Vísir - 05.05.1976, Page 8
8
m
Miðvikudagur 5. mai 1976 vism
VÍSIR
Útgefandi: Iteykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Kitstjórar: l>orsteinn Pálsson, ábm.
Ólafur Kagnarsson
Kitstjórnarfulltnii: Bragi Guðmundsson
Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Blaðamcnn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia
Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns-
dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir.
iþróttir: Bjöm Blöndal, Kjartan L. Pálsson.
Útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson.
Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: II verfisgötu 44. Simi 86611
Kitstjórn: Siðumúla 14. Simi86611.7 linur
Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprcnt hf.
Pólitiskt afl
Að undanförnu hafa spunnist talsverðar umræður
um pólitiskt afl launþegasamtakanna. Þungamiðj-
an i ræðu Björns Jónssonar á fyrsta mai var þannig
krafa um aukin pólitisk áhrif verkalýðshreyfingar-
innar.
Einfaldar kröfur um þetta efni hafa i vaxandi
mæli verið settar fram upp á siðkastið. Mjög skortir
þóá að formælendur hugmynda um aukið pólitiskt
afl verkalýðshreyfingarinnar hafi skýrt út hvað fyr-
ir þeim vaki i raun og veru.
Hér eru a.m.k. tveir kostir fyrir hendi. í fyrsta
lagi getur verið um það að ræða, að menn vilji móta
starf launþegafélaganna á pólitiskum grunni ein-
vörðungu. í annan stað má lita svo á, að með þess-
um hugmyndum séu einstakir forystumenn i verka-
lýðshreyfingunni að óska eftir annarri ríkisstjórn.
Þau almennu orð, sem fallið hafa, gefa ekki til
kynna að mörkuð hafi verið ákveðin stefna um þetta
efni. En umræður um pólitisk hlutverk verkalýðs-
hreyfingarinnar eru góðra gjalda verðar, enda ræð-
ur hún orðið æði miklu um framvindu efnahags-
mála. Pólitísk ábyrgð aðila vinnumarkaðarins er
hins vegar engin.
Launþegafélögin hafa á siðari árum beint starfi
sinu i æ rikari mæli inn á faglegar brautir. En reip-
tog stjórnmálaaflanna hefur meira færst undir yfir-
borðið. Engum vafa er undirorpið að þessir breyttu
hættir hafa styrkt launþegasamtökin til mikilla
muna.
Hér er um að ræða sæmilega samhentan hags-
munahóp og mjög áhrifamikinn. Stjórnmálaöflin
hafa i mörg undanfarin ár verið heldur á undan-
haldi gagnvart hagsmunahópunum og þá ekki sist
samtökum launþega. Aukin pólitisk hjaðningavig
innan launþegafélaganna myndu þvi að öllum lik-
indum heldur draga úr áhrifavaldi þeirra.
En um leið og áhrifavald hagsmunahópanna
minnkar er ekki óliklegt að pólitiska valdið eflist.
Fæstum blandast hugur um að brýn þörf er á að efla
pólitiska valdið gagnvart hagsmunahópunum. Hitt
er e.t.v. meira álitamál, hvort það á að gerast með
þessum hætti.
Ef forystumenn verkalýðsfélaganna eru hins veg-
ar aðeins að óska eftir aðild að rikisstjórn með hug-
myndum sinum um að efla pólitískt afl launþega er
á það að lita að sjaldnast hefur það haft áhrif á
stjórnarfarið, hvort á ráðherrastólum hafa setið
fulltrúar einstakra hagsmunahópa. Siðasta rikis-
stjórn er t.a.m. til vitnis um það. Það eru einfald-
lega önnur pólitisk atriði sem ráða góðu eða slæmu
stjórnarfari.
Breytt afstaða
Visir hefur margsinnis bent á, hvernig talsmenn
Framsóknarflokksins hafa búið til hverja sam-
særiskenninguna á fætur annarri i sambandi við
uppljóstranir um þau erfiðu fésýslumál, sem flokk-
urinn hefur lent í.
í forystugrein litla Árvakursblaðsins i gær er tek-
ið undir þessi sjónarmið Visis. Hér er um að ræða
málgagn þess arms Sjálfstæðisflokksins, sem lagt
hefur mesta rækt við framsóknarstefnuna af yfir-
lýsingum að dæma. Þessi nýja afstaða litla Árvak-
ursblaðsins er þvi allrar athygli verð.
í Noregi hafa blöðin
verið mjög vinveitt ís-
lendingum i skrifum
sinum um þorskastrið-
ið. Segja má að Dag-
blaðið i Osló hafi á viss-
an hátt haft forystuna i
þessum skrifum eins og
grein Arne Skouens,
sem birtist hér i blað-
inu i þýðingu 17. mars
s.l., ber með sér.
Hattersley — íslendingar skilja ekki „diplómatiu” hans.
SKÝRIR MÁLSTAÐ
OKKAR ÍSLENDINGA
í ÞORSKASTRÍÐINU
í NORSKU DAGBLAÐI
Frydenlund, utanrikisráðherra
norðmanna, er hliðhollur is-
lendingum i landhelgisdeilunni.
Stefán Þorsteinsson
hefur á þessu ári ritað
þrjár stuttar greinar i
Dagblaðið norska um
þorskastriðið og at-
burði og hugleiðingar
manna á Islandi því
viðvikjandi. Niðurlag
greinar Stefáns er
blaðið birti 7. april s.l.
hljóðar svo i isl. þýð-
ingu:
„Það er almenn skoðun fölks
á tslandi að þorskastriðið að
þessu sinni eigi einkum rætur
að rekja til þess að breska stj.
hafi slegið á ranga nótu i upp-
hafi samningaviðræðna. Hún fól
nefnilega mr. Hattersley nokkr-
um að hefja samninga á tslandi,
kannski eina bretanum sem átti
að vera heima hjá sér þá dag-
ana. tslendingar vildu þá mjög
gjarnan semja við breta, eins og
þeir höfðu gert tvisvar áður og
einsog þeir þá sömdu við aðrar
þjóðir, þar sem vinátta og
skilningur einkenndi allar
samningsgerðir. Þessi Hatters-
ley virtist hins vegar lita á sig
sem einskonar fulltrúa hins
forna, breska heimsveldis og is-
lendingar hreint og beint skildu
ekki „diplómatiska” framkomu
þessa manns. Afleiðingarnar
urðu hörku ósamkomulag og
árekstrarnir sem sigldu i kjöl-
farið.
Islensku sjómennirnir á hin-
um fjóru örsmáu varðskipum
eru i stöðugri lifshættu að störf-
um sinum á fiskimiðunum, þar
sem striðið geisar. Þegar þetta
erritað,eru þarna 27enskir tog-
arar að einskonar „þvingunar-
veiðum” undir vernd flota ér
telur 11 (ellefu) freigátur og að-
stoðarskip úr breska flotanum,
og án afláts koma ný skip til að
leysa þau af hólmi sem fyrir
eru. Þá eru daglega i förum
breskar herflugvélar við
njósnastörf við strendur Is-
lands, breska flotanum til
trausts og halds.
Engu að siður bið ég ykkur að
trúa mér er ég flyt ykkur þá
staðreynd að skipshafnirnar
þ.e.a.s. sjómennirnir á islensku
varðskipunum, vorkenna bresku
togarasjómönnunum er miðað
er við það öngþveiti og gálaust
tilgangsleysi, sem þetta þorska-
strið felur i sér frá breta hálfu,
hættulegt, ástæðulaust og ógeð-
fellt.
íslendingar gera sér ljósa
grein fyrir afstöðu og aðstöðu
NATÓ-samtakanna. Samþykkt-
ir Norðurlandaráðs hér að lút-
andi munu marka spor i sögu
lands vors. Og norsku þjóðinni,
sem svo einhuga hefur tekið af-
stöðu með okkur i þessu striði,
sendum við kæra kveðju yfir
hafið.”
Geta má þess að utanrikis-
málaráðherra norðmanna,
Knut Frydenlund, hefur reynst
islendingum einkar hliðhollur i
landhelgisdeilunni við breta og
bera ummæli hans þess glöggt
vitni. — Skömmu eftir að grein
þessi birtist i Noregi kom Roy
Hattersley, þá orðinn varautan-
rikisráðherra Bretlands, þang-
að til viðræðna við Frydenlund.
Fregnir hermdu að bretinn
hefði þá viljað að þeir leituðu i
sameiningu að grundvelli fyrir
nýjum viðræðum til að leysa
fiskveiðideilu islendinga og
breta. t Noregi er talið að Knut
Frydenlund hafi ekki sýnt
bretanum neina sérstaka stima-
mýkt er hann kynnti honum við-
horf norðmanna til deilunnar.