Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 15
VISIR Laugardagur 8. maí 1976. 15 Spáin gildir fyrir sunnudaginn 8. maí. Hrúturinn 21. mars—20. april: Mistökum þinum hættir til að koma upp á yfirborðið i dag, en samt ætti það ekki að hafa nein á- hrif á framamöguleika þina. NautiÖ 21. aprll—21. mai: Þú hefur samband við einhvern fjarstaddan ættingja og fréttir þaðan munu gleðja þig mjög. Taktu lifinu með ró heima við i kvöld. Tviburarnir 22. mai—21. júni: Þetta virðist ætla að verða hálf- varasamur dagur, farðu vel með heilsuna. Þú ættir að fara i heim- sókn til vina og ættingja. Krabbinn 21. júni—23. júlí: Rómantikin blómstrar i kring: um þig og þú hefur þann hæfileika að draga margt fólk að þér. Þú skemmtir þér vel. Ljónib 24. júlí—23. ágúst: Leggöu meiri áherslu á að fram- kvæma hugsjónir þinar en þú hef- ur gert til þessa. Þú þarft að gefa meira af sjálfum þér, það borgar sig að taka tillit til annarra. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Þú ert óvenjulega málgefin(n) og þú munt lenda i skemmtilegum viðræðum. Ættingjar þinir veita þér mikinn stuðning i málum sem þú þarft að berjast fyrir. Vogin 24. sept.—23. okt.: Þú skalt eiga von á einhverjum breytingum i lifi þinu, sem þú ert ekki sátt(ur) við. Dagurinn verð- ur að öðru leyti góður. Drekinn 24. okt.—22. nóv.: Það bendir allt til að þú munir skemmta þér vel i dag. Farðu i ferðalag og skoðaðu þig vel um. Kvöldið verður eftirminnilegt. Bogmaöurinn 23. nóv.—21. des.: Vertu viðbúin(n) þvi að þurfa að hjálpa öðrum i dag. Það sem þú gerir fyrir aðra, verður þér laun- að margfaldlega siðar. Steingeitin 22. des.—20. jan.: Þú þarft á mikilli einbeitingu að halda viðvikjandi einhverju starfi sem þú hefur tekið þér á hendur. Láttu ekki blekkjast af bliðmælgi annarra. Vatnsberinn 21. jan.—10. febr.: Þér hættir til að flækja þér i ein- hver vandamál i dag, sérstaklega i skiptum viö hitt kynið. Þú þarft á öllum þinum fortöluhæfileikum að halda. Fiskarnir 20. febr.—20. mars: Þú skalt leita sannleikans i dag, og grennslast fyrir um hvort lif þitt undanfarið ár hefur verið byggt á sandi. Reyndu að auka viðsýni þina við lestur góðra bóka. á Sabor, ljónynjuna, sem hugðist verja hvolpa sina. hann varð að verja sig. Ég er hræddur um að minnið sé að leika á þig. KHN<g____g-ll <2Qg1liin :QZQ ^QŒ- LLgUJQQ- J>-(/)< tá J<*-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.