Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 17

Vísir - 20.03.1976, Blaðsíða 17
vrsro Laugardagur 20. mars 1976 C" 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Hjónakornin Steini og Stina”, gamanleikþáttur eftir Svavar Gests. Persón- ur og leikendur i sjötta þætti: Steini, Bessi Bjarna- son. Stina, Þóra Friðriks- dóttir. 19.45 Frá hljómieikum Sam- einuðu þjóðanna i Genf i októbers.I.Suisse Romande hljómsveitin Ieikur Sinfóniu nr. 5 i e-moll eftir Tsjaikov- ský, Janos Ferencsik stjórnar. 20.30 Jón Oskar rithöfundur les þýðingu sina á bréfi frá fööur manns, sem pyndaður var til dauða i Uruguay. 21:00 Frá tónleikum i Háteigs- kirkju i janúar. Guðni Þ. Guðmundsson, Carsten Svanberg og Knud Hovald leika verk eftir Marcello, Bach og Pál Ölafsson frá Hjarðarholti. 21.25 „Kona á Spáni”, smá- saga eftir Gunnar Gunnars- son blaðamann. Höfundur les. 21.45 Kórsöngur. Karlakórinn Fóstbræður, Erlingur Vig- fússon, Kristinn Hallsson, Eygló Viktorsdóttir og Carl Billich flytja lög eftir Gylfa Þ. Glslason við ljóð Tómas- ar Guðmundssonar, Jón Þórarinsson stjórnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Hanslög. Heiðar Astvaldsson dans- kennari velur lögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. 17.00 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Pollyanna Breskur myndaflokkur, gerður eftir sögu Eleanor H. Porter. Lokaþáttur. Efni 5. þáttar: Jimmy fær fast starf sem garðyrkjumaður Pendle- tons, en konurnar i kven- ffelaginu treysta sér ekki til að útvega honum sama- stað. Pendleton er aft- ur kominn á fætur. Hann býður Pollýönnu að koma og búa hjá sér, og hann viður- kennir fyrir henni að hann hafi elskað móður hennar. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 19.00 Enska knattspyrnan Illé 20.00 Fréttir og vcöur 20.35 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Krossgáta V Spurninga- þáttur með þátttcku þeirra sem heima sitja. Loka- þáttur. Kynnir Edda Þórarinsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. '21.05 Læknir til sjós Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 21.30 Uppreisnin á Caine (The Caine Mutiny) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1954. Aðalhlutverk Humphrey Bogart, José Ferrer, Fred McMurray og Van Johnson. Nýr skipstjóri tekur við stjórn tundur- spillisins Caíne. Hann tekur aöstjórna meðharðri hendi, en áhöfnin er óvön ströng- um aga. Sá kvittur kemst á kreik, að skipstjórinn sé ekki með réttu ráði og ófær um að stjórna, og þvi gripur áhöfnin til sinna ráða. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.30 Dagskrárlok Sunnudagur 21. mars 18.00 Stundin okkar Gúrika kemur • i heimsókn. Sýnt verður ævintýri um þvotta- björn og sagt frá Múhameð, sem á heima i Marokkó. Sýnd brúðumynd um litinn, tryggan hund og húsbónda hans og loks litiö inn til Pésa, sem er einn heima og má engum hleypa inn. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sig- riður Margrét Guðmunds- dóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Atján grænar cyjarFær- eysk mynd um lifsskilyrði i Færeyjum. M.a. rætt við Atla Dam lögmann, Erlend Patursson lögþingsmann og Pái Patursson kóngsbónda i Kirkjubæ. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.05 Gamalt vin á nýjum belgjum Italskur mynda- flokkur um sögu skemmtanaiðnaðarins. 2. þáttur. 1916-1930 Meðal þeirra, sem koma fram i þessum þætti, eru Mina, Raffaella Carra, Nino Taranto og Moira Orfei. 21.45 Skuggahverfi Sænskt framhaldsleikrit i 5 þáttum. 2. þáttur. Efni 1. þáttar: Brita Ribing barónsfrú flyst til Stokkhólms við fráfall eiginmanns sins og tekur á leigu herbergi i fjölbýlis- húsi. Nábúar hennar eru fá- tækar verksmiðjustúlkur. Barónsfrúin telur, að maður hennar hafi ekki látið eftir sig neinar eignir, en i ljós kemur, að hann átti geysi- legar áfengisbirgðir, sem verkfræðingur einn hyggst komast yfir fyrir litið fé. Þýðandi Öskar Ingimars- son. (Nordvision — Sænska - sjónvarpið) 22.30 Aö kvöldi dags Sigurður Bjarnason, prestur aðvent- safnaðarins, flytur hug- vekju. 22.40 Dagskrárlok Sjónvarp, kl. 21.30: „Skotinn í 12 myndum, hengdur í 8 og fangelsaður í 9 myndum" Humphrey Bogort aðalleikari í bíómyndinni í kvöld Humphrey Bogart með eiginkonu sinni Láuren Bacall i myndinni ,,To Have and Have Not" árið 1944. Humphrey Bogart er aðal- leikari myndarinnar sem sjón- varpið sýnir i kvöld. Þær eru ekki ófáar myndirnar sem hann hefur leikið i, og margar þeirra hafa verið sýndar á skerminum hér. Myndin sem við sjáum i kvöld, heitir Uppreisnin á Caine eða á frummálinu „The Caine Mutiny”. Mynd þessi er frá árinu 1954. Efni myndarinnar er á þá leið að nýr skipstjóri tekur við stjórn tundurspillisins Caine. Hánn tekur að stjórna með harðri hendi, en áhöfnin er óvön ströngum aga. Sá kvittur kemst á kreik, að skipstjórinn sé ekki með réttu ráði og ófær um að stjórna. Þvi gripur áhöfnin til sinna ráða. Auk Bogarts fara með stærstu hlutverkin, José Ferrer, Fred McMurray og Van Johnson. Eftir 12 ár varð hann stjarna Mörg hrósyrði hafa fallið um Humphrey Bogart. Hann varð þó ekki stjarna fyrr en hann hafði leikið i kvikmyndum i 12 ár. Hann fæddist i kringum alda- mótin 1900 i New York. Foreldr- ar hans voru vel stæðir enda faðir hans vel launaður læknir. Bogart byrjaði að leika i kring- um 1920. Hlutverkin sem hann fékk til að byrja með voru ekkert of spennandi. Mörgum árum siðar haft eftir Bogart: „I fyrstu 34 myndunum var ég skotinn i 12 myndum. hengdur eða tekinn af lifi með rafmagni i 8, og var fangelsaður i 9.” Og Bogart hefur lika sagt: „Ég var miklu oftar skriðandi um á gólfinu heldur en standandi i fæturna i þessum fyrstu myndum.” Lék í síðustu myndinni 1956 — dó ári siðar Eftir að Bogart lék i myndinni „Casablanca”, sem fékk Öskarsverðlaun lék liann ekki i öðrum yndum en þeim sem hann langaði til að leika i. Eftir það þurfti hann heldur ekki að hafa áhyggjur af peningum. í lok ársins 1943 var hann einn ar 10 bestu leikurunum, og hélt þvi til ársins 1949. Eftir það var hann þó aldrei fjarri þvi að vera einn af þeirn 10. Eiginkona Bogarts var Lauren Bacall sem mjög er þekkt fyrir leik sinn. Þau léku saman i nokkrum myndum, en skammst er að minnast leiks hennar i myndinni „Murder on the Orient Express” sem sýnd var i Háskólabiói ekki alls fyrir löngu. Bogart lékst iir krabbameini árið 1956. ári eftir að hann lék i sinni siðustu mvnd. —EA r Utvarp, kl. 20.30, sunnudag: Tekinn fastur í Uruguay Látinn af völdum pyndinga eftir sólarhring „Þetta er opið bréf til forseta Uruguay frá 63ja ára gömlum kennara. Sonur hans var tekinn fastur og lifði ekki nema i sólar- hring í höndum lögreglunnar.” Þetta sagði Jón Óskar rithöf- undur þegar við höfðum sam- band við hann, en i útvarpinu á morgun les hann þýðingu sina á þessu bréfi. Sonur kennarans, var eins og fyrr kemur fram, pyndaður til dauða i Uruguay. „Þetta er mjög stillilega skrifað bréf”, sagði Jón Óskar, „og fyrst og fremst ákall um réttlæti”. Jón Öskar þýddi bréfið úr ensku með hliðsjón af spænsk- um texta. Bréfið er upprunalega skrifað á spænsku. Það barst Amnesty International hér á landi, bæði á spænsku og svo i enskri þýðingu. Bréfið verður lesið klukkan hálf niu annað kvöld. — E A Sjónvarp, kl. 21.05: Romba á rétt skip, en hvað þá? „Læknir tU sjós” er á dagskrá sjónvarps- ins i kvöld. Þættirnir eru nú i réttri röð, þannig að við höldum áfram að fylgjast með köppunum reyna að komast um borð i skemmtif erðaskipið eftirsótta. Þeim tekst að ramba á rétt skip eftir ýmis ævintýri og nú virðist hagur þeirra allur ætla að vænkast. Skipið er eins gott og á verður kosið engin ástæða til annars en að vera ánægður með að fá að starfa um borð. Fyrsta flokks aðbúnaður er um borð og farþegarnir eru ailir hinir rikustu og njóta lifs- ins eftir bestu getu. Skipstjórinn boðar læknana ásamt yfirmönnum á skipinu á sinn fund. Hann tilkynnir þeim að sama kvöld verði farþegunum boðið upp á hana- stél og fái þá tækifæri til þess að kynnast yfirmönnum á skipinu. Skipstjórinn vill að læknarnir komi i hanastélið og leggur mikla áherslu á að það sé farþegunum mikils virði að sjá þá rólega um borð. En þegar liða tekur á daginn fer Duncan að kenna sér las- leika. Það þarf svo ekki að spvrja að þvi að á ýmsu mun ganga. — EA *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.