Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 29.04.1976, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 29. aprfl 1976 VISIR Umsjón: Ó.H. 1 Undir stýri með alkóhól- magn 122 bjóra í blóðinu Líklega á Wilson James Smyth, 47 ára gamall skógarhöggsmaður í Ástralíu metið í ölvun við akstur. Lögreglan i Brisbane tók hann ölvaöan undir stýri og sendi i blóðprufu. Alkóhólmagnið i blóðinu mældist 4 prómill. Til samanburðar má geta þess, að talið er að mannskepan þoli ekki nema 5 prómill alkóhóls i blóðinu án þess að drepast. „Ég held ég eigi við smá vandamál að striða,” drafaði Smyth fyrir framan dómarann. Hann var dæmdur i 63 þúsund króna sekt og missi ökuleyfi i 15 mánuði. Smyth hafði verið á fyllirii i þrjá daga, þegar hann var tek- inn. Læknar áætluðu að miðað við alkóhólmagnið i blóðinu, ætti hann að hafa drukkið 122 bjóra. Liv Ullman og Peterson frá Bonniers i Stokkhólmi undirrita samning um útgáfurétt sjálfsævisögu leikkonunnar ISvíþjóð. 15 milljónir þar. Liv Ullman búin að fá 30 itiiff/. fyrír œvisöguna Norska leikkonan, Liv Ullman, hefur þegar þénað 30 milljonir (Isl.) króna á sjálfsævisögu sinni, sem kemur samtimis út á Noröurlöndum i haust. Alls staðar nema á Islandi hafa bókaforlög tryggt sér útgafu- réttinn. Mestu greiðsluna fékk Ullman fyrir útgáfuréttinn I Sviþjóð eða 15 milljónir króna. Það er risaútgáfufyrirtækið Bonniers I Stokkhólmi sem gefur bókina út þar. 1 Noregi og Danmörku hafa tvö lítil útgáfufyrirtæki tryggt sér út- gáfuréttinn fyrir dágóöan pening. Að sjálfsögðu hafa forlögin fengiðaölesa handrit leikkonunn- ar, en bókin á að heita „Breyting- ar”. „Þetta er besta bók sem ég hef lengi lesið,” segir Ringhof, annar eigandi danska útgáfufyrirtækis- ins Lindhardt og Ringhof. „Heiti bókarinnar gefur margt til kynna um innihaldiö. Hún fjallar um breytingar I lifi Ull- man, aðallega hvernig hún varð heimsfræg. Liv Ullman skrifar um hvað þetta hafi haft aö segja fyrirhana sem konu. Hún skrifar um sorgar- og gleðistundir. Hún segir frá hvernig þetta hefur komiö niður á móðurhlutverki hennar, og að -hún sé leiö yfir að hafa ekki getað sinnt dóttur sinni betur,” segir Ringhof. Mælingastörf verka á flesta sem fremur ó- spennandi og þurr. Hópur mælingamanna i Austurriki glimir nú hinsvegar við óvenju- legt verkefni. 1 lok þessa mánaðar verður ASTÖRI hópurinn búinn að mæla brjóst 3000 kvenna þar i landi. Þegar er búið að mæla 5000 brjóst (2500 kvenna haha). Ástæðan er sú að framleiöendur kvenfatnaðar hafa kvartað undan þvl að brjóst kvenna sem taka pilluna minnki við það. Þeir segja að þetta rugli hönnuði og föt sem konurnar voru vanar aö kaupa áður en þær fóru á pilluna, passi nú ekki. Viðskiptaráðuneytið austur- iska ákvað að mæla þetta bara. Konur á öllum aldri eru mældar, bæði konur sem taka inn pilluna og þær sem taka hana ekki. Þegar niðurstööurnar verða kunnar, ætti austurriski fata- iðnaðurinn að verða sam- keppnishæfari en áður, svo fremi sem niðurstöðurnar leiði eitthvað i ljós. Lestarræninginn Biggs meö nokkrum brasiliskum vinum sinum I Rio de Janero, þar sem hann nýtur nú freisisins og semur ljóö. Lestarrœninginn gerist Ijóðskáld Lestarræninginn Ronald Biggs, sem tók þátt i lestar- ráninu mikla i Englandi árið 1963, fékk birt eftir sig nokkur kvæði i breska háðblaðinu „Punch” fyrir stuttu. í einu kvæðanna lýsir Biggs þvi þegar hann skýrði rann- sóknarlöereelumanni frá hlut sinum i lestarráninu, eftir að hann var handtekinn. Biggs býr nú sem frjáls maður i Brasiliu en þangað flúði hanneftirað hafa sloppiðúr fangelsi. Þegar „Punch” bauðst til að birta kvæði eftir hann, skrifaði hann (ó-eða illþýðanlegt á is- lensku): „Poems are my vice. Sir, í must have them with my tea: I’m glad you think mine nice, Sir, and you wish to buy from Pjötlur áframl Tisku „sérfræðingar” er- lendis spá þvi aö pjöilurnar veröi jafn vinsæiar i sumar og þær voru siöasta sumar, þegar þær komu á markaðinn. En sér- fræöingarnir gera iitið af þvi aö koma meö hugmyndir um nýtt iag á pjötlunum, þær eru nefni- lega svo litiar, aö um annað iag er ekki að ræöa. Hér á Iandi sáust pjötlur nokkuö i fyrra, og má búast viö enn flciri i pjötlum i ár. ■Oi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.