Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 6
61 Kimmtudagur 29. april 1976 vísm —'--ri Guðmundur Pétursson Bergman orðinn sprœkur að nýju Sænski kvikmynda- leikstjórinn, Ingmar Bergman, sagðist i gær hafa endurheimt sköpunargáfu sina, en aðdáendur hans kviðu þvi, að hún hefði horfið honum fyrir fullt og allt i hugaræsingnum vegna skattamálsins i heimalandi hans. Nú segist Bergman hafa ákveðiö að endurvekja fyrri ráðagerðir sinar um að gera kvikmynd um óperettuna ,,Kátu ekkjuna”. Siðan hann kom til Hollywood með konu sinni Ingrid hafa blaðamenn verið stöðugt á hæl- um þeim hjónum. Á fundi með blaðamönnum i gær lýsti hann deilu sinni við skattayfirvöld svia þannig: „Siðustu þrjá mánuðina hef ég verið flæktur inn i mál, sem gæti aðeins verið til i bók eftir (Franz) Kafka.” Svo bætti hann við: ,,Að hugsa sér að ég skuli hafa fundið starfslöngunina aftur eftir þriggja mánaða tómarúm, er unaðsleg tilfinning.” Bergman kom til Hollywood til þess að ræða kvikmyndagerð við italska framleiðandann, Dino de Laurentiis. — Hann sagði blaðamönnum i gær, að eftir að hann hefði lokið við myndina „Egg nöðrunnar”, sem fjallar um uppgang nasismans i Þýskalandi, ætlaði hann að snúa sér að „Kátu ekkj- unni”. „Fyrst þegar hugmyndin um kvikmyndun „Kátu ekkjunnar” vaknaði, var ætlunin að Barbra Streisand færi með aðalhlut- verkið, en svo var fallið frá öllu saman, þvi verkið þótti mundu verða of dýrt,” sagði Bergman. Hann kvaðst ekki kenna til neinnar beiskju i garð stjórn- valda i heimalandi sinu. „Ég varð að fara til að losa mig úr viðjunum, þvi að ég gat ekki lát- ið draga mig meir inn i þessar bjánalegu umræður, þar sem ég skildi ekki stakt orð.” Bergman sagðist raunar þakklátur sænsku skattayfir- völdunum, að þau skyldu hafa, með ákvörðun sinni um að taka mál hans aftur fyrii;', orkað á hann til þess að fara úr landi. — „Um leið og ég hafði ákveðið að fara úr landi, fannst mér ég vera frjáls á ný,” sagði hann. Leikstjórinn hefur skilið allar eignir sinar eftir i Sviþjóö, svo að skattayfirvöld gætu gengið að þeim, ef hann skyldi tapa málinu. „Lögmaður minn hefur reynt að útskýra fyrir mér málið æ ofan i æ. Ég veit að tveir og tveir verða fjórir, en ég læt ekki sannfærast, þótt þeir segi, að svo sé. Stærðfræði hefur aldrei verið mitt fag.” Hann sagðist hafa brotnað eftir áfall sem hann fékk. „Þeir komu og sóttu mig á leikæfingu. Það var mér mikið áfall. Það þyrmdi yfir mig, lik- lega i fyrsta sinn á ævi minni. Aður þegar syrt hefur i álinn fyrir mér, hefur það ávallt borið ávöxt. En nú var ekkert nema tómarúm og eyða, og mér fannst ég týna sjálfum mér. Það var hræðilegt, að hugsa til þess, að ég gæti ekki unnið meir. — En ég get ekki legið Sviþjóð eða stjórninni á hálsi fyrir það. Hinsvegar kenni ég um klaufa- bárðum i embættismannakerf- inu.” Útför fóm Flaggað var i hálfa stöng um gjörvallt Finnland á sunnudag, þegar útför þeirra 40 sem fórust I sprengingu i skotfæraverksmiðju fór fram. Flestallir ibúar Lapua, bæjarins PATTY íMESTA LÚXUSFANGELSI BANDARÍKJANNA Geðrannsókn á Patty Hearst liófst i San Diego i Kaliforniu i gær. Meðan á rannsdkninni stendur, situr Patty inni i mesta lúxusfangelsi i Bandarikjunum, og þótt viðar væri leitað. Fangelsið sem er nýlegt, er sagl betra en mörg hótel. Fanga klefarnir eru teppalagðir hom i hom, þar er litsjónvarp, loft- ræsting, stereokerfi, sérsalerni, ogmeiraað segja örbylgjuofnar til að hita sér snarl. Engir riml- ar eru fyrir gluggum, og fagurt útsýni út yfir San Diego flóann. Hins vegar eru gluggar svo þröngir að þar kemst enginn út. Áætlað er að geðrannsóknin á Patty taki þrjá mánuði þarna i íangelsinu. 504 fangar geta setið inni i fangelsinu i einu, bæði menn og konur. Þetta er fyrsta fangelsið af þremur sem byggja á sam- kvæmt nýjum hugmyndum um meðferð fanga, sérstaklega Patty stuttu áður en hún var flutt á sjúkrahús vegna veikinda i lunga. þeirrasem biða dóms. Hin fang- elsin á að reisa i Chicago og New York. Smith tekur blökku- menn f stjórnina Stjórn Ian Smiths i Ródesiu taldi sig ganga til móts við kröf- ur hins blakka meirihluta um hlutdeild I stjórn landsins, þeg- ar hann i fyrradag setti tvo ættarhöfðingja blökkumanna i ráðherraembætti. — Við það tækifæri var þessi mynd tekin. — En þjóðernissinnasamtök blökkumanna hafa látið sér fátt um finnast. Stal hríðskotabyssum á landamœrum A-þýskalands Flóttamaöur frá Austur- Þýskalandi sneri aftur til landa- mæranna, til að stela tveimur sjálfvirkum hriðskotabyssum frá löndum sinum fyrrverandi. Flóttamaðurinn Michael Gartenschlaeger, 32 ára, hætti lífi sinu við að fara yfir landa- mærin vestanmegin frá borg- inni Lubeck. Hriðskotabyssurn- ar voru ómannaðar. Þessar byssur skjóta höglum á við og dreif, ef einhver fer yfir landa- mærin austan megin frá. Þegar Gartenschlaeger haföi tekiö byssurnar niður, fór hann meö þær til baka, og afhenti vestur-þýskum landamæra- vörðum. En athæfi hans er ekki grin- laust. Akvörðun verður tekin i dag um hvort hann verði kærður fyrir þjófnað. Gartenslaeger segist hafa stoliö byssunum i mótmæla- skyni við pólitfska stefnu Austur-Þýskalands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.