Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 11
vism Fimmtudagur 29. aprfl 197fi Yfirmaður hafvatnsrannsóknarstofnunar sagði að 8-10 svona mælitæki gætu hangið við sömu baujuna og væru þau öll höfð á mismunandi dýpi, fyrst og fremst til að mæla hitastig sjávar á mismunandi dýpi. islensku og sovésku visindamennirnir hlýða á ræðu leiðangurs- stjórans, Alexey Treshnikovs, þar sem hann skýrði frá tilgangi rannsóknanna. Valery Kiseljev yfirmaður tölvuhópsins sagöi að þrátt fyrir að þessi tegund tölva væri ekki lengur i framleiöslu i Sovét- rikjunum, væru engin vandræði með varahluti i náinni framtið. Þessi tölva er mjög afkastamikil, en i henni er upplýsingum frá öiium upplýsingamiðlum raðað og þær skoðaðar. Þessi mynd sýnir hluta af móttökutækjum fyrir loftfræðilegar upplýsingar. Sovétmenn vilja lengja þann tima sem unnt sé að flytja varn- ing sjóleiöis á norðurhöfum. Samgönguleiðir til Norður- Rússlands eru mjög erfiðar og mikinn hluta ársjns eru þær al- veg lokaðar vegna Isa. Eru nú kjarnorkuknúnir isbrjótar hafð- ir fyrir skipalestum meðan isinn er ekki þykkri en svo að slikt sé mögulegt. - Sovéski rannsóknarleiðang- urinn sem nú er i gangi og sagt var frá litillega i Visi i gær i til- efni af komu tveggja ranm sóknaskipanna til Reykjavikur hefurm.a. það hlutverk aö gefa Isbrjótunum upplýsingar um þær leiðir sem færar eru. Athuganir leiðangursins eru nefndar Polex (Polar Experi- ment) og beinast fyrst og fremst að hafinu sjálfu, straumum, hitastigi, efnasamsetningum hafvatnsins og ismagni á mis- munandi timum. En einnig eru gerðar athuganir á áhrifum hafsins á loftslag og veður i heiminum og orkumyndun haf- straumanna. Um borð i öllum rannsókna- skipunum eru tölvur sem vinna úr þeim upplýsingum sem safn- að er, bæði um borð i skipinu sjálfu og frá öðrum skipum, strandstöðvum og gervitungl- um. Þetta eru langtimaathug- anir og er árangurs ekki að vænta að neinu marki i nánustu framtið. Á meðan safna skipin þúsundum og milljónum upp- lýsinga sem talvan raðar og skoðar jafnóðum. Öruggari veðurspár Yfirmaður leiðangursins er Alexey Treshnikov, prófessor við Norður- og suður-heims- skautsrannsóknastofnunina i Leningrad. Að sögn Treshni- kovs eru miklar vonir bundnar við að rannsóknir á hafvatni geti dregið úr skekkjufjölda i veðurspám og gert langtima- veðurspár mögulegar. Hann sagði aö með athugun- um á kæiingu lofslagsins yfir langan tima væri búist viö aö unnt væri að segja fyrir um með nokkurri vissu hvenær færi að hlýna aftur á norðurhveli jarðar eða hvort kólnunin héldi áfram. Athuganir á ismagni á norður- leiðum væru einnig til þess fallnar að gera svona langtima- spár um loftslagsþróun. Sovésku visindamennirnir buðu islenskum starfsbræðrum sinum að skoða tækjabúnað skipanna sl. þriðjudag. Visir spurði við það tækifæri Hlyn Sigtryggsson, veðurstofustjóra, hvort islenskir veðurfræðingar hefðu getað notið góðs af þess- um rannsóknum sovétmanna. Hlynur kvað lltinn möguleika hafa verið á þvi fram til þessa þar sem um langtímarannsókn- ir væri að ræða. Hins vegar sagðist hann vonast til að rann- sóknirnar kæmu okkur að gagni þegar fram i sækti. Ör endurnýjun tækja Tækjabúnaður skipanna er mjög misgamall og þvi jafn- framt misjafn að gæðum miðað við nútimakröfur. Visindamenn þeir sem sýndu blaðamönnum Visis rannsóknaraðstöðuna sögðu að sifellt væri verið að endurnýja rannsóknartækin, en þau elstu væru frá þvi athuganir á þessum skipum hófust, eða 10 ára gömul. Flest tækin hefðu þó verið endurnýjuð á þessum tima. Tölvan væri t.d. 2ja ára gömul. Samt væri hún nógu gömul til þess að hætt væri að framleiða þessa tegund. Sögðu þeir að þróunin væri orðin mjög ör I þeirri tegund tækni. önnur tæki héldu gildi sinu árum sam- an. Rannsóknarferð sú sem nú stendur yfir hófst i byrjun april og mun standa fram i júlimánuð nk. Á þeim tima verður aðallega safnað upplýsingum um Bar- entshaf, Grænlandshaf og haf- svæðiö milli Noregs og íslands. —S.I Þetta tæki er scnt upp með loft- belg. Þegar þaö er komið i rétta hæð sendir það upplýsingar um rakastig, loftþrýsting og liita- stig loftsins i tvær klukku- stundir. Alexey Treshnikov sagöi að tilgangur rannsóknanna væri fyrst og fremst að þróa aöferöir ti! að gera langtima veðurspár, Is spár og spár um loftslagsþróun — Ljósm. Jim wmmmm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.