Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 9
vism Laugardagur 8. mal 1976. Sendur - boð herrans kenndi Eftir að kirkjulaust haföi verið á Klaustri 1115 ár var þar aftur vlgð- ur helgidómur 17. jáni 1974. Haföi verið safnað fé tii kirkju- byggingarinnar undanfarin ár, m.a. höfðu margir sýslubúar gefið lamb á hverju hausti. Auk þess kom rlflegur styrkur úr rlkissjóði. Kirkjan er helguö minningu Eldklerksins og I hugum allra Vestur- - Skaftfellinga órjúfanlega tend eldmessunni og öðrum merkum þátt- um I lifi og starfi sr. Jóns Steingrimssonar. Eldmessutanginn I farvegi Skaftár viö svonefndan Tóluhvamm fyrirutan Systrastapa. Þar stöðvaðist hraunrennslið meðan á Eld- messunni stóð. Frá þvi segir sr. Jón svo I Eldriti slnu: „Eftir em- bættið, þegar fariö var að skoða hvað eldinum hefði áfram miðað, þá var það ei um þverfótar, frá þvi hann var kominn fyrir það, heldur hafði hann um þann tima og I þvi sama takmarki hlaðist saman og hrúgast hvað ofan á annað þar I afhallandi farveg hér um 70 faðmar á breidd, en 20 faðma á dýpt, sem sjáanlegt verður til heimsins enda, ef þar verður ei á önnur umbreyting.” Það er ekki ófyrir- synju, að ofanletruð yfir- skrift er hér á Kirkjusíð- unni að þessu sinni, þegar hún birtir nokkrar mynd- ir af því, hvernig Vestur- Skaftfellingar rækja minningu ,,héraðsdýrðl- ings" síns — sr. Jóns Steingrímssonar. — Þessi orð: ,,sendur— boð herr- ans kenndi" eru letruð á legstein sr. Jóns og mad. Þórunnar i Klaustur- kirkjugarði. ,,Sendur" — Síra Jón Steingrímsson var, hvorki að ætt né upp- runa Skaf tf el lingur. Fyrir sérstakar ytri að- stæður barst hann frá ættbyggð sinni í Skaga- firði suður á land, fyrst í Mýrdal þar sem hann dvaldi í 22 ár, eftir það á Síðunni í tæpan áratug til dauðadags — 11. ágúst 1791. Á þeim árum dundu Móðuharðindin yfir. Þá sýndi það sig vel, til hvers Guð hafði sent Skaftfell- ingum Jón Steingríms- son. Það er vafamál, hvort nokkur prestur hefur reynzt söfnuði sín- um jafntrúr og hollur hirðir og sr. Jón gerði í ógnum Skaftárelda. Um hlutverk sitt kemst hann svo að orði í Ævisögu: ,,Því mitt sigt var ei ann- að en að standa vel á mín- um pósti með trú og dyggð fyrir Guði, hvernig sem veröldin léki mig út. Sá ég nú af öllu, að Guð hafði útvalið mig og ráð- stafað mér hingað að þénahérhans kristni...", Eins og allir þeir bezt þekkja, sem kynnt hafa sér æviferil sr. Jóns Steingrímssonar og lesið hafa hans ágætu rit, var hann alveg sérstaklega mikill og fjölhæfur háefi- leikamaður. Hann var mikill framkvæmdamað- ur í búnaði. Hann var happasæll formaður og skrifaði leiðbeiningar um sjómennsku. Hann lagði sig fram um að kynna sér lækningar og varð f jölda manns að ómetanlegu liði á því sviði. Hann var gott skáld og afburða rit- höfundur eins og hans ágæta ævisaga og önnur rit bera órækan vott. En allt voru þetta auka- hlutverk í hinu stórfeng- lega lífsdrama sr. Jóns Steingrímssonar. Aðal- hlutverkið var hið trúar- lega, kirkjulega. Eld- klerkurinn var fyrst og fremst kennimaður, út- valinn Guðs þjónn, sem vissi að hann var ,,sendur til að boða Hans orð". Prestsbakkakirkja stendur I miðjum Bakkavelli, spölkorn frá bæn- um, reist á árunum 1857-59 og vigð á skirdag 1859, sem þá bar upp á 1. sumardag. Prestsbakkakirkja er reisulegt hús, með stærstu sveitakirkjum, byggð fyrir konungsfé og enn er á turni hennar fangamark Friðriks 7. A 100 ára afmæli Prestsbakkakirkju árið 1959, gáfu kvenfélögin á sókninni kirkjunni þennan forláta-kirkjugrip — sklrnarfont prýddan útskurði eftir Rlkharð Jónsson — úr sögu Jóns Steingrlmssonar. Ein myndin sýnir fólkið ganga til kirkju Eldmessudaginn, önnur þegar sr. Jón blessar yfir söfnuðinn, og hin þriðja þegar hann gengur i fararbroddi fólksins vestur i Stapaskarð og sér að hraunið hefur stöðvast i Eldmessutanga. Legsteinn sr. Jóns Steingrlmssonar og Mad. Þórunnar I kirkjugarð- inum á Klaustri. — A þeirri hlið hans sem sést öli á myndinni stendur: Hér undir hvllir, blundað hold prófasts, þakið foldu, séra Jóns Stein- grlmssonar. Sendur, boö herrans kendi. Skaftafelissýslu skartið skæra bar list og æru. Lifir hans minning ljúfust, látinn þó öldin gráti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.