Vísir - 24.04.1976, Blaðsíða 24
Rithöf undaráö sam-
þykkti á fundi í gær að láta
kanna hvort sovéski rit-
höfundurinn Solzhenitsyn
mundi þiggja heimboð til
islands í sumar.
Indriða G. Þorsteinssyni, for-
manni Rithöfundaráðs, var falið
að skrifa aðalumboðsmanni
Solzhenitsyn I Evrópu, og spyrj-
ast fyrir hvort möguleikar væru á
að nóbelsverðlaunahafinn mundi
fáanlegur til að koma hingað til
fyrirlestrahalds. Umboðsmaður-
inn, Claude Durand, býr i Paris,
en Solzhenitsyn hefur aðsetur i
Sviss.
Sovéski rithöfundurinn tekur að
sjálfsögðu þóknun fyrir fyrir-
lestra. Ef af komu hans yrði hing-
að, yrði reynt með ýmsum hætti
að afla fjár til greiðslu kostnaðar.
Rithöfundaráð er stofnun innan
Rithöfundasambandsins. — ÓH
Rithöfundaróð
vill bjóða
Solzhenitsyn
hingað til lands
Valdemar Guðmundsson yfirfangavörður sýndi snarræði við að slökkva cldinn.
Fangi kveikti í rúmi sínu
17 ára piltur sem
var i gæsluvarðhaldi i
fangelsinu við Skóla-
vörðustig i Reykjavik
kveikti i gær i dýnu i
klefa sinum. Var það
fyrir snarræði fanga-
varðar að honum var
bjargað úr lifsháska.
Pilturinn var fyrir
tveimur dögum settur
inn vegna innbrots og
þjófnaðar. t dag var
hann siöan dæmdur i
allt að 60 daga gæslu-
varðhald.
Nokkru eftir að
hann kom inn neitaði
hann að bragða vott
eða þurrt. Fangaverö-
ir tóku þá það til
bragðs að meina hon-
um tóbaks. 1 dag fékk
hann sér kaffisopa og
brauð. Hann bað siðan
fangaverðina um eld-
spýtur til að kveikja
sér i sigarettu og fékk
hann þær góðfúslega.
Ekki var það þó eini
tilgangur hans að
kveikja sér i sigarett-
unni. Þvi hann notaði
glóð úr henni til að
kveikja i dýnu rúms
sem var i klefa hans.
Það var yfirfanga-
vörðurinn, Valdemar
Guðmundsson, sem af
tilviljun varð var við
eldinn. Hafði hann
verið að hleypa út
föngum úr sömu álmu.
Þurfti hann aö þvi
búnu að fara aftur inn
i þessa álmu og varð
þá var við brunalykt.
Þegar hann opnaði
dyr fangaklefans gaus
á móti honum reykur-
inn og eldtungur stóðu
úrdýnunni. Valdemar
skreið inn i klefann og
náði drengnum út. Var
honum að þvi búnu ek-
ið hið skjótasta á
sjúkrahús, enda held-
ur slappur af reykn-
um.
Valdemar slökkti
eldinn með hand-
slökkvitæki str^x og
honum hafði tekist að
ná drengnum út.
Fangelsið var fullt
af föngum þegar þetta
gerðist og var opnað
fyrir þá út i fangelsis-
garðinn. Sagði Valde-
mar Guðmundsson,
yfirfangavörður, þá
hafa sýnt hina mestu
stillingu og rósemi.
— EKG
Bíldudalur:
Lifnar yfir atvinnulífinu
,,Ég vona að atvinnuleysiskafl-
inn sé hér með á enda I þessu
byggðarlagi,” sagði Sigurður
Guðmundsson, stöðvarstjóri
Pósts og sima á BOdudai, I sam-
tali við VIsi. Hann er i félagi sem
keypt hefur til plássins rúmlega
200 tonna bát sem fyrirhugaö er
að gera út á lfnu.
A Bfldudal hefur rikt mjög
tilfinnanlegt atvinnuleysi I vetur.
Enginn stór bátur hefur verið i
plássinu og þvi litiö að gera i
frystihúsinu. Til þess að bæta úr
réðist Fiskvinnslan i að kaupa
stóran bát til að gera út.
Fiskvinnslan hf. er sá aðili sem
á frystihúsiö og rekur þaö. Bátur-
inn sem þeir keyptu er Hafrún 1S
400 frá Bolungarvik.
Siguröur sagði að Hafrún yröi
sótt nú um helgina og róðrar hæf-
ust strax f næstu viku. Jafnframt
þvi sem bæst hefúr i bátaflota
þeirra bilddælinga hefur verið
unnið að gagngerum endurbótum
á frystihúsinu.
Siðastliðið haust var hafist
handa um að endurbyggja og
hefur það gengið vonum framar i
vetur. Sagði Sigurður aö vonast
VÍSIR
Laugardagur 24. april 1976
væri eftir að þvi yröi lokið þannig
að hægt væri að vinna með fullum
afköstum þegar i mai.
„Það er von okkar að frystihús-
ið geti oröið hér eins og i öðrum
sjávarplássum, kjarni i atvinnu-
lifinu,” sagði Siguröur ennfrem-
ur.
12 til 14 manns unnu við rækju-
vinnslu á Bildudal i vetur. Rækju-
veiðunum lauk hins vegar 9. april
á Arnarfirði og var þá byrjaö á
hörpudisksvinnslu. Við hörpu-
diskinn vinna um 30 manns i landi
auk átta sjómanna.
— EKG.
„Allar sögur um væntanlegan frama minn innan bankakerfisins eru
með öllu úr lausu lofti gripnar,” segir Sighvatur Björgvinsson,
alþingismaður og ritstjóri, I yfirlýsingu sem hann hefur látið frá sér
fara í málgagni Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, Skutli.
Astæðan aö Sighvatur hefur séö sig knúinn til þessa, er að undanfariö
hefur verið þrálátur orðrómur um að hann sækti mjög fast að verða
bankastjóri Alþýðubankans, eftir að bankastjórunum sem þar sátu var
sagt upp af alkunnum ástæðum.
Ekki sist fékk sá orðrómur byr undir báða vængi eftir að nokkur blöð
birtu þetta sem óstaðfesta frétt.
I dag er einmitt aðalfundur Alþýðubankans og verður á honum kosið
nýtt bankaráð. Eitt af verkefnum þess verður að velja nýjan banka-
stjóra.
Það voru Mánudagsblaðið, Timinn og Vestfirðingur, málgagn
Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum, sem reifuðu væntanlega banka-
stjórastöðu Sighvats og sendir hanri þeim tóninn I staðinn.
Segir Sighvatur Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra hafa skrifað
um bankastjórastöðuna I einu opna bréfinu samkvæmt frétt Mánu-
dagsblaðsins en hafa bætt þvi við að hún væri launin fyrir að gagnrýna
dómsmálaráðherra. „Það mátti ekki minna vera. Dýr myndi Ólafur
allur,” segir Sighvatur.
Segir Sighvatur ritstjóra Vestfirðings hafa trúað þeim ólafi og rit-
stjóra Mánudagsblaðsins og haft þaðan frásögn sina og segir siðan:
„Þykir þó ýmsum nóg á trúgirni sina reynt á þessum siðustu og
verstu tlmum að þurfa alfarið að binda trúss sitt við annan þeirra I
einu.” — EKG.
Bgi skal
bónda
gróta boðun fjór Bjðms
heldur safna
Enn bar til tiðinda i hinu svo-
nefnda „bööunarmáli” Björns
Pálssonar á Löngumýri er Jón
tsberg sýslumaöur kom ! gær-
morgun að Löngumýri ásamt 8
bööunarmönnum og 2 lögreglu-
þjónum til þess að baða fé
Björns.
Eins og komiö hefur fram i
skrifum Visis um þetta mál vildi
Björn ckki hlita úrskuröi sýslu-
manns um að önnur böðun
skyidi fara fram á fénu. Kærði
hann úrskuröinn til Hæstaréttar
sem dæmdi úrskurðinn ómerk-
an vegna formgalla I auglýsingu
um böðunina.
Að sögn Jóns isbergs höfðu
bööunarmenn lokið böðun
rúmlega 200 fjár þegar Björn
Pálsson kom með 12-14 manna
hóp frá Skagaströnd. Sagðist
Jón ekki hafa viljað taka þátt i
áflogum og þvi farið.
Jón sagði að i úrskurði Hæsta-
réttar hefði komið fram að
dómarar teldu þetta mál ekki
vera dómsmál heldur lögreglu-
mál. Sagðist hann þvi hafa farið
i valdi sinu sem lögreglustjóri
til þess að sjá til þess að lögin
gengju jafnt yfir alia. Hefðu all-
ir aðrir oröið að baða fé sitt, þótt
margir hefðu verið mjög nauð-
ugir.
Ráðuneytið bannaði
böðunina
„Ég spurði sýslumann hvort
hann hefði lesið úrskurð Hæsta-
réttar”, sagði Björn Pálsson.
„Þegar hann sýndi engin við-
brögð við þvi hringdi ég I dóms-
málaráðuneytið. Þeir vildu fá
að tala við Jón en hann vildi
ekki koma i slmann. Þá sendu
þeir hraðskeyti þar sem sýslu-
manni var bannað að baða féð,
en sýslumaður kvað skeytið
vera óstaðfest og færi hann þvi
ekki eftir þvi.
Rétt fyrir hádegið komu menn
frá Skagaströnd mér til aðstoð-
ar, en ég hafði hringt þangað.
Þá hætti sýslumaður böðuninni.
Þá hafði innan við fimmti hluti
fjárins verið baðaður.
Eina stórvirkið sem var
framið hér i morgun var að 16
ára drengur sem ég hafði sent út
til að láta fé út úr einu húsinu
var tekinn og fluttur i tugthúsið
á Blönduósi. Honum var þó skii-
að fljótlega aftur.
Þessi röskun á heimilisfriði
jafngildir að minu áliti
innbroti,” sagði Björn Pálsson.
— SJ.
f