Vísir - 24.04.1976, Síða 4

Vísir - 24.04.1976, Síða 4
4 Laugardagur 24. april 1976 vism 4K5‘s pv,\ ifssiKi n «í3*_ P 'iíííííí'tí'- TVÆR BÍLASÝNINGAR UM HELGINA tslendingar eru bilaþjoö. An biianna væri erfitt að búa hér. Viö erum liklega háðari bilum en nokkur önnur þjóö i Evrópu. Þaö er þvi kannski ekki furöa þótt bilaáhugamenn séu margir. Tvö bila- umboö bjóöa almenningi aö skoöa nýj- ustu árgerðir innflutnings sins i dag og á morgun. Er ekki aö efa aö bilaáhuga- menn gripa þetta tækifæri fegins hendi. Umboöin eru P. Stefánsson, sem er meö Lcyland bila, og Seinn Egilsson meö Ford. — ÓH Ford umboðið, Sveinn Egils- son, heldur sina bilasýningu i tilefni af þvi aö fyrirtækiö varö 50 ára á þessu ári. Sýningin er haldin i nýjum 600 fermetra sýningarsal i húsakynnum fyrirtækisins I Skeifunni. Sýningin verður opin i dag, laugardag og á morgun sunnu- dag milli kl. 10-18 báða dagana. Á sýningunni eru sérstaklega kynntir tveir nýir Fordbilar sem Sveinn Egilsson hóf að flytja inn fyrir stuttu. Þetta eru þýskir Fordar, Granada og Capri. Þá veröur þarna sýndur nýr Bronco og nýjustu tegundir og árgerðir allra annarra Ford- bila sem umboðið flytur inn. Fyrirtækið Sveinn Egilsson hefur nú eitt umboð fyrir Ford hér á landi, eftir að Kr. Kristjánsson rann saman við það. Ford umboöiö gaf sjálfu sér veglega afmælisgjöf á 50 ára af- mælinu. Flutt var inn i nýja byggingu i Skeifunni. Þetta er þriggja hæða hús, með sýn- ingarsalnum i kjallara, verslun á fyrstu hæð, og skrifstofur á efri hæðum. Auk Sveins Egilssonar eru fyrirtækin Þ. Jónsson og Bila- ryðvörn i þessum húsakynnum. Bæði slðastnefndu fyrirtækin eru nátengd Sveini Egilssyni, og samtals er húsakosturinn upp á 5.600 fermetra. Sveinn Egilsson er nú stærsta bifreiðafyrirtæki á landinu. — ÓH Þeir gáfu sjálfum sér þetta veglega hús I afmælisgjöf á 50 ára af- mælinu — stjórnendur Ford-umboðsins á tslandi. F.v. Jóhannes Ástvaldsson framkvæmdastjóri, Bent Jörgensen rekstrarstjóri, Þórir Jónsson framkvæmdastjóri, Jón Adólfsson verslunarstjóri og Grétar Árnason rekstrarstjóri Þ. Jónsson & Co. Ford-umboðið fagn- ar 50 ára afmœlinu með veg- legri bíla- sýningu Ford Capri og Ford Granada — þýsku Fordarnir sem Sveinn Egilsson hefur nýlega hafiö inn- flutning á. Myndin er tekin þeg- ar verið var aö undirbúa bila- sýninguna. Ljósm. VIsis: LA. Sýna fyrsta Land Roverinn Bílasýningin hjá P. Stefáns- son er aðallega haldin til aö kynna hinn nýja Austin Allegro 2, sem umboöiö er nýbyrjað aö flytja inn. Sýningin veröur I húsakynnum fyrirtækisins á Hverfis.götu 103. Hún er opin I dag laugardag, og á morgun sunnudag frá kl. 14-18 báöa dag- ana. Auk Allegro 2 verða þarna sýndar allar þær bilategundir sem P. Stefánsson flytur inn, Range Rover, Land Rover, Morris Marina og Austin Mini. ,,Við sýnum einnig fyrsta Land Roverinn sem fluttur var inn til landsins,” sagöi Sigfús Sigfús- son, forstjóri P. Stefánsson. „Við höfum varið miklu fé til aö láta gera bilinn þannig upp, að hann litur nú nákvæmlega eins út og þegar hann kom hingað.” Sigfús sagði að Land Rover- inn heföi verið fluttur hingað til lands árið 1948, eöa sama ár og fyrstu bilarnir voru framleiddir i Bretlandi. Sigfús keypti þennan fyrsta Land Rover aftur fyrir þremur árum, þegar eigandinn fyrrver- andi var að fá sér nýjan Land Rover. Land Rover hefur notið stöð- ugra vinsælda hér á landi. Sig- fús sagði að nú væru Land Rover jeppar á u.þ.b. 80% þeirra islenskra bæja sem hafa bila. Eftirspurn er það mikU að umboðið annar henni ekki. Þess má geta að P. Stefánsson er elsta bifreiðaumboðið hér á landi. Það verður 70 ára á næsta ári, og vonandi þá haldin vegleg bnasýning I tilefni af afmælinu. P. Stefánsson tók við umboði allra Leyland bifreiða árið 1973, þegar verksmiðjurnar úti vildu fá einn og sama umboösmann fyrir alla bila sem þær fram- leiddu. —ÓH Myndin er af fyrsta Land Hovernum, þegar hann kom til landsins áriö 1948. Viö bilinn standa Jón ólafsson, þáverandi forstjóri Bifreiöaeftirlitsins, og Óli M. tsaksson, sem sá um sölu Land Roverh já Heklu. Óli hefur selt meirihluta allra Land Kovera, þvi hann var i starfinu til 1973, þegar P. Stefánsson tók viö umboöinu. Nýja Vestmannaeyjaferjan: Verður daglega í för- um milli lands og Eyja Nýja Vestmannaeyja- ferjan veröur sjósett þann 30. þ.m. hjá Sterkoder skipasmiða- stööinni í Kristiansund í Noregi, þar sem hún er smiðuð. Ferjan á að af- hendast fullbúin þann 15. júní n.k. Stærð skipsins og gerð var miðuð við það hlutverk sem þvi er ætlað i sambandi við farþega- vöru- og bifreiðaflutninga milli lands og Eyja. Gert er ráð fyrir að skipið geti flutt um 150 farþega i hverri ferð, auk 75 tonna af vörum og 12 til 20 bif- reiða. Skipið á að geta flutt allt að 40 fólksbila þá daga vikunn- ar sem ekki verða vöruflutning- ar, þ.e. laugardaga og sunnu- dag. Ganghraði þess er miðað- ur við að ferðin milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar taki 2 1/2 til 3 tima. Aætlað er að skipið fari eina ferð á dag milli Eyja og Þorlákshafnar og mun fariö að morgni dags frá Eyjum og til baka frá Þorlákshöfn eftir hádegi, þannig að ferðin báðar leiðir með viðstöðu i Þorláks- höfn taki 8 til 9 tima. Verið er að byggja afgreiðslu- aðstöðu fyrir skipið i Vest- mannaeyjahöfn og undirbúa að- stöðu fyrir það i Þorlákshöfn. Steingrimur Haraldsson hefur verið ráðinn sem vélstjóri á skipið og er hann við eftirlit i Noregi. Forstjóri að útgerð hins nýja skips hefur verið ráðinn h’riðrik Óskarsson. — SJ. Þeir fara lengri leiðina í slaginn Hún verður með lengra móti, leið út- varpsmannanna þriggja sem fóru með varðskipi á togaramið- in á fimmtudag. Þeir Kári Jónasson, Páll Heiðar Jónsson og tæknimaður hafa lik- lega búist við að kom- ast fyrr á miðin fyrir austan land en raun verður á. En það er al- gjört leyndarmál hvert för varðskips er heitið, þar til skipin hafa látið úr höfn. Útvarpsmennirnir þrir vökn- uðu af værum blundi á tsafirði i gærmorgun.... Frá tsafirði átti að sigla á nokkra vita fyrir vestan og norðan, með gas og vistir. Ókunnugt var um hvenær, eöa hvort, farið yrði á miðin fyrir austan land. Útvarpsmönnunum ætti þó varla að leiðast. A varðskipun- um eru skemmtilegir menn og viöræðugóðir og vitaverðir eru sem kunnugt er með allra gest- risnustu mönnum. Varla þarf þó að óttast frétta- skort, þvi blaðamaður Visis er um borð i breskri freigátu, og simar nýjustu fréttir þaðan daglega — að visu ekki um is- lenskar lof tskeytastöðvar nema endrum og eins, en I staðinn má bjargast við óvininn i þorska- striðinu — bretann. — ÓH.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.