau ráðast ekki síst af þeim tækifæmm sem við gefum ungu fólki til að menntast og nýta menntun sína. Til að halda uppi lífsgæðum á Islandi verðum við að veita sömu tækifæri og þegnar ná- grannalandanna njóta. Aðferðir nútím- ans til að bæta lífskjör fela meðal ann- ars í sér opnun þjóðfélagsins og aukna samvinnu við önnur lönd. Þetta snýst ekki bara um viðskipti. Alþjóðleg sam- vinna getur líka tryggt félagslegt rétt- læti og jöftiuð. Þannig er íslenska lög- gjöfin um samkeppni og um vemd og rétt neytenda komin til vegna aðildar okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Áhersla Jóns Baldvins á Evrópu- samvinnu hefur sætt gagnrýni frá sumum, og hann að auki sakaður um að fara með flokkinn langt til hægri. Fór formaðurinn of hratt fyr- ir flokkinn? Nei, það er alger misskilningur. Sumir tala um „harða stefnu" Alþýðu- flokksins, af því við höfum barist fyrir nánu samstarfi við Evrópuþjóðir, auknu fijálsræði í verslun og viðskipt- um og krafist grundvallarbreytinga á skipulagi atvinnuveganna. Þetta er ekki „hörð stefna" - þetta er fjölskyldu- stefna, leið til bættra lífskjara fyrir ís- lenskan almenning. Á hvaða málefni leggur þú mesta áherslu, náir þú kjöri? Mikilvægastá verkefni Alþýðu- flokksins er að vinna að sterkari stöðu jafnaðarmanna. Við jafnaðarmenn í stjómarandstöðu emm áhrifalausir ein- sog sakir standa - og sama er að segja um jafnaðarmenn, sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn. Það kom berlega í ljós á Iandsfundi Sjálfstæðisflokksins að fijálslyndir menn í flokknum mega sín nú einskis. Á þá er ekki hlustað. Stærsta og þýðingarmesta hlutverk okkar Alþýðuflokksmanna nú, er því að leiða baráttuna fyrir samstarfi jafn- aðarmanna. En til að geta gert þetta þarf Alþýðuflokkurinn að vera félags- lega öflugur. Samstarf jafnaðarmanna byggist á öflugum Alþýðuflokki og ég vil að flokkurinn styrki sig félagslega, langt umfram það sem nú er. Menn eru búnir að tala um sam- einingarmál á vinstri væng í marga áratugi. í margra eyrum hljóma yfirlýsingar um þessi mál einsog gamlar tuggur, enda hafa allar til- raunir til sameiningar runnið út í sandinn. Þessar tilraunir hafa misheppnast, það er rétt. Ég tel að skýringin felist ekki síst í þeim aðferðum sem menn hafa notað. Annarsvegar hafa sumir haldið því fram að ekki sé hægt að sameina jafnaðarmenn, nema kljúfa þá fyrst. En sameiningin sem átti að leiða af sundrungunni hefur aldrei orðið. Hin aðferðin, sem notuð hefúr verið til að vinna að sameiningu, felst í því að skipa viðræðunefndir á vegum flokks- stofnana. Ég hef sjálfur tekið þátt í slík- um viðræðum, og hef litla trú á að sú aðferð geti borið árangur. Með þessu er áhugafólki um sameiningarmál haldið utan dyra og því sagt að vera ekkert að grugga vatnið, málið sé í nefnd. Stofn- anaviðræður af þessu tagi skila ekki ár- angri. Nú erum við hinsvegar að reyna aðr- ar aðferðir. Nú reynum við að fá fólk sem aðhyllist jafnaðarstefnuna til að láta skoðanir sínar í ljós. Við erum að reyna að vekja bylgju meðal almennra kjósenda, hreyfingu fyrir því að þetta takist. Þegar að því kemur að málið verður tekið fyrir í stofnunum flokk- anna, á að vera tryggt að bylgjan verði ekki stöðvuð. Þú talaðir um jafnaðarmenn í Sjálfstæðisflokknum. Hver er reynsla þín af samstarfi með Sjálf- stæðismönnum í síðustu ríkisstjórn? Einsog Jón Baldvin hefur skýrt frá, urðum við fyrir miklum vonbrigðum með stjómarsamstarfið með Sjálfstæð- isflokknum. Ég náði sem ungur maður í síðustu ár Viðreisnarstjórnarinnar. Tvennt var þar áberandi. Flokkarnir voru sammála um að beijast fyrir opn- um þjóðfélagsins, afnema höft, auka frelsi í verslun og viðskiptum og opna glugga þessa lokaða lands fyrir um- heiminum. Margir okkar, sem vorum ungir á þessum árum, sáum Viðreisn- ina lengi vel í rómantísku ljósi og héld- um að hægt væri að endurtaka leikinn. Ástæðan þess að við fórum í samstarf með Sjálfstæðisflokkinn var því ekki síst sú, að við héldum að við gætum haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð var á Viðreisnarárunum til aukins frjálsræðis, lýðræðis og opnunar til umheimsins. Við urðum hinsvegar fyr- ir gríðarlegum vonbrigðum, ekki síst með seinni tvö ár ríkisstjómarinnar. Og nú er Viðreisnardraumurinn dauður. Þú ert þá að segja í reynd að Sjálf- stæðisflokkurlnn sé nú höfuðand- stæðingur Alþýðuflokksins? Já, tvímælalaust. Þetta er ekki sami Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur- inn vann með á Viðreisnarárunum und- ir forystu Ólafs Thors og Bjama Bene- Sighvatur Björgvinsson: Alþýðuflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinnn sem er algerlega heill og óskiptur f sameiningarmálunum. Hann verður að taka frumkvæðið. ■ A-mynd: E.ÓI. diktssonar. Þá ríktu jákvæð, fijálslynd og mannúðleg viðhorf innan flokksins. Ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að pólitískum umskiptingi. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn for- mælandi hinna fáu, hann afhendir út- völdum auðlindir þjóðarinnar. Hann er á móti því að opna til umheimsins, hann stendur vörð um óbreytt ástand og úrelt kerfi. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn flokkur afturhalds og stöðnunar, og slíkur flokkur hlýtur að vera höfuð- andstæðingur jafnaðarmanna. Þú talar um að efla samskipti við útlönd, auka frjálsræði í viðskiptum og um opnun þjóðfélagsins á mörg- um sviðum, jafnframt því að leggja mikla áherslu á sameiningarmál. Hefurðu trú á að hægt sé að ná sam- an með Alþýðubandalagsmönnum í þessum málum? Já. Ég veit að innan Alþýðubanda- lagsins er margt fijálslynt fólk sem vill kanna grundvöll samvinnu og samein- ingar með opnum huga. Ég veit líka að í flokknum er stór hópur sem er okkur sammála um nauðsyn á uppstokkun at- vinnuveganna og hefur svipaðar skoð- anir á veiðileyfagjaldi. Sumir alþýðu- bandalagsmenn eru líka reiðubúnir að láta á það reyna með aðildarumsókn, hvað íslendingum býðst í samningum við Evrópusambandið. Auðvitað er fólk í Alþýðubandalaginu sem ekki deilir þessum skoðunum með okkur. En ég leyfi mér að benda á, að í öllum stóru jafnaðarmannaflokkunum í lönd- unum í kringum okkur er ágreiningur um máls af þessu tagi. Sá ágreiningur er hinsvegar leystur með lýðræðisleg- um hætti og menn una niðurstöðunni. Ég bendi til dæmis á jafnaðarmanna- flokkinn í Noregi. Þótt hart hafi verið deilt um aðild að ESB, og menn skipað sér í tvær fylkingar, þá er flokkurinn jafn sterkur eftir sem áður. Menn virða einfaldlega skoðanir annarra. Áfram um sameiningarmál. Held- urðu að þú getir átt gott og traust samband við forystumenn annarra flokka, verðir þú kjörinn formaður? Já, ég er nú búinn að vinna með þeim nokkuð lengi og þekki marga þeirra persónulega. Eg á þessvegna góðan aðgang að þeim, en það er ekki aðalatriðið. Mestu skiptir að vekja áhuga og vilja jafnaðarmanna í stjóm- arandstöðu og í meðal óháðra kjósenda og í röðum fylgismanna stjómarflokk- anna til þess að taka höndum saman. Og mín skoðun er sú, að það verði best gert með því að Alþýðuflokkurinn sé félagslega sterkur og öflugur. Af- hverju? Vegna þess að Alþýðuflokkur- inn er eini stjómmálaflokkurinnn sem er algerlega heill og óskiptur í samein- ingarmálunum. Hann verður að taka fmmkvæðið. Sterkur Alþýðuflokkur er þessvegna öflugasta vopnið í barátt- unni fyrir málstað sameiningar. Hvað fannst þér um þau orð Margrétar Frímannsdóttur for- manns Alþýðubandalagsins, að Guð- niundur Ami væri betur til þess fall- inn að stuðla að sameiningu? Ég lít einfaldlega á orð hennar sem tilraun forystumanns í einum flokki til að skipta sér af formannskjöri í öðmm flokki. Hinsvegar vakir kannski ekki alveg fyrir henni, það sem hún segir. Við Margrét vomm saman í fjárlaga- nefnd Alþingis, þar sem fólk kynnist einna best í öllu starfi þingsins. Þar féll okkur mjög vel, og hún hefur við mörg tækifæri sagt að besta samstarf, sem hún hefur átt í þingsölum, haft verið við mig. Ég kvíði því sannarlega ekki að vinna að sameiningarmálum með Margréti Frímannsdóttur. Helsta gagnrýnin sem fram hefur komið á forystu Alþýðuflokksins uppá síðkastið beinist að deyfð í flokksstarfi, og því að fáir komi að ákvörðunum og stefnumótun. Að nokkru er þetta rétt. En mér finnst fráleitt að beina þessari gagnrýni einvörðungu að formanni flokksins. Það er einsog sumir ætlist til að for- maðurinn einn beri flokkinn uppi, og líti svo á að ef hann gerir ekki hlutina þá gerist einfaldlega ekki neitt. Jafnvel þótt formaður sé sterkur, einsog Jón Baldvin er, er ekki hægt að gera þá kröfu til hans að ekkert gerist í flokkn- um nema hann sjái um það. Mér er þetta viðhorf framandi, enda var þetta ekki svona í Alþýðuflokknum fyrren í seinni tíð. Við eigum að velja sam- henta forystu sem getur skipt með sér verkum, og flokksþing ber ábyrgð á að velja slíka forystusveit. Þá geta menn hlaupið hver undir annars árar, eftir því sem þörf krefur. Verði ég kjörinn for- maður mun ég leggja áherslu á að for- ysta flokksins skipti að nokkru með sér verkum. Ég vil líka að fleiri komi til starfa, og legg áherslu á að virkja í rík- ara mæli til ábyrgðarstarfa ungt fólk, konur, fólk af landsbyggðinni og úr verkalýðshreyfingunni. En hvemig bregstu við ef þú bíður lægri hlut - muntu búa þig undir að hætta í pólitík? Ég hef ekki leitt hugann að því. Ég er að gefa kost á mér til formennsku í Alþýðuflokknum og fólkið á flokks- þinginu velur milli manna þar. Ef það velur annan en mig, finnst mér að sá maður sem flokksþingið velur, eigi að sjálfsögðu að hafa mest um það að segja hvemig forystusveit hann vill fá með sér til starfa. Þannig að þú myndir ekki gefa kost á þér sem varaformaður? Nei, það væri mjög óeðlilegt. Það er fráleitt að setja þann sem gegnir for- mennsku í þá aðstöðu, að sá sem tapaði fyrir honum skuli eiga að verða stað- gengill hans sem formaður. Flokks- þingið á að velja samhenta forystu, fólk sem getur unnið vel saman. Við þekkjum of vel hvemig það er að sitja uppi með forystusveit sem er sjálfri sér sundurþykk. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.