Vísir - 01.03.1976, Qupperneq 2
Hvaö finnst þér um al-
mennu kjarasamningana?
Halldór Bjarnason, matsvcinn: —
Er þetta ekki alltaf sama skrúf-
an? Kaupið er skrúfað upp á við
og verðlagið er skrúfað upp á við.
Þetta virðist engan endi taka.
Það virðist lögmál að um leið og
kaup hækkar, hækkar vöruverð.
og ég býst við að sjálfsögðu við
þvi sama núna.
Steinunn ólafsdóttir, fulltrúi: —
Ég er svolitið hrædd við gengis-
fellingu og verðbólgu sem afleið-
ingu þessara samninga. Mér finn-
ast hækkanirnar alls ekki of háar,
en kannski hefði verið rétt að fara
aðrar leiðir til að ná fram sömu
kjarabótum, án þess að eiga á
hættu að bær færu út i verðlagið.
Sigfús Sigurðsson, húsasmiður:
— Ég held þetta séu samningar
sem stöðvi og vinni upp þá kjara-
rýrnun sem verið hefur siðastliðið
ár. Þetta eru ekki verðbólgu-
samningar. Ef svo væri, þá eru
allir samningar verðbólgusamn-
ingar.
Ingibergur Hraundal, kokkur: —
Ég tel þetta of litlar launahækk-
anir. Það sér hver heilvita maður
að þetta er ekkert kaup sem þeir
lægstlaunuðu hafa. En ég held að
samningarnir auki verðbólguna,
og trúlega verður gengisfelling.
Það hefði mátt ná kjarabótum á
ýmsan annan hátt sem ekki væri
eins verðbólguhvetjandi, eins og
t.d. með skattabreytingum.
Marta Bjarnadóttir, húsmóðir: —
Mér finnast þetta ágætir samn-
ingar. Launþegar eiga þessar
hækkanir fyllilega skilið. En
sjálfsagt kemur svo að verðhækk-
unum og vafalaust gengisfell-
Markús Jónsson: — Eru svona
samningar ekki alltaf verðbólgu-
samningar? Þetta eru kjarabæt-
ur í bili, en aldrei að vita hvað
þær endast.
edrú"?!!
Nei, það var vinið.
En skiptir það máli? Vitan-
lega! Hvað á fóik að drekka
með matnum — vatn eða gos?
Nei, þá er eins hægt aö leggj-
ast undir kranann heima.
Hvað hef ég að gera á
veitingahús „edrú”? Standa
þar eins og illa gerður hlutur?
Ef ég skyldi nú hitta einhvern,
sem ég þekkti, hvað ætti ég þá
réttir fylltu hugann. Dagurinn
runninn upp.
En með einu pennastriki er
myndin afmáð — þú getur ekki
farið út i kvöld. Þeir tóku það
frá okkur. — Vonbrigði, reiði
— Hvað gerum við þá? Helgin
eyðilögð.
Hvað var tekið burtu? Var
það maturinn, sem ilmað
hafði i vitundinni?
að gera? Það held ég að yrði
hlátur.
Dansa? — Nei, ég kann ekki
að dansa, ekki þegar ég er
„edrú”. Fólkið myndi glápa á
mig og segja sin á milli: —
Sérðu þennan, hann er
„edrú”!
Nei, ég afpanta. Hvernig er
hægt að ætlast til að fullorðið
fólk skemmti sér „edrú”?
Halldór Arnason skrifar:
Tilefni þessara skrifa er
undirfyrirsögn i Morgunblað-
inu sl. sunnudag. Þar stendur:
— 400 manns afpöntuðu mat á
Hótel Sögu.
Mér varð hugsað til fórnar-
lambanna. Fólk hafði beðið
alla vikuna fullt eftirvænting-
ar eftir stundinni. Nú átti að
fara út að borða. Gómsætir
SIGURBJÖRN OG MAGNÚS
KÆRÐIR í „KLÚBBMÁLINU"
Opinbert mál hefur
verið höfðað í ,,Kiúbb-
málinu" svokallaða.
Rikissaksóknari hefur
höfðað mál á hendur
Sigurbirni Eiríkssyni
veitingamanni og Magn-
úsi Leópoldssyni fram-
kvæmdastjóra fyrir brot
á lögum um söluskatt,
lögum um tekjuskatt og
eignarskatt og bókhalds-
lögum, við rekstur veit-
ingahúsanna Glaumbæj-
ar og Lækjarteigs 2 i
Reykjavík.
prumrannsókn þessa máls var
i höndum Kristjáns Pétursson-
ar, deildarstjóra hjá Tollgæsl-
unni á Keflavikurflugvelli, en
siðan tók Sakadómur Reykja-
vikur við. Það er aðallega rann-
sókn þessa máls sem Kristján
hefur gagnrýnt að undanförnu
hvað hafi gengið seint. Rann-
sókn hófst i október 1972, og
mestallan timann siðan hefur
Sakadómur og rfkisskattstjóri
séð um rannsókn. Að sögn Hall-
varðar Einvarössonar, vara-
rikissaksóknara, hófst aðal-
rannsókn málsins hjá þvi emb-
ætti ekki fyrr en i október sið-
astliðnum. Siðustu gögn i rann-
sókninni bárust frá rikisskatt-
stjóra daginn áður en ákæru-
skjalið var gefið út.
Ekki í gæslu vegna þessa
máls
Þeir Sigurbjörn Eiriksson og
Magnús Leópoldsson eru nú i
gæsluvaröhaldi i fangelsinu i
Siðumúla. Hallvarður Ein-
varðsson, vararikissaksóknari,
sagði að gæsluvarðhaldsvist
þeirra stæði ekki i neinu sam-
bandi við málshöfðun þá sem
hér hefur verið skýrt frá.
Aður hefur komið fram, að
Magnús er i yfirheyrslum vegna
rannsóknar hvarfs Geirfinns
Einarssonar. Ekki hefur verið
skýrt frá hvers vegna Sigur-
björn situr inni.
Skutu undan tugum mill-
jóna
Þeim Sigurbirni og Magnúsi
er gefið að sök að hafa á tima-
bilinu 1. janúar 1970 til október
1972 dregið undan söluskatti aö
upphæð tæpar 3.5 milljónir.
Sigurbirni er gefið að sök að
hafa vanrækt að skila launa-
framtölum vegna starfslauna i
veitingahúsunum Glaumbæ og
Lækjarteig 2. Sú upphæð nemur
tæplega 30 milljónum króna og
dreifist á skattárin ’70 og ’71.
Ennfremur er honum gefið að
sök að hafa vanrækt skattfram-
töl þessi tvö ár, og þannig kom-
ist undan að greiöa tekjuskatt
kr. 3,2 milljónir, og útsvör eina
og hálfa milljón. Loks er honum
gefin aö sök stórfelld vanræksla
og óreiðusemi i bókhaldi.
Harðra refsinga krafist
Saksóknari gerir þær dóm-
kröfur á hendur þeim Sigur-
birni og Magnúsi að þeir verði
dæmdir til refsingar, sviptir
leyfum til vinveitinga og veit-
ingasölu og til greiðslu alls sak-
arkostnaðar.
Sakadómur Reykjavikur
dæmir i málinu. Ef fallist
verður á kröfur saksóknara
mega hvorki Sigurbjörn né
Magnús eiga þátt i, rekstri
Klúbbsins — á yfirborðinu
a.m.k. Ekki erú þó likur á þvi
að Klúbbnum verði lokað, þvi
endalaust má búa til hlutafélög
til að sjá um reksturinn.
Gagnrýni Kristjáns
Kristján Pétursson deildar-
stjóri hefur gagnrýnt i Visi
m.a., að rannsókn á fjárreiðum
Klúbbsins skyldi ekki ná nema
tvö ár aftur i timann. Telur
Kristján ærna ástæðu til að
rannsaka fjárreiðurnar fimm til
sex ár aftur i timann. En svo
hefur ekki verið gert, og ákæra
sú sem nú hefur verið gefin út
miðast við þau timamörk sem
rannsóknin hafði, þ.e. aftur til 1.
jan. 1970.
100 milljónirá núgildandi
verðlagi
Samtals hljóða tölur i ákæru-
skjalinu upp á tæpar 38 milljónir
króna. En ef reiknað er til nú-
gildandi verðlags nálgast þessi
upphæö að vera 100 milljónir
króna. Þess ber þó að gæta að
um 30 af þessum 38 milljónum
eru laun sem SigurbjÖrn hefur
trassað að gefa upp. Ef tekjurn-
ar sem hann notaði til að greiða
þessi laun með komu á annað
borð fram i bókhaldi, er það
hans skaði að hafa ekki gefið
þær upp. —ÓH