Vísir - 10.02.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 10.02.1976, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 10. febrúar 1976 VISIR ;-i>-/b SKOÐUN LURIES Mótmaelendd- Áaþó/ska Patty í vitna- stúkunni Rœningjar hennar nauðguðu henni, börðu og drógu hana á milli felustaða í öskutunnu AAeð tárin í augunum lýsti Patty Hearst því fyrir rétti í glr, hvernig hún hefði mátt þola það, Verjandi Patty Hearst, Bailey lögfræðingur, leiddi skjólstæft- ing sinn i vitnastúku. að ræningjar hennar úr SLA hefðu nauðgað henni inn í skáp, meðan hún var fangi þeirra. — AAeðal þeirra var maðurinn sem hún eitt sinn kallaði bylt- ingarelskhuga sinn. Patty sat sjálf I vitnastúkunni i gær og bar þar af sér allar sak- ir um að hafa tekið af fúsum vilja þátt i bankaráni symbio- nesiska frelsishersins. Sagöi hún réttinum, að ræn- ingjar hennar hefðu margsinnis hótað að drepa hana, og hún hefði verið orðin þeirrar skoð- unar, aö henni þýddi ekki að reyna að flýja. — Þeir mundu alltaf finna hana aftur og fyrir- koma henni. Verði Patricia Hearst fundin sek um þær sakir, sem á hana eru bornar, á hún yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsi. En lög- menn hennar byggja vörnina á þvi, að hún hafi verið saklaust fórnarlamb ræningja sinna. t fjórar klukkustundir sat Patty i vitnastúkunni i gær og svaraði spurningum verjanda sins. Henni hafði verið nauðgað, hótað lifláti, gefið glóðarauga f jórum sinnum og dregin úr einu Patty Hearst gengur I réttarsal- inh. fylgsninu i annað i öskutunnu. Röddin brast og hún táraðist, þegar hún skýrði frá þvi, að William Wolfe, sem hún eitt sinn lýsti á segulbandi sem „bliðasta og fallegasta manninum, sem hún heföi kynnst" hefði nauðgað henni. — Fyrir réttinum neitaði hún, að hafa nokkurn tima elsk- aö Wolfe, sem lét lifið ásamt flestum öðrum félögum SLA i skotbardaga við lögregluna i Los Angeles 17. mai 1974. Patty lýsti þvi, hvernig hún hefði verið neydd til að segja inn á segulband, að hún hefði sjálf- viljug tekið þátt i bankaráninu i april 1974. Saksóknarinn gekk fast á Patty og klifaði á þvi, að hún hefði ekki gert neina tilraun til að flýja þetta eina og hálfa ár, sem hún var með ræningjunum. Spurði hann hana, hvi hún hefði hafið skothrið til að hjálpa hjón- unum William og Emily.Harris, þegar þau voru staðin að verki i sportvöruverslun i Los Angeles. ,,Ég gat ekki sloppið, þvi að SLA hefði leitað mig uppi. Og ég hélt, aö yfirvöld teldu sig eiga eitthvað sökótt við mig lika," sagði Patty. Jarðsk'iálfta- ráðstefna Jarðskjálftafræðingar meira en 501anda þinga i Paris i dag í kjölfar jarðskjálftanna miklu i Guate- mala. Ræða þeir leibir til að draga úr hættu á manntjóni af völdum jarðskjálfta. - Ráðstefna þessi mun standa næstu tiu daga og er haldin á veg- um UNESCO. Ályktanir ráðstefnunnar verða lagðar fyrir aðalfund UNESCO i október næsta, en stofnunin hefur látið jarðskjálftann i Guatemala mikið til sin taka. T.d. hefur hun boðið þjónustu fjögurra sérfræð- inga sinna til að rannsaka tildrög jarðskjálftans þar og afleiðingar, og einnig til að leggja hönd á plóg- inn við endurreisnarstarfið. Plötusnill'mgurinn Faith Percy Faith, einn af þekktustu lagasmiðum heims, lést i Los Angeles i gær 67 ára að aldri. Það var krabbamein sem dró hann til dauða. Mörg laga hans urðu „gullplöt- ur" vegna metsölu. Svo sem eins og „Moulin Rouge" árið 1953 og lagið úr myndinni „Summer Place" árið 1960. Faith hóf feril sinn sem pianisti I leikhúsum og gistihúsum. Hann starfaði I tónlistardeild kanadiska Útvarpsins frá 1933 til 1940, en flutti þá til Bandarikjanna, þar sem hann starfaði hjá hljdmplötugerð Columbia. Enginn þótti taka honum fram við útsetningu laga fyrir hljómplötur eða stjórnun tónlistar og undirleik. Hann lagði hönd að verki við gerð hljómskifa eins og „Time for Love", „Raindrops Keep Fallin'", „Love Story", „Jesus Christ, Superstar" og „Day by Day" svo nokkrar séu neí'ndar. Kennedy vinsœlasta forsetaefnið Úrslit skoðanakönnunar, sem birt voru I gær, sýna, að Edward Kennedy, öldungadeildarþíngmað- ur, er langvinsælasta frambjóð- andaefni meðal demókrata og ó- háðra til forsetakosninganna. í könnun Louis Harris kemur I ljós, að 29% þeirra 2.500. sem spuröir voru, studdu Kennedy, meðan 18% studdu Hubert Humph- ey. Hvorugur þeirra hefur hlotið út- nefningu flokks sins, og Kennedy hefur lýst þvi yfir, að hann muni ekki gefa nokkurn kost á sér. Af þeim tiu demókrötum, sem keppa að þvi að ná tltnefningu, fékk George Wallace 12%, Henry Jack- son 7% og aörir 4% eöa minna. Hentugur stimpill Fyrir konur, sem vilja þekja og innsigla bréfin sin með kossum, er nú kominn á markaðinn gijmml- stimpill í laginu eins og varir. Hon- um fylgir rósrautt blek að sjálf- sögðu. Vmndiskonan þoldi ekki glápið 26 ára vændiskona, sem á dögun- um fór með sigur af hólmi í mála- ferlum vegna sétu hennar létt- klæddrar I glugga I „Rauð- ljósa"hverfi Southampton, hefur gefist upp i iðninni. Það komu of margir til að glápa á hana, eftir að málaferlin vöktu á henni athygli. — Allt þetta gláp reyndi of mikið á taugarnar til lengdar. Nú ætlar hún að snúa sér aftur að kjólasaum. Diplómatinn með úlfhundinn Fyrrum sendiherra Barbados hjá Sameinuðu þjóðunum, sem kallaður var heim vegna milli- rikjadeilu. sem spratt upp þegar hundurinn hans tók að leggjast á iólk i New York, hefur verið ráðinn til mannijölgunarnefndar S.þ. Waldo Valdron-Ramsey verður ráðgjafi sjóðs nefndarinnar sem starfar að þvi að takmarka barn- eignir. úlfhundur sendiherrans hafði nær bundið enda á diplómatiskan l'eril hans þegar lögreglan i New York varð þess vör að hann haiði bitið sjö eða átta manneskjur. — Borgarstjóri Long Island hótaði að lata skjóta hundinn, ef ambassa- dorinn ekki gætti hans betur. Brást sendiherrann illa við og vildi meina að friöhelgi diplómats- ins næði einnig tíl hundsins. Varð af þessu mikið fjaðraf'ok og lauk með þvi að stjórn Barbadoseyja kallaði sendiherrann heim. Tengdadóttirin varð fyrir sprengjunni Tengdadóttir fyrrum forseta Argentinu, Alejandros Lanusse hershöfðingja, lét lifið i gær af völdum sprengju, sem sprakk á heimili hennar. Hin 28 ára gamla Maria Caride de Lanusse fann við útidyrnar böggul, sem hún tók meö inn, og I sömu andránni sprakk vltisvélin. Eiginmaður hennar, Marcos Lan- usse særðist litillega. Lanusse hershöfðingi var forseti Argentfnu 1971-'73 en þá lét hann fara fram kosningar til forseta- ombættis og vék fyrir per^nista. Kippurinn mœldist 6 stig á Richter Miktll jarðskjálfti gerði i gær vart við sig á strönd Mexikó norð- vestur af Guatemala, þar sem jarðskjálfti lagði mannabyggðir I rúst f siöustu viku. Jarðskjálftafræðingar segja að kippurinn hafi átt upptok sín um 290 km vestur af Guadalajara í Kyrrahafi. Mældist hann 6,0 stig á Richterkvarða, en jarðskjálftinn i Guateniala mældist 7,5 stig. Kkki er vitað enn um neitt tjón af völdum jarðskjálftans í Mexfkó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.