Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 20. mars 1976 vism
Sœkja fiskinn
suður með sjó
— ekkert bólar ó úrbótum
í fisksölumólum í Reykjavík
„Þetta hefur alla tíð verið á-
kaflega erfiður verslunarmáti.
Þegar búið er að selja þann fisk
sem til er, veit maður aldrei
hvort til veröur fiskur til að
bjóða viðskiptavinunum næsta
dag,” sagði Steingrfmur
Bjarnason, fisksali i Grimsbæ,
þegar Visir ræddi við hann um
aðdrætti i fiskbúöina.
Ekki hægt að panta fisk
eins og aðrar vörur
Steingrímur sagðist hafa- ver-
ið i þessari atvinnugrein i 25 ár
og þvi þekkja fjölmarga fisk-
seljendur, en þó gengi alltaf
meira og minna i brösum með
að útvega vöruna. Sagðisthann
sækja fiskinn aðallega suður
meö sjó, til Keflavíkur, Grinda-
vikur og Sandgerðis. Þann fisk
sem hann keypti i Reykjavik
fengi hann hjá fiskheildsölum
Þörveri og Sæbjörgu.
„Þessar fiskheildsölur anna
hvergi nærri að metta markað-
inn, svo það er ekki hægt að
treystaá þær. Og jafnvel þött ég
fari suður með sjó, þarf ég oft að
leita viða og stöku sinnum kem
ég með tóman bflinn til baka.”
„Nú hefur þú afgreiðslumann
i búðinni. Hvernig færirðu að
með fiskútvegun ef þú værir
einn?”
„Það er mjög erfitt að reka
fiskbúð einn. Þá þyrfti maður að
sækja fiskinn á kvöldin og um
helgar, en svona er þetta við-
ráðanlegra . Annars er aðstaðan
slik, að annað eins þekkist ekki
hjá neinum öörum þjónustu-
fyrirtækjum. Það er ekki nóg
með að oft sé erfitt að fá fiskinn
og þvi mikið öryggisleysi i
þessu, heldur eru fisksalar iðu-
lega litnir hálfgerðu homauga
þegar þeir leita eftir fiski.”
Lagfæring þarf að
koma ofan frá
„Hvað er til úrbóta?”
„Það hefur sýnt sig að ein-
staklingar telja sér ekki hag af
þvi að sinna þessum málum.
Fyrir nokkrum árum tóku fisk-
salar sig saman og stofnuðu
fiskheildsölu, en hún var þyrnir
i augum margra. Verðlagsyfir-
völd gerðu sitt til að þessi til-
raun mistókst. Fyrirtæki þau
sem störfuðuá svipuðum grunni
litu þetta heldur ekki of hýru
auga og fengust ekki til sam-
starfs i viðræðum við verðlags-
yfirvöld.
Úr þvi að svona er, að ekki má
selja fisk eins og aðrar vörur, þá
sé ég ekki annað úrræði en að
borgaryfirvöld komi þar til.
Bæjarútgerð Reykjavikur er
bæði með frystihús og útgerð og
væri auðvelt að koma þvi svo
fyrir að hún heföi milligöngu
með fiskútvegun.
Þetta vandræðaástand i fisk-
sölumálunum hefur lika skapast
vegna sjónarmiða verðlagsyfir-
valda. Þau hafa sifellt auga á
visitölunni. Það yrði mikið til
batnaðar ef hætt væri þessum
skollaleik með tölur og niður-
greiðslum hætt, þannig að hlut-
irnir hafi sitt rétta verö. Þá væri
ekki talað um að kjöt sé litið
dýrara en fiskur, eins og gert er
i dag,” sagði Steingrimur.
Aðalatriðið er að hafa
nógu viða sambönd
Friörik Valdimarsson, fisk-
sali i Suðurveri, er einn i sinni
búð, nema hvað sonur hans er
honum stundum til aðstoðar.
Hann kvað alltaf vera sömu
erfiðleikana með fiskútvegun,
og taldi aö þetta kæmist ekki i
almennilegt horf, nema ákveön-
ir bátar fiskuðu eingöngu fyrir
Revkjavíkurmarkaðinn og færu
þá út á kvöldin og kæmu að á
morgnana.
„Ég hef verið nokkuð vel sett-
ur, þvi að Sæbjörg hefur útveg-
að mér linufisk frá Akranesi,
þegar á annað borð hefur gefið á
sjó. Fiskurinn er þá fluttur til
Reykjavikur með Akraborg-
inni,” sagði Friðrik.
„Annars veit maður aldrei
hvað maður fær, eða hvort það
verður nokkuð. Aðalatriðiö er
að hafa nógu viða sambönd og
þeysast svo um allt á kvöldin og
um heigar til að ná i þann fisk,
sem hægt er að fá.”
Búðin ber tæplega tvo
menn
,,Er ekki erfitt að vera einn
viö þetta?”
„Jú, það er nærri þvi útilokað
að vera einn. En þaö þarf tals-
vert mikla sölu til að fiskbúð
geti borið sig nógu vel fyrir tvo
menn. Þetta er langur vinnu-
dagur fyrir einn mann, yfirleitt
12—14 klst. Þegar búið er að
loka á kvöldin, þarf maður
stundum að fara suður með sjó í
fiskleit og ef maður á ekki á vis-
Steingrimur Bjarnason flytur fiskinn um langan veg, mest frá
Keflavik, Grindavik og Sandgerði.
Kristján Guömundsson er svo til eingöngu við það að útvega fisk
fyrir þær þrjár fiskbúðir, sem hann rekur. Ljósm.Jim.
an að róa getur farið svo að ekk-
ert sé að hafa og maður komi
fisklaus tilbaka,”sagði Friðrik.
Hér um bil nóg verk-
efni fyrir einn mann að
útvega fiskinn
Kristján Guðmundsson, fisk-
sali i Miðbæ, er með þrjár fisk-
búðir og sér hann um að útvega
fisk i þær allar, en hefur menn
til að sjá um afgreiðsluna.
Kristján sagöist hafa nægan
fisk, ef veðráttan leyfði. Hann
fengi hann viðs vegar að, en
mest frá Keflavik og Grindavik.
Þó ságðist hann fá rauðmagann
frá Dalvik.
Fiskinn sagðist hann fá af
linubátum, trollbátum og togur-
um, ,en þeir fisksalar sem við
ræddum við voru allir sammála
um það, aö togarafiskurinn væri
allur annar að gæðum eftir að
farið var að isa hann jafnóðum i
kassa. Kristján sagði, að það
væri hér um bil nóg verkefni
fyrir sig að sjá um fisköflunina
fyrir búðirnar og væri hann þvi
litið við afgreiðslu sjálfur.
—SJ
Friörik Valdimarsson telur fiskbúö þurfa aö hafa töluverö umsvif ef
hún eigi aö duga tveimur mönnum til llfsviöurværis.