Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 8. NOVEMBER 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ ■ Formannskjör á flokksþingi Ég verð um- burðarlyndur stjórnandi þessa flokks Guðmundur Arni Stefánsson: Fólk þarf ekki að óttast, að drengileg keppni samherja og lýðræðisleg kosning hafi einhver eftirköst. A-mynd: E.ÓI. - segir Guðmundur Árni Stefánsson í viðtali við Sæmund Guðvinsson. Af hverju gekkst þú í Alþýðu- flokkinn? Eg drakk í mig jafnaðarstefnuna með móðurmjólkinni. Fólkið mitt var á kafi í pólitfk og það fór ekki hjá því að ég yrði fyrir verulegum áhrifum þar. Þegar ég komst til vits og ára reyndi ég með sjálfstæðum hætti að gera upp minn hug. Ég komst fljótt að raun um að þessi lífssýn, jafnaðar- stefnan, samábyrgð á kjörum hver annars, höfðaði mjög ákveðið til mín. Það voru því litlar efasemdir í mínum huga þegar ég gekk í raðir ungra jafn- aðarmanna, 15 áragamall. Lítur þú svo á að þið Sighvatur tilheyrið sitt hvorum armi í Alþýðu- flokknum? Ég ætla ekki að fara að skipta flokknum upp í arma. Þrátt fyrir allt hefur verið tiltölulega góð samstaða í flokknum. En það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni, til dæmis í síðustu ríkisstjórn, að á þeim erfið- leikatímum sem þá voru í þjóðarbúinu fannst mér á stundum að við hefðum átt að fara varlegar í uppskurði á vel- ferðarkerfinu. Þá er ég að tala um nýj- ar álögur á launafólk sem stendur höll- um fæti og einkum hin svonefndu þjónustugjöld. Þann tíma sem ég var í heilbrigðisráðuneytinu stöðvaði ég frekari þjónustugjöld í þeim geira. Ég held að það sé áherslumunur á okkur Sighvati, en við erum í sama flokki og það svarar kannski spumingunni fyrst og síðast. Á hvað muntu leggja áherslu ef þú verður kosinn formaður flokks- ins? Ég held að í okkar litla landi sé meginmál vetrarins að menn noti og nýti sér komandi kjarasamninga á tím- um góðæris, til þess að freista þess að breyta tekjuskiptingu í þjóðfélaginu. Það er siðlaust, og þjóðarskömm, að við skulum enn á árinu 1996 bjóða fólki upp á laun ífá 50 til 100 þúsund krónur á mánuði. Það vita allir að fólk á þessum launum hefur enga mögu- leika til að láta enda ná saman. Hver mánaðamót eru kvöl og pína þegar því fer fjarri að launin dugi til að mæta gluggaumslögunum sem rennt er inn um bréfalúguna. Við verðum að breyta þessu ástandi og ég vil að liðs- menn Alþýðuflokksins og aðrir jafn- aðarmenn taki höndum saman við verkalýðshreyfinguna Um að gera þarna virkilega bragarbót. Misskipt- ingin í þjóðfélaginu er of mikil. í sam- hengi við þetta vil ég auðvitað sjá raunveruleg skref tekin í sameiningar- málum. Því miður hefur launafólk ekki talið sig eiga skjól í þessum svo- kölluðu flokkum jafnaðarmanna. Þeir eru of smáir og veikburða til að veita almennu daglaunafólki það skjól og styrk sem þeim ber. I þessu sambandi horfi ég mjög til þess kerfis sem er á Norðurlöndum og ég þekki vel gegn- um náið samband við flokksfélaga okkar í þeim löndum. Þessi tvö mál eru nátengd og afar brýn. En þótt sam- einingarmálin séu mál málanna gleymum við auðvitað ekki okkar eig- in garði. Verði ég kosinn formaður tel ég brýnasta verkefnið næstu vikumar að koma á virku flokksstarfi, starfi á skrifstofu flokksins og hvað viðkemur öllum stjórnunarmálum, þannig að flokksstarfið geti komist í eðlilegt horf á nýjan leik. Þar er mikið verk að vinna og við þurfum að koma sterkir til viðræðna við jafhaðarmenn úr öðr- um flokkum. Fleiri pólitískar áherslur? Ég kem úr sveitastjómargeiranum þar sem ég kynntist raunveruleika stjómmála gegnum störf mín. Þar fann ég gjörla að hin svokölluðu „litlu mál“ em jafn mikilvæg fyrir fólkið og stóm málin. Það er mjög mikilvægt að við stjómmálamenn fömm loksins að tala tungumál sem fólkið skilur. Ég nefndi áðan kjör láglaunafólksins. Mér er til efs að það fólk finni einhverja sam- svömn í tali stjómmálamanna, þegar þeir ræða um aukna framleiðni og þylja upp hagtölur mánaðarins. Fólk sér enga von um breytingar á eigin kjöram í slíkum málflutningi. Ég vil að stjómmálamenn fari miklu meira út til fólksins og aðlagi sig betur að því Kfi sem hér er lifað. Þeir eiga ekki að vera sérstök stétt sem talar yfir hausa- mótunum á fólki. Þeir eiga að hlusta á það sem fólkið hefur ffam að færa. Ég vil sjá breytingar víða. Menntamálum hefur ekki verið gefinn nægur gaumur og við þurfum að geta mætt þeirri tæknibyltingu sem þegar hefur orðið og mun halda áfram. Til að geta staðið okkur í stykkinum þar þurfum við að mennta okkar fólk. Ennfremur vil ég nefna auðlindamálin. Ég horfi til um- ræðna um veiðileyfagjald og þjóðar- eign á landinu sem hluta af stómm pólitískum deilumálum er lúta að eignarhaldi í landinu öllu. Hver á Is- landi? var eitt sinn spurt. Það verður tekist á um það milli fhaldsaflanna og jafnaðarmanna á næstu ámm og ára- tugum hverjir eigi auðæfi landsins. Hvert sækir þú fylgi við for- mannskjörið? Það kemur alls staðar frá. Jafnt úr Reykjaneskjördæmi sem öðrum landshlutum? Það kemur í ljós við kosningamar á laugardaginn. Én vitaskuld neita ég því ekki, að þeir sem hafa unnið mest með mér og þekkja mig best em sterk- ustu stuðningsmenn mínir. Ég á rætur í Hafnarfirði og er þingmaður Reykja- neskjördæmis. Því má reikna með að ég eigi þar traust fylgi, en ég hef fund- ið fyrir öflugum stuðningi um land allt. Ég þekki flokkinn minn mætavel og það fólk sem í honum er og vænti þess að ég eigi stuðning alls staðar í flokknum. Hvernig hefur þú rekið kosninga- baráttuna? Eins og ég sagðist ætla að gera: Blátt áfram, þráðbeint og heiðarlega. Ég feta enga leynistigu, leggst ekki í nein klækjabrögð, heldur kem til dyr- anna eins og ég er klæddur. Ég legg störf mín og stefnu á borðið og síðan er það flokksmanna að kveða upp sinn dóm. Flóknara er þetta nú ekki. Er það þér ekki fjötur um fót að hafa þurft að láta af embætti ráð- herra á sínum tíma? Ég er búinn að starfa í pólitík frá 15 ára aldri og var kosinn bæjarfulltrúi 1982. Við eigum öll okkar góðu daga í lífinu og pólitíkinni, og aðra daga ekki jafn góða. Þegar upp er staðið leggja menn saman og draga frá, hver með sínum hætti. Ut úr því kemur einhver summa sem er óumflýjanleg. Ég hef haft meðvind og mótvind í pólitík. Átti góða sigra og glæsta í Hafnarfirði með félögum mínum þar. Það var mótvind- ur í heilbrigðisráðuneytinu sem lyktaði með því að ég stóð upp og sagði mínu ráðherraembætti lausu. Á þeim tíma var mér hælt fyrir þann kjark og það þor, að bregðast við með þeim hætti að taka hagsmuni flokksins fram yfir njína eigin. Ég held að það hafi að sumu leyti orðið minn styrkur. Vita- skuld er ég reynslunni ríkari, bæði af meðlæti og mótlæti. Að því leyti stend ég sem sterkari stjómmálamaður eftir. Hvernig er sambandið milli ykk- ar Sighvats? Við höfum unnið lengi saman í flokknum og stofnunum hans. Við urðum samstarfsmenn á Alþýðublað- inu 1975 þegar ég var að hefja störf í blaðamennsku en hann ritstjóri blaðs- ins. Allar gömr síðan höfum við haft ýmis samskipti. Stundum höfum við verið sammála og stundum ósammála. En það era engin illindi okkar á milli og ég segi það enn og aftur, að hér eft- ir sem hingað til get ég og mun starfa með honum eins og öllum öðmm góð- um krötum. Hins vegar er ég yngri að árum og hef því aðra sýn til samfé- lagsins en menn sem em mér 15 ámm eldri. Hafa stuðningsmenn þínir í þess- ari kosningabaráttu minnt fólk á það að Sighvatur var á sínum tíma sakaður um að hafa tekið þátt í þeirri herferð sem var rekin gegn þér? Ég veit ekki hvað mfnir stuðnings- menn segja í einkasamtölum við fólk. En ég hef lagt mjög ríka áherslu á það við þá, að okkar kosningabarátta er rekin á mínum forsendum. Ég er ekki að beijast við einn né neinn, heldur að bjóða fram mín stefnumið og mína krafta. Ég á því ekki von á að menn séu að eyða neinu púðri á mótfram- bjóðanda minn í þessu sambandi. Ef sKkt tal er uppi, sem þú minntist á, þá er það alls ekki í samræmi við minn vilja. Ég vil ganga hreinn og beinn til leiks án nokkurra undirmála. Margrét Frímannsdóttir hefur sagt í fjölmiðlum að hún teldi þig jákvæðari í sameiningarmálum en ýmsa aðra? Já, ég heyrði hana segja þetta í út- varpsviðtali á dögunum. Þetta er auð- vitað hennar viðhorf en ég hef raunar heyrt það víðar. Ég hef sagt að nú sé lag og raunverulegur vilji í þessum flokkum til að láta á það reyna hvort við getum loksins tekið höndum sam- an og þétt þessar raðir. Það hefur verið rætt áratugum saman en lítið gerst. Fortíðin er að baki og maður finnur að fólk á mínum aldri og þaðan af yngra vill ekki láta fortíðina þvælast fyrir. Ég hef góða reynslu af samskiptum við Alþýðubandalagið. I Hafnarfirði átti ég náið og mjög gott samstarf við Alþýðubandalagið og hef verið tals- maður þess að vinna með þeim flokki og laða fram hin sameiginlegu stefnu- mið. Það hef ég gert vegna þess, að ég hef fundið hvað það er mikill munur að vinna í stómm flokki. Ég kynntist því í Hafnarfirði þar sem við vomm með 30-50 prósenta fylgi. Það er allt annað að vera gerandi í pólitík en að vera hrópandinn í eyðimörkinni. Sum- ir em þeirrar skoðunar að ég geti kom- ið að meira gagni í sameiningarmálun- um en Sighvatur, en það verða aðrir að svara því. Hefur þú ekki sagt að það væri einfaldast að fólk úr öðrum flokk- um gengi bara í Alþýðuflokkinn og efldi hann? Jú, ég sagði það á ámm áður þegar við alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði vomm að hífa okkur upp úr 20 prósent fylgi í 50 prósent. Þar tókst okkur þessi leið. Við höguðum málum þann- ig að Alþýðuflokkurinn höfðaði til jafnaðarmanna, til íjöldans. Það gerð- um við með mjög umbótasinnaðri og víðsýnni pólitík. Hins vegar virðist augljóst að það gerist ekki á landsvísu. Því lem ég ekki hausnum við steininn. Ég hef sagt að nú ættum við að setjast niður með jafnaðarmönnum úr öðmm flokkum án stífra skilyrða um stefnu- mið eða verklag, heldur með opnum huga. Við þurfum að vera reiðubúin að ræða umdeild mál eins og Evrópu- mál og landbúnaðarmál með sameig- inlega niðurstöðu að markmiði. Hvernig leiðtogi verður þú, ef þú nærð kjöri sem formaður? Góður. Eins og ég sagði áðan þekki ég það að leiða stóran flokk þar sem ólík sjónarmið fengu að njóta sín. Engu að síður þurfa menn að komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar umræðum er lokið. Ég held ég verði umburðarlyndur stjórnandi þessa flokks, en vil þó hafa hlutina í föstum skorðum og er þekktur fyrir að vilja láta málin ganga rösklega. Ég væri ekki að gefa kost á mér í þetta embætti ef ég teldi mig ekki hafa einhveija for- ystuhæfileika og bið menn að skoða minn feril í Hafnarfirði í þeim efnum. Reynslan er ólygnust. Hvernig muntu taka úrslitunum ef þau verða þér í óhag? Ég hef sagt að ég muni taka þeim með bros á vör, en brosi auðvitað mun breiðar ef ég sigra. Fólk þarf ekki að óttast, að drengileg keppni samherja og lýðræðisleg kosning hafi einhver eftirköst. Enda verða engin eftirköst af minni hálfu. Minn tími í Alþýðu- flokknum er löngu kominn og hann verður þar. Ég trúi því að það sama gildi um mótframbjóðanda rninn, Sig- hvat Björgvinsson. Alþýðuflokkurinn á allt annað skilið en einhvern óróa eða leiðindi á þessu flokksþingi. Ég tel að þessar kosningar verði spenn- andi og skemmtilegar og nleypi nýju lífi og auknum krafti í flokksstarfið í kjölfar þingsins. Enda mun ég leggja mitt af mörkum til að svo verði, hver sem niðurstaðan verður í formanns- kjörinu. En muntu gefa kost á þér til vara- formanns áfram ef þú nærð ekki kjöri sem formaður? Vitaskuld gefur maður ekki kost á sér nema í eitt embætti. Ég gef kost á mér til formanns og fer í þessa baráttu til að vinna hana. Af þeim ástæðum get ég ekki svarað spumingu í við- tengingarhætti af þessum toga. Ég mun hér eftir sem hingað til vinna með þeirri forystu sem flokksþingið kýs. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.