Alþýðublaðið - 08.11.1996, Page 4

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ■ Nýtt fólk í nánast öll embætti í forystusveit Alþýðuflokksins kjörið um helgina Miklar breytingar á flokks- forystunni Ljóst er að miMar breyt- ingar verða á forystu Al- þýðuflokksins á flokks- þinginu sem nú stendur yf- ir. Kosið verður milli Guð- mundar Áma Stefánssonar og Sighvats Björgvinssonar í embætti formanns Al- þýðuflokksins. Gunnar Ingi Gunnarsson hefur gefið kost á sér til varaformanns og framboð Sigrúnar Bene- diktsdóttur hefur einnig komið til tals. Guðmundur Ámi sagði í samtali við blaðið, að hann ætti ekki frumkvæði að framboði neins til varafor- manns. Aðspurður um hvort hann gengi til for- mannskjörs með tillögu um ákveðinn varaformann sagði Guðmundur: „Eins og ég hef áður sagt býð ég mig fram til formanns og framboð mitt er ekki hluti af neinni blokk. Hins vegar hafa margir stuðningsmanna minna haft á orði að undanförnu, að það færi vel á því að Össur Skarphéðinsson gæfí kost á sér til varaformanns. Um þetta hef ég ekkert frekar að segja.“ Sighvatur Björgvinsson kvaðst ekki hafa átt neinn þátt í ákvörðunum manna um framboð til varaformanns. „Eini mað- urinn sem formlega hefur gefið kost á sér, Gunnar Ingi Gunnarsson, sagði mér af framboði sínu eftir að hann tilkynnti stjórn Alþýðuflokksfélagsins um það. Ég átti engan hlut í þeirri ákvörðun. Ég hef heldur ekki gefið neinum skuldbindingu um stuðn- ing í embættið og mun ekki gera,“ sagði Sighvat- ur. Aðspurður hvort hann myndi gera tillögu um skipan varaformanns þeg- ar hann gengi til for- mannskjörs svaraði hann: „Nei, það mun ég ekki gera.“ Össur Skarphéðinsson Var sterklega nefndur sem formannsframbjóðandi, en hann hefur ekki ljáð máls á því. Hann sagði í samtali við blaðið í gær: „Ég hef verið því frábitinn að taka að mér trúnaðarstörf í forystu flokksins, og hef látið þá skoðun í ljós við stuðningsmenn beggja ffambjóðenda sem hafa leitað til mín að undanfömu. Nafn mitt hefur verið nefht talsvert í Leitað hefur verið til Össurar Skarphéð- inssonar frá stuðningsmönnum beggja frambjóðenda um að gefa kost á sér í varaformennsku. Hann hefur tekið slík- um áskorunum fjarri. Magnús Norðdahl. Sterklega orðaður við formennsku í framkvæmdastjórn. Árni Gunnarsson fyrrum þingmaður og for- seti flokksþings þykir álitlegur í ýmis emb- ætti, en mun ekki vera á leið í framboð. kringum varaformennsku og formennsku í fram- kvæmdastjóm, en ég hef einfaldlega um að ann- að hugsa." Fleiri hafa verið nefhdir til sögunnar varðandi framboð til varaformanns. Þar á meðal Gestur G. Gestsson, Ásta B. Þorsteinsdóttir, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Árni Gunnarsson, Petrína Baldursdóttir og Gylfi Þ. Gíslason yngri. NÝ VIÐHOBF I Ö NÝJAR ÞARFIR Gunnar Ingi Gunnarsson gefur kost á sér til varaformanns. Ásta B. Þorsteinsdóttir varaþingmaður er nefnd sem hugsanlegur frambjóðandi í emb- ætti varaformanns. Guðmundur Oddsson formaður framkvæmda- stjómar lætur af embætti og sömuleiðis Sigurður Amórsson gjaldkeri. Valgerður Guðmundsdóttir ritari gefur hins vegar áfram kost á sér til starf- ans. í framkvæmdastjóm sitja einnig sex fulltrú- ar til viðbótar, sem kosnir em á flokksþingi, sem og formaður og varaformaður flokksins. Nokkur nöfn verið nefnd sem formannsefni framkvæmdastjórnar. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í „pólitísku erfða- skránni" að Össur Skarphéðinsson væri kjörinn í það embætti, en Össur hefur ekki sýnt því áhuga einsog fram kom hér að ofan. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar em Árni Gunnarssonr og Gestur G. Gestssonar, sem einnig hafa verið orðaðir við embætti varafor- manns eins og áður segir. Sömuleiðis hefur Magnús Norðdahl verið nefndur sem kandidat til formanns fram- kvæmdastjómar. Kristinn T. Haralds- son hefur ákveðið að gefa kost á sér í embættið. Fáir hafa verið nefndir í embætti gjaldkera, en þó hefur nafni Sigrúnar Benediktsdóttur talin líkleg til að gefa kost á sér til gjaldkera, ef varafor- mennsembættið fellur öðmm í skaut. Auk formanns og varaformanns flokksins, formanns framkvæmda- stjómar, gjaldkera og ritara, sitja sex manns til viðbótar í framkvæmdastjóm sem flokksþingið kýs. Þar eiga nú sæti þau Steindór Haraldsson, Arnór Be- nónýsson, Hervar Gunnarsson, Bryndís Kristjánsdóttir, Magnús Ámi Magnús- son og Petrína Baldursdóttir. Ekki er annað vitað en flest þeirra muni gefa kost á sér áífam til setu í framkvæmda- stjóm. Þó hefur heyrst að Amór muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Hólmfríð- ur Sveinsdóttir er sögð hafa hug á setu í framkvæmdastjórn. Ungir jafnaðar- menn hafa hins vegar fullan hug á að láta þar meira til sín taka. Enn er Gest- ur G. Gestsson nefndur í því sambandi og ennfremur Hreinn Hreinsson, Kol- beinn Einarsson, Þóra Arnórsdóttir, Ingvar Sverrisson, Aðalsteinn Leifsson og Gunnar Alexander Óiafsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.