Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 1
Föstudagur 8. nóvember 1996 Stofnað 1919 169. tölublað - 77. árgangur Fyrir hálfri öld, haustið 1946 bættust Alþýðuflokknum tveir nýir þingmenn, þeir Gylfi P. Gíslason og Hannibal Valdi- marsson. Þegar Gylfi minnist haustsins er hann settist fyrst á Alþingi segir hann: „Á þeim tíma voru uppi deilur í Al- þýðuflokknum, bæði um utanríksmál og innanlandsmál. Ekki eru voru nema átta ár liðin, síðan örlagaríkur klofningur varð í flokknum. Við Hannibal höfðum ekki átt aðild að þeim átökum. Við vorum að ýmsu leyti fulltrúar nýrra sjónar- miða, sem smám saman urðu stefna flokksins." Q/lfi hafði viðknru í þingflokksheadDergi Alþýðuflokksins fyrir skörrru og ljóarpidari Alþýðublaðsins festi ham á nnynd ásamt Jcni Ealdvini Hannibalssyni fornHnni Alþýðuflokksins og HMVUBUBIB Rannveigu Guðrundsdóttur forrranni þingflokks jafnaðarmanna. Guðmundur Árni Stefánsson og Sighvatur Björgvinsson yfirheyrðir Áherslan á mikilvægi sameiningarumræðunnar í Alþýðublaðinu í dag eru formannsframbjóðendumir tveir, Guð- mundur Árni Stefánsson og Sighvatur Björgvinsson, teknir á beinið. í máli frambjóðendanna kemur fram að þeir leggja ríka áherslu á mikilvægi sameiningarumræðunnar. Guðmundur Árni Stefánsson: „Eg vil að stjórnmálamenn fari miklu meira út til fólksins og aðlagi sig betur að því lífi sem hér er lifað. Þeir eiga ekki að vera sérstök stétt sem talar yfir hausamótunum á fólki. Þeir eiga að hlusta á það sem fólkið hefur fram að færa... Fortíðin er að baki og maður finnur að fólk á mínum aldri og þaðan af yngra vill ekki láta fortíðina þvælast fyrir... Sumir eru þeirrar skoðunar að ég geti komið að meira gagni í sameiningar- málunum en Sighvalur, en það verða aðrir að svara því. Það verður tekist á um það milli íhaldsaflanna og jafnaðarmanna á næstu ár- um og áratugum hverjir eigi auðæfi landsins.“ Sighvatur Björgvinsson „Stærsta og þýðingarmesta hlutverk okkar Alþýðuflokksmanna nú, er að leiða baráttuna fyrir samstarfi jafnað- annanna... Við erum að reyna að vekja bylgju meðal almennra kjósenda, hreyfingu fyrir því að þetta takist. Þegar að því kemur að málið verður tekið fyrir í stofnunum flokkanna, á að vera tryggt að bylgjan verði ekki stöðvuð... „Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að pólitískum umskiptingi... Sjálfstæðis- flokkurinn er orðinn flokkur afturhalds og stöðnunar, og slíkur flokkur hlýtur að vera höfuðandstæðingur jafnaðarmanna." Sjá blaðsíðu 5 og blaðsíðu 7 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Ferill Jóns Baldvins í myndum og máli. Hallgrímur Helgason um pólitíska erfðaskrá og eringjaerjur. Ungir jafnaðarmenn um flokkakerfið árið 2016. Opnuviðtal við Guðmund Oddsson. Var á flokksþingi fyrir 50 árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.