Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 19

Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 19
vism Fimmtudagur 29. april 1976 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Þess bera menn sár” eftir Guðrúnu Lárusdóttur Olga Siguröardóttir les (17). 15.00 Miðdegistónleikar Jacqueline du Pré og Daniel Barenboim leika Sónötu i F-dúr fyrir selló og pianó op. 99 eftir Johannes Brahms.ltalski kvartettinn leikur Strengjakvartett i F-dúr „Ameriska kvart- ettinn” op. 96 nrv 6 eftir Antonin Dvorák. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Bryndis Vig- lundsdóttir stjórnar Stjórn- andinn og nokkur börn úr Garöabæ tala saman um ýmislegt, sem fram kom i spjalli Bryndlsar um indi'ána. Einnig svarar Bryndis bréflegum fyrir- spurnum barna um sama efni. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki Tilkynningar. 19.35 Grænlensk læknisráð, þjóðsögur og ævintýr Gisli Kristjánsson ritstjóri les þýðingu sfna á efni úr ritlingum, sem prentaðir voru 1 Godthaab á árunum 1856-60. Lesari með honum: Benedikte Kristiansen. 19.55 Samleikur i útvarpssal: Guðný Guðmundsdóttir og Vilhelmina ólafsd. leika Fiðlusónötu i A-dúr eftir Carl Nielsen. 20.20 Leikrit: „Sviðið land” eftir Pal SundvorÞýðandi: Asthildur Egilson. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leikendur: Kona: Helga Bachmann, Hermaðurinn: Þorsteinn Gunnarsson Liðsforinginn: GIsli Alfreðsson Rödd: Hjalti Rögnvaldsson. 21.00 Kórlög eftir Carl Orff Út- varpskórinn i Munchen syngur. Söngstjóri: Heinz Mende. 21.15 Þjóð i spéspegli: Bandarikjamenn Ævar R. Kvaran leikari flytur þýö- ingu sina á bókarköflum eftir Georg Mikes(Aður ' útv. sumarið 1969). Einnig sungin og leikin amerisk þjóðlög og létt lög. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöld- sagan: „Sá svarti senuþjóf- ur”, ævisaga Ilaralds Björnssonar Höfundurinn, Njörður P. Njarövlk les, (15). 22.40 Kvöldtónleikar Tónlist eftir Beethoven við leikritið „Egmont” eftir Goethe. Elisabeth Cooymanssyngur með hollenzku útvarps- hljómsveitinni. Stjórnandi: Zoltan Persko. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp í kvöld: Grœnlendingar og bandaríkja- menn ó dagskró Grænlendingum og banda- rikjamönnum verða gerð skil i útvarpsdagskránni i kvöld. Klukkan 19.35 er á dagskránni þáttur sem heitir: Grænlensk læknisráð, þjóðsögur og ævin- týr. Þar les Gisli Kristjánsson þýðingu sina á efni úr ritlingum, sem prentaðir voru i Godthaab á árunum 1856 til 1860. þátturinn „Þjóð í spéspegli” á dagskráog eru það bandarikja- menn sem þar verða teknir fyrir. Ævar R. Kvaran leikari flytur þýðingu sina á bókarköflum eftir George Mikes. Einnig verða sungin og leikin amerisk þjóðlög og létt lög. Klukkan korter yfir niu er svo —EA Barnatíminn í útvarpi kl. 16.40: Hvað segja |rau um indíóna? Stjórnandinn og börn úr Garðabœ spjalla saman t barnatimanum i dag verða indiánar mikið á dagskránni. Flestir krakkar hafa einhvern áhuga fyrir þvi að vita eitthvað um þá, og Bryndis Viglunds- dóttir hefur spjallað um þá að undanförnu i þáttum sinum. Bryndis stjórnar barnatiman- um i dag og ræðir hún við nokk- ur börn úr Garðabæ um ýmis- legt sem fram kom i þvi spjalli. Bryndis svarar lika fyrirspurn- um barna sem borist hafa bréf- lega um sama efni. Barnatiminn hefst klukkan 16.40 og stendur til klukkan 17.35. —EA Útvarp kl. 20.20: Spennandi leik- rit ú dagskrá „Sviðið land" eftir Pál Sundvor „Sviðið land” heitir útvarps- leikritið i kvöld. Leikritið er eftir norska rithöfundinn Pál Sundvor. 1 leiknum segir frá sam- skiptum hermanns I innrásar- liöi og einstæðrar konu i þorpi Klemens Jónsson leikstýrir. nokkru sem árásarherinn hefur lagt i rúst. Þorpið er á „einskis manns landi”, mitt á milli tveggja striðandi herja, og þessar tvær persónur eru full- trúar fyrir ,,þá, sem ráðast á” og hina „sem ráðist er á”. GIsli Alfreðsson leikur liðsfor- ingjann. Engum getum skal að þvi leitt, um hvaða land er að ræða, en trúlega hefur höfundur I huga innrás nasista i eitthvert af rikj- um Evrópu i seinni heimsstyrj- öldinni. En leikritið er þrungið mikilli spennu, ekki sist vegna Helga Bachmann leikur konuna Þorsteinn Gunnarsson leikur hermanninn. „Rödd” er Hjalti Rögnvaldsson þess að konan og hermaðurinn eru sú þungamiðja sem allt snýst um. Hlotið ýmiss konar viðurkenningar Pal Sundvor er fæddur i Sævareid á Hörðalandi árið 1920. Fyrsta bók hans, barna- bókin „Ola fra garden” kom út árið '47. Siðan hefur hann sent frá sér allargar skáldsögur, * ljóðasafnið „Loffarens vise” (1962) og svo leikrit. Hann hefur hlotið ýmiss konar viðurkenn- ingar fyrir verk sin. Þýðingu leikritsins i kvöld gerði Asthildur Egilsson, en leikstjóri er Klemens Jónsson. Með helstu hlutverk fara Helga Bachmann, Þorsteinn Gunnars- son og Gisli Alfreðsson. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.