Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 f I o k k u r Hvað seaia binafulltrúarnir L 7 Bergsteinn Einarsson | s ..... , V I Sterk málefna- staða „Alþýðuflokkurinn hefur sterka málefiiastöðu og afrekaskrá. Hann er hins vegar veikur inn á við. Kjörfylgi m ll flokksins og möguleikar á að hafa ffumkvæði á næstu áram mun ráðast af því hvemig flokkurinn kemur kjós- endum fyrir sjónir,“ segir Bergsteinn Einarsson á Selfossi. „Flokkurinn er á hægu en jöfnu skriði og engin ástæða til að fara á taugum og kasta fyrir róða grandvallarstefhumálum vegna mögu- leika á samstarfi við flokka með ólík stefnumið og bakgrann." Bergsteinn segir verkefni næstu ára- tugina í stjómmálum muni snúast um Gunnar Alexander Ólafsson Sameiningarmál mikilvægust „Ég tel að aðalumræðuefnið á flokksþinginu verði sameiningarmálin og hvemig Alþýðuflokkurinn ætlar að nálgast þau. Ef jafhaðarmenn allra flokka hafa einhvem tímann haft tæki- færi til að vinna saman er tækifærið í dag,“ sagði Gunnar Alexander félagi í SUJ. „Við horfum á stjómarflokkana koma stefnumálum sfnum ffam án þess að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega á móti. Það ríður á að menn hafi metnað til að starfa saman fyrir heildina, en láti ekki smámál spilla fyrir.“ Gunnar Alexander sagðist vera bú- inn að taka afstöðu til þess hvem hann styddi í formannssæti en vildi ekki skýra frá ákvörðun sinni opinberlega. Hann tók þó ffam að hann teldi Sig- hvat Björgvinsson sigurstanglegan. ,Ég vil sjá Alþýðuflokkinn koma samhentan út eftir flokksþing," sagði Gunnar Alexander. „Ég tel enga ástæðu að flokksþing skilji eftir ein- hver leiðindi og menn taki höndum saman og geri Alþýðuflokkinn sterk- ari flokk, sem verði leiðandi afl í sam- starfi jafnaðarmanna allra flokka sem mér sýnist muni verða til fyrir næstu kosningar." að jafhvægisstilla og endurskoða ýmsa málaflokka og nefnir þar sér- staklega velferðar- og umhverfismál. „Þetta eru verkefhi sem við komumst ekki hjá að vinna ef takast á að veija þá samfélagsgerð sem við búum við. Ófgastefnur og sérhyggja munu verða að láta í minni pokann og aukið al- þjóðlegt samstarf verður nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr,“ segir Berg- steinn. „Alþýðuflokkurinn hefur boð- að nútímalega jafnaðarstefnu sem far- sælan farkost til nýrrar aldar. Ungt fólk mun taka sér far með flokknum ef áhöfninni lánast að koma vel fyrir.“ Hrönn Hrafnsdóttir Evrópumái og kvótabrask „Ég mun styðja Sighvat Björgvins- son til formennsku í Alþýðuflokknum vegna þess að forystumaður flokksins á að vera trúverðugur einstaklingur,“ sagði Hrönn Hrafnsdóttir í Kópavogi. Hún sagði mikilvægt að flokksmenn stæðu að baki þeirri forystu sem kos- inn yrði á þinginu, úrslitin mættu ekki skilja efitir sig sár sem skaðað gætu flolddnn. Hrönn sagði málefnastöðu flokksins vera sterka og þar væri engin ástæða til að breyta áherslum. „Að mínu mati eiga áherslumál þessa þings að vera Evrópumálin og kvótabrask. Ég von- ast eftir fjörlegri umræðu um veiði- leyfagjald og nánari útfærslu þess. Ég tel einnig mikilvægt að á flokksþingi fari ffarn umræður um flokksstarfið. Það þarf að styrkja innviði flokksins, því einungis þannig byggjum við upp samhentan flokk,“ sagði Hrönn. Steindór Haraldsson Flokkurinn þarf mýkri ásýnd „Ég hef verið einlægur stuðnings- maður Jóns Baldvins, þrátt fýrir það að stundum hafi mér þótt framganga hans full hryssingsleg. Það má margt gott segja um Sighvat Björgvinsson en ég tel að hann hafi marga verstu galla Jóns Baldvins og ég vil ekki vonda framlengingu af Jóni Baldvini. Ég mun styðja Guðmund Áma Stef- ánsson," sagði Steindór Haraldsson á Skagaströnd. Steindór telur að Guðmundur Ámi sé ekki eins umdeildur og Sighvatur og hann segir það há Sighvati að hann eigi til að fara offari í málflutningi. „Eg held að fólk vilji að flokkurinn öðlist mýkri ásýnd og rneiri sveigjan- leika og Guðmundur Ámi er einmitt maðurinn til að stuðla að þeim breyt- ingum,“ sagði Steindór. „Sighvatur hefur gert margt gott í sínum mála- flokkum en hann minnir mig stundum á Skeiðará, hann æðir yfir bakkana. Guðmundur Ámi er líkari bergvatosá, en þar getur svo sem líka flotið yfir baldca." Markmið laganna um stofnunina er sem hér greinir: Að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála og húsbygginga, að landsmenn geti búið við öryggi í húsnæðismálum. Að stuðla að jafnrétti í húsnæðismálum, þannig að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að aulca möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. n HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS Þetta eru þau markmið sem Húsnœðisstofnunin starfar að. Þess vegna er hún ein af velferðarstofnunum þjóðfélagsins. I LÞVÐUIII/sÐIÐ ERTÞU ASKRIFANDI?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.