Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 10
I 10 ALÞÝÐUBLAÐK) FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 a ■ Eftir sex ára starf sem formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins lætur Guðmundur Oddsson af því embætti. í hressilegu viðtali við Alþýðublaðið ræðir Guðmundur um flokkinn og pólitíkina Flokkurinn fær þann formann sem hann á skilið g skil sáttur við þetta starf og tel að framkvæmdastjómin skili af sér þokkalega góðu búi. Ef ég á gefa eftirmanni mínum ráð, þá er það helst, að hann hlusti vel og stigi gæti- lega til jarðar. Fari ekki framúr for- manni flokksins þegar ákvarðanir eru teknar. Forystan þarf að vera samhent og láta því tímabili lokið að menn þurfi að lesa upplognar sakir um sjálfa sig. Forysta flokksins á allt annað og betra skilið,“ sagði Guðmundur Odds- son fráfarandi formaður fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins í viðtali við Alþýðublaðið. Guðmundur hefur gegnt for- mennsku í ffamkvæmdastjóm undan- farin sex ár samfleytt, en áður var hann formaður frá 1984 til 1986. Hann gefur ekki kost á sér áfram og segist hafa tekið ákvörðun um það fyrir löngu. Guðmundur Oddsson er maður hreinskiptinn og hálfvelgja honum lítt að skapi. Hann er óhrædd- ur við að láta skoðanir sfnar í ljós og oft hefur gustað um hann í forystu Al- þýðuflokksins og í bæjarmálapólitík- inni í Kópavogi, þar sem hann er bæj- arfulltrúi og skólastjóri. Veldur hver á heldur Er ekki framkvœmda- stjórn valdamesta stofn- un flokksins? „Menn halda það. En það veldur hver á heldur. Það er áreiðanlega hægt að hafa mikil völd sem formaður framkvæmda- stjómar. Eg lít þannig á, að formaður fram- kvæmdastjómar eigi ekki að vera pólitískur leið- togi. Hann er vinnuhestur sem á að sjá um að halda vélinni gangandi. Sum- um finnst að hann eigi að vera ráðandi varðandi stefnumörkun, en ég er því ósammála. Ef menn fara í starfið með því hugarfari að þeir eigi að vera ráðandi afl eru komnir tveir formenn r flokknum. Það er hins vegar mjög mikilvægt að formaður flokksins og formaður framkvæmda- stjórnar nái vel saman. Ég tel það slíkt lykilat- riði, að það er bamaskap- ur að ætla að stilla upp formanni framkvæmda- stjórnar sem er í and- stöðu við formann flokksins." Hefur samvinna ykkar Jóns Bald- vins verið góð? „Já. Milli okkar hefur ætíð verið mjög náin og góð samvinna. Okkur hefur stundum greint á, en hvomgur hefur nokkum tíman beitt hinn ofrrki. Ég er mjög ánægður með öll okkar samskipti og lít svo á, að fram- kvæmdastjórn og formaður hennar eigi að framkvæma það sem formaður flokksins og foiysta ákveður.“ Á undan sinni samtíð Hvað ber hœst í starfi framkvœmda- stjómar frá síðasta flokksþingi? „Það eru þingkosningarnar vorið 1995. Þetta em sérstæðustu kosningar síðari ára. Við fengum óskaplegt nið- urrif innanfrá með brotthlaupi Jó- hönnu Sigurðardóttur. Ég veit ekki hvort menn hafa hugleitt það af alvöm hvað þetta var mikið áfall fyrir Al- þýðuflokkinn. Ég gantaðist oft með því að tala um heilaga Jóhönnu. En staðreyndin er sú, að ef einhver leyfði sér andstöðu við Jóhönnu var litið á þann mann með fyrirlitningu. Óbreytt- ir liðsmenn áttu ekki að voga sér að andmæla Jóhönnu í einu né neinu. Hún var ekki bara varaformaður. Hún var lengi vel eina konan í þingflokki Alþýðuflokksins og naut þess kannski. Jóhanna var afskaplega sterk í hugum fólks. Þegar hún sagði sig úr flokkn- um í september 1994 var tæpur með- göngutími fram að kosningum. Mér finnst það kraftaverk að flokkurinn fékk sjö þingmenn kjöma við þessar aðstæður. Án þess að halla á nokkum mann, þá fullyrði ég að það var fyrst og fremst verk Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Það hefði enginn getað leikið þetta eftir, því hann stóð alla sjói af sér.“ Stóð Alþýðuflokkurinn nógu sterkt málefnalega við síðustu kosningar. Sumir segja að það hafi ekki verið rétt að setja Evrópumálin á oddinn þar sem þau mál hafa lítið verið rœdd hér og kjósendur því ekki með á nótunum? ,,Það kom fram í þessu kosningum, eins og svo oft áður, að Alþýðuflokk- urinn er alltaf á undan sinni samtíð. Kannski það hafi verið of snemmt að leggja áherslu á Evrópumálin. En mér finnst það skelfilegt, að einn flokkur og einn maður, Sjálfstæðisflokkur Davíðs Oddssonar, neitar að taka þessi mál á dagskrá. Og við upphaf síðasta landsfimdar Sjálfstæðisflokks- ins meinaði Davíð mönnum að tala um tvö stærstu mál þjóðarinnar; Evr- ópumálin og veiðileyfagjald. Þetta gæti Jón Baldvin aldrei gert því Al- þýðuflokkurinn er miklu þroskaðri flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkur- inn, sem er bara stefnulaus flótta- mannasamtök." Rógur og níö En geldur ekki Alþýðuflokkurinn þess að þar hafa verið tíð upphlaup og innbyrðisdeilur? , Jú, tvúnælalaust. Ég held að það sé mesti veikleiki flokksins, að innan hans eru alltof margir sjálfskipaðir foringjar, sem telja sig vita allt betur en aðrir. Þegar á reynir eru margir íyrst og fremst í þvi að auglýsa sjálfan sig og heildin geldur íyrir það. Mér er það óskiljanlegt, að fyrrum fram- kvæmdastjóri flokksins skuli fá inni í málgagni flokksins til að níða niður okkur Sigurð Amórsson gjaldkera. Þar erum við rakkaðir niður sem sKk- ir óbótamenn og ill- menni, að það er vand- séð hvemig okkur hefur verið treystandi til að vera í forystu flokksins. I rauninni væri fullt til- efni til að fara í meið- yrðamál vegna þessara skrifa, því þau hafa skaðað okkur Sigurð Arnórsson. Ég ætla þó ekki að skemmta skratt- anum með því að grípa til þess konar aðgerða." Er enginn fótur fyrir ásökunum Sigurðar Tómasar Björgvinsson- ar um fjármálasukk inn- anflokksins? „Nei, þetta eru til- hæfulausar ásakanir með öllu og þeim hefur verið svarað fyrir löngu. Fjármálaleg staða Al- þýðuflokksins hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Við höfum gengið þannig frá málum, og það veit Sigurður Tóm- as, að um næstu áramót verða heildarskuldir flokksins innan við 10 milljónir króna. Eftir næsta ár, í aðdraganda kosninga, verður flokkurinn orðinn skuldlaus samkvæmt þeim áætlunum sem við höfum gert. í framhaldi af þessum skrifum Sigurðar Tómasar var borið á mig að ég hefði miklar tekjur frá flokknum. Eg hef aldrei tekið krónu fyrir mín störf í framkvæmda- stjórn og ekki ætlast til þess að fá neitt greitt. Hins vegar má minna á það, að meðan Sigurður Tómas var ritsjóri Al- þýðublaðsins skrifaði hann aldrei staf í blaðið án þess að fá greitt sérstaklega fyrir það. Ég kann engar skýringar á því hvað manninum gengur til með rógburði sínum. En það er meinsemd þessa flokks, að þeir sem gefa sig í forystustörf eru teknir og rifhir á hol.“ Starfið í flokknum Nú er ekki langt síðan að ýmsir kunnir flokksmenn úr nokkrum kjör- dæmum lýstu þvt' yfir i Alþýðublaðinu að innra starf flokksins vœri lítið sem ekkert. Hverju svarar þú því? „Þar var spjótunum beint að for- manni framkvæmdastjómar og foryst- unni. En það hefur verið lenska £ þess- um flokki, að líta á varaformann flokksins sem prímus mótor í hinu innra starfi. Hann ætti að hafa þar for- ystu. Síðan ég kom í framkvæmda- stjóm hefur enginn varaformaður lyft fingri til að efla flokksstarf. Jóhanna gerði það ekki og Guðmundur Árni enn síður. Þá er bara einn eftir til að sparka í og mönnum finnst það allt í lagi af því hann er ekki í fremstu víg- línu. En flokksstarf er hvorki betra né verra en menn vilja á viðkomandi stöðum. Mér fannst merkilegt að sjá það haft eftir flokksmönnum, jafnvel forystumönnum í sveitarfélögum út um land, að þar væri ekkert flokks- starf. Þeir vom þar að lýsa sjálfum sér. í Kópavogi stóð flokksstarfið og féll með okkur Rannveigu á sínum tíma þegar við fómm í framboð. Síðan höf- um við mætt vikulega á fundi í Al- þýðuflokksfélagi Kópavogs. Bæjar- fulltrúar flokksins hafa lagt metnað sinn í að halda uppi flokksstarfinu. Þetta byggist ekki á því að formaður framkvæmdastjómar gefi einhverjar ordrur út á land um að menn skuli halda fundi. Ef menn hafa enga löng- un, getu eða vilja til að hittast og spjalla, þá verður ekkert flokksstarf. Þetta gildir um öll félög, pólitísk sem önnur." En er hœgt að hressa eitthvað uppá starfið t'flokknum? „Það er hægt að ýta undir það. Til dæmis með því að gera formann fram- kvæmdastjórnar jafnframt að fram- kvæmdastjóra flokksins. Við leggum fram tillögu að lagabreytingu um þetta á flokksþinginu nú, hvort sem hún verður samþykkt eða ekki. En ég held að það eigi ekki að hengja þessa ábyrgð á varaformann flokksins, hver sem hann er. Hann á að vera í áróðrin- um og boða fagnaðarerindið með for- manninum. Þeir tveir eiga ekki að standa í því að halda uppi flokksstarfi. Aðrir eiga að sjá um það og þá sér- staklega flokksmenn á hverjum stað. Ef starfið er lítið á einhvers staðar er það heimamönnum að kenna. Þeir eiga þá að taka sig á og rífa upp starf- semina. Enginn gerir það fyrir þá.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.