Vísir


Vísir - 29.04.1976, Qupperneq 8

Vísir - 29.04.1976, Qupperneq 8
8 VÍSIR tJtgcfandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamcnn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guófinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ölafur Hauksson, Öli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. OUitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgcirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Kitstjórn: Siðumúla 14. Simi86611.7 linur Askriítargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Úrslitakostir Nú er runninn út sá timi, sem vestur-þýska rikis- stjórnin hafði til þess að knýja fram breytingu á afstöðu Efnahagsbandalagsins til tollasamningsins við ísland. Þessi samningur hefur ekki komið til framkvæmda vegna fiskveiðideilunnar. Rikisstjórnin hefur eigi að siður ákveðið að krefjast ekki þegar i stað frestunar á framkvæmd fiskveiðisamkomulagsins við vestur-þjóðverja. Heimild tii þess er ótviræð og við hljótum að gripa til hennar, ef vestur-þýsku stjórninni tekst ekki að hafa þau áhrif innan Efnahagsbandalagsins að tollasamkomulagið gangi i gildi. Eðiiiegt hefði verið að fresta framkvæmd samkomulagsins við þjóðverja án tafar, ef ekkert útlit væri fyrir lausn málsins. Afstaða rikisstjórnar- innar er hins vegar skiljanleg, þegar á það er litið, að tilraunir standa enn yfir innan Efnahagsbanda- lagsins að tilhlutan þjóðverja til þess að finna lausn á tollamálinu. Rikisstjórnin hefur ákveðið að óska eftir skýrum svörum frá vestur-þjóðverjum um árangur af þessum tilraunum. Leggja verður áherslu á, að eftir þessu verði gengið, þvi að við getum ekki veitt endalausan frest i þessu efni. Lita verður svo á, að hér sé einvörðungu um mjög skamman frest að ræða. Þjóðverjar eiga að geta gert grein fyrir þvi án ástæðulausrar tafar, hvort likur séu á lausn málsins. Við höfum ekki afsalað okkur neinum rétti til þess að fresta framkvæmd fiskveiðisa mkomulagsins. Enginn vafi leikur á þvi að það hefur styrkt aðstöðu okkar verulega, að hafa vestur*þjóðverja bundna með samningum meðan við höfum átt i hinum hörðu átökum við breta. Rikisstjórninni ber þvi að leggja allt kapp á að halda þeim bundnum áfram út samningstimabiiið ef þess er nokkur kostur. Á hitt er að lita, að það var rétt stefna, sem núverandi sjávarútvegsráðherra, Matthias Bjarna- son, markaði i upphafi, að óeðlilegt væri að veita einni þjóð innan Efnahagsbandalagsins veiði- ivilnanir hér með samningum, ef tollasamningur- inn gengi ekki i gildi. Við samningagerðina við breta 1973 gleymdist að huga að þessu atriði. t bresku samningunum voru engir frestunar- möguleikar. En hér er vissulega um þýðingarmikið atriði að ræða fyrir okkur. Þó að áhrifamáttur okkar gagnvart Efnahagsbandalaginu sé e.t.v. ekki mikill verðum við að halda höfði i samskiptum við það. Frestunarákvæðið i samningunum við vestur- þjóðverja styrkir okkur i þvi efni. Þegar á þessi atriði er litið er alveg ljóst, að það svigrúm, sem nú hefur verið gefið til þess að knýja fram gildistöku tollasamningsins, eru úrslitakostir af okkar hálfu. Það er rétt afstaða hjá ríkisstjórn- inni að loka ekki samkomulagsleiðinni tafarlaust fyrst hreyfing er á málinu innan Efnahags- bandalagsins. Meginmarkmið okkar er að ná stjórn á fisk- veiðunum hér við land. Engum biöðum er um það að fletta að við náum fyrr settu marki i þeim efnum ef vj'ð getum bundið breta og þjóðverja með samnmgum fram yfir hafréttarráðstefnu. t— Fimmtudagur 29. aprfl 1976 vism Umsjón: Guðmundur Pétursson J Kvíða því að hef ta eigi frjálsa Ritstjórar banda- riskra fréttablaða kviða þvi að höft verði sett á frjálsa blaða- mennsku þar vestra á næstu tólf mánuðum. Ritstjórar fréttablaöa héldu ársþing sitt i Washington um miöjan mánuöinn, og var þar meöal annars fjallaö um skýrslu einnar milliþinganefnd- ar samtaka blaöamanna. Þar kom fram, aö „undanfar- iö hefur þróun leitt i ljós f jöld- ann af tilraunum til aö hefta frelsi blaöamennskunnar, al- varlegri en nokkur dæmi eru um \i sögu landsins’.... eins og nefndarmenn komust aö oröi. Bandarikjamenn eru afar vökulir I blaöamennsku sinni og bregöast hart viö I hvert sinn, sem hiö opinbera reynir aö halda fyrir fjölmiölum leyndum upplýsingum, sem hinn almenni lesandi þykir eiga kröfu til. Hvaö þá ef beinlinis er reynt aö hefta fréttaflutning. Samtök fréttastjóra þar i landihafa starfandi allan ársins hring sérstaka nefnd, sem vakir yfir frjálsri blaöamennsku. Þaö er þessi nefnd, sem i siöustu ársskýrslu sinni lætur I ljós á- hyggjur af hugsanlegri viöleitni blaðamennsku til þess aö bregða böndum á frjálsan fréttaflutning. Hún er jafnvel enn svart- sýnni, þegar litiöer fram á veg- inn um aögang fréttamanna aö upplýsingum. Talsmaöur nefndarinnar, Dick Schmidt, sagöi starfsbræörum sinum á ársþinginu i Washington á dög- unum: „Ég spái þvi, aö innan tólf mánaða munum viö finna fyrir þvi, að mjög hefur veriö þrengt aö okkur i þvi tilliti.” 1 nefndinní eiga sæti tuttugu fréttaritstjórar, og segja þeir, aö þessarar viöleitni til frétta- skömmtunar veröi einsog ævin- lega mest varthjá hinum eilifa mótherja fréttastofnana, hinu opinbera. En alvarlegasta telja þeir vera hættuna, sem stafi af þvi, hvað fólk viröist orðiö opn- ara fyrir stööugum ásökunum um, aö fjölmiðlarnir séu á- byrgöarlausir, ósanngjarnir og tillitslausir gagnvart einkalifi fólks, eða beinlínis kærulausir og fúsir til að tefla á tvær hætt- ur um öryggi lands og þjóöar. „Viö getum og höfum um ára- tugabil unnið skærur okkar viö þaö opinbera, þvi að yfir þaö heila litið, þá höfum viö ekki verið ábyrgöarlausir, tillits- lausir eöa kærulausir. — En styrkur okkar hefur grundvall- ast á almenningsálitinu, sem hefur skoöaö fjölmiölana eins og skjöld gegn yfirsjónum eöa á- troöslu þess opinbera. — Ná- kvæmlega þaö sama afl gæti snúistgegn okkur, ef þeim grun er lætt inn hjá almenningi, að hann þurfi lagaskjöld til að hlifa sér fyrir átroöslu eöa mistökum fjölmiölanna,” segir nefndin. Siöan er i skýrslunni tiltekið eitt ákveðiö dæmi um siöustu viöleitni yfirvalda til þess aö halda upplýsingum leyndum fyrir fréttamiölunum. Þaö litur að dómsmáli I Nebraska fyrr á þessu ári. Þaö sakamál reis upp af moröi og úrskuröaði dómar- inn aö réttarhaldiö skyldi vera lokaö, þvi að hugsanleg blaða- skrif kynnu að hafa óheppileg á- hrif á kviödómendur. Þessi úr- skuröur var staðfestur af á- frýjunarrétti Nebraska, en er um þessar mundir til yfirvegun- ar hjá hæstarétti Bandaríkj- anna. Nefndin bendir á að dómarar hafi gripið til sams konar ráö- stafana aö undanförnu æ ofan i æ. Þá sér nefndin, eins og aörir fulltrúar fjölmiölanna i Banda- rikjunum, sérstaka ástæöu til aö vara viö lagafrumvarpi, sem liggur fyrir öldungadeild Bandarikjaþings á þingskjali nr. 1. Þar er bryddaö á nýmæli, lögum, þar sem gert er ráö fyrir þvi, aö saknæmt sé aö birta, ljóstra upp eöa jafnvel hafa undir höndum upplýsingar, sem flokka megi undir rikisleyndar- mál. Nefndarmenn benda á hætt- una, sem mundi samfara því, aö embættismenn fengju sjálfir aö meta, hvaö væri rJkisleydnar- mál eða ekki. Rifja þeir meðal annars upp Watergatemáliö, sem embættismenn Hvita húss- ins töldu varöa öryggi rikisins, ef fjallaö yrði um i blööum. Eöa skrifin um stjórnarskrárbrot leyniþjónustu Bandarikjanna, CIA, sem leiddu til rannsókna þingsins á starfsháttum hennar. „Ekkert af þvi heföi komiö fram i dagsljósiö, ef slik lög heföu verið í gildi þá, fullyrða nefndarmenn og hljómar þaö ó- neitanlega sennilega. Mönnum er enn i minni, hvi- likt ramakvein Richard Nixon forseti rak upp, þegar blaöa- menn fóru aö rekja þráöinn frá innbrotinu i Watergatebygging- una beina leiö til Hvita hússins og loks til sjálfs dómsmálarátP herrans. Fullyrti Nixon, aö þar væri um aö ræöa ekkert annaö en persónulega herferö og áröö- ur fréttamanna (einkanlega Washington Post) gegn honum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.