Vísir - 06.03.1976, Síða 5
vism
Laugardagur G. marz 1976.
EINOKUN
EÐA
FRELSI
Örlítil von
Uppstokkun sú sem varð í is-
lenzkum blaðaheimi þegar ný rit-
stjórn settist i stólana 'á Visi ög
Dagblaðið hóf göngu sina, hefur
efalaust orðið til að opna augu
margra fyrir nauðsyn frjálsra
fjölmiðla. Þær raddir heyrðust
viða, þegar uppstokkunin varð,
að nú yrði Visir loks bundinn á
klafa flokksjötunnar, og búið væri
með frjálsa, islenzka blaða-
mennsku. En reyndin hefur orðið
önnur. Undir djarfri og hressi-
legri stjórn Þorsteins Pálssonar
hefur Visir komizt nær þvi en
nokkur annar islenzkur fjölmiðill
að geta borið orðið Frjáls með
réttu.
En islenzkir fjölmiðlar eiga þó
enn langt i land, til að geta þjónað
þvi hlutverki sem lýðræðið ætlast
til: að veita aðhald og upplýsa.
Einhvern veginn hefur maður það
á tilfinningunni, að þótt tugir
Watergatehneyksla kæmu upp á
yfirborðið i islenzku þjóðfélagi og
þar riðu bisperrtir Nixonar af
óliklegustu tegundum, gætu is-
lenzkir fjölmiðlar ekki velt bófun-
um af baki. íslenzkir fjölmiðlar
eru enn á steinaldarstigi boriö
saman við bandariska blaða-
mennsku. Allur hugsunarháttur á
þessu sviði er svo heimóttarlegur,
að kraftaverk má teljast að dag-
blöðin séu ekki rikisrekin og full-
komlega einokuð, eins og útvarp
og sjónvarp.
Sú stefna sem hinn nýi ritstjóri
á Visi hefur mótað upp á siðkastið
hefur hins vegar vakið nýjar von-
ir. Ég ætla að vitna hér i nokkra
leiðara Þorsteins Pálssonar, þar
(Umsjón: ^ ^
^Hrafn^Gunnlaugsson^
sem hann tekur fyrstur islenzkra
leiðarahöfunda af skarið og kem-
ur fram með tillögur og kröfur
um að afnumin verði rikiseinokun
útvarps og sjónvarps á tslandi.
Mér er ekki grunlaust um, að
framtiðin eigi eftir að lita til baka
og leita upp þessi skrif, sem
fyrsta visi að markvissri baráttu
fyrir afnámi rikiseinokunar hugs-
unar og orðs á tslandi.
Frjálst útvarp
Þann 20. des. 1975 birtist i Visi
leiðari sem bar nafnið: Frjáls út-
varpsrekstur. Þar segir m.a.:
„Málsvarar rikiseinokunarinn-
ar hafa alla jafnan haldið þvi
fram, að útvarpsrekstur væri svo
dýr, að ógerlegt væri að gefa
hann frjálsan af þeim sökum.
Með þvi móti væri verið að gefa
fjársterkum aðilum of mikil for-
réttindi. Hugsanlegt er, að þetta
hafi verið gild rök á sinum tima.
En það er þá löngu liðin saga.
Nú má setja á fót útvarpsstöð
með litlum tilkostnaði. Það er á
færi hvers sem er að standa fyrir
slikum rekstri, bæði einstaklinga
og félaga. Reksturskostnaðurinn
gæti verið brotabrot af útgáfu-
kostnaði dagblaðs.
Tjáningarfrelsið er einn af
hornsteinum lýðræðisskipulags-
ins. Þjóðfélagið þarf einnig að
viðurkenna rétt manna til þess að
koma á framfæri sjónarmiðum
sinum, hugverkum eða öðru efni.
Einn þáttur i þvi er að gefa út-
varpsrekstur frjálsan innan
þeirra marka, sem tæknilegar
aðstæður leyfa.”
Hér bendir leiðarahöfundur á
þá staðreynd, sem allir sem eitt-
hvað hafa fengizt við fjölmiðlun
vita, að rekstur frjálsra útvarps-
stöðva, er i dag miklu minna og
einfaldara mál, en t.d. útgáfa
timarits, hvað þá heldur dag-
blaðs. Höfundur slær siðan botn i
leiðarann með þessum orðum:
„Stundum hefur verið á það
minnst að létta einokuninni af i
áföngum með þvi að heimila i
fyrstu landshlutaútvörp. Slikar
hugmyndir eru góðra gjalda
verðar. t raun réttri er þó óþarfi
að vera með slikt hálfkák. Við
eigum óhikað að stiga skrefið til
fulls og gefa útvarpsrekstur á Is-
landi frjálsan.”
Undir þessi orð geta allir frjáls-
hyggjumenn á tslandi tekið, hvar
i flokki sem þeir standa.
Áfram skal barizt
Þann 16. febrúar skrifar Visir
aftur leiðara þar sem fjallað er
um frjálst útvarp og nú er tónninn
enn ákveðnari:
„Sennilega má bæði rekja það
til sofandaháttar og þröngsýni, að
stjórnmálamenn hafa ekki enn
leyft frjálsan útvarpsrekstur
innan þeirra marka, sem tækni-
legir möguleikar leyfa. Frjáls-
hýggjumenn i stjórnmálum virð-
ast einfaldlega ekki hafa gefið
nýjungum á þessu sviði nægjan-
lega gaum.
Þröngsýnir stjórnmálamenn
hafa yfirleitt borið fram þá mót-
báru gegn frjálsum útvarps-
rekstri, að hann myndi leiða til
óhæfilegrar mismununar i þjóð-
félaginu. Þvi hefur verið haldið
fram, að hér væri um svo um-
fangsmikinn rekstur að ræða, að
einvörðungu mjög fjársterkir
aðilar gætu komið sliku fyrirtæki
á fót.
Þetta er á miklum misskilningi
byggt. Það þurfa ekki allar út-
varpsstöðvar að vera á borð við
rikisútvarpið. Segja má, að það
sé á færi hvers dugandi skóla-
nemanda að starfrækja litla út-
varpsstöð. Eins og nú háttar eru
þetta þvi engin rök.
Útvarp er ein af þeim leiðum,
sem fólk hefur til þess að koma
hugmyndum sinum og skoðunum
á framfæri af hvaða tagi sem er.
Með rikiseinokun á útvarpi er i
raun réttri verið að takmarka
möguleika manna til frjálsrar
fjölmiðlunar.
Sums staðar viðgengst rikis-
eða flokkseinokun á blaðaútgáfu.
Sá háttur samræmist ekki hug-
myndum um frjálsa skoðana-
myndun og i raun réttri gildir
slikt hið sama um útvarpsrekst-
ur.”
Þessi orð Þorsteins Pálssonar
ættu að vera hvatning öllum þeim
sem vilja auka frelsi á þessu
landi.
Ungt fólk á íslandi á að stefna
að þvi, að rödd eins og þessi berist
inn á Alþingi Islendinga og að
þessi rödd beri frjálst útvarp
fram til sigurs.
Að sniða stakk
Ég slæ botn i þessa flugu með
þvi að taka hér enn eitt dæmi um
þann nýja anda sem býr i skrifum
Þorsteins Pálssonar.
1 eftirfarandi orðum bendir
hann á hryggilega staðrevnd.
Staðreynd sem kallar á nýja
menn. Ekki þá sem tala og tala,
en þora aldrei að gera neitt sem
skiptir sköpum, heldur menn sem
eru reiðubúnir að leiða hugsjónir
fram til sigurs:
„Vinstri stjórnin fylgdi á sinum
tima takmarkalausri rikisum-
svifastefnu. Núverandi rikis-
stjórn hefur i öllum aðalatriðum
fetað i sömu spor. Minniháttar til-
raunir hafa þó verið gerðar til
þess að draga úr rikisumsvifum,
en þær hafa i raun réttri litinn
árangur borið.
Þannig virðist einu gilda, hvort
við völd situr vinstri rikisstjórn
eða stjórn, þar sem frjálshyggju-
sjónarmið ætti að gæta i veru-
legum mæli. Rikisums vifa-
stefnan heldur áfram. Það er þvi
kominn timi til að menn hugleiði i
fullri alvöru, hvert við stefnum.”
Ég sagði hér að ofan að þessi
orð væru hryggileg staðreynd. Já,
það er svo sannarlega hryggilegt
hve slappir þeir menn eru, sem
sitja i rikisstjórn i dag og kalla sig
frjálshyggjumenn.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 57., 58. og 59. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á
hluta i Njálsgötu 112, þingl. eign Kjartans Iialldórssonar,
fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eign-
inni sjálfri miðvikudag 10. mars 1976 kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 64., 65. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á
hluta i Alftamýri 20, þingl. eign Valgerðar Kristjánsdótt-
ur, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands og Skúla J.
Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri, þriðjudag 9. mars 1976
kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á Borgargerði :t, þingl. cign Karólinu B.
Sveinbjörnsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri, þriðjudag 9.
mars 1976 kl. 15.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
Húsbyggjendur Finanoriinarnlast
\ \f*> Llllullgl Uliai pluoli Getum afgreitt einangrunarplast á Stór-Reykjavikursvæðið með stuttum ýrirvara. Afhending á byggingarstað.
>TX \ IIAGKVÆMT VERD. GREIDSLUSKILM ALAR
Borgarplast hf.
> ** Borgaruesi simi: 93-7370 Kvöldsimi 93-7355.
Einnig getið þér haft samband við söluaðila okkar i Iteykjavik:
IÐNVAL
Bolholti 4. Siinar 83155— 83354.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 57., 58. og 59. tbl. Lögbirtingablaðs 1975 á
Hraðfr.vstihúsinu v/Kirkjusand. þingl. eign Kirkjusands
h.f. fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar i Reykjavik og
Tryggingast. rikisins á eigninni sjálfri, þriðjudag 9. niars
1976 kl. 10.50.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.