Vísir - 10.02.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 10.02.1976, Blaðsíða 9
m VTSUt Þ'iðjudagur 10. febrúar 1976 Omsjón: ÓH D ssa undir da gruni Sovétrikin sterklega um að hafa tæki, hernaðarlegs eðlis i sinum fórum á Spitzbergen, en segir jafnframt: „Við höfum ekki enn haft tækifæri til þess að ganga úr skugga um, hvort þessi grunur okkar sé réttur". Til dæmis um yfirgang Rússa áSpitzbergen og viðleitni þeirra til þess að senda þangað sifellt aukinn starfskraft má segja frá þvi, er Norðménn bjuggu til flugvöll á eynniá siðasta ári. Þá vildu Rússar fá leyfi til þess að staðsetja tuttugu starfsmenn sovézka flugfélagsins Aerof lot á flugvellinum til þess að sjá um eitt áætlunarflug á mánuði milli Murmansk og Longyearbyen. Norðmenn hafa aðeins einn vallarstjóra, sem hefur umsjón með vikulegu flugi Norðmanna þaðan. Eftir mikið samningaþðf, tókst þó að koma fjölda riiss- neskra flugvallarstarfsmanna niður i sex, og skyldu Norð- menn sjá þeim fyrir húsnæði. I siðasta mánuði gerðust sovézkt yfirvöld siðan svo greiðvikin við Aeroflot-starfsmennina, að senda þeim fjórar „eiginkonur" þeim til halds og trausts. Langþreyttir á slikum attourð- um eru Norðmenn nú að reyna að treysta yfirráð sin yfir Sval- barða á ný, m.a. með þvi að veita landstjóra sinum þar meiri völd. Þeir hafa þó ekki enn hlotið erindi sem erfiði. Óvissan um framtið Svalbarða sem mikilvægs hlekks i varnar- kerf i Nato, gerir það að verkum að hlutverk Islands i þessari varnarkeðju hlýtur að verða enn mikilvægara, þar eð landið er siðasta hindrunin á siglinga- leið sovézka flotans frá Murmansk yfir i Atlantshafið. Gisli Sveinn Loftsson. Viðkunnan- legur og sakleysis- legur heild- arhugblœr Lise Ringheim og Henning Moritzen. Slíkur gestaleikur meö brotum úr hinu og þessu er áreiðanlega mjög erf- iður fyrir leikarana — og um leið einnig fyrir á- horf endur — ýmsir þættir leikhúslistarinnar sem eru nauðsynlegir til að gera hana stóra verða ó- hjákvæmilega útundan, t.d. uppbygging spennu, þétting andrúms o.s.frv. Sýning dönsku gestanna hefst á atriðum úr tveim sigildum leikritum eftir Shakespeare og Moliére. Atriðin úr Skassinu tömdu eru skemmtilegt innlegg i deilurnar sem efst eru á baugi þessa dagana, sérstaklega ein- ræða Kötu. Þau fluttu þetta mjög liflega en höfðu aðstæð- C Þorvarður Helgason skrifar ) urnar á móti sér, hvorki áhorf- endur né þau sjálf virtust nægi- lega inni i þvi sem var að gerast til að hrifast sem skyldi. Atriðið úr Mannhataranum var einnig vel flutt en andrúm þess varð ekki þétt og ekki beitt glitrandi tækni þannig að maður nyti flutningsins frá þeirri hlið. Það var fyrst i þriðja verkefn- inu i skránni, atriði úr verki eft- ir Strindberg sem ég kann ekki þýðingu á — Bándet — sem saman féllu andrúm og tækni og maður raunverulega naut þess sem var að gerast á sviðinu. Atriðið úr Teenagerlove var vel flutt. Siðari hluti dagskrárinnar var mestanpart i léttum tón og mestanpart sunginn. Henning Moritzen flutti þar stælingu á Maurice Chevalier sem var undarlega gróf og ósmekklega lögð — og á ég þar við sérstak- lega hvernig hann beitti rödd sinni sem var viðs fjarri öllum háttum Chevaliers. Til skiptis lásu þau kvæði eftir Benny Andersen og var mikil á- nægja að þeim flutningi. Lokaverkefnið var siðan atr- iði úr Bornholmerrevyen 1975, samsuða eftir nokkra þekktustu höfunda Danmerkur — aðallega velsmiðaðir leikhúsbrandarar. Heildarniðurstaða þessa gestaleiks verður sú að við fáum að sjá margar hliðar á list leik- arans, hliðar, sem þetta fólk hefur á valdi sinu og hefur haft hæfileika og aðstöðu til að iðka og hlú að, og samtimis erum við áminnt um að leikarinn i dag þyrfti að geta þetta allt ef hann á að vera gjaldgengur i nútima- leikhúsi. Heildarhugblærinn var við- kunnanlegur og sakleysislegur, saknaðarþráin til fyrirstriðsár- anna sem eru orðin ljúf i endur- minningunni sveif nokkuð þungt yfir vötnunum. c EFTIR ÓLA TYNES 3 segja okkur úr NATO eða vera með hótanir um það. Þvert á móti eigum við að nota aðild okkar til að þrýsta á breta. — En....... — Við eigum heldur ekki að vera með hótanir um úrsögn úr Sameinuðu þjóðunum, heldur nota aðstöðu okkar þar til að þrýsta á breta. Stjórnarskiptin Stjórnarskiptin voru svo snögg að annað eins hefur ekki gerst i stjórnmálasögu landsins. Þau komu bókstaflega eins og þruma úr heiðskiru lofti. Og það vorum ekki bara við blaðamennirnir sem urðum hissa. Þetta gerðist svo snöggt að ýmsir ráðherrar og þingmenn fréttu ekki af þvi fyrr en eftirá. Mér varð fyrst hugsað til þess hvort þetta þýddi einhverjar breytingar i afstöðunni til land- helgismálsins og hringdi þvi i tvo menn sem standa mjög framar- lega i sinum flokkum. — Góðan daginn, þetta er á Visi. Mig langaði til að forvitnast um hvort einhverjar breytingar yrðu á stefnu ykkar i landhelgis- málinu. — Ég lit þetta mál mjög alvar- legum augum. Bretar hafa þarna greinilega sýnt okkur yfirgang sem ekki sæmir bandalagsþjóð i NATO. — En....... 1 — Hinsvegar verðum við að gæta stillingar og sýna stefnu- festu i þessu máli. — En....... — Við megum ekki rasa um ráð fram. Þaö er ekki rétt að minu mati að slita stjórnmálasam- bandi við breta svona fyrirvara- laust. — En....... — Við eigum heldur ekki að — Dæmið er einfalt. Það hlýtur að vera hagkvæmara að semja við breta um eitthvert lágmarks- magn til skamms tima, en láta þá taka ófrjálsu trolli allan þann fisk sem þeir vilja. — En....... — Við eigum heldur ekki að hóta að loka herstöðinni i Kefla- vik, þótt þeir hjálpi okkur ekki i þessu máli. Það er betra að eiga þar tromp á hendi. — Það verður sem sagt engin breyting, þótt þið séuð nú komnir i stjórnarandstöðu. — Ha, stjórnarandstöðu? — Já, ertu ekki búin áð frétta um stjórnarskiptin i morgun? — Ha. Nú já. Nú, eins og ég var að segja kemur auðvitað ekki til greina að semja við breta um nokkurn skapaðan hlut. Það sjá allir að það er ekkert til að semja um. Rikisstjórnin á að sjálfsögðu að slita stjórnmálasambandi við Bretland þegar i stað. Við eigum lika að hóta að segja okkur úr NATO þegar i stað, og loka her- stöðinni i Keflavik ef bandarikja- menn veita okkur ekki aðstoð. Það þýðir ekkert að vera með vifilengjur i þessu máli. Það þarf harðar aðgerðir þegar i stað. Og svo hin hliðin Ég hringdi svo i fyrrverandi stjórnarandstöðumann sem hefur verið mjö'g hvassyrtur um land- helgismálið og spurði hann sömu spurningar. — Það er öllum mönnum ljóst að það kemur ekki til mála að semja við breta. Það er enginn samningsgrundvöllur. þvi það er ekkert til að semja um. — En....... — Auðvítað á að slita stjórn- málasambandi við breta þegar i stað. Og segja okkur úr NATO. — En....... — Og það á að loka herstöðinni. þar sem það hefur synt sig að það er ekkert gagn að henni. — En....... — Það þýðir ekkert að vera með vifilengjur i þessu máli. Það þarf harðar aðgerðir þegar i stað. — Þetta er sem sagt óbreytt eft- ir að þú ert komin i stjórn? — Ha. t stjórn? — Já. vissirðu það ekki. Það urðu stjórnarskipti i morgun. — Ha. Nú já. Nú. eins og ég var að segja. lit ég þetta mál mjög al- varlegum augum. Við verðum hinsvegar að gæta stillingar og sýna stefnufestu. Við megum ekki rasa um ráð fram. Það er ekki rétt að minu mati að slita stjórn- málasambandi við breta svona fyrirvaralaust. Við eigum heldur ekki.....blah.....blah.....blah....... —ÓT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.