Vísir


Vísir - 01.03.1976, Qupperneq 10

Vísir - 01.03.1976, Qupperneq 10
10 Mánudagur 1. mars 1976 vism N-NOREGUR: ÚTVÖRÐUR NATO í NORÐRI Norðmenn taka hlut- % • verk sitt alvarlega Norðmenn taka hlutverk sitt sem útvörður NATO í norðri mjög alvarlega. Þeir gera ráð fyrir að hve- nær sem er megi eiga von á innrás frá Sovétríkjunum. Varnarbúnaður í Norður- Noregi miðast við að koma sem allra fyrst auga á hreyfingar í þá átt, og að geta varist í a.m.k. einn til tvo sólarhringa, þar til að- stoð berst frá öðrum NATO-ríkjum. Landamæri Noregs og Sovét- rikjanna liggja saman á 196 km kafla. A þessari iinu er ströng gæsla, bæði af hálfu norðmanna og rússa. Steinsnar austanmegin við landamærin er Kolaskaginn, þar sem er stærsta flotastöð i heimi. Þar hefur stór hluti alls sjóhers Sovétrikjanna aösetur. A Kolaskaga eru nokkrar af þeim örfáu islausu höfnum sem Sovét- rikin hafa aðgang að. Þar er „vesturgluggi” Sovétrikjanna að hafi. Er þessi viðbúnaður nauð- synlegur? En hvaða ástæðu ættu sovét- menn að hafa til innrásar i Norður-Noreg? Er nauðsynlegt fyrir norðmenn að hafa allan þennan viðbúnað? A það er bent, að herstöðvar á Kolaskaga séu mjög þétt byggð- ar. Sá gifurlegi fjöldi skipa, kaf- báta, flugvéla og eldflauga sem þar eru saman komin, gerir skag- ann að girnilegu skotmarki i hugsanlegu kjarnorkustriði milli stórvelda. Frá Kolaskaga er stutt yfir i norsku firðina. Það væri mikil freisting fyrir sovétmenn, ef hættuástand skapast, að koma kafbátum sinum fyrir i fjörðun- um, þar sem nær ógjörningur er að finna þá. Þar gætu þeir athafn- að sig i ró og næði meö langdræg1 ar kjarnorkueldflaugar sinar. Vesturglugginn verður að haldast opinn Ef allt benti til þess að til stór- styrjaldar kæmi, þykir vist að • sovétmenn mundu ráðast inn i Norður-Noreg sem allra fyrst, til að halda „vesturglugganum” opnum. Þeir verða að geta komist óhindrað út á Atlantshafið án truflunar norðmanna. Framámenn varnarmála i Nor- egi benda á, að með þvi að hafa sterkar varnir kinoki óvinurinn sér frekar við að gera árás. Hér sé þvi einnig um fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða. En norðmenn gera sér vel grein fyrir þvi að þeir geta ekki varist herjum rússa nema skamman tima. Þeir treysta á að hjálp ber- ist frá NATO-rikjum innan nokk- urra dægra. óttast fljótfærnislegar á- kvarðanir Það að Norður-Noregur hefur lykilaðstöðu, bæði fyrir Sovétrik- in og NATO, veldur ótta um að i fáti kunni rússar að hernema landið — þótt ekki komi til styrj- aldar. Þess vegna leggja norskir hernaðarsérfræðingar áherslu á að meðan allt er með friði og spektá alþjóðasviðinu sé Norður- Noregur i litilli hættu. En ef spenna eykst, er sú hætta alltaf fyrir hendi að rússar misreikni á- standið, og telji vissara að tryggja sér yfirráðin i nyrsta hluta Noregs. —ÓH (byggtá VG) Atlantshafsbandalaginu. Allt i einu sástá radarskermunum að tvær flugvélar breyttu stefnu. A miklum hraða stefndu þær að Lófót, og brutu lofthelgi Noregs nokkru siðar. Þær flugu áfram I átt að herstjórnarmiðstöðinni. Norskar Starfighter orrustuþot- ur fóru samstundis á loft, og stefndu að rússneksu flugvélun- um. Strax i loftið Tveir flugmannanna sem fóru til móts við rússana þennan dag hafa sagtfrá stefnumótinu inni i norsku lofthelgi, liðþjálfarnir Ole Henrik Henrikssen og Ludvig Tveit. Inngangurinn i neðanjarðarbyrgi höfuðstöðva hersins i Norður- Noregi. Langt inni I iörum fjalls við Bodö eru höfuðstöðvar varnar- mála Norður-Noregs. Þar hafa hershöfðingjar alira deilda hersins aðsetur.og þar er mið- stöð upplýsinga. Sjálfar skrifstofur yfir- stjórnarinnar eru uppi á yfir- boröinu, en frá þeim er greiður aðgangur í taugamiðstöðina inni i fjallinu. Imiðstöðinnier safnað saman upplýsingum frá fjölda radar- stöðva i Norður-Noregi, flugvél- um á lofti, og skipum og kafbát- um á hafi úti. Náiö samband er viö herstöðina I Keflavik, sem sér um svæðið fyrir sunnan eftirlitssvæði norömanna. Ennþá sunnar sjá bretar um allt eftirlit. Fullkomið eftirlit Norðmenn hafa aðallega i sinni þjónustu Orion flugvélar, sem hafa fengið mikla viður- kenningu fyrir ágæti sitt i starfi, sérstaklega við aö finna kaf- báta. Herinn i Keflavik hefur samskonar flugvélar til umráða. Stórir radarar meöfram strönd Norður-Noregs nema hverja hreyfingu á sjó og i lofti. Fylgst er með hverrifleytu sem út á hafið fer, og ferðir hennar skráðar. Rússarnir stefndu á miðstöðina Taugaspennan er þvi á hástigi þegar eitthvað ber útaf. Það var i höfuðstöðvunum við Bodö sem menn tdku fyrst eftir einhverju athugaverðu 17. nóvember i fyrra. Þrjátiu rússneskar flug- vélar voru á lofti langt úti i hafi, en þá stóð yfir heræfing hjá Þeir voru fyrstir á loft þegar útkallið kom. Henrikssen og annar flugmaöur mættu rúss- nesku vélunum I 35 þúsund feta hæð milli Værö og Bodö. — Fastar reglur gilda um hvernig flugvélum er snúið frá, segir Henrikssen. — Ég flaug upp að hlið annarrar vélarinn- ar, vaggaði vængjunum, og sveigði i þá átt sem ég vildi að hannbeygöi. Þetta er föst regla. Um fimm kilómetrum fyrir aft- an hélt Tveit sig til öryggis ef eitthvað færi úrskeiðis. Þetta gekk allt samkvæmt venju, og rússinn fór i fylgd okkar út úr lofthelginni. Við snerum okkur þá að hinni vélinni, og þar fór á sömu leiö. Hvað hafa norðmenn að segjo í hernaðarstórveldi? Mörgum norðmönnum sundlar þegar þeir bera saman hernaðar- styrk sinn i Norður-Noregi viö vigbúnað sovétmanna á Kola- skaga. Það er þó aðeins huggun að meginhluti hernaöarbröltsins er á vegum rússneska sjóhersins, og þvi ekki við svo marga að glíma á landi. Þeir eru þó ekki ófáir. Uppbygging Kolaskaga, hefúr veriö hröð siðustu áratugi, ekki aðeins hernaðarleg, heldur einnig efnahagsleg. 1940 bjuggu þar 316 þúsund manns, en nú um ein milljón. Mikill hluti hefur at- vinnu sina af námuvinnslu og fiskveiðum. En stærsti „vinnu- veitandinn” er samt sjóherinn. A hansvegum starfa um llOþúsund manns. Sjóherinn hefur u.þ.b. 200 herskip á sinum snærum, þar af a.m.k. 60mjög stór. Kafbátar eru 180 talsins, helmingur þeirra knú- inn kjarnorku. Þeir stærstu flytja eldflaugar með kjarnaoddum sem draga frá Barentshafi til allra mikilvægustu skotmarka i Bandarikjunym. Areitinn flugher Flugherinn á Kolaskaga hefur einnig sitthvað af farartækjum. Þar eru a.m.k. 340 orrustuflug- vélar, þaraf um 100 þeirra af full- komnustu gerð. Flugvélar rússa koma alloft að landamærum Noregs, og þá úr öllum áttum. A siöasta ári kom það fyrir 80 sinnum að orrustu- þotur norska flughersins fóru til móts við sovéskar flugvélar vegna þess hversu Iskyggilega nærri landamærunum þær voru komnar. 30 þúsund hermenn á Kolaskaga 1 landhemum á Kolaskaga eru um 22 þúsund hermenn. Þeim er skipt i tvær deildir, önnur, með 11 þúsund hermenn, hefur aðsetur i aðeins 10 km fjarlægð frá landa- mærunum. Þar eru einnig u.þ.b. 2 þúsund landgönguliðar sjóhers- ins. Austar á Kolaskaga er hinn helmingur landhersins. Allt i allt er talið að hermenn á Kolaskaga séu ekki fleiri en 30 þúsund. Viðvörun Þessifjöldinægir varla til aðná Norður-Noregi með leifturárás. Norskur hermaður við tjald sitt. Norskir hermenn hafa orð á sér fyrir að vera fjölhæfir, úrræðagóðir og vel þjálfaöir. Þeir þurfa að vera viöbúnir bardögum við mjög erfiðar aðstæöur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.