Vísir - 06.03.1976, Page 2

Vísir - 06.03.1976, Page 2
r~A. Finnst þér rétt að fá hrað- skreiða tundurskeytabáta til Landhelgisgæslunnar? Asgrimur Ragnarsson, stunda- kennari: Tvimælalaust, það gefur okkur möguleika gagnvart frei- gátunum. En þeir verð að vera nógu stórir til að geta klippt, annars koma þeir ekki að gagni. Margrimur Haraldsson, skrift- vélavirki: Mér finnst hugmyndin snjöll og eftir þvi sem Guðmund- ur Kjærnested sagði i viðtalinu i gær, þá er sjálfsagt að kanna þetta. Erla Sighvatsdóttir, húsmóðir: Mér lýst vel á þessa hugmynd, ég held þetta geti verið til bóta. Ég hef ekki trú á að átökin harðni þótt við fengjum bátana, það get- ur varla orðið verra en verið hef- ur að undanförnu. Karl Stefánsson, skrifstofumað- ur: í fljótu bragöi finnst mér þetta vel koma til greina. Ég hef ekki trú á að bretarnir treysti sér til að beita meiri hörku, við erum alltaf að vinna á gagnvart al- menningsálitinu. Sigriður Einarsdóttir, vinnur i Hagkaup: Mér list ekkert á það, ég er hálfhrædd við þetta og hrædd um að það kynni að leiða til enn harðari átaka. Elín Ingadóttir, „bara” hús- móðir: Veitir nokkuð af þvi? Ætli herskipin hræðist það ekki frekar ef við fáum báta sem geta haft við þeim. Laugardagur 6. marz 1976. VISIU Þar má fá bœkur fyrir gamlar krónur islendingar eru stundum ncfndir, eöa nefna sig sjálfa, bókaþjóðina. t>vi til stuðnings er niinnt á bókmenntaleg afrek forfeðranna og ekki siður á hve lestraráhugi og bókakaup eru hér almcnn. Nú i seinni tið eru islendingar ekki siður að verða kunnir af óvenju umfangsmikilli verð- bólgu, sem öllu verðmætaskyni rænir og rýrir blessaða krón- una. Allt hækkar i verði, hús, bilar og matur. Og bókin hækkar einnig svo ýmsir tala um að ekki sé hægt að kaupa sér bók leng- ur, hún sé orðin svo dýr. Aðrir benda hins vegar á að miðað við margt annað sé bókin ekki sér- lega dýr. A einum stað heldur gamla krónan sinu fulla gildi. Það er á bókamarkaðnum. Enda þyrpast menn þangað i leit að góðum bókum á hagstæðu verði. Mikill fjöldi var á bókamark- aðnum þegar við litum þangað. Fólk, klyfjað bókum, gekk um og leit vel i kring um sig og allir Virtust finna eitthvað við sitt hæfi. —EKG/Ljósmyndir JIM — Ég cr ckki ástríðufullur bókasafnari segir Trausti Sveinsson, en hann hefur samt komið á hóka markaðinn i nokkur ár. „Úrvalið svipað og venjulega" „Mér finnst úrvalið vera svipað og venjulega,” sagði Trausti Sveinsson þegar við hittum hann að máli á bóka- markaönum i gær. „bað er helst að mér finnst verðið vera orðið hærra en venjulega á bókunum sem hér á markaðnum eru núna. Ég er ekki ástriðufullur bókasafnari,” sagði Trausti þegar við spurðum hann hvort hann safnaði bókum. „En það er hvort tveggja að ég á bækur sjálfur og eins nota ég bóka- söfn nokkuð. Ég hef komið hingað i nokk- ur ár og alltaf keypt ýmsar bækur. Ég kaupi sitt af hverju. Ég kaupi ekki bækur úr ein- hverjum ákveönum klassa. Að þessu sinni hef ég aðeins hugs- að mér að kaupa mér eina bók og þaö er bókin „Bréf til tveggja vina” eftir Magnús Stefánsson.” Það viröist svo sem fólk búist við bókamarkaðnum á ári hverju segir Lárus Blöndal. „Hefð í bœjar- lífinu" „Þetta gengur ágætlega hjá okkur. Það virðist svo sem fólk búist við bókamarkaðnum hjá okkur á ári hverju,” sagði Lárus Blöndal bóksali, þegar viö hittum hann að máli. Lárus var önnum kafinn, enda fullt af fólki sem var að kaupa sér bækur. „Hér er alltaf margt fólk og þetta er að verða hefð i bæiar- lifinu. Gamla krónan heldur sér hérna. Eins' og annað hafa bækur orðið dýrari með ári hverju. Þannig að bók sem út- gefin er fyrir tiu árum er afar ódýr i dag. Aðsóknin sem verið hefur frá þvi að hér var opnað boðar það að salan verði svipuö og áður. Við vorum hálfhærddir vegna þess að verkfall hafði staðið i um hálfan mánuð og gat þvi haft veruleg áhrif á að fólk kæmi. En sá ótti reyndist ástæðulaus þvi aðsóknin hefur ekki verið minni en áður.” — Hversu lengi hafa bóka- markaðir verið haldnir i Reykjavik? „Þetta er 16. markaðurinn. Það er félag islenskra bókaút- gefenda sem stendur að hon- um. En frá upphafi hefur það verið Jónas Eggertsson sem ásamt mér hefur haft umsjón með markaðnum. Fyrstu sex árin vorum við með bókamarkaðinn i Lista- mannaskálanum, næstu tvö ár i Iðnaðarhúsinu, siðan i Glæsi- bæ i tvö ár, þá i tvö ár i ný- byggingu Málarans i Skeif- unni, eitt ár var hann i Hag- kaup og loks hefur hann verið tvö ár hér.” Þessi risastóra bók sem hún Guðný Benediktsdóttir heldur þarna á er ein þeirra barna- bóka sem hún keypti á bóka- markaðnum. „Kaupi aðallega barna- bœkur" „Mér list ágætlega á bóka- markaðinn að þessu sinni. Ég hef farið á hverju ári og mér finnst úrvalið vera nokkuð gott núna.” Þetta sagði Guðný Bene- diktsdóttir ein þeirra fjöl- mörgu sem höfðu lagt leið sina á bókamarkaðinn i gær. Hún var klyfjuð bókum þegar Vis- ismenn bar að og ljóslega mátti greina feykilega stóra bók sem gnæfði upp úr. „Ég er aðallega komin til þess að kaupa barnabækur. Þeirra á meðal er Risinn og skógardýrin. Mér finnst úrval af barnabókum vera mikið hérna á bókamarkaðnum. Svo er verðmunur á barnabókun- um hérna og þeim sem maður sér i búðum verulegur, að minnsta kosti á þeim gömlu. — Sjálf hef ég gaman af þvi að lesa. Þess vegna fer ég á bókamarkaðinn. Þar að auki nota ég bókasöfnin.” Magnús Arnason á 2000 til 3000 bækur þar á meðal á hann a 11- ar ljóðabækur eldri höfund- anna allt frá Jóni Þorlákssyni. „Sumar bœkurnar gamlir • • ## vinir „Það er mikið af bókum hérna. Töluvert eru gamlir vinir frá fyrri mörkuðum en svo bætist alltaf eitthvað nýtt á hverjum markaði,” sagði Magnús Arnason sem var niðursokkinn i að skoða bækur þegar við tókum hann tali á bókamarkaðnum. „Ég get ekki gert saman- burð á bókamörkuðunum núna og þeim fyrri. En mér virðist hann verða fátæklegri eftir þvi sem hinum eldri titl- um fækkar. Ég efast um að nýtt komi sem vegi upp á móti. Með þessu er ég þó ekki að kasta hnútu að nýjum bók- um. Ég efast ekki um að þeir sem hingað koma finni eitt- hvaðsem þeir leita að. Og ekki er ósennilegt að eitthvað nýtt reki á fjörur þeirra.” — Attu mikið af bókum? „Ég á dálitið af bókum. Það eru 2000 til 3000 bækur, sumar góðar. Sérstaklega hef ég lagt mig eftir Ijóðabókum og á alla eldri höfunda frá Jóni Þor- lákssyni. Einnig á ég nokkuð af bókum sem fjalla um sögu- legan fróðleik. Svo á ég lika dálitið af góðum skáldsögum. Laxness á ég alveg og mest af bókum Hagalins.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.