Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 1
Varðskipaveður á miðunum'' /# — sögðu bretarnir í morgun Frá Óla Tynes um borð i Ghurka i morgun: Við siglum nú á fimmtán milna ferð á eftir varðskipinu Ver, rétt utan við tólf milurnar norður af Hvalbak. Núna er það sem bret- arnir kalla „varðskipaveður” sléttur sjór og litið skyggni. Svona veður hefur dugað varð- skipunum vel i átökunum undan- farna daga. Það var rólegt hjá okkur i nótt, þar sem Ver var fyrir innan tólf milurnar, og við höfum ekki frétt af átökum milli annarra skipa. Ghurka hefur þvi dólað i róleg- heitum rétt utan við tólf milurnar og dundað við að mæla sjávar- hita. Nú rétt eftir kl. 9 i morgun sást skip á ratsjánni skammt undan. Ghurka færði sig nær til að kikja á það, og þar var Ver á ferð- inni, liklega aö reyna að laumast út fyrir tólf milurnar. Ver hefur nú fengið sinn skugga, sem það losnar ekki við nema með þvi að fara aftur inn fyrir tólf milurnar en það má bú- ast við að fleiri varðskip komi út núna næstu timana af þvi að veðr- ið er svona heppilegt. ÓT/VS — segir Hrafn Gunnlaugsson í viðtali við Vísi í morgun „Ég tel algjörlega óhugsandi vegna fjár- hagsstöðu Listahátiðar að nokkuð verði úr komu Sailor .1 eftir að þeir hækkuðu kröfur sinar i gær. Framkvæmdanefndinni er ekki stætt á þvi að taka skemmtikraft, sem yrði jafndýr og allt annað er- lent efni hátiðarinnar samanlagt, sérstaklega þegar flestir islensku listamannanna gefa framlag sitt. . Það er nær tiu milljónum en fimm sem Sailor fara fram á” sagði Hrafn Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Listahátiðar, i við- tali við Visi i morgun. „Búið var að gera rammasamn- ing við hljómsveitina Sailors og ’ nær fastákveðið að hún kæmi og hún var inni i bráðabirgðadag- skrá hátiöarinnar sem búið er að prenta. 1 gær setti hún svo fram nýjar kröfur sem gerir komu hennar ókleifa. Þetta er mjög slæmt fyrir okk- ur, þar sem við höfðum gefið upp aðra möguleika hjá erlendu um- boðunum, þar sem við töldum komu Sailor! örugga. Við höfum núleitaðeftir öðrum hugmyndum frá umboðsmönnum okkar ytra, en timinn styttist óðum” sagði Hrafn Gunnlaugsson. — EB „Statesman kemst á skruggu- hraða" „Herskipin virðast ekki reyna að sigla á varðskipin að minnsta kosti i bili, og það er greinilegt að þeim sem stjórna skipunum er orðið illa við að skemma þau i árekstrum", sagði Gunnar Ólafsson, skipherra, sem var á vakt i stjórnstöð landhelgis- gæslunnar i morgun. Hann sagði, að freigáturnar beittu ekki eins mikilli hörku og áður við að verja togarana, en aftur á móti væru dráttarbát- arnir orðnir aðgangsharðari upp á siðkastið. Þar væri Statesman fremstur i flokki, og væri augljóst, að það væri búið að breyta honum eitthvað frá þvi að hann kom fyrst á miðin hér við land, þvi að hann væri orðinn mun hraðgengari en hann hafði verið áður. „Statesman kemst nú á skrugguhraða”, sagði Gunnar Ólafsson, ,,og það er orðið erfitt að sniðganga hann, þvi að hann kemst álika hratt, og jafnvel hraðar, en sum varðskipin.” Um það leyti, sem Visir fór i prentun fyrir hádegið höfðu stjórnstöð landhelgisgæslunnar ekki borist nein tiðindi af mið- unum fyrir austan, en sagt var að varðskipin myndu halda upp- teknum hætti og trufla bresku togarana við veiöar, eftir þvi sem kostur væri. — ÓR. Sumariö er komið — eða svo segja tlmatalsfræðingar fornir, sem við höfum okkar timatal eftir — hvað sem veðurguðunum llður. Þessari litlu stúlku, sem ljósmyndarinn okkar hitti I Norræna húsinu I gær, ætti þvi að vera óhætt að leggja úlpuna sina til hliö- ar þar tii i haust. Litla stúikan heitir Annika og er tveggja ára. VS/Ljósmynd Loftur. veðri! Rússar huga að Sovésk rannsóknarskip hafa legið í Sundahöfn undanfarna tvo daga. Þau eru hluti vísindaleið- angurs sem kannar það fyrirbrigði umhverfisins sem íslendingar hafa hvað mestan áhuga á, veðrið og spár þar að lút- andi. Á bls. n er sagt frá heimsókn Vísis'um borð í rannsóknarskipið Pro- fessor Viese. ¥ Bœndur únœgðir með órangur suðurfararinnar „Þetta endaði allt vel. Er- indi okkar var vei tekið og við förum ánægðir héðan. Ég get sagt það með réttu að við fengum viðunandi málalok” sagði Gisli Pálsson, oddviti á Hofi, þegar Vísir náði tali af honum á flugveliinum i morgun, rétt áður en hann flaug norður. Eins og komið hefur fram ifréttumaf böðunarmálinu á Löngumýri kom þriggja manna sendinefnd úr Húna- vatnssýslu til Reykjavfcur til fundar við landbúnaðarráð- herra — og var Gisli Pálsson einn þeirra. Visir hafði samband við Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, og vildi hann ekki fremur en Gisli upp- lýsa hvað gert yrði I málinu. „Bændurnir komu hér með erindi sin. Þeir sýndu vilja til að leysa málið með friði og spekt og urðum viö sammála um leiðir til að reyna að leysa málið. Frekari upplýsingar um það vil ég ekki gefa” sagði landbúnaðarráðherra. Þegar Gisli Pálsson á Hofi kom til Blönduóss i morgun sagði hann, að hann vonaði að það kæmi ekki fyrir aftur aö dómsmálaráðuneytið stöðvaði lögmæt skyldustörf sýslu- mannsins I Húnavatnssýslu -SJ Rannsókn fór fram í 5 lögsagnarumdœmum i morgun barst Visi cftirfar- andi yfirlýsing frá Hauki Guð- mundssynL rannsóknarlög- reglumanni: Keflavik 28. april 1976. Að gefnu tilefni vil ég upp- lýsa eftirfarandi varðandi mál það sem Kristján Pétursson deildarstjóri hefur verið kærð- ur fyrir til varnarmáladeild- ar. Mál þetta er bókað nr. 918 1975 hjá rannsóknarlögregl- unni i Keflavik. 6. nóvember siðastliðinn gerðu undirritað- ur og Kristján Pétursson sam- eiginlega skýrslu til lögreglu- stjórans á Keflavikurflugvelli vegna rannsóknar á meintu misferli tveggja bandarikja- manna sem báðir voru búsett- ir utan flugvallarins. Sama dag handtók ég undirritaður ásamt Kristjáni annan þess- ara manna þar sem hann var á ferð i Gullbringusýslu. Einn- ig handtók rannsóknarlög- reglan i Keflavik hinn banda- rikjamanninn á heimili hans i Njarðvik. Rannsókn þessi fór fram i fimfR lögsagnarumdæmum. Málið mun siðan hafa verið rannsakaö fyrir dómi á Kefla- vikurflugvelli. Bæjarfógetan- um i Keflavik var sent afrit af málsskjölum þann 28. nóvem- ber 1975. Haukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður i Keflavik. A baksiðu Visis i dag er rætt við Kristján Pétursson um þetta mál.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.