Vísir


Vísir - 08.05.1976, Qupperneq 8

Vísir - 08.05.1976, Qupperneq 8
8 Laugardagur 8. mai 1976. vism VÍSIR Útgefandi: Iteykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Kitstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurösson, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. útlitsteiknun: Arn£r Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11(»60 86611 Afgreiðsla: H verfisgötu 44. Simi 86611 Kitstjórn: Siðumúla 14. Simi86611.7 linur Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ógnun við mannslíf Óhugnanleg harka er nú komin upp í átökunum við breta. í ruddalegum ásiglingum bresku herskip- anna á fimmtudag var islenskum mannslifum stefnt i meiri hættu en líokkru sinni fyrr i þessum of- beldisaðgerðum breska flotans innan islenskrar fiskveiðilögsögu. Frásögn blaðamanns Visis, sem var um borð í bresku freigátunni Falmouth, er hún sigldi á Tý, varpar skýru ljósi á þá staðreynd, að breska ríkis- stjórnin er ekki einvörðungu að hlutast til um is- lenska réttargæslu, heldur er stefna hennar að ógna lifi áhafna varðskipanna. Blaðamaður Vísis varð vitni að þvi, þegar skip- herra freigátunnar gaf fyrirskipun um beina ásiglingu á varðskipið Tý. Jafnframt hefur hann greint frá þvi að skipstjóri á dráttarskipinu Lloyds- man hafi lýst yfir því að hann hafi fengið fyrir- skipanir um að laska varðskipin. Þetta er í fyrsta skipti, sem islenskur blaðamaður hefur getað skýrt frá því, hvernig slíkar ásiglingar eru undirbúnar af breskri hálfu. Hér er fenginn órækur vitnisburður um árásarstefnu bresku ríkis- stjórnarinnar. i þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga, að fyrir þessa ásiglingu hafði varðskipið slengt skutnum í herskipið. En á því er að sjálf- sögðu eðlismunur og beinni ásiglingu, jafn rosaleg og hún var. Eftir atburðina á fimmtudag hljótum við að taka upp miklu mun harkalegri og ósveigjanlegri afstöðu gagnvart bretum en fram til þessa. Mikill meiri- hluti þjóðarinnar hefur verið fylgjandi friðsamlegri lausn á deilunni við breta. En slík málalok eru nú fjarlæg eins og Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra tók skýrt fram i viðtali við þetta blað í gær. Breska ríkisstjórnin hefur ugglaust haft i hyggju, að með svo harkalegum aðgerðum mætti hrekja okkur til undanhalds. Þessi þvergirðingsháttur lýs- ir eindæma skilningsleysi bresku stjórnarinnar á stöðu sinni í máli þessu. Engum vafa er undirorpið að 200 sjómilna reglan verður viðurkennd að alþjóðalögum innan tíðar. Bretar eru því dæmdir til þess að tapa þessu heimskulega stríði. Sjálfir krefjast þeir 200 sjó- milna sér til handa, en fara svo með slíku ofbeldi, sem raun ber vitni um, gegn smáþjóð og samaðila að Atlantshafsbandalaginu. Fullgild ástæða er nú til þess að vekja á ný athygli á árásarstefnu breta í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Frásögn blaðamanns Visis um borð i bresku freigátunni ber órækt vitni um að breska stjórnin hefur gefið fyrirskipun um að sökkva varðskipun- um ef önnur ógnun dygði ekki. öryggisráðið verður að taka slikt mál til meðferðar og jafnvel ályktunar. Samhliða þarf rikisstjórnin að þrengja að bretum hvarvetna, þar sem við höfum itök og aðstöðu til. Vorfundi Atlantshafsbandalagsins verður að snúa upp i enn eina sókn gegn bresku stjórninni. Þannig einangrast hún smám saman. Eftir fundalotu hafréttarráðstefnunnar i New York hefur staða okkar i þessum efnum styrkst enn. Niðurlæging bresku rikisstjórnarinnar verður því meiri sem árásarstefna hennar verður óvægilegri. SÚ FIIEGN hefur ný- verið borist útum heim að Indira Gandhi, for- sætisráðherra Ind- lands, beiti sér nú fyrir þvi að niður verði lagð- ur með öllu sá vani að greiða heimanmund þegar kona er gefin. Ekki er með ólikindum að mörgum finnist fátt um. En hér er sannast sagna merkilegt um- bótamál á ferð. Samfélag hins indverska menningarsvæðis greinist ekki i aðskilin þjóðlönd. Vefnaður þesser allur annar en við þekkj- um hér vestra. Þar er fólki skip- að niður i kasta sem halda sér að nokkru aðgreindum, og aðal- lega með þvi að ekki þykir hæfa að stofna til mægða útyfir vé- bönd kastans. Gjarnan kvænast menn innanættarsinnar,en föst regla er það samt ekki. Mest er um vert að hjón séu af svipuðu bergi brotin. Engan NÝIR SIÐIR RYÐJA SÉR Tll RIÍMS Á INDIANDI Kona aldrei keypt Grundvallar eining hins ind- verska samfélags er stór- fjölskyldan. Kona flytur til manns sins og gengur inní fjöl- skyldu hans, en segir skilið við sina. Hún var aldrei keypt, þvi húnvar oger mikils metin i sinu hlutverki. Hinsvegar á að skila með henni hlut hennar af eign- um hins sameiginlega fjöl- skyldubús. Þannig er heimanmundurinn til kominn. En heimanmundur er jafnan miðaður við samfélagsstöðu fremur en efnahag. Snauður faðir verður þvi að greiða álika mikið og auðugur ef hann er af svipuðum stigum, einkanlega ef honum er framt um að gifta dóttur sina vel. Þetta hefur þvi auðsýnilega i för með sér að það að eiga syni er fyrirheitum auðlegð, en dæt- urnar tákna yfirvofandi tjón. Að eiga marga syni 1 hinu forna samfélagi Ind- lands var ellitryggingin fólgin i þvi einu að eiga marga syni, og svo er raunar enn. Þessvegna keppast hjón við að eignast börn. Ef þeim fæðast einvörð- ungu dætur framanaf vilja þau alls ekki hætta barneignum fyrr en sonur er kominn I heiminn, eða helst synir. Og þau sem verður margra sona auðið, snemma i hjónabandinu geta einsvel haldið áfram að hlaða niður börnum þvi þau eru i rauninni ágætlega á vegi Margir feður verða að hleypa sér i skuldir til að koma dætrum sinum sómasamlega i það heilaga. Lán má taka hjá vixl- ara, eða svo var einkum fyrr- um, en honum gjaldast háar rentur. Kannski verður faðir sem vill gifta dóttur sina vel að selja bújörðina seinna og gerast leiguliði, ellegar hann kemst á vonarvöl þegar harðnar i ári. Og þótt ekki fari svo hörmulega má búast við að sonurinn verði að axla skuldabaggann sem ef til vill þrúgar fjölskylduna i nokkra ættliði svo heldur við sárri neyð. Að visu hagnast fjölskylda brúðgumans, en vixlarinn græð- ir þó meira. Almúgamaður sem erjar jörðina er heldur ekki sér- lega vel að sér i peningamálum, og ein einasta lántaka getur c Sigvaldi Hjálm- arsson skrifar: J nægt til að ófyrirleitinn okrari fái læst i hann klónum til að mergsjúga hann til æviloka. Missa jörðina sina Menn á Vesturlöndum spyrja hvi einlægt þurfi að vera að skipta stór-jarðeignum milli smábænda á Indlandi, hvort stórjarðirnar séu ekki einhvem- tima til þurrðar gengnar. En sannieikurinn er sá að fyrir kemur að bændur missa nýfeng- ið jarðnæði aftur til stóreigna- manna og braskara, kannski af hallæri þegar úrkoma bregst, einkum þarsem tregt er um á- veitur, en einnig vegna skulda- söfnunar af fjárútlátum við brúðkaup dætra sinna. Hér á ofan bætist hinn mann- legi vandi. Ef gifting dótturinn- ar er fjárhagsleg byrði er siður möguleiki að hún fái þann mann sem hún kýs sér helst. Raunar er sagt að indverjar verði frem- ur ástfangnir eftir hjónavigslu en fyrir, og kannski er það eins gott, en ýmsar sorgarsögur má tina til af mislukkuðum hjóna- böndum sem til var stofnað af hreinni neyð. Dætur i fjölskyldunni geta þannig orðið áhyggjuefni, og bræður þeirra lita þær horn- auga. Og fyrir þvi er svo komið að hin fomu réttindi frjálsbor- innar konu, að fara úr föður- garði með sinn hlut af sameigin- legum eignum fjölskyldunnar, hefur fyrir kaldhæðni örlaganna breyst i ógæfu i mörgum tilfell- um, svo betra væri að hún mætti kveðja slypp og snauð. Neita heimanmundi Indira Gandhi reynir nú að út- rýma þessu þjóðfélagsmeini. Hún hefur vakið hreyfingu i þá átt að fá unga menn til að neita að taka við heimanmundi með konuefni sinu, og reynt er að leiða feðrum, sem dætur eiga, fyrir sjónir að þeim beri engin lagaskylda til að inna slika greiðslu af höndum. Hún hefur að þvi er virðist engar fyrirætlanir um að lög- leiða bann við greiðslu heiman- mundar, enda kannski skyn- samlegast, þvi þá mætti snúa vörn I sókn og segja að hún ráð- ist að fomum hefðum I skjóli þess að hún hefur allra manna mest völd i landinu hvemig sem á er litið. Hún vill láta breyting- una koma frá fólkinu sjálfu, og henni hefur orðið vel ágengt á skömmum tima. Sú venja að greiða heiman- mund með brúði rikir á landinu öUu og yfirleitt meðal allra stétta . Mest þörf er á umbótum i þessu efni úti sveitum. En þar er lika örðugast að koma þeim i gegn. Það er seinlegt að ná til hundraða milljóna sem hvorki kunna að lesa né skrifa. En það er Indira að reyna þessa mánuði og þeir sem með henni vinna að þessu merka framfaramáli, kannski hinu merkasta tilsamfélagsbóta sem reynt hefur verið að hrinda i framkvæmd á Indlandi hin sið- ari ár.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.