Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 11
vism Laugardagur 8. mal 1976. Úra*urðt,tt wrf'.?0"® i Greinarnar byggjast á sakadómsbók- um, lögregluskýrslum og dómsskjölum Snemma morguns 15. september 1969 var til- kynnt til lögreglu, að fólksf lutningabifreið lægi á hliðinni i Leirvogsá á Kjalarnesi. Við athugun fannst lík af ungum manni/ Arnari Hjörtþórs- syni, 21 árs gömlum/ ein- um kílómetra neðar í ánni. Sú ályktun var strax dregin að þarna hefði orðið slys. Þvi hefur hins vegar verið haldið fram/ að Arnar heitinn hafi verið látinn áður en bif- reiðin fór i ána. Því hef ur verið haldið frarri/ að hann hafi verið myrtur. Rannsókn málsins leiddi ekki i Ijós, að svo hefði verið. i þremur greinum, sem birtar verða hér í blaðinu, verður málið rakið og sýnt fram á, að rannsókn þess hafi verið slæleg, og alls ekki af- sannað þá hugmynd, að slys haf i verið sett á svið. Faðir Arnars, Hjörtþór Ágústsson, rafvirkja- meistari, hefur í sex og hálft ár unnið þrotlaust starf til þess að komast að sannleika málsins. Hann hefur ekki náð eyr- um dómsyfirvalda. Árið 1971 var ég starf- andi blaðamaður og skrifaði tvær fréttir um Leirvogsármálið eins og það hefur gjarnan verið nefnt. Siðari fréttin var að uppistööu til samtal, sem ég átti við fulltrúa saksóknara. Af því sam- tali dró ég þá ályktun, að mál þetta væri úr sögunni og ekki lengur fréttnæmt. Nú hef ég hins vegar átt þess kost að kynna mér öll gögn malsins. Þau haföi ég ekki undir hönd- um árið 1971. Af þeim sé ég, að með tilsvörum sak- sóknarfulltrúans var ég blekktur. i minum huga nú er málið alls ekki úr sögunni. — Allt sem kem- ur fram i greinunum er byggt á lögregluskýrsl- um, endurritum úr saka- dómsbókum, dómsskjöl- um, samtölum við Hjört- þór Ágústsson, auk bréfa, sem Hjörtþór hefur sent embætti saksóknara. — HH. april 1971 sagði þessi maður, að hann teldi óliklegt, að pilturinn, sem fannst látinn, hefði ekið rútunni. Benti hann á, að sá sem ekið hefði bifreiðinni hefði átt að sleppa einna best frá slysinu og auk þess hefði hverjum sem var verið ókleift að aka bifreiðinni i þeirri stöðu, sem bilstjórasætið var. Þessi maður itrekaði þessa skoðun sina við undirritaðan fyrir nokkrum dögum. 1 vottorði, sem lá fyrir réttin- um 1971 segir meðal annars: ,, .... ég hef átt mjög bágt með að trúa þvi að sá er ók umræddri bifreið hefði getað fallið út úr henni sökum þess hversu þröngt er um bifreiðarstjórann er ekur, með fæturna undir stýrishjóli, girstöng, handhemill og mótor- kassi til hægri hliðar við mann og illmögulegt að komast undan stýri nema færa sætið aftur i sleðanum. Tala ég þar af eigin reynslu, þar sem ég hef ekið þessari bifreið.”. • 221.grein almennra hegningarlaga Hér talar maður af reynslu, en þegar dómur er felldur kem- ur i ijós, að ekkert hefur verið gert með framburð hans. Skoð- un hans er sú, að óliklegt sé, að Arnar heitinn hafi ekið bifreið- inni. Þótt augljóst sé, er rétt að benda á til undirstrikunar, að látinn maður færir ekki saéti aftur og hafi Arnar ekið rútunni, en ekki látist samstundis, fært sætið aftur og tekist á einhvern hátt að skreiðast út úr henni, þá er afbrot hins dæmda manns mun alvarlegra en ákæra hljóð- ar upp á, þvi þar með yfirgefur hann dauðvona mann og varðar slikt við 221. grein refsilaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er i lifsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lifi eða heilbrigði sjálfs sin eða annarrra i háska, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef máls- bætur eru.” Hinn dæmdi maður fór heim að sofa. Hinn möguleikinn er svo sá, að Arnar hafi ekki ekið rútunni. Og sé gert ráð fyrir, að hann hafi verið i henni, þegar henni var ekið út i ána og látist i slys- inu, þá hefur ökumaðurinn sloppið lifandi. Og sé gert ráð fyrir, að hinn dæmdi segi satt við lögreglu- yfirheyrslur og fyrir dómi, að þeir Arnar hafi aðeins verið tveir i rútunni, þá hlýtur hann að hafa ekið rútunni. Þar með hefði ákæra átt að hljóða upp á m.a. ölvun við akstur, brot á ótöldum greinum umferðar- laga, fyrrnefndri 221. grein refsilaga og manndráp af gá- leysi. 1 220 grein refsilaga segir t.d., að „Hver, sem kemur manni i það ástand, að hann er án bjarg- ar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, i sliku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.” Og auk þess hefðu aðstandendur hins látna geta gert kröfur um skaðabætur. • Baráttan við kerfið Þetta eru vangaveltur, en ekki ástæðulausar, þvi min skoðun er sú, að vegna lélegrar rannsóknar málsins, sé erfitt að réttlæta að dómur hafi yfirleitt verið kveðinn upp árið 1971. Til þess eru gögnin of gloppótt. Allt frá fyrstu dögum rannsóknar málsins hefur faðir Arnar, Hjörtþór Agústsson, raf- virkjameistari, verið rannfærð- ur um sakleysi sonar sins i máli1 VSr t»kin Ifn “í..?4 ÍMnn li«no BÞRIDJIMADIIRI ‘ MEDIFÖRINNI? birtlst frétt i AlþýðUblafflnu und- ir fyrlrsðgninni „Vorn fielri i bif reiffinni?“ Daginn eftir játaffi svo maffur nokkur, aff hann hafl veriff { bifreiffinnl. Þegar rannsókn málslns var iokiff. var þaff sent saksóknar?. -f’-**'*'*Q pi\ bav»n cþ*íI máliff tll sakadóms Reykjavíkur og fariff fram á umrannsókn máls ins. Hafa komiff fram mffrg at- riffi, sem benda til þess, aff ekki séu öil kurl komin tU grafar. Meffal anrais kemur til álita, aff fltiri en tveir menn hafi veriff í bUnum og einnig þaff. aff piltur- inn. sem léat, haft ekki okiff Mf- reifflnnL Þá befur einnlg kátniff i iýós, u* maffur nokkur hér i bæ sagffi aff minnsta kosti f jórum mffnnum frá I þvf, aff pOturinn, sem lézt háfll látizt i bfislysi þá um nóttiaa.J Framii 4 HV 11. þessu — og unnið sjálfstætt rannsóknarstarf til að komast að sannleikanum i þvi. Hann er ekki bara sannfærður um, að sonur hafi hafi ekki stolið rút- unni, eins og fram kemur i ákæru á féiaga hans, heldur jafnframt, að sonur hans hafi veriðlátinn áður en bifreiðin fór i Leirvogsá.Hanner sannfærður um, að alvarlegur glæpur hafi verið framinn, og hann telur ekki loku fyrir það skotið, að sonur hans hafi verið myrtur. Þessa skoðun sina hefur hann látið i ljós við rannsóknarlög- reglumenn, sakadómara, fulltrúa saksóknara, ráðu- neytisstjóra og fleiri starfs- menn dómsmálaráðuneytisins, og auk þess við dómsmálaráð- herra — og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Enginn þessara manna vaknaði af þyrnirósarsvefninum, sem virð- ist vera alger i rangölum dóms- kerfisins. Hér verður að sjálfsögðu eng- inn dómur lagður á hvort faðir- inn hefur rétt fyrir sér eða ekki. A það skal hins vegar lögð áhersla, að öll þau gögn, sem hann hefur aflað sér umfram dómskjöl málsins varpa nýju ljósi á það og eru beinlinis rök- stuðningur fyrir þeirri staðhæf- ingu, sem ekki er hægt annað en að taka undir, að málið sé óupplýst. • Málið verði tekið upp að nýju Við athugun á skjölum máls- ins kemur ekkert fram, sem bendir til þess, að alvarlegur glæpur hafi ekkiverið framinn. En með þvi að fara ekki i saum- ana á skjölum málsins gera rannsóknarlögreglumenn eða öllu heldur rannsóknarlögreglu- maður, fulltrúi sakadóms Reykjavikur og saksóknara- embættið sig seka um stórkost- lega vanrækslu i starfi. Þvi hver svo sem sannleikurinn i málinu er, þá er þó eitt vist, að hann verður ekki ráðinn af þeim gögnum, sem saksóknari byggði ákæru sina á og dómarinn dæmdi eftir. Það sem vakir fyrir Hjört- þóri, föður Arnars heitins, er að hreins mannorð sonar sins. Og til þess að komast að sannleika málsins er ekki nema um eitt að ræða: Að málið verði tekið upp að nýju og leitað svara við ó- töldum spurningum og vafaat- riðum, sem marka má af gögn- um málsins. Þetta verður ekki gert nema með þvi að kanna hvort vera kunni, að einhver viðriðinn málið skjóti sér á bak við látinn mann, sem ekki er til frásagnar. Faðirinn litur svo á, eins og allt venjulegt fólk, nema ef vera skyldi „verserað” fólk i laga- krókum, að sonur hans hafi verið sakfelldur i máli þessu á óbeinan hátt. Akæruvaldið og dómari málsins gæta þess reyndar að nefna hvorki i ákæruskjaii né dómsniðurstöðu fullt nafn Arnars Hjörtþórsson- ar, heldur er nafn hans skamm- stafað með upphafsstöfunum A.H. — og þess er einnig gætt að nota orðin „að sögn ákærða” þegar vikið er að þætti Arnars. Þessir varnaglar breyta þvi hins vegar ekki, að Arnar er dreginn inn i málið, þótt varlega sé áð farið i orðalagi. • Enginn til frá- sagnar nema ákærði A það verður að benda, að samkvæmt skjölum málsins er enginn til frásagnar um hvað bar til umrædda nótt, nema ákærði. Engin örugg vissa er um það, að Arnar heitinn hafi ekið bifreiðinni. Auk þess bera skýrslur með sér, að litt er á frásögn hins dæmda manns byggjandi. Þá verður einnig að vekja athygli á þvi að áður en dómur gekk i málinu, þá lét rannsóknardómarinn hjá liða að rannsaka af sjálfsdáðum og sjálfstætt ýmis veigamikil atriði sakarinnar. Um sum atriði virð- ist dómarinn einvörðungu byggja á skýrslum lögreglu- manna og kannar ekki af eigin hvötum mikilsverð atriði máls- ins. Með þvi brýtur hann frek- lega gegn réttarfarsákvæðum 73. greinar laga nr. 74/1974. 1 þessari lagagrein er tekið fram um skyldur dómara, að þótt sökunautur hafi játað á sig brot „þá skal dómari.allt að einu prófa það hvort sú játning er sannleikanum samkvæm”. Eftir þvi, sem mér skilst mun það vera lenska við dómara- embætti á Islandi að vinna á þennan hátt, þ.e. sá starfsháttur tiðkast gjarnan að kynna sak- borningi skýrslu lögreglu og láta hann síðan tjá sig um hana. En samkvæmt 73. grein á fyrst að spyrja sakborning um ein- stök atriði og siðan að kynna honum hana, þegar ekki er lengur hætta á, að hún hafi áhrif á framburð hans fyrir dómin- um. Dómarinn á semsagt að gera athugun á sannleiksgildi framburðar sakborningsins. í ljósi þessa verður vanræksla dómarans raunar enn alvar- legri, þegar litið er til þess hversu illa unnar og ófullkomn- ar sjálfar lögregluskýrslurnar eru. Tilgangur þessara orða er ekki beinlinis að varpa rýrð á viðkomandi embætti sem slik, heldur fremur sá, að benda á hvers konar hroðvirkni og jafn- vel áhugaleysi hefur verið rikj- andi við rannsókn þessa tiltekna máls. Faðir hins látna hefur itrekað óskað eftir endurupp- töku málsins, en ég lit svo á, að þessi krafa sé ekkert einkamál hans. Almenningur i landinu á beinlinis kröfu á, að málið verði rannsakað frá grunni á nýjan leik. Með þvi að láta slikt undir höfuð leggjast er þverrandi til- trú fólks á dómvörsluna á Is- landi enn á ný gefinn byr undir báða vængi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.