Vísir


Vísir - 01.03.1976, Qupperneq 9

Vísir - 01.03.1976, Qupperneq 9
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 ,/ Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. sími 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Innstæðulausar ávisanir Þungu fargi er nú létt af þjóðinni, þegar löngu og viðtæku allsherjarverkfalli er lokið, verkfalli, sem meirihluti launþega var á móti. Enginn þarf að fara i grafgötur um, að þeir samningar, sem gerðir hafa verið, boða ekki betri tið með blóm i haga og sist af öllu fyrir þá, sem við erfiðust kjör búa. I raun réttri verður að lita á þessa samninga sem upphaf nýrra efnahagsörðugleika. Verkfallið hefur nú þegar valdið þjóðarbúinu gifurlegu tjóni. Mikil verðmæti hafa farið i súginn meðan fulltrúar at- vinnurekenda og launþega hafa skrafað saman eða hangið yfir kaffibollum á Loftleiðahótelinu. öll vinnubrögð við undirbúning og gerð kjara- samninga eru löngu orðin úrelt. Sú samningalota, sem staðið hefur yfir að undanförnu, sýnir enn á ný, hversu brýnt það er að koma fram umbótum á þessu sviði. Eftir hverja kjarasamninga spinnast umræður um þetta efni, án þess að nokkuð gerist. Ihaldssemi og þröngsýni þeirra, sem hafa tögl og hagldir i þessum efnum, er einstæð. Ljóst er, að eftir þessa samninga er nær útilokað að viðhalda þeim árangri, sem náðst hefur i viður- eigninni við verðbólguna að undanförnu. Nú á allra siðustu mánuðum hefur verðbólgan verið komin niður i 17%. Hafa verður þó i huga i þessu sam- bandi, að á þessum tima hefur verið framfylgt strangari verðstöðvunaraðgerðum en áður. Vist má telja, að við hefðum smám saman komist út úr vitahring óðaverðbólgunnar, ef forystumenn launþega og atvinnurekenda hefðu ekki tekið hönd- um saman nú og skrifað undir samninga um nýja verðbólguholskeflu. Verst er þó, að atvinnuöryggi hefur verið teflt i tvisýnu. Engum vafa er undirorpið, að erfiðleikar margra atvinnugreina eiga eftir að magnast mjög á næstu mánuðum, ekki sist i sjávarútvegi. Á undanförnum árum hefur það verið i tisku hjá ýmsum stjórn- málamönnum að neita að horfast i augu við þá stað- reynd, að það eru órjúfanleg tengsl á milli afkomu atvinnufyrirtækjanna og heimilanna. Svo virðist sem margir stjórnmálamenn og for- ýstumenn á vinnumarkaðinum ræði og taki jafnvel ákvarðanir eins og þetta tiskufyrirbrigði sé orðið að lögmáli. Þeir samningar, sem nú hafa verið undir- ritaðir og samþykktir, benda a.m.k. til þess að menn vilji ekki viðurkenna samhengið á milli verð- mætasköpunar i þjóöfélaginu og lifskjara fólksins. Enginn vafi er á þvi að óróinn i viðskiptalifinu mun aukast til mikilla muna. Óvissan eftir þessa samningsgerð er svo mikil, að veruleg hætta er á að spákaupmennska magnist á nýjan leik. Verðbólgu- samningar sem þessir eru ekki i þágu þeirra, sem verst eru settir i þjóðfélaginu. Þegar til lengdar læt- ur bitna þeir þvert á móti með mestum þunga á þeim, sem erfiðasta aðstöðu höfðu fyrir. Forystumenn Alþýðusambandsins viðurkenndu skömmu áður en skriður komst á samningaviðræð- urnar, að hefðbundnar aðferðir i kaupkröfumálum gætu ekki leitt til raunhæfra kjarabóta. Eigi að sið- ur hefur sú leið verið valin enn einu sinni. Sannast sagna gegnir það furðu, hversu seint menn ætla að gera sér grein fyrir þvi, að lifskjörin verða ekki bætt með innstæðulausum ávisunum. ,—£Viurrtí¥íy Mánudagur 1. mars 1976 vism vism Mánudagur 1. mars Umsjón: ólafur Hauksson 1976 bréflegar, bæði af em- bættismönnum og ein- stökum mönnum." Eins og sjá má getur rann- sóknarnefnd kallað fyrir sig embættismenn og einstaklinga til skýrslu- gjafar. Hins vegar getur rannsóknarnefnd ekki beitt viðurlögum til að fá menn til að mæta, komi þeir ekki sjálfviljugir, né heldur knúið þá til að svara spurningum Er rannsóknarnefnd að þessu leyti mun verr sett en dómstólar. Löggjöf um rannsóknarnefndir? Mjög lítið héfur kveðið að skipun rannsóknar- nefnda hér á landi og má vera að ein orsök þess séu þeir annmarkar á valdi þeirra, sem hér voru nefndir. Geta þeir gert rannsóknarnefnd mátt- litla í rannsókn mála, ef svober undir. Full ástæða er til að athuga hvort ekki sé rétt til að setja nánari fyrirmæli um rann- sóknarnef ndir og veita þeim meira vald, en þær hafa nú. T.d. mætti heimila þeim að stefna fyrir sig mönnum að viðlögðum viðurlögum og að taka drengskaparheit af mönnum. Slíkt mætti gera með almennum lög- um og þyrfti stjórnar- skrárbreyting ekki að koma til. Þá væri ástæða til fyrirmæla um aðgang fjölmiðla að rannsóknar- nefndum. Er mikilvægt að sá aðgangur sé sem greiðastur að svo miklu leyti sem það er unnt án þess að trufla verulega starfsemina. Verkefni rannsóknarnefnda eru flest þess eðlis að sérstaklega mikilvægt er almenningi að geta fylgst itarlega og á auðveldan hátt með því sem þar fer f ram. í 39. gr. stjórnarskrár- innar er gert ráð fyrir að einungis deildir Alþingis geti skipað rannsóknar- nefnd. Virðist eðlilegt að sameinaö þing fái slíka heimild einnig, enda lik- legt að málefni rann- sóknarnefnda yrðu eink- um ræad þar, miðað við þær starfsvenjur, sem nú tíðkast á Alþingi. Finnur Torfi Stefánsson hdl. Lyfjafyrirtækin senda getnaðar- varnarpiliur út um allan heim. 60 milljónir kvenna þurfa 60 milljón pillur á dag — svo framieiðslan verður að hafa undan. 60 milijónir kvenna um hcim allan nota pilluna. Umsjón Jón Steinar Gunnlaugsson og Finnur Torfi Stefánsson Undanfarin misseri hafa komið upp nokkur mál af þvi tagi, sem sumir hafa kallað „bombumál" eða „skandalmál" og hafa það sameiginlegt ein- kenni að þau fjalla um meint misferli eða óráðsíu opinberra aðila í störfum sínum. Bombu- mál eru auðvitað mis- jöfn. Sum reynast á röng- um forsendum byggð og falla, önnur eru þess efnis að full ástæða er til að kanna þau nánar. Þegar slík mál snúast um hugsanleg lögbrot er það verkefni dómstóla að rannsaka þau. En bombumál geta verið rannsóknarverð án þess að um bein lögbrot sé að ræða. Svo er t.d. þegar atferli opinberra aðila brýtur freklega í bág við siðgæðisvitund al- mennings þótt löglegt sé í strangasta skilningi. Oft getur verið mikilsvert að fá slík tilvik upplýst og koma þar bæði til hags- munir þeirra sem ásakaðir eru, að þeir fái tækifæri til að hreinsa sig af grun, og almennings, sem í lýðræðisþjóðfélagi krefst þess, að geta fullvissað sig um heiðar- leika valdhafanna. Rannsóknarnef ndir Víða í stjórnarskrám ríkja er löggjafaraðila heimilað að skipa sérstakar rannsóknar- nefndir til að athuga mikilvæg mál er varða almenning. Notkun slíkra nefnda hefur í seinni tíð einkum orðið fræg í Bandaríkjunum, þar sem ýmis mál, sem heims- athygli vöktu hafa verið rannsökuð af rann- sóknarnef ndum þings- ins. Það tíðkast um slíkar nefndir að þær starfa mjög fyrir opnum tjöldum og á því al- menningur gott með að fylgjast með starfi þeirra. Þannig hefur það tíðkast í Bandaríkjunum að sjónvarpa frá yfir- heyrslum rannsóknar- nefnda og fjölmiðlum al- mennt gefin góð tækifæri til að dreifa upplýsingum um það sem fram fer. Ákvæði islenzku stjórnarskrárinnar i 39. gr. íslenzku st jórnarskrárinnar er heimild fyrir skipun rannsóknanefnda á vegum Alþingis og hljóðar ákvæðið svo: „Hvor þingdeild getur skipað nefndir innan- deildarþingmönnum til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varðar. Þingdeildin getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og Heilbrigöismálastofnun Bandarikjanna hefur látiö frá sér fara nýjustu uppiýsingar f víö- tækri rannsókn sem gerö er á getnaÖarvarnarpillum og notkun þeirra. Stofnunin undirstrikar aö enn sé piiian áhrifarikasta getnaöar- vörn sem til er. 60 miiljónir kvenna um alian heim nota hana aö staðaldri. En stofnunin segir aö við rannsóknina hafi enn betur verið staöfest að ýmsar auka- verkanir fylgi notkun pillunnar, sumar þeirra hættulegar. En þar sem hinar hættuiegu auka- verkanir eru óalgengar, hvetur heilbrigöismálastofnunin lækna til aö segja konum frá þeim. Stofnunin hvetur konur eldri en 40 ára til að nota aðrar getnaðar- varnir en piljuna. Hœtturnar Heilbrigðismálastofnunin undirbýr nú gerð stuttrar skýrslu um pilluna, sem allir læknar munu fá. Notendur pillunnar munu einnig eiga kost á að fá þessa skýrslu. Skýrslan veröur tilbúin fyrri hluta þessa árs. 1 skýrslunni er greint frá öllum þekktum aukaverkunum af notk- un pillunnar, og leiðbeiningar fylgja með um notkun hennar. Heilbrigðismálastofnunin segir að hætta á hjartaáföllum og blóð- töppum aukist eftir aö konur verða 40 ára gamlar. Stofnunin segir að hjá konum á aldrinum 40 til 44 ára sé fimm sinnum meiri hætta á hjartasjúkdómum, ef þær nota pilluna, en ef þær nota hana ekki. Þess ber að gæta, að tiðni hjartasjúkdóma og blóðtappa er tiltölulega litil hjá konum sem nota pilluna. Þessir sjúkdómar eru mun algengari hjá karlmönn- um og hjá eldri konum, sem allflestar hafa aldrei notað pill- una. Af eitt hundrað þúsund konum sem nota pilluna og eru á aldrin- um 20 til 29 ára er dánartalan 1,4 af völdum hjarta- og blóðsjúk- dóma sem beint má rekja til notkunar pillunnar. Á aldrinum 30 til 34 ára er þetta hlutfall 4,8 á aldrinum 35 til 39 er það 7,8, og hjá konum 40 ára og eldri er það 46,4. Konurnar setja öryggið og þægindin af notkun pillunnar efst á lista. Pillan er öruggasta getnaðarvörnin. Tölulega séð er einnig hættuminna að taka pilluna og eignast ekki börn, en að verða ófrisk og eignast börn. Árleg dauðatala kvenna á barn- eignaaldri sem nota ekki getnaðarvarnir er hærri en þeirra sem nota pilluna. Af 100 þúsund konum sem nota engar getnaðar- varnir, látast árlega á milli 8 og 12 á meðgöngutima eða við fæð- ingu. Af 100 þúsund konum á barneignaaldri, sem nöta pilluna, deyja u.þ.b. 3 árlega af völdum pillunnar. stór. Almennt er álitið að þvi stærri sem östrogen skammtur- inn sé, þvi meiri sé hættan á blóö- og hjartasjúkdómum. Aðrar hliðar- verkanir Hvað segja nýjustu rann- sóknir um notkun hennar? Fósturskaðar Áðrir kostir Blóðtappar Læknar hafa vitað nokkuð lengi, að hjá konum sem nota pill- una er meiri hætta á blóðtöppum en hjá þeim sem nota ekki pill- una. Aætlað er að hættan hjá þeim fyrrnefndu á að fá blóð- tappa sé frá fjórum til ellefu sinn- um meiri. Nokkur tilfelli hafa fundist þar sem sjaldgæfir skaðar voru á fóstri við fæðingu, sem tengja mátti þvi að móðirin hafi notað pilluna. En miöað við þann mikla fjölda kvenna sem notar pilluna, á varla nema fimm til tiu milljón- asta hver kona á hættu að verða fyrir sliku. Heilbrigðismálastofnun Bandarikjanna ráðleggur þó öll- um konum sem hafa notaö pill- una, en vilja eignast barn, aö hafa minnst þriggja mánaða hlé á pillunotkuninni áður en getnaður verður. 99% örugg Þegar tekið er tillit til hugsan- legrar hættu af notkun pillunnar, má spyrja hvers vegna svona margar konur nota hana samt. Auk öryggis pillunnar hefur hún þann kost að vera auðveld og einföld i notkun. Hún hjálpar kon- um að slaka á spennu sem verður vegna ótta um að verða barnshaf- andi. Þannig eykur pillan ánægju samfara, og losar fólk við notkun ýmissa áhalda sem valda óþægindum. Hvað er pillan? Pillan inniheldur tvo kynhormóna — östrogen og pro gestin. Þessir kynhormónar koma i veg fyrir egglos, og þvi verður ekki getnaður. Þegar pillan var fyrst tekin i notkun fyrir 16 árum innihélt hún yfirleitt um 100 mikrógrömm af östrogen. Undanfarin fimm ár hefur þessi skammtur verið minnkaður um allt að helming, þvi hann þarf ekki að vera svona Hættulitlar eða hættulausar hliðarverkanir pillunnar þekkja allflestar konur sem nota hana. Sumar segja, að geta til kynlifs aukist við notkun pillunnar, aðrar segja að hún minnki. Migreni getur aukist — eða minnkað. Al- gengt er að konur kvarti undan þvi að þær þyngjast, og að pillan valdi þeim ógleði. Sumar konur fá útbrot á húðina. Aðrar segjast verða þunglyndar, eða þeim liði eins og þær séu sífellt of saddar. Hœtta samfara langtímanotkun Ekkert liggur fyrir um að pillan geti valdið krabbameini. Pillan var sett á markað 1960, en mörg- um finnst að þau 16 ár sem eru liðin siðan þá, sé of stuttur timi til að segja nokkuð ákveðið um lang- timaáhrif pillunnar. Margar rannsóknir gefa til kynna að notkun pillunnar minnki frekar hættuna á krabbameini. Nýlegar rannsóknir i Kaliforniu hafa þó bent til tiðari krabba- meina i brjósti á konum sem not-' uðu pilluna, en hjá þeim sem not- uðu hana ekki. En heilbrigðismálastofnun Bandarikjanna segir að enn hafi engin sannanleg tengsl fundist á milli notkunar pillunnar og krabbameins. Hins vegar megi ekki þvertaka fyrir slik hugsan- leg tengsl. Það er óumdeilanlegt að pillan er mjög öflugt lyf — og langtima- notkun allra lyfja hefur i för með sér einhverja áhættu. „BOMBUMÁL" OG VIÐ- BRÖGÐ VIÐ ÞEIM 9

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.