Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 rmaður il kempa. Hann var hlaðinn orku, mikill tilfinninga- maður, funi í skapi. Bardaga- og áhlaupamaður. Hrífandi þegar hann var í essinu sínu. Einn vopn- fimasti fundamaður sem ég hef heyrt. Med Lennart Meri forseta Eistlands. Meri er sennilega gáfaðasti stjórn- málamaður sem ég hef kynnst. Hann er leiftrandi skemmtilegur, frábær penni. Vitur maður sem eftirsóknarvert hefur verið að kynnast. Á tímabili töluðum við saman oft í mánuði. Þessi miðevrópski menntamaður frá lið- inni tíð er nefnilega mikið tæknifrík og hefur óþrjótandi áhuga á símum, sérstaklega farsímum. Með Willy Brandt 1988. Brandt var andlegur leiðtogi Alþjóðasambands jafnaðarmanna og persónugervingur jafnaðarstefnunnar á heimsvísu. Stórsjarmör. Einn merkasti jafnaðarmaður aldarinnar. Fundur í Ráðherrabústaðnum eftir kosningar 1995. Davíð Oddsson óskaði sérstaklega eftir þessum viðræðum en þær voru hins vegar af hálfu sjálfstæðismanna hreint yfirvarp meðan þeir voru að undirbúa stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokkinn. Við hefðum eftir á að hyggja ekki átt að vera alveg svona kurteisir. Ég hefði átt að biðja lausnar fyrir mig og ráð- herra Alþýðuflokksins. Þar með hefði formaður Framsóknarflokksins orðið að taka ákvörðun fyrir opnum tjöldum um það hvaða kost hann veldi í stjórnarmyndunarviðræðum. í Ijósi úrslita kosninganna held ég þó að það hefði engu breytt um niðurstöðuna. Fundur í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna með George Shuitz utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Mér þótti Shultz afskaplega aðlaðandi og viðfelldinn maður, öflugur málflytjandi þar sem ég heyrði til á ráðherrafundum innan Atl- antshafsbandalagsins. Forsætisráðherra Steingrímur Her- mannsson og utanríkisráðherra hans með Jacques Delors í höfuð- stöðvum Evrópusambandsins í tengslum við EES samningana. Delors formaður Framkvæmda- stjórnar Evrópusambandins var bæði heilinn og drifkrafturinn í Evr- ópusambandinu á þessum tíma. Ég hreifst mjög af þessum manni. Hann kom mér fyrir sjónir sem al- vörugefinn en ástríðufullur um- bótamaður sem hafði skýr mark- mið og vann af þeim af mikiili kappsemi og náði áberandi ár- angri. Breskir hægrimenn, og þá sérstaklega Margaret Thatcher, lögðu óskaplega fæð á hann og reyndu að búa til skrípamynd af mandarínanum mikla sem héldi öllum þráðum í hendi sér. Það eru náttúrlega meðmæli þegar Thatc- her lýsir menn hættulega. I Jón Baldvin Hannibalsson lætur af formennsku í Alþýðuflokknum eftir tólf ára setu. Blaðamenn Alþýðublaðsins völdu nokkrar myndir úr stóru og fjölskrúðugu myndasafni þessara ára og báðu Jón Baldvin að rifja upp minningar sem tengjast þessum myndum 80 ára afmæli föður míns. Karl faðir minn var mik-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.