Vísir - 10.02.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 10.02.1976, Blaðsíða 5
vísml Þriðjudagur 10. febrúar 1976 um Klúbbsins — segir Kristján Pétursson, og finnst ekki rétt staðið að rannsókn málsins reglumaður úr Kópavogi, hefði unnið með honum að rannsókn málsins. beir skiluðu skýrslu 7. október 1972. Kristján sagðist hafa boðist til að leggja til öll gögn sem beðið væri um við framhald rannsóknarinnar. Hann sagðist hafa boðist til að skýra málið nánar fyrir rann- sóknardómara, til að hann fengi sem gleggstar upplýsingar til að átta sig á þvi. „En það var ekki beðið um nein þessara gagna. Og mér fannst rannsóknin ekki fara inn á þann farveg sem nauðsynlegt var. Það sem ég er að biðja um nú er að einhver niðurstaða fáist i þessu máli", sagði Kristján. -OH „Eitt af þvi sem við fundum athugavert við frumrannsókn okkar hjá Klúbbnum 1972 var að allmargir aðilar höfðu fengið greiðslur upp á milljónir króna, sem ekki var séð hvernig þeir höfðu unnið fyrir" sagði Kristján Pétursson, deildar- stjóri í tollgæslunni á Kefla- vikurflugvelli, i samtali við Visi i gær. Kristján sagði að athuganir sinar á starfsemi Klúbbsins hefðu staðið utan „kerfisins" allt frá þvi fyrri hluta árs 1972. Þegar rannsóknin'var vel á veg komin, óskaði Kristján fundar með þeim aðilum sem hann taldi málið viðkomandi. Þeir voru ölafur Nilsson skattrann- sóknastjóri, Þórir Oddson, sakadómari, Hallvarður Ein- varðsson, fulltrúi rikissaksókn- ara, Ólafur Jónsson, tollstjóri og Halldór V. Sigurðsson, rikis- endurskoðandi. Þessir aðilar höfðu siðan allir afskipti af mál- inu, m.a. voru skattamál Klúbbsins rannsökuð tvö ár aft- ur i timann. Fram hefur komið að vanskil voru á söluskatti, og að aðstandendur Klúbbsins voru staðnir að þvi að flytja áfengi frá áfengisverslun i veitinga- húsið, en ekki merkt samkvæmt reglum sem veitingahúsum ber að fylgja. Visir spurði Kristján hvaða önnur ólögleg starfsemi hafi átt að fara fram hjá Klúbbnum, og verið rannsökuð. Kristján kvaðst ekki vilja upplýsa það á þessu stigi máísins. Kristján sagði að Ásmundur Guðmundsson, rannsóknarlög- Xannast ekki víð kwna- greiðslur án vinnu" ,,íí{í kannast ekki við að fólk hafi fengið greidd laun hér án þess að vinna hafi komið fyrir i staðinn " sagði Sigurbjörn Ei- riksson. eigandi hússins Borgar- tún 32, þegar Visir bar undir hann ummæli Kristjáns Péturs- sonar, um að allmargir aðilar hefðu fengið greiddar milljónir króna hjá Klúbbnum, án þess að séð væri að þeir hefðu innt þjón- ustu af hendi fyrir greiðslunum. Sigurbjörn sagði að þetta hlyti að vera einhver misskilningur hjá Kristjáni Péturssyni. Visir spurði Sigurbjörn hvort einhver fjármálaleg tengsl væru milli Klúbbsins og Fram- sóknarflokksins. Hann sagði að svo væri ekki. „Það voru auðvitað fjármála- leg tengsl á milli min og Hús- byggingarsjóðs Framsóknar- frokksins, meðan é,g leigði Glaumbæ. Eftir að hann brann, setti ég fram minar skaðabóta- kröfur. En ég sá að það borgaði sig ekki að standa i áralöngum málaferlum og tók þvi að fá i staðinn lán til að byggja upp veitingahússtarfsemi á ný. Ég hef ekki gefið Framsókn- arflokknum neitt. 1 Klúbbnum höfum við selt mat, en ekkert sérstaklega Framsóknarflokkn- um. 011 pólitisku félögin hafa leitað til min um aðstöðu i hús- inu, og ég hef reynt að taka öll- um viðskiptum." Um þær kenningar að i Klúbbnum hafi verið selt smyglað áfengi, þar á meðal spiri,og það hafi fundist við hús- rannsókn, sagði Sigurbjörn: „Smyglað áfengi hefur aldrei fundist i Klúbbnum og aldrei komið af okkar völdum inn i húsið. Ég hef ekki selt smyglað áfengi. Sögusagnir um að hér hafi verið selt smygl hafa hins vegar verið gegnumgangandi. Ég veit að þetta er útbreidd skoðun. En ég skil ekki hvernig slikt ætti að hafa getað gengið i mörg ár án þess að upp kæmist. I Klúbbnum er starfsliðið á milli 40 og 50 manns, að frátöldum hljómsveitum. Ég veit ekki hvernig smyglsala ætti að hafa getað gengið fyrir augunum á öllu þessu fólki, án þess að frétt- ist viðar, og gestir yrðu varir við það. Ég vona bara að úrslit á rannsókn þessa máls komi sem fyrst, þannig að leiða megi i ljós allan sannleika." __ OH eð rétt mál? Kristján: Bjarki bar okkur skilaboð f rá Baldri Möller að við ættum að hætta tafarlaust rannsókninni i spíramálinu. Bjarki: Aldrei flutt ein eða nein skilaboð frá Baldri til Kristjáns. Ruglar saman tveimur aðskildum málum. — Þetta meðal annars sannar mitt mál, sagði Kristján, eða hvers vegna annars hefði ég átt að reyna að ná sambandi við Baldur Möller ef skilaboðin voru ekki frá honum komin? — VS. Bjarki — Ég lýsi þvi yfir, að þeir fara með rangt mál, hvort sem þaðer vlsvitandi gert eða vegna misiniiiuis. Þeir rugla þarna saman tveimur óskyldum málum. Þetta voru orð Bjark Elias- sonar, yfirlögregluþjóns, á blaðamannafundi í gær. Atti hann þar við ummæli Kristjáns Péturssonar og Hauks Guð- mundssonar i Kastljósi á föstu- dagskvöldið. Þar héldu þeir þvi fram — eins og lesendur eflaust muna.að Bjarki hafi borið þeim skilaboð frá Baldri Möller, ráðuneytisstjóra I Dómsmála- ráðuneytinu, að hætta tafar- laust rannsókn á spiramálinu svonemda. 1 greinargerð, sem Bjarki út- býtti á fundinum segir hann að A blaðamannafundi Bjarka Eliassonaf yfirlögregluþjóns sem hann hélt vegna ummæla um að hann hefði flutt skilaboð um stöðvun rannsóknar spiramálsins. misskilnings gæti i fullyrðingu Kristjáris. Hann hafi aldrei bor- ið honum skilaboð frá Baldri Möller i einu eða öðru máli. Hins vegar hafi hann rætt við þá Hauk Guðmundsson og Rúnar Sigurðsson i sambandi við smyglmál, sem tengt var Kefla- vikurflugvelli. Það mál hafi komið upp á siðasta vori og sé alls óskylt spiramálinu. Mál þetta varðaði smygl nokkurra aðila úr Reykjavik og Keflavik út af Keflavikurflug- velli. Mál þetta hafi þeir tveir rannsakað ásamt Kristjáni. Þegar frumrannsókn á því máli hafi lokið hafi Kristján far- ið þess á leit við Ásgeir Frið- jónsson, dómara i ávana- og fikniefnamálum og sérstakan rannsóknardómara i spiramál- inu — að hann annaðist fram- haldsrannsókn þess. Ásgeir laldi mál þetta ekki falla undir þá umboðsskró um skipun hans i rannsóknardómarastöðuna tók til og tjáði Kristjáni það. Asgeir skýrði jafnframt lög- reglustjóra frá þessu og féllst. hann á að eðlilegt væri að visa málinu á þessu stigi til rann- sóknarlögreglunnar og saka- dóms. ' Þetta var það sem ég tjáði þeim Hauki og Rúnari, segir Bjarkiígreinargerð sinni. Hann tekur það og skýrt fram að Kristján hafi ekki verið við- staddur þennan fund þeirra. — Þar með lauk afskiptum minum af máli þessu það sinn, bætir hann við. — Kemur þá að framhaldi þessamáls.segir i greinargerð- inni sem hefst með þvi að fimmtudaginn 5. febrúar hring- ir Baldur Oskarsson hjá sjón- varpinu heim til min og spyr mig, hvort ég kannist við að hafa i svonefndu „spiramáli" komið með þau skilaboð eða fyrirmæli frá Baldri Möller, ráðuneytisstjóra, að Kristján Pétursson o.fl. ættu að hætta rannsókn málsins og afhenda hana Sakadómi Reykjavikur. Þetta hafi átt að vera seint i janúar eða byrjun febrúar 1975. Ég tjáði Baldri Oskarssyni að þessi fullyrðing væri alger þvættingur og ætti ekki við nein rök. að styðjast, enda hefði ég aldrei komið nálægt rannsókn svonefnds „spiramáls" og aldrei borið rannsóknarmönn- um þess máls nein skilaboð hvorki i þvi máli né öðrum frá Baldri Möller. Siðan segir Bjarki áfram i greinargerðinni, að honum hafi þótt þessi framburður Kristjáns svo furðulegur að hann hafi bor- ið hann undir Hauk. Hafi hann sagt sér að hér gætti misskiln- ings hjá Kristjáni eða Baldri. Hér hafi verið átt við fyrrnefnt smyglmál. Hins vegar hélt Haukur þvi fram að skilaboðin hafi Bjarki flutt frá Baldri ráðuneytis- stjóra. Lauk svo tali þeirra. Næst hafði Bjarki samband viðRúnar Sigurðsson, sem stað- festi hans framburð i málinu. Að auki hafi Rúnar bætf þvi við að nafn ráðuneytisstjóra hafi ekki verið nefnt i þessu sam- bandi. Frá þessu segist Bjarki hafa skýrt Baldri Óskarssyni. I lok greinargerðar sinnar segir Bjarki að mál þetta hafi aldrei farið úr höndum þeirra Kristjáns og Hauks þvi að Kristján hafi ekki viljað sætta sig viö-þá ákvörðun að rann- sóknarlögreglan i Reykjavik tæki málið. Hafihann þvi fengið yfirmann sinn, lögreglustjórann á Keflavikurflugvelli, til að hringja i Magnús Eggertsson, yfirrannsóknarlögreglumann til að fá hann til áð heimila að þeir héldu rannsókn áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.