Vísir - 09.04.1976, Side 20
20
ARNARFLUG HF
Stjórn Arnarflugs hf. boðar til
framhaldsstofnfundar laugardaginn 10. apríl
kl. 2 í Þjóðleikhússkjallaranum.
Tilefni fundarins er að ganga endanlega
frá stofnun félagsins.
Stjórn Arnarflugs hf.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
WjfcisgBtu 49 - Simi 15105
Húsbyggjendur
Einangrunarplast
Getum afgreitt einangrunarplast á
Stór-Reykjavikursvæðið með stuttum-
fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
IIAGKVÆMT VKRO.
(íREIÐSMJSKII.M AI.AR
Borgarplast hf.
Borgarnesi simi: »:i-7:i7(l
Kvöldsimi !t:i-7:i')5.
Einnig getiö þér haft samband við söluaðila okkar i
Keykjavik:
IÐNVAL
Bolholti 4. Sintar 831.r.5—83354.
TAKIO EFTIR!!!
Opið til kl. 10 í kvöld
Nú bjóðum við ódýrf:
Grænar baunir kr. 175,- pr. ds.
Ananas hringir kr. 161,- pr. 1/1 ds.
Perur kr. 89,- pr. 1/2 ds.
Paprikusalat kr. 156,- pr. 450 gr. gls.
Ekta súrkál kr. 221,- pr. 1/1 ds.
FAY sérvéttur 100 stk. kr. 298,- pr. pk.
DIXAN 600 gr. kr. 298,- pr. pk.
DIXAN 900 gr. kr. 419,- pr. pk.
DIXAN 3 kg. kr. 1298,- pr. pk.
DIXAN 4,4 kg. kr. 1959,- pr. pk.
Ódýr frosinn fiskur, — hvalkjöt,
hrefnukjöt, — marineruð ísl. sild.
Nýreykt páskahangikjöt.
Urval af nýju grænmeti á markaðs-
verði. Nýir ávextir.
KOMIÐ í KAUPGARÐ
og látið ferðina borga sig
Kaupgarður
Smiöjuvegi 9 Kópavogi
Föstudagur 9. apríl 1976.
Xrísm
Lét stoppa
sia udd!
Þekktir elsk-
endur: AST er
að bræða isinn i
kringum sig,
segir i þessari
litlu teikni-
mynd. Sextiu af
hundraði
sænskra hjöna
yrði hinsvegar
skitkalt við
svona aðstæður.
— þar enda 60 hjónabönd af 100 með skilnaði
Sviar eiga metið i
hjónaskilnuðum. Þar
enda hver 60 hjónabönd
af 100 með skilnaði.
Næst i röðinni er
Dóminikanska lýðveld-
ið með 43 skilnaði af 100
og þvi næst koma
Bandarikin. Þar enda
40 hjónabönd af 100
með skilnaði.
Könnun sem gerð var i Þýska-
landi leiddi þetta i ljós. Þar seg-
ir einnig að þvi sjálfstæðari sem
konan verður, þvi meira er um
skilnaði. Skilnaðarfjöldinn helst
i hendur við stööugt meira sjálf-
stæði konunnar I hjónabandinu.
Vikublað i Stokkhólmi leitaði
álits ráðgjafans.Birgittu Gusta-
vii, en hún starfar sem ráðgjafi i
sambandi við kynlif.
,,Bfði konan haft sömu mögu-
leika hér áður fyrr, hefði hún
áreiðanlega skilið eins og nú.
Það er erfitt að vera giftur og
það krefst vinnu frá báðum aðil-
um.”
Megum ekki vera að
þvi að umgangast
hvert annað
„Gangi hjónabandið ekki i
dag, endar það með. skilnaði.
Hér áður fyrr var ákaflega litið
um það. Það hafði þá mikið að
segja að konan var algjörlega
háð karlinum fjárhagslega og
hafði nánast enga atvinnu-
möguleika.”
„Hjón eiga auðvelt með að
missa sambandið hvort við ann-
að i dag. Við höfum jú svo mikið
að gera. Við vinnum of mikið og
á kvöldin horfum við á sjón-
varpið. Við höfum ekki lengur
tima til að umgangast hvort
annað.” — EA
Jeremy Bentham er geymdur Iskáp I University College, I London.
Jeremy Bentham lést árið 1832 en hann situr
samt öðru hvoru til borðs með gestum sem heim-
sækja University College i London. Bentham er
nefnilega einn af sárafáum mönnum sem við vit-
um um sem hefur verið stoppaður upp.
Jeremy Bentham var frægur heimspekingur i
Englandi. Hann var lika meira en litið sérvitur,
sem sjá má af þvi að hann gaf fyrirmæli um að
hann skyldi stoppaður upp, þegar hann andaðist.
Hann fékk þvi einnig framgengt að uppáhalds
stóllinn hans skyldi fylgja likinu (?•).
Hann undirbjó þetta vandlega og lét meðal
annars útbúa fyrir sig skærblá augu, sem voru
alveg eins og hans eigin, til að setja i múmiuna
þegar þar að kæmi. Oft sýndi hann gestum þessi
augu og sagði þeim til hvers þau yrðu notuð, þeim
til mikillar forundrunar og hryllings.
Höfuöið er mjög „lfflegt” enn-
þá, þótt Bentham hafi gefið upp
öndina 1832.
SVÍAR EIGA METIÐ
í HJÓNASKILNUÐUM