Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 s a g a n STeFNA ALÞÝÐUFLoKKSINS Flokksþingiö telur aö tímabært sé orðiö að vinna að því að fá erlent fjármagn til landsins, til uppbyggingar stóriðnaðar i sambandi við virkjun orkulinda í því skyni að skapa nauðsynlega og aukna fjöl- breytni i atvinnulífi þjóðarinnar, þó þann- ig að tryggt sé, að þjóðinni stafi ekki fjár- hagsleg eða félagsleg hætta af. Samþykkt á 27. þingi Alþýðuflokks- ins árið 1960. Þingið fagnar lækkun kosningaaldurs í 20 ár, sem varð fyrir frumkvæði Alþýðu- flokksins, og itrekartillögurflokksins um lækkun kosningaaldurs í 18 ár. Samþykkt á flokksþingi árið 1968. Alþýðuflokkurinn telur skiptingu nem- enda í barnaskólum í bekki eftir getu ekki lýðræðislega. Þessvegna þarf að afnema þessa skiptingu hið bráðasta og gera skólunum kleift að laga sig að breyttu skipulagi. Samþykkt á flokksþingi árið 1968. 34. þing Aiþýðuflokksins ályktar að sam- eina beri alla lýðræðissinnaða jafnaðar- menn á íslandi í einum stjórnmálaflokki og lýsir yfir vilja sínum til þess að gerast aðili að þeirri sameiningu. Sameiningin skal koma til framkvæmda fyrir næstu al- mennar kosningar í landinu. Samþykkt á 34. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var 20. til 22. október 1972. Undirstaða stóriðnaðar á íslandi er og verður sú orka, sem býr í fallvötnum og jarðhita ásamt innlendum hráefnum. Því er höfuðnauðsyn að halda áfram bygg- ingu orkuvera, en jafnframt verða íslend- ingar að fylgjast með þróun orkutækni er- lendis, meðal annars á sviði kjarnorku. Úr stefnuskrá Alþýðuflokksins sem samþykkt var á 29. flokksþinginu, sem haldið var í Reykjavík 23. til 24. mars 1963. Landið og miðin þjóðareign. Alþýðuflokk- urinn telur brýnt, að landið allt verði þjóð- areign með gögnum þess og gæðum, en bændur einir eigi eða hafi umráð bújarða. Samþykkt á 35. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var 15. til 17. nóvem- ber 1974. Þingið hvetur almenning til þess að kaupa ekki vörur frá Suður-Afríku meðan núver- andi ástand rfkir þar og mótmæla þannig í verki apartheid-stefnunni. Samþykkt á 37. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var 22. til 24. október 1976. 28. flokksþing Alþýðuflokksins telur stofn- un Efnahagsbandalags Evrópu og þróun þá, sem nú á sér stað í viðskiptamálum Vestur-Evrópu, vera örlagaríka atburði fyrir Islendinga. ... Flokksþingiðtelur nauðsynlegt og sjálfsagt, að íslensk stjórnarvöld fylgist sem nákvæmlegast með þróun þessara mála, en telur ekki enn tímabært, að íslendingar taki ákvörð- un um, hvers konar tengsla þeir óska að leita við Efnahagsbandalagið. Þó telur flokksþingið, að vegna fámennis íslend- inga, einhæfra atvinnuhátta þeirra, og margvíslegrar sérstöðu þjóðarinnar mið- að við aðrar þjóðir, komi full aðild að bandalaginu ekki til greina fyrir íslend- inga. íslendingar gætu hins vegar tengst bandalaginu annað hvort með varanlegri aukaaðild eða tollabandalagi. Samþykkt á 28. flokksþingi Alþýdu- flokksins, sem haldið var í Reykjavík 15. til 18. nóvember 1962. Flokksþingið leggur áherslu á, að sem fyrst verði komið á fót íslensku sjónvarpi, er hafi eflingu íslenskrar menningar að megin markmiði, enda verði þess án efa ekki langt bíða, að tækniþróunin verði til þess, að sjónvarp nái yfir alla jörðina, eins og útvarpið. Samþykkt á flokksþingi árið 1962. Flokksþingið telur, að koma þurfi upp stofnun sem sé öryggisgæsla fyrir geð- veika („psychopata"). Samþykkt á flokksþingi 1962, - að tillögu Fræðslu- og menningarmála- nefndar. SUNDLAUG KOPAVOGS við Borgarholtsbraut, sími 564 2560 Miðstöð almenningsíþrótta ✓ Grunn heit barnalaug Heitir pottar og nuddpottar Guftibað, sauna og vatnsgufa Hröð og skemmtileg rennibraut Ljósalampar Fullkomin 50x25 m sundlaug til sundiðkunar og leikja. 28. þing Alþýðuflokksins telur brýna nauðsyn á því að samfara stórauknum framlögum til almannatrygginga, verði stefnt að því að þjónusta tannlækna verði greidd af sjúkrasamlögum til jafns við aðra læknisþjónustu. Samþykkt á flokksþingi 1962, að til- lögu Karls Steinars Guðnasonar. Alþýðuflokkurinn vill jafnrétti karla og kvenna, jöfn tækifæri beggja til atvinnu og sömu laun fyrir sömu störf. Viður- kenna ber húsmóðurstörf til jafns við önnurstörf.... Flúsmæðrum berorloftil jafns við annað fólk. Úr stefnuskrá Alþýðuflokksins frá Nuddstofa ✓ Úrval flotleiktækja ✓ Góð sólbaðsaðstaða ✓ Góðar göngu- og hlaupaleiðir í nágrenninu Sundlaugin er opin: Sumcur Virka daga 07-22 Helgar 08-19 Aðgangur að laug hættir 30 mín. fyrir lokun 1963. Flokksþingið telur, að á næstu árum þurfi að gera margar breytingar á störfum Al- þingis. Það þarf að verða ein deild og bæta verður aðstöðu þingmanna til sjálf- stæðra starfa. Lýðveldið verður á næsta áratug að reisa nýtt þinghús. Samþykkt á 32. þingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var 18. til 21. október 1968. Hreyfing - Hollusta - Vellíðan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.