Vísir - 05.05.1976, Qupperneq 11
11
vísm
Miðvikudagur 5. mai 1976
Hljómsveitin Eik sem var
stofnuö fyrir um það bil 5 árum
hóf vinnu á sinni fyrstu breiskifu
á mánudaginn var. Eikin hefur
áður gefið út eina tveggja iaga
plötu „Hotel Garbage Can” og
„Mr. Sadness” sem var hálf
vandræðaleg plata.
1 þetta sinn telja þeir sig hafa
orðið nóga reynslu til þess að
vinna i stúdiói eftir að hafa hjálp-
að til á tveimur óútkomnum
plötum með Axeli Einarssyni og
Arna Sigurðssyni (fyrrum söngv-
ara þeirra). Reyndar hafa þeir
verið á fleiri plötum, svo sem hjá
Arna Johnsen, Einari Vilberg og
Paradi'sarplötum, svo nokkuð sé
nefnt.
Það er stefnan að á plötu þess-
ari verði sjö lög. Tvö þeirra laga
voru flutt á Sam-komu i Klúbbn-
um i vetur. Það eru „instrument-
al” lög sem koma til með að taka
aðra hliðina. A hinni hliðinni
verða svo liklega 3 lög i nokkurs
konar „funky” stilog liklega tvær
ballöður.
Þeir i Eikinni voru ekkert á þvi
að biða eftir 24 rása tækjunum
þeirra i Hljóðrita.. þeir telja sig
geta náð þvi sem þær sækjast eft-
ir með þeim tækjum sem fyrir
eru.
Eikinni hefur bæst liðsauki,
Axel Einarsson (fyrrv. Icecross,
Tilveru og Sálin). Hann vinnur
nú fyrir þá sem umboðsmaður
þar sem vandræðaástand skapað-
ist er Demant hf. lagði upp laup-
ana. Axel er einnig með plötu i
vinnslu og á eftir að taka upp tvö
lög en þau munu biða Tony Cook,
þar sem hann hóf vinnu á plötunni
með Axeli i vetur, en eftir siðustu
fréttum kom hann aftur um helg-
ina. Annars var Cook „upptak-
ari” istúdióiAlvin Lee i Englandi
(Ten Years After).
1 Eikinni eru nú: Þorsteinn
Magnússon (gitar), Haraldur
Þorsteinsson (bassagitar), Lárus
Grimsson (hljómborð), Ólafur
Kolbeinn (trommur) og Sigurður
Sigurðsson (raddbönd). Enginn
þeirra var i hljómsveitinni er hún
hóf æfingar haustið 1971, en •
alls hafa um 15 manns verið i
henni.
— HA.
Bjöggi og Maggi
Kjartans að sjóða
saman hljómsveit?
Magnús Kjartansson
fyrrum Júdas og
Björgvin Halldórsson,
fyrrum liðsmaður
Change, munu vera i
hljómsveitarhugleið-
ingum um þessar
mundir, þó svo að
Björgvin sé ennþá
staddur erlendis.
Ekki vitum við nánari deili á
hljómsveit þessari sem stendur
en þó er talið, að þeir ætli sér að
verða tilbúnir i slaginn i byrjun
júli.
Þetta ætti að verða forvitnileg
hljómsveit, þar sem margsann-
aðerað Björgvin ereinn af okk-
ar bestu söngvurum og Maggi
hefur löngum verið talinn snjall
pianisti og góður lagasmiður.
Vonandi er að það rætist úr
þessari samsuðu þeirra.
—GSL
f
Umsjón: Gísli Sveinn
Loftsson
09
Halldór Andrésson
v
NY
HLJÓM-
SYEIT
Ný hljómsveit hefur verið
stofnuð, af Sveini Magnússyni
fyrrum bassaleikara i Caba-
ret, og Ómari Óskarssyni, sem
siðastvar i örnum og leikur á
pianó. Hún mun hafa spilað
eitthvað nú þegar uppi á
Keflavikurflugvelli. Ekki veit
Tónhornið nánari deili á
hljómsveitinni eins og er.
— GSL.
Sóléplata
vœntanleg
fró Magga
Sigmunds
Þreifar fyrir sér með stofnun hljómsveitar
Magnús Sigmundsson, fyrrum
liösmaður og lagasmiður Change,
hefur dvalið á tsiandi nokkra
undanfarna daga i örstuttri hcim-
sókn og mun liklega hafa haldið
utan er þetta birtist.
Magnús hefur dvalið i London
frá þvi siðastliðið haust, nánar
tiltekið I Dartford, Kent, við laga-
smiðar og upptökur. í bigerð hjá
honum núna er stór plata sem að
öllum likindum kemur út innan
þriggja vikna. Það er hljómplötu-
útgáfan Júdas sem gefur plötuna
út.
Magnús er um þessar mundir
að leita fyrir sér með umboðs-
skrifstofu I Englandi og jafnvel
kemur til greina að hann fái ein-
hverja til liðs við sig til að stofna
hljómsveit.
Tómas Tómasson og Björgvin
Halldórsson, tveir aðrir
,,Change”-menn, dvelja einnig i
London um þessar mundir. Þeir
eru að taka upp ásamt Gunnari
Þórðarsyni. Ekki er fullvist um
hvaða plötu um er að ræða. En
vitað er að Rió trió hafði hugsað
sér til hreyfings hvað plötu snert-
ir. — GSL
Cabaref í 24 rósirnar
eftir Spónarferðirnar
Hljómsveitin Cabarett fer til
Spánar 31. mai næstkomandi og
mun spila þar á skemmtistööð-
um á vegum ferðaskrifstofunn-
ar Sunnu. Þegar heim kemur
inunu þeir hella sér beint i
plötuupptöku og er vonast til að
árangurinn komist á stóra
plötu, áður en langt um liður.
Upptakan mun fara fram i
hinu nýja 24. rása stúdiói þeirra
i Hljóðrita i Hafnarfirði. Vænt-
anlega verður þarna um fyrstu
eða eina fyrstu plötuna að ræða
sem verður tekin þar upp eftir
breytingarnar.
Eitthvað munu heimildir min-
ar fyrir fréttinni um uppsögn
Ingólfs Sigurðssonar, trommu-
ieikara i Cabaret, hafa ruglast,
þvi að i ágætu bréfi er ég fékk
frá hljómsveitinni i siðustu
viku, er þvertekið fyrir að hann
sé búinn að segja upp. Sannleik-
ann i málinu segja þeir vera
þann, að þegar það mál kom
upp, að hljómsveitin færi til
Spánar, þá kom i ljós að hann
yrði á sama tima á kafi i prófum
og þess háttar og myndi þvi ekki
geta farið til Spánar.
Stóð þvi til að fá annan
trymbil i hans stað, til þess að
leika með hljómsveitinni á
Spáni. Nú mun hins vegar hafa
ræst svo úr málunum, að Ingólf-
ur telur sig komast með.
Ég vil ljúka þessu greinar-
korni um Cabaret með þvi að
birta klausu úr umræddu bréfi,
sem mér finnst góð, og sýnir að
nokkru leyti viðhorf poppara til
þess sem er að gerast i kringum
þá i,,bransanum”. Klausan er
svona: „Það þykir vist alveg
nógu titt um mannaskiptingar i
bransanum i dag þó að við séum
ekki að skreyta siður dagblað-
anna með svoleiðis löguðu lika.
Það er kannski komið i tisku að
reka og ráða mannskap þegar
eitthvað á móti blæs”. _GSL
Sigurður Karls
hœttir í Pónik
Vill stofna hljómsveit með „góðum mönnum"
Sigurður Karlsson, fyrrum
trommuleikari með Change, er
hóf að leika með Pónik og Ein-
ari i Sigtúni fyrr i vetur, hefur
nú sagt upp starfi sinu þar frá
og með fimmtánda þessa mán-
aðar. Við starfi hans mun taka
Ari Jónsson er siðast lék á
trommur með hljómsveitinni
Sheriff og þar áður Borgis.
Sigurður hafði þann fyrirvara
á er hann réðist til Pónik, að
hann kynni að vilja hætta um
mánaðamótin mal/júni, og það
hefur hann gert en ekki mun
hann þó sitja auðum höndum
fram eftir sumri. Hann hefur i
hugaað spila meðgóðum mönn-
um i hljómsveit og eru helst til-
nefndir þeir Pálmi Gunnarsson
sem bassaleikari og Birgir
Hrafnsson sem gitaristi.
Ekkieraðefa að þar gæti orð-
ið um mjög góða nýja hljóm-
sveit að ræða. En hver skyldi
eiga að sjá um sönginn, fyrir ut-
an Pálma? — GSL
Barnaplata með Ruth
Júdas hf. sendi nýja barnaplötu
frá sér rétt fyrir helgina. Hún
nefnistSimmsalabimm og er með
hinni tiu ára gömlu söngkonu
Ruth Reginalds sem sló i gegn
með lögunum um Róbert bangsa.
Platan er mjög lifleg, með lög-
um eftir islenska og eríenda höf-
unda. Textarnirem eftir Þorstein
Eggertsson. Lög og textar eru i
þeim dúr að búast má við að þau
heyrist sungin um torg og stræti
innan tíðar.
Jón ölafsson, einn aðstandenda
Júdas hf., tjáði blaðinu að innan
tiðar kæmi plata með Sigrúnu
Harðardóttur frá fyrirtækinu. Þá
er einnig væntanleg plata með
Magnúsi Sigmundssyni (Magnús
og Jóhann, Change).
Jón sagðist hafa tekið upp þá
stefnu, að segjasem allraminnst
frá plötum áður en þær kæmu á
markað. Hann sagði að auk platn-
anna með Sigrúnu og Magnúsi
væru nokkrar aðrar i vinnslu en
^var ófáanlegur til að upplýsa
hvaða listamenn væru þar að
verki.
„Það kemur i ljós,” sagði Jón.
— ÓH.
Regmalds
WINGS í USA
Eins og fram hefur koinib i
fréttuin er Paul McCartney á-
samt eiginkonu og Wings um
þessar mundir á hljómleika-
feröalagi um Bandarikin. Þetta
er i fyrsta skipti sem Mc-
Cartney treður upp þar vestra
siðan árið 1966, I Candlestick
Stadium með bltlunum.
Eins og nærri má geta seldust
mibarnir að konsertum þeim,
sem fyrirfram var vitað hvar
yrðu, upp á svipstundu. Wings
höfðu þann háttinn á að þau á-
kváðu ekki fyrr en á síðustu
stundu. i hvaða húsi þau myndu
leika á hverjunt stað. Þetta
hafði það i för með sér, að þegar
átti að bóka Madison Square
Garden i New York, var staður-
inn upppantaður af sirkús....
Wings munu samt ekki gefast
upp og hafa ákveöiö að enda
ferðalag sitt um Ameriku I New
York 24.-26. mai, eða I tlma til
þess að komast á listahátið ef
þeini væri boðið á hana.