Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 4
4 GRÆNLANDSVIKAN Dagskrd 29. apríl og 30. apríl Fimmtudagur 29. april kl. 15:00 Kvikmyndasýning: En fangerfamilie I Thuledistriktet kl. 17:15 Sr. Kolbeinn Þorleifsson, fyrirlestur: „Missionær Egili kl. 20:30 Thorhallesen og vækkelsen i Pisugfik” (á dönsku) kl. 22:00 Karl Elias Olsen, lýðháskólastjóri, fyrirlestur: „Andelsbevægelsen i Gröniand” Kikmyndasýning: Udflytterne Föstudagur 30. april kl. 15:00 Kvikmyndasýning: „Da myndigheterne sagde stop” kl. 17:15 Ingemar Egede, kennaraskólastjóri, fyrirlestur: „Ud- dannelse i to kulturer" kl. 20-i0 Kvikmyndasýning: „Palos Brudefærd” kl. 22:00 Kvikmyndasýning: „Knud” (um Knud Rasmussen) Verið velkomin. Norræna húsið er opið kl. 9:00—22:00. NORRÆNA HÚSIO Yogastöðin HEILSUBÓT er fyrir alla Likamsþjálfun er lifsnauðsyn. Safnið orku, aukið jafnvægi. Morguntimar, dagtimar, kvöldtimar fyrir konur og karla á öllum aldri. Yogastöðin — Heilsubót Hátúni 6 A — Simi 2-77-10. Aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í maímánuði Mánudagur 3. mai R-15301 til R-15600 Þriðjudagur 4. mai R-15601 til R-15900 Miðvikudagur 5. mai R-15901 til R-16200 Fimmtudagur 6. mai R-16201 til R-16500 Föstudagur 7. mai R-16501 til R-16800 Mánudagur 10. mai R-16801 til R-17100 Þriðjudagur 11. mai R-17101 til R-17400 Miðvikudagur 12. mai R-17401 til R-17700 Fimmtudagur 13. mai R-17701 til R-18000 Föstudagur 14. mai R-18001 til R-18300 Mánudagur 17. mai R-18301 til R-18600 Þriöjudagur 18. mai R-18601 til R-18900 Miðvikudagur 19. mai R-18901 til R-19200 Fimmtudagur 20. mal R-19201 til R-19500 Föstudagur 21. mai R-19501 til R-19800 Mánudagur 24. mai R-19801 til R-20100 Þriðjudagur 25. mai R-20101 til R-20400 Miðvikudagur 26. mai R-20401 til R-20700 Föstudagur 28. mai R-20701 til R-21000 Mánudagur 31. mai R-21001 til R-21300 Bifreiðaeigendum ber aö koma með bifreiðar sinar til bif- reiðaeftirlitsins Borgartúni 7, og verður skoöun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokaö á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoöun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiða- skattur og vátrygging fyrir hverja bifreiöa sé I gildi. Athygii skal vakin á þvi, að skráningarnúmer skuiu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreiö sinni til skoðunar á aug- lýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin ðekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn I Reykjavik, 27. april 1976 VÍSIR vísar ó viðskiptin Fimmtudagur 29. apríl 1976 VlSllt Alþýðu „Valdaniðslan sem beitt var af fundarstjórum aðalfundar Alþýðubankans var sú mesta sem ég hef kynnst”, sagði Þormóður Guðlaugsson einn af hluthöfum i Alþýðubankanum h/f. „Strax eftir að almennar umræður um reikninga og starfsemi bankans hófst kom i Ijós mikil óánægja hluthafanna með starfsemi bankans og bankaráðs. Þá sýndu fundar- stjórarnir þá valdniðslu að stinga þeim tiilögum sem þeim leist ekki á undir stól, en bera aðrar undir atkvæði án umræðu”. Óþarft aðhald „Til dæmis kom fram tillaga þess efnis að enginn einn aðili fengi meira lán en sem svaraði ákveðinni prósentutölu af veltu- fé bankans. Hefði þar með verið skapað sterkt aðhald fyrir bankann. Hannibal Valdimarsson las tillöguna upp en kvaðst ekki álita að rétt væri að setja svona hömlur á starfsemi bankaráðs. Réttara væri að fundarmenn sýndu væntanlegu bankaráði fullt traust. Var þvi tillagan aldrei borin upp”. Bankastjórinn fyrrv. fékk ekki að sitia fundinn „Einnig kom fram tillaga um að leyfa Jóni Hallssyni, frv, bankastjóra að sitja fundinn. Fundarstjórar töldu það ekki hægt vegna þess að hinn banka- stjórinn væri erlendis og gæti þvi ekki mætt á fundinn. Um þetta urðu snarpar umræður og kom m.a. fram að Óskar Hallgrimsson er hluthafi og hefði þvi ekki verið unnt að meina honum setu á fundinum 1 | hefði hann óskað eftir þvi þótt Jón hefði ekki getað komið. Þegar umræður hófust svo aftur á sunnudaginn sagði ég frá þvi að Óskar Hallgrimsson væri kominn til landsins og væri honum þvi i sjálfsvald sett hvort hann kæmi á fundinn. Taldi ég þá ekkert i veginum fyrir þvi að Jón Hallsson gæti komið á fundinn, enda óskuðu fjölmargir hluthafar eftir tækifæri til að leggja fyrir hann spurningar. Þessu var eftir sem áður ekki sinnt og bauðst ég þá til að lesa skýrslu um yfirheyrslur i málinu, en ég hafði hana undir höndum. Þessu tilboði var ekki heldur sinnt”. „Þegar dagskrártillaga um að loka umræðum um málefnið og þeir einir töluðu sem þegar væru á skrá hafði verið samþykkt, tók Sveinn Gamalielsson til máls og hélt stórsnjalla ræðu. f henni deildi hann á fráfarandi bankaráð og lögfræðing bankans sérstak- lega. Þá brutu fundarstjórar enn einu sinni fundarsköp með þvi að gefa Hermanni Guðmunds- syni orðið, þrátt fyrir að hann væri ekki á mælendaskrá. Hermann varði lögfræðinginn og þakkaði honum sérstaklega Óónœgja fyrir frábær störf i þágu bankans”. ,,f sambandi við banka- ráðskosninguna kom fram uppástunga um 5 menn, sem áður höfðu verið nefndir i fjöl- miðli. Ég sá að hinu pólitiska jafnvægi sem var áður, hafði verið raskað, þar sem framsóknarmenn áttu þarna engan fulltrúa. Þá stakk ég upp á Bjarnfriði Leósdóttur og að hún kæmi i stað annars alþýðubandalags- mannsins. En fundarstjórar beittu ennþá einu sinni vald- niðslu og kröfðust þess að ég stingi þá upp á 5 mönnum i bankaráðið. Að visu tókst fundarmönnum að stilla upp þessum 5 mönnum en timinn var allt of naumur. Ég óskaði aðeins eftir þvi að einum væri bætt við framkomnar uppást- ungur. Þessi fundur var dæmi þess hvernig sú klika sem stjórn A.S.Í. er, misnotar vald sitt. Fjölmargir félagar Alþýðu- sambandsins eru orðnir mjög óánægðir með framkomu stjórnarinnar og aðalfundur Alþýðubankans bætti þar ekki úr skák ” sagði Þormóður Guðlaugsson. — SJ Gefa út blað fyrir plastmódelsmíði íslensku plastmódel- samtökin hafa nú gefið út sitt fyrsta blað, kall- að ísmó, sem er stytt- ing á nafni félagsskap- arins. Félagar samtakanna vinna merkilegt starf, sem er að gera nákvæm módel af íslenskum flugvélum, og útlendum flugvél- um sem aðsetur hafa haft á ts- iandi. T.d. hafa likön verið gerð af öllum flugvélum Landhelgis- gæslunnar fyrr og siðar. Flest eru módelin úr plasti, en mikil vinna og fyrirhöfn felst i að mála þau eins og frummyndina, og gera þær breytingar sem þarf. I þessu fyrsta blaði samtak- anna er m.a. fjallað um DC-3 (Þristinn) Flugfélagsins, og birtar teikningar af vélunum. Þá er sýnt hvernig gera má ísmó MJkOICLENSKU PLASTMODELSAMTAKANNA I TBL tm módel af breskum herflugvélum sem hér voru á striðsárunum með 98. flugsveitinni. Miklar upplýsingar eru um Orion kaf- bátaleitarvélarnar á Kefla- vikurflugvelli, m.a. hvaða flug- vélar hafa staldrað hér við. Þeir sem vilja gera módel af þessum vélum fá upplýsingar eins og t.d. hvérnig merki flugsveit- anna lita út, hvernig vélarnar eru á litinn o.s.frv. Farkostir Landhelgisgæsl- unnar fá gott pláss, og I blaðinu eru nákvæmar teikningar eftir Baldur Sveinsson af öllum flug- vélum gæslunnar. Ritstjórar Ismó eru Baldur Sveinsson, Ragnar J. Ragnars- son og Eggert Norðdahl. A for- siðu (og baksiðu) blaðsins er mynd af Gunnfaxa á Akureyr- arflugvelli sumarið 1962. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.