Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 3
Ebenczcr Asgeirsson segir, að velta Vörumarkaðarins hafi stóraukist siðan bætt var við fleiri vöruteg- undum. Ljósm. Loftur „Kaupmaðurinn á horninu á fullkomlega rétt á sér,” sagði Ebenezer Asgeirsson i Vöru- markaðinum, þegar Vfsir bar ummæli dr. Bjarna Helgasonar undir hann. „Hann veröur bara að fá að leggja á vöruna eins og hann þarf. Þá er lika samanburður á verði smákaupmanna og stór- markaða enn hagstæðari fyrir okkur. Það er hinn litli til- kostnaður og hraða velta sem gerir lágt vöruverð mögulegt.” Þróunin er i átt að stór- mörkuðum Ebenezer benti ó, að flestar verslanir væru komnar upp undir vörumarkaðsstærðir. Það heyrir til undantekninga ef litil matvöruverslun er opnuð i nýju hverfunum. „Fölk kaupir ekki frystikistur vegna þess að það ætlar að versla i stórverslun, heldur vegna þess að það villeiga mat- inn til heima hjá sér,” sagði hann. „Fólk hefur yfirleitt litinn tima til að gera innkaup. Það er heilmikill timasparnaður i þvi fyrir fólk að versla á einum stað, i stað þess að hlaupa milli litilla sérverslana i hvert sinn og þarf að kaupa til heimilisins. Þróunin i átt að stórmörkuð- um á eftir að koma betur i ljós. Ef þeir verða hins vegar of margir, getur farið svo að þeir beri sig ekki, þvi stórmarkaðir byggjast fyrst og fremst á mik- illi veltu. Báðir aðilar, smákaupmaður- inn og stórmarkaðurinn, eiga rétt á sér, en með frjálsri sam- keppni er allt útlit fyrir að -i framtiðinni verði aðeins stórar verslanir. Hvað verður til dæm- is þegar mjólkurbúðirnar verða lagðar niður? Ekki geta smá- kaupmenn tekið þá sölu með sér.” Samkeppni kemur öll- um neytendum til góða „Með Vörumarkaðinum kom til samkeppni i vöruverði, sem hefur ekki aðeins komið okkar viðskiptavinum til góða. Þessi samkeppni hefur orðið öl þess, að mjög algengt er orðið að kaupmenn bjóði vöru á mun lægra verði en leyfð álagning gefur tilefni til. Stórmarkaðirnir hafa þvi komið öllum neytendum að gagni,” sagði Ebenezer. — SJ. „BflGnn og frystikistan eru ekki ofkvœmi m__ vism Laugardagur 20. mars 1976 —— — segir Ebenezer Ásgeirsson, forstjóri Vörumarkaðarins fram yfir aðrar tegundir versl- ana. Það sparar mikinn tíma að versla einusinni i viku og kaupa þá allt inn sem heimilið þarfn- ast,miðað við að hlaupa út i búð á hverjum degi. Stórmarkaðir- nir eru lika yfirleitt lengur opn ir en litlu verslanirnar og gefur það fólki möguleika á að versla eftir vinnu.” Stofnkostnaður nýtisku verslana mikill „Það hefur enginn lagt stein i götu smákaupmannanna. Hins vegar er geysilega dýrt að byggja upp nýtisku verslanir i dag og þvi mikill stofnkostnaður hjá smákaupmönnum. Stórmarkaðirnir eru byggðir upp á ódýrari máta, bæði hvað snertir innréttingar og húsakost og þetta er látið koma neytend- unum til góða. Þetta held ég að séaðalástæðan fyrir þvi að stór- markaðirnir hafa náð svona góðri fótfestu,” sagði Gunnar. -SJ „Fólk hefur minni tíma til innkaupa" stórmarkaða" „Vöruverð sem er ætlað viðskiptavinunum til hagsbóta, ætti að koma sérstaklega þeim til góða sem hafa litil fjárráð”, sagði Gunnar Kjartansson i Hagkaup I viðtali við Visi. Tilefni þessara ummæla var frétt, sem birtist i Visi i gær þar sem það var m.a. haft eftir dr. Bjarna Helgasyni að neytand- inn þyrfti að hafa fjárráð til aö eiga frystikistu, bíl og nægar geymslur til að geta sparað á þvi að versla i stórmörkuðum. „Stórmarkaðirnir hafa ekki gert það að verkum, að fólk eigi bila,” sagði Gunnar. Billinn er nútimafyrirbæri, serri var til kominn á undan mörkuðunum og það sama má segja um frystikistuna. Það er heldur ekki um það að ræða að' fólk safni i geymslur einhverjum ósköpum”. IGunnar Kjartaiisson segir þró- unina sýna, að fólk velji stór- markaði fram yfir aðrar tcg-> undir vcrslana. Ljósm. Loftur. — segir Gunnar Kjartansson í Hagkaup Stór sparnaður fyrir fólk bæði i tima og pen- ingum Gunnar sagði, að kostnaður- inn við reksturinn hjá þeim væri hafður i lágmarki. Einnig væri mikið gert til að gera hagkvæm innkaup og væri þetta látið koma fram i lækkuðu vöruverði. „Þróunin sýnir,” sagði hann, ,,að fólk velur stórmarkaði . sýning ó Carmen Simon Vaughan nautabani ó sunnudagskvöld Breski söngvarinn Simon Vaughan syngur hlutverk nautabanans í Carmen á sunnudagskvöld en það verður fertugasta sýning óperunnar. Vaughan dvelst hér á landi um þessar mundir og söng hlutverk Escamillos á einni sýningu fyrir nokkru, en annars hefur Jón Sigur- björnsson farið með þetta hlutverk. Rúmlega tuttugu og eitt þúsund manns hafa nú séð Carmen, og hefur engin ópera sem Þjóðleik- húsið hefur sýnt náð slikum vin- sældum. Mikil aðsókn er ennþá að Carmen en búast má við að sýningum taki þó senn að fækka. Hvort borðið er betra, sœnska eða íslenska? A morgun sunnudag. gefst fólki kostur á að sjá og finna muninn á islensku og sænsku köldu borði. Nemendur I llótel- og veitinga- skóla islands halda kynningu á starfsemi skólans svo og hinni miklu fjölbrey>(ni i störfum sinum i Sjómannaskólanum frá klukkan 10.30 til 19.00 Þarna verður sýndur undir- búningur og framleiðsla á ýmsum mat og dreift uppskriftum að nokkrum ljúffengum drykkjum og réttum. Fólki gefst kostur á að smakka og kaupa ýmsa heita og kalda rétti. gerða eftir kúnstar- innar reglum. Þá verða ýmsar sýningar og leiðbeningar i meðferð matvæla ogskreytingu borða. Aðgangurer ókeypis og allir velkomnir. —KB írskt kvöld ó Hótel Sögu, Átthagasal sunnudaginn 21. mars kl. 8.30-1. Margir írskir listamenn. Mörg óvœnt skemmtiatriði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.