Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 9
vism Laugardagur 20. mars 1976
9
Þessa munar ekki mikið um að gera við hjólið sjálfir,
enda eins gott að geta bjargað sér, þvi alltaf geta
einhver óhöpp komið fyrir.
fyrstu
Sum börn byrja að læra á skiði
ekki nema 4-5 ára gömul. önnur
læra seinna, en hvernig skíði á að
kaupa handa barni sem er að
byrja að læra? Borgar sig að
kaupa dýran útbúnað með öllu
tilheyrandi?
Tæplega, þvi að á þessum aldri
er barnið fljótt að stækka, og
skíðin því ekki lengi að verða of
lítil og ónothæf. Okkur bárust i
hendur nokkrar leiðbeiningar um
það hvernig skiði sé best að
kaupa fyrir þann sem er að
byrja.
Mælt er með ódýrum skiðum úr tré.
Með þeim þarl svo að fá bindingar og
stafi. Skiðin á að velja eins þunn og mjúk
og hægt er og spennan i þeim á að vera
mjög litil.
Ekki er ráðlagt að kaupa járnstafi.
Ástæðan fyrir þvi er sú, að barnið er
gjarnt á að sleikja járnstafinn úti i kuld-
anum, og þá gæti það jafnvel gerst, að það
festi tunguna.
Skórnir eiga að vera góðir og hlýir.
Veijið siðan fatnað sem barnið getur
notað úti við hvenær sem er. — ekki að-
eins á skiðunum. Á skiðum er best að
fatnaðurinn sé léttur og að gott sé að fara
úr honum.
Þegar barnið er orðið eldra og er farið
að notafæra sér skiðin miklu meira og i
lengri vegalengdum breytast kröfurnar.
Mælt er með tréskiðum með stálköntum.
Bindingarnar ættu að vera sem allra best-
ar. Þegar barnið er orðið eldra er allt i
lagi .með járnstafi.
f Sviþjóð er mælt með þvi að börn hafi
hjálm á skiðum. Klæðnaður á að vera sem
hlýjastur. þvi það getur stundum orðið vel
kait þegar maður er lengi á skiðum.
skíðin
Þetta er gott að hafa
í huga þegar fyrsta
tvíhjóið er keypt...
. og
Fátt er jafn spennandi og aðfásitt fyrsta tvihjól. Mörg börn fá
fyrsta hjólið 6-7 ára, og þaðer alls ekki mælt með þvi að barn fái tvi-
hjól áður en það er orðið 5 ara gamalt. Hægt er að fá tvihjól fyrir
börn 4-5 ára.
Yngra barn en 5 ára, getur kannski haldið jafnvægi á tvihjóli. En
það gétur ekki látið fara saman, jafnvægið og stjórn á hjóiinu.
Barnið getur átt það til að hjóla á vegg, á kyrrstæðan bil eða eitt-
hvaðannað, einfaldiega vegna þess að það hefur ekki vald á hjóiinu
ennþá.
t athyglisverðri sænskri grein
um hjólreiðar barna, er það
tekið fram að hjólandi börn á
aldrinum 5-10 ára, ættu að halda
sig frá allri annarri umferð. Þá
er mælt með þvi að öll börn á
hjólum noti öryggishjálma.
Að hjóla er eitt af þvi
skemmtilegasta sem börnin
gera. Þvi fylgir þó hætta. Það er
þvi ekki nokkur ástæða til þess
að hvetja barnið að læra að
hjóla eða þá að gefa þvi hjól,
áður en það biður um það.
Þegar barnið fer að læra að
hjóla, verður að fylgjast mjög
vel með þvi. Eitt besta ráðið er
að fara sjálfur út með barninu
og kenna þvi.
Mikið úrval er af alls kyns
reiðhjólum. Eftir þvi sem okkur
var tjáð I verslun sem selur
reiðhjól i Reykjavik, ér kyn-
greining enn ráðandi i reið-
hjólakaupum. A vissum aldri
vilja strákarnir ekki hjól nema
það sé með stöng og stelpurnar
fá hjól með engri stöng.
Viðkvæmasti aldurinn virðist
vera 7-8 ára. Þegar strákarnir
fara að eldast fer þeim að
standa frekar á sama um hvort
stöngin er fyrir hendi eða ekki.
Hvaða stærð
á að kaupa?
Hversu stórt á hjólið að vera?
/ Afgreiðslufólk getur sagt til um
það, enda er þvermál hjólanna
nokkuð misjafnt eftir þvi hvert
merki reiðhjólanna er.
Fyrir yngstu börnin er t.d.
hægt að fá reiðhjól með 12
tommu hjólum. Þau er þó hægt
að nota tiltölulega stuttan tima.
Fyrir 5-7 ára framleiða sviar og
norðmenn reiðhjól með 17
tommu hjólum, á meðan ekki er
hægt að fá nema 20-22 tommu
frá öðrum löndum. Þau hjól má
þá nota nokkuð lengi, eða
minnsta kosti til 10 ára aldurs.
Sumum finnst reiðhjólin
kannski of dýr. Þá er hægt að
kaupa notað hjól. En þá er eins
gott að gæta þess að allt verki
eins og það á að gera.
Á reiðhjólum eru oft alls kyns
hlutir, sem eru i rauninni
ónauðsynlegir. Oft gera þeir
ekki annað en að gera hjólið
miklu dýrara en ella. Margir
krakkar vilja til dæmis gjarnan
kappaksturshjól svokölluð með
háu stýri. Stýrin eru oft ólánleg,
vegna þess að barnið situr alls
ekki rétt við það.
Gott er að hafa það i huga
þegar reiðhjól er keypt að um
nokkuð þekkt merki sé að ræða.
Þá er alla vega nokkur vissa
fyrir hendi varðandi það að
hjólið bilar ekki strax.
Svo má ekki gleyma að
hugsa vel um hjólið
Þó að sumir fylgihlutar
reiðhjólanna séu ekki nauð-
synlegir er handbremda æski-
leg. Ljós verður lika að vera á
hjölinu.
Hugsa verður vel um hjólið
svo það endist lengi og bili ekki.
Kennið barninu strax að fara
vel með það og nauðsynlegt er
að geyma hjólið inni við.
Keðjuna á hjólinu verður að
athuga reglulega. Hún þarfnast
oliu öðru hverju, aðeins
nokkurra dropa, og þegar keðj-
unni er lyft upp, má ekki vera
meira en 2ja sm slaki á henni.
Nægur vindur verður að vera i
dekkjum og þegar munstrið á
þeim er orðið slitið á að skipta
um. Kennið barninu hvernig á
að gera við dekk þegar spring-
ur, svo það geti bjargað sér i
þeirri aðstöðu.
Ef teinn dettur úr umgjörð-
inni, verður að koma fyrir
nýjum, svo hjólið skekkist ekki.
Æskilegt er að kaupa lás á
hjólið, ef hann fylgir ekki.
— EA
F.ins gott að fara varlega svo maður detti ekki