Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 20. mars 1976 VISIR .............. V Kaupir þú mikið i stói^ mörkuðum? Skarphéöinn Vermundsson, hús- vörður: — Já, ég geri mikið aí þvi. Það er svo miklu ódýrara. Að meðaltali fer ég i þessar stóru verslanir svona hálfsmánaðai* lega. Petrún Ella Kristjánsdóttir;, ræstingarkona: — Nei, ég kaupi ekkerti stórmörkuðum. Viðerurrí; bara tvö i heimili og þvi kaupi ég- ekki inn i stórum stil Til dæmis: þegar verkfallið hófst átti éji ekkert heima við. Ragnar Axelsson, ljósmyndariB — Ég geri ekki mikið af þvi. ÞatS er helst að ég fari i Hagkaup vifg og við til að kaupa mér gallabuxj ur og boli og annað slikt. „EKKI ANNAÐ AÐ GERA EN LOKA SVÆÐINU..." en kerfið er of seinvirkt — segir Ólafur K. Pálsson fiskifrœðingur sem nýlega hefur gert athuganir á hluta smáfisks í afla „Þarna voru margir togarar að veiðum og í afla þeirra var mikið um smáfisk, aðalleqa 3 oq 4 ára fisk," sagði ólafur Karvel Pálsson, fiski- fræðingur, sem er ný- kominn úr rannsókna- leiðangri með rannsókna- skipinu Hafþóri. Þeir á Hafþóri lögðu leið sina i Reykjaf jarðar- ál til þess að athuga um magn smáfisks í afla ís- lenskra togara sem þar voru að veiðum. Eins og áður hefur verið sagt frá í Vísi hefur því verið haldið fram að um veru- legt magn smáfisks væri að ræða þarna í afla tog- aranna. „Meirihluti aflans sem fæst þarna er vel hirð- andi," sagði ólafur „Undirmálsfiski, það er fiski undir 43 senti- metrum, er hent fyrir borð aftur. Það fer ekki hjá þvi að nokkur hluti aflans sem þarna fæst er undirmálsfiskur, þegar veitt er með 120 milli- metra möskvastærð." Verður að loka Verður svæðinu lokað? „Það er ekki hægt að gera annað en að loka alla vega meöan svona horfir. Áður en það kemur tiil þarf sjávarútvegsráðu- neytið að samþykkja. Hafrannsóknarstof nunin getur mælt með lokun, síðan leitar sjávarútvegs- ráðuneytið álits hjá Fiskifélagi íslands. Þetta tekur mislangan tíma. Það getur tekið stuttan tima en stundum verður að bíða ákvörðun- ar lengi. Of seinvirkt Verst er að þetta er allt of seinvirkt. Skipin hafa verið marga daga ef ekki vikur að veiðum áður en Hafrannsóknastofnunin getur farið að fylgjast með. Þetta er allt of seint. Það þyrfti að loka svæð- unum áður en rannsóknir hef jast. Þaðer nógur tími til veiða ef allt reynist í lagi. Það vantar skyndi- lokanir á svæðum." Ólafur sagði að farið hefði verið umborðítog- ara og mældur afli þeirra. Hann sagði að álit skipstjóranna hefði verið mjög misjafnt. Sumum hefði þóttótækt hve mikið væri um smáfisk í aflan- um og vildu loka svæðinu. öðrum hefði fundist þetta í lagi. EKG með sólrisunni Kœtast Það hýrgar alla þegar daginn tekur að lengja og vetrarnepjan er i þann veg að gefa sig fyrir sólinni. Menntskælingar á tsa- firði minnast þess og efna til hátiðar sem ber nafn er mjög minnir á hækkandi sól. „Sólrisuhátið” er að veröa fastur liður i menningarlifi is- firöinga. Hún hefur verið haldin þrjú undanfarin ár og notið si- vaxandi vinsælda, bæði meðal menntaskólanema sjálfra sem og bæjarbúa. Hugmyndin að hátið sem þessari er einföld. Skólanemar vildu fagna þvi að daginn tæki að lengja, ekki með einhverju skólamóti, heldur fá bæjarbúa til móts við sig og vinna þannig að þvi að skólinn yrði ekki ein- angrað fyrirbæri i bæjarlifinu. t ár er hátið menntskælinga glæsileg að vanda. Alla daga þessarar viku verður eitthvað um að vera. Alltaf hefur verið lögð áherslu á að fá góðar kvik- myndir til sýningar. Nú verða það Guðfaðir II og Sviðsljós Chaplins sem fólki gefst kostur á að sjá. Og börnunum er ekki gleymt þvi barnamyndin „Sú göldrótta” verður sýnd sunnu- daginn 21. og 28. A þriðjudagskvöld flytur Njörður P. Njarðvik erindi um nútimabókmenntir. Miðvikudag klukkan niu verður Guðfaðir II sýndur, og Sviðsljós klukkan fimm. Nemendur úr menntaskólan- um sýna þrjá einþáttunga á fimmtudag. Sáfyrsti heitir „Við i sláturhúsinu” eftir nemendur i MH. Annar er eftir Arrabal og nefnist „Böðlarnir” og sá þriðji er eftir Yonesco „Leikur fyrir fjóra,” en verk eftir þann siðastnefna hafa áður verið flutt á Sólrisuhátið. Spilverk þjóðanna treöur upp á föstudagskvöld ásamt isfirsk- um hljómlistamönnum. Magnús Jónsson, kvikmyndagerðar- maður, heldur fyrirlestur um is- lenska kvikmyndagerð á laugardag klukkan fjögur, sýnir mynd sina „Ern eftir aldri” og svarar loks fyrirspurnum. Sólrisuhátiðinni lýkur á sunnudagskvöld með heilmiklu tónlistarkvöldi. Hamrahliðar- kórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, syngur og Kammersveit Vestfjarða leikur. — EKG Sigrún Jóhannesdóttir, húsmóðý ir: — Vissulega geri ég það. É#| fer að meðaltali einu sinni S hálfum mánuði, enda er svo hagi kvæmt að versla þar. I Valgerður Björnsdóttir, kennaril — Já, ég geri töluvert af þvi. Mér| likar prýðilega að versla þar§ Venjulega fer ég þangað einm sinni i viku og geri þá mest öllg min innkaup þar. I Gunnar Gottormsson, fulltrúi: —I Ég fer alls ekki iverslanir. Það er| allt svo dýrt að ef ég færi, keypti| ég ekki neitt og fjölskyldan myndigj hreint og klárt svelta i hel. BANDAMENN ÁFENGISVARNA LANDSINS islendingar eru að hrföfalla i neyslu sterkra drykkja ef marka má opinberar skýrslur. Margar orsakir geta legið til þessa, en félagsmálavafstrið I þjóðfélaginu nær ekki til rann- sóknar á drykkjuvenjum lands- manna. Margt bendir til þess, að ungt fólk leggi ekki sama metnað sinn i langvarandi drykkjuskap og það, sem var að komast til manns um 1950 og cr nú að færást á raupsaldurinn. Nú verður ungt fólk að guðs- börnum, skátum, náttúru- skoöendum, hassneytendum og róttæklingum.og telja óþarfa að sanna manndóm sinn með því að ljúka úr einni brennivins- flösku á klukkutima og standa keikt eftir. Það selur rauða stéttarbaráttu, gengur á fjalla- tinda og fer i hassparti, og sinn- ir næsta ólikum áhugamálum en áður voru i tisku. Það þarf jafn- vel ekki brennivin lengur til að manna sig upp i aö elskast. Svo er fyrir að þakka betra uppeldi, auknu frjálslyndi og vltamín- rikari fæðu. Allt hefur þetta sin áhrif á opinberar skýrslur um neyslu sterkra drykkja. Hin mikla brennivinstið var um margt uppherðing fábrotins þjóðfélags gagnvart ofboðslegum breyt- ingum og hamskiptum einstak- linga þeim samfara. En það sem hefur kannski enn meiri áhrif á skýrslurnar er hið stór- fellda smygl á áfengi, sem lengi hefur viðgengist og þykir varla lengur varða dómsáfelli nema aðþvier snertir skattsvik. Allar rannsóknir á smygli hafa orðið til litils á undanförnum árum og mætti ætla, að svona um einn tiundi þjóðarinnar gæti átt á hættu að lenda i fangelsi, ætti að ganga fram af fullri hörku í smyglmálum. Þetta minnir dá- litið á bruggárin. Þá voru þeir orðnir næsta fáir, sem ekki höfðu bruggað landa eða neytt hans, og þannig gerst brotlegir við landslög. Varla er hægt að búast við altækum refsingum fyrir slik fjöldaafbrot og menn hættu einfaldlega að brjóta lög- in þegar „Hikið” var opnað að nýju. Hið sérkennilega við opinber- ar skýrslur um neyslu sterkra drykkja er sú staðreynd, að þær sanna ekkert um fylliri lands- manna á meðan ekki er vitað um smyglið. Þegar smyglið er mikið, eins og að undanförnu, þá sýna skýrslur mjög hagstæða þróun fyrir einn hóp i landinu, sem er það fólk er stöðugt boðar bindindi af hugsjón og innlifun, og náði þvi að bjóða eitt sinn fram i Reykjavik og fá átta hundruð atkvæði. Nú, þegar skýrsludrykkjan lækkar, berja þessir aðilar sér á brjóst og kenna fyrirbærið við ötult áróðúrsstarf fyrir bindindi. Þetta er saklaust gaman og dægrastytting fyrir hópinn, sem hefur barist i sjö áratugi eða svo við háa skýrsludrykkju lands- manna. Það eru hins vegar háðuleg örlög hins ágæta og vammlausa hóps bindindis- erindreka, að helstu banda- menn þeirra I hugsjóninni skuli vera smyglararnir, sem nú I fyrsta sinn hafa þroskað með sér þá skipulagsgáfu, samheldni og þagnareiða, að þeiin hefur með stórfelldum innflutningi tekist að færa áfengisvarnarforstjórum lands- ins fyrsta persónulega sigurinn yfir skýrsludrykkjunni allt frá þvi menn fóru að iðka það sport að fá islendinga til að minnka við sig sprúttið. Svarth öfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.