Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Páisson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. slmi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Þrengjum enn að bretum Heimsókn eiginkvenna og mæðra varðskips- manna á Alþingi er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Hún varpar einkar skýru ljósi á þá hlið bar- áttunnar við bresku herskipin, sem fæstir hafa kynnst fram til þessa. Hér er einfaldlega ekki um neinn barnaleik að ræða eins og einstaka stjórn- málamenn virðast halda. í annan stað sýnir þessi heimsókn og þær umræð- ur, sem komið hafa i kjölfar hennar, hversu brýnt það er að ljúka þessari deilu á friðsamlegan hátt. Þvergirðingsháttur breta hefur komið i veg fyrir það fram til þessa. En flestum hefur verið ljóst, að okkar staða er sterkari við samningaborðið, ef við komumst að þvi á annað borð, en i átökum við breska flotann. Átökin á miðunum siðustu mánuði hafa verið miklu mun harðari en í fyrri viðureignum okkar við breta vegna útfærslu landhelginnar. Þar er regin- munur á. Af þeim sökum hafa stjórnvöld gripið fyrr til alvarlegra aðgerða en áður. Við siðustu útfærslu var ekki minnst á stjórn- málaslit við breta fyrr en rúmu ári eftir að hún tók gildi. Að visu eru þau mótmæli fyrst og fremst formlegs eðlis. Visir benti á það á sinum tima að þessi aðgerð myndi engin raunveruleg áhrif hafa á framgang landhelgismálsins. Sú hefur lika orðið raunin á. í hita augnabliksins hættir mönnum oft til að gripa til aðgerða, sem að formi til eru mjög harðar, en skipta oft litlu i raun og veru. Stjórnmálaslitin hafa ekki fært okkur nær settu marki i landhelgis- málinu. Við keppum að þvi að ná virkri stjórn á veiðunum og við það eru Iifshagsmunir okkar tengdir. Eins og málum var komið voru stjórnmálaslitin ekki óeðlileg mótmælaaðgerð. En kjarni málsins er sá, sem við verðum að gera okkur grein fyrir, að þau hafa ekki skipt neinum sköpum i þessari bar- áttu. Þrýstingur frá rikjum Atlantshafsbandalagsins nægði til þess haustið 1973 að ólafur Jóhannesson gat náð samningum við bresku stjórnina. Um þessa samninga náðist viðtæk samstaða hér heima. Allir gerðu sér grein fyrir, að þar var farsællega bundinn endir á erfiða deilu. Breska stjórnin er miklum mun einstrengings- legri nú. Þrýstingur frá Atlantshafsbandalagsrikj- um og Norðurlöndum, sem verið hefur svipaðs eðl- is, hefur i engu haggað bretum enn sem komið er. Enginn fer lengur i grafgötur um að breska stjórnin vill hafa hættuástand á miðunum hér við land meðan á hafréttarráðstefnunni stendur. Hún telur að með þvi móti verði auðveldara að sannfæra aðrar þjóðir um nauðsyn þess að setja gerðardóms- ákvæði inn i samkomulagið um 200 sjómilna efna- hagslögsögu. Landhelgisgæslan hefur unnið frábært starf við erfiðar aðstæður. Engum vafa er undirorpið að varðskipin hafa truflað veiðar togaranna í allrikum mæli. En við eigum nú i átökum við breta, þar sem þeir geta neytt aflsmunar. Einn af skipherrum landhelgisgæslunnar sagði einhverju sinni, að til landhelgisdeilunnar hefði verið stofnað við skrifborð og þar ætti að leysa hana. Stjórnmálamenn ættu að hafa þessi orð i huga. Rikisstjórnin þarf að hefja nýja atlögu að bretum. Við eigum samúð margra þjóða. Aðstöðu okkar á erlendum vettvangi eigum við enn og aftur að nota til þess að þrengja að bresku stjórninni. Þessir gömiu góðu dagar heyra I bili til liðinni tlð, og nú sækjast fáir eftir eiginhandaáritun „kórdrengs- ins”, eins og Giscard d’Estaing, frakklandsforseti, er kallaður á bak. l.augardagur 20. mars 1976 VTSIR Umsjón: Guömundur Pétursson -----------* mm Þögnin ríkir innan múra Elysee-hallar Valery Giscard d’Estaing, frakklandsforseti, á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Elysee-höll nötrar undan hverju áfallinu á eftir öðru, kosningaó- sigrum, efnahagslegum áföll- um, dapurlegum niðurstöðum skoðanakannana og vaxandi kulda frá stjórnmálalegum samherjum. Innan múra hennar situr hinn fimmtugi leiðtogi Frakklands og liggur undir feldinum, hugs- andi sitt ráð. Þögnin rlkir þar, þvi forsetinn hefur ekki látið orð eftir sér hafa, hvað þá að hann hafi ávarpað þjóðina, eins og oft hefur þó verið tilefni til að und- anförnu. Þetta er i fyrsta sinn, siðan hann vann forsetakosningarnar fyrir tveim árum, sem hann sér fram á hættu á þvi að missa stjórnartaumana. Að visu viðurkenna landar hans, að honum verði naumast kennt um allt það andstreymi, sem hann verður að mæta. En eftir þvi sem efnahagsmyndin sortnar, óðaverðbólgan og at- vinnuleysið þreytir almenning, þverr álitið og það krefst ávallt einhvers sektarlambs. Sú imynd, sem hann var landsmönnum sinum eftir kosn- ingasigurinn fyrir tveim árum, er smám saman að breyt- ast og nafngiftir eins og „skátapiltur” eða „kórdreng- ur” eru ekki mælt fram honum til hróss. Svo er nú komið, að menn ræða um það, eins og einhver ó- hjákvæmileg örlög, hvernig ihaldsömum forseta muni vegna, þegar vinstriflokkarnir hafi náð meirihluta á þingi i næstu almennu kosningum 1978. — Rétt eins og framtiðin væri frakklandsforseta ekki nógu dökk fyrir. Það voru auðvitað niðurstöð- ur kantónukosninganna sem hneppt hafa Elysee-höll i þessa herfjötra og fengið menn til þess að skoða öll verkefni rikis- stjórnarinnar i gegnum stækk- unargler. I fyrsta skipti i tutt- ugu ár náðu vinstri flokkarnir eða kosningabandalag jafnað- armanna og kommúnista at- kvæðameirihluta yfir stjórnar- flokkana. Séð með augum stærðfræð- ings mynda úrslit kosninga sið- ustu ára laglega kúfu. Arið 1973 Þannig hugsar skopteiknarinn, Lurie, sér d’Estaing og það hvc j háður hann er Gaullistaflokknum. náðu vinstri flokkarnir 45% at- kvæða i þingkosningunum. Þeir fengu 49% i forsetakosningun- um 1974, og hafa nú loks náð 55% i kantónukosningunum i ár. Þótt þeir gerðu ekki annað en halda þessu fylgi i þingkosning- unum 1978, væru þeir öruggir með hreinan meirihluta i franska þinginu. Giscard d’Estaing, sem var kosinn for- seti fram til ársins 1981, myndi sitja einangraður á toppnum og hrikta mundi i stoðum lýðveld- isins. Sjaldan er ein báran stök og það fékk d’Estaing að finna. Naumast lágu kosningaúrslitin fyrr fyrir, en upp rann sú ör- lagarika stund, að ekki var lengur umflúið að kippa franska frankanum út úr samfloti evrópsku gjaldmiðlanna. Aum- ari vitnisburð gat ekki að lita, á meðan klingdu enn i eyrun státnar yfirlýsingar forsetans um, að Frakkland gegndi for- ystuhlutverki við að sameina Evrópu. — Efnahagsstefna hans hafði gefið bakslag, og orðstir hans sem efnahagsspámanns Frakklands hafði beðið mikinn hnekki. Siðan dregur þetta ýmsa dilka á eftir sér. Þessi áföll hafa sleg- ið Gaullistaflokkinn flemtri, en hann er enn stærsti stjórnmála- flokkurinn á þinginu, og án stuðnings hans hefði Giscard ekki orðið forseti, né nokkur annar hægri maður fyrir þær sakir. Þingflokkur gaullista hélt lokaðan fund i skyndingu. Út var siðan komið með yfirlýs- ingu, sem forsetanum hefur á- reiðanlega fundist bera keim af þvi, að þar hyggi sá, sem hlifa skyldi. Honum voru veittar á- kúrur, bæði fyrir stjórnarstefn- una og einkahagi. Fyrir honum var brýnt að taka hin „raunverulegu vanda- mál” taki, atvinnuleysið og verðbólguna, en belgja sig minna yfir einhverjum „óljós- um endurbótum”, sem færu hvort sem er fyrir ofan og neðan skilning flestra frakka. Gaullistar létu i það skina, að þeir féllu ekki beinlinis i stafi yfir þvi, hve forsetinn hefði lagt sig eftir þvi að breyta um snið á ýmsum hátiðlegum tækifærum eða klæðaburði manna á slikum stundum. Eftir þvi sem þannig hefur tekið að anda ögn köldu frá þessum pólitisku samherjum Giscards d’Estaings, hefur stirðnað samvinna hans og for- sætisráðherrans, Jacques Chirac. Chirac, sem þykir stjórn- málamaður harður i horn að taka, er leiðtogi Gaullista- flokksins, og trúnaðarmenn flokksins leyndu þvi ekki, að hann hefði ekki haft hið minnsta á móti yfirlýsingunni, sem ung- að var út á þingflokksfundinum, þar sem forsetanum voru veitt- ar ákúrurnar. Það er þvi vart nema mann- legt, að d’Estaing eigi erfitt rpeð það fyrst i stað að ganga til dag- legs samstarfs við forsætisráð- herra sinn. Þvi verður hann þó að kingja, ef hann ætlar að bæta stöðu sina, þvi að hverjar ráð- stafanir, sem hann lætur sér detta i huga að gripa til, þá fær hann ekki hrundið þeim i fram- kvæmd án samvinn við gaull- ista með Chirac i broddi fylk- ingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.