Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 23
23 Hvenœr verða Ijóns- ungarnir fleygir? Forvitinn lesandi skrifar: Margt er skrýtið i kýrhausn- um og þótt víðar væri leitað. Eitt af þvi sem vekur undrun mina er umtal um afkvæmi ljónanna i Sædýrasafninu. Þar i safninu fæddust i vetur, að þvi er fréttir hermdu ljóns- ungar, ég man nú ekki hvað margir. Þessi atburður átti sér stað minnir mig á kvennafri- daginn, og er það i sjálfu sér mjög ánægjulegt og skemmti- legt að ljónunum skyldi fjölga. Það er að segja ánægjulegt fyrir þá sem sækja safnið heim, hvort sem þaö er ánægjulegt fyrir ljónin að fæðast til sennilega lifstiðardvalar i búri. Ég er hins vegar ekki alveg með á nótunum, þegar talað er um ljónsunga.Ég hef vanist þvi að ungar væru afkvæmi fugla, rétt eins og hundarnir eignast hvolpa, kettirnir kettlinga og rollurnar lömb. Það væri alveg þess virði að skreppa suður í safn þegar þcir fara að fljúga ungarnir. En fyrst nú ljónin afrekuöu það að eignast unga, hvenær verða þeir þá fleygir? Ég hefði dálitið gaman af þvi að fá fréttir af þvi, mundi jafnvel bregða við og skjótast suður i safn til að sjá þá fljúga. Annað atriði mætti nefna, fyrst ég er á annað borð farinn að ræða um Sædýrasafnið og það er sú gifurlega fjölbreytni sem virðist vera orðin i þeim flokki dýra sem nefnast sædýr. Auk fiska og sela og annarra dýra sem ég hef lengi haft rök- studdan grun um að lifðu i sjó, þá eru komnir i flokkinn, krummar, kindur, hreindýr og apar auk hinna margumræddu ljónsunga. Virkilega athyglis- verð þróun. Staða breta i landhelgisstriði viðokkur eralgjörlega vonlaus. Þeir haga sér I dag, með þvi að senda inn fleiri freigátur, eins ogmaöur sem hefur lent i sjálf- skaparvitis sjálfheldu, sem sog- ar hann lengra og lengra niður. Hann skortir kjark til þess að drifa sig út úr sjáldheldunni. Eftir þvi sem lengri timi liður og lengra er sogast niður upp og breska stjórnin hefði lát- ið landhelgisstriðið við islend- inga fjara út, ef ekki hefði kom- ið til aðgerð bresku togarasjó- mannanna, sem stilltu bresku stjórninni upp við vegg og drógu hana ennþá lengra út i ófæruna? Til þess að skilja þetta náið, verður að skyggnast tæknilega inn i tækjabúnaðinn, sem beitt er i þessu striði. Ekki er bretum um gegn bretum og þá voru skuttogararnir einfaldlega ekki komnir til sögunnar. Freigátur og varðskip Þegar athuguð er bygging freigátanna, sem ganga um 30 milur eða meir liggur ljóst fyrir, að skip, sem hafa eiga síikan gang, verða að vera eins létt- byggð og mögulegt er, þvi hver sentimetri i djúpristu þýðir á- kveðna aukningu i mótstöðu sem eingöngu aukið vélarafl getur yfirunnið. Aukið vélarafl krefstaukinnar þyngdar, þar af leiðandi meiri djúpristu og svo koll af kolli. Þvi verða verk- fræðingarnir, sem hanna slik skip að spara i þyngd eins og mögulegt er. Þvi eru skrokk- arnir á freigátunum hafðir eins léttbyggðir og frekast er mögu- legt. Þetta sést undir eins á skrokki skipsins, er hann er skoðaður i höfn, þvi að byrðing- urinn er úr svo þunnu efni, að hægt er að telja böndin i skips- skrokknum eins og rifbein i hor- aðri manneskju. Þetta var hverjum opið að sjá, er þessar freigátur komu hér I höfn fyrr á árum milli striða. Það er staö- reynd að breski flotinn á ekki skrokksterkari skip en þessi með yfirburðargangi yfir is- lensku gæsluskipin. Þessi leikur var nokkuð jafn. tslensku varð- VONLEYSI BRETA minnka möguleikarnir á þvi að hann nái sér út úr hringiðunni. Fullkomlega dæmigerð er sú á- kvörðun bresku rlkisstjórnar- innar nú, að senda tvær freigát- ur til viðbótar á íslandsmið. Eru þá orðnar milli 25 og 30 freigát- ur bundnar I landhelgisstriðinu við islendinga eða um það bil allur tiltækur freigátufloti breta. Þótt hann sé stærri, þá er restin ekki talin vera I tiltæku á- standi og þarf mikillar lagfær- ingar. Búnaður breta i striðinu Hvað orsakaði að bretar voru raunverulega búnir að gefast fært i dag að nota drápstæki sin og standa i þvi að drepa fólk fyr- ir nokkur þorskkvikindi, á ts- landsmiðum, þeir timar eru liðnir. Þá er ekkert ráð tiltækt annað en að beita skipum, sem ganga meira en okkar landhelg- isgæsluskip og láta þau sigala á okkar skip, þegar islensku gæsluskipin eru að nálgast bresku landhelgisbrjótana og koma á þann hátt i veg fyrir að islensku gæsluskipin komist að með klippurnar. Bretum tókst þetta án þess að verða sér til stórskammar i fyrri þorska- striðum, eingöngu vegna þess, að islendingar tefldu aldrei fram nægjanlega mörgum skip- skipin, þótt skrokksterkari væru, voru hvergi með þann yfirburðarstyrkleika, að skrokkur þeirra rifi upp bresku freigátumar og gerði þær ósjó- færar. Úr þessu varð það þras ásiglinga sem allir landsmenn þekkja, sem eflaust hefði haldið áfram og veitt bretum nokkra samningsaðstöðu gagnvart is- lendingum. Skuttogarar fyrsta flokks varðskip Kringum 1955 byrjaði skut- togaraþróunin. Tæknibúnaður skuttogarans krefst mikilla og stórra gálga miklu stærri og Pétur Guöjónsson ^ skrifar hærri og meiri en notaöir eru á siðutogurum. Þessir stóru og miklu gálgar krefjast gifurlegs styrkleika á afturhluta skrokks- ins jafnframt þvi sem afturendi skrokksins er þver og þvi aftur- hornin hvöss en ekki ávöl eins og á varðskipunum. Væri fróð- legt fyrir fólk að labba sér niður á höfn og sjá þetta með berum augum. önnur tilviljun er kem- ur Islendingum nú að gagni er sú staðreynd, að pólskbyggðu togararnir eru með sérstaklega ganglagaðan skrokk og vélar yfir 3000 hestöfl sem færir þeim um 17 milna gang, sem er meiri gangur en bresku dráttarbát- arnir ráöa yfir og eins mikill og sum varðskipin ráöa yfir. Þessi atriði sá Auðunn Auðunsson fyrstur manna i sambandi viö landhelgisgæsluna að hér áttum við i það minnsta 6 fyrsta flokks varðskip i formi þessara gang- miklu 750 tonna skuttogara. Margir góðir menn tóku hönd- um saman um að koma þessari hugmynd á framfæri við stjórn- völd. Það er ekki fyrr en Baldur er kominn i átökin við bretana að lukkuhjólið fer að snúast við fyrir okkur og við að öðlast yfir- burðarstöðu i striðinu. Aftur- endinn á Baldri reynist svo sterkur að hann ristir upp blikk- dósaskrokkinn á bresku freigát- unum og gerir tvær ósjófærar og þær þurftu að snáfa heim á 5 dögum nú fyrir nokkru. Svo er Ver bætt við og þá geta íslend- ingar beitt tveim skuttogurum og 4 venjulegum varpskipum i einu gegn 4 freigátum breta og þá var útséð með stöðuna. Islenska landhelgisgæslan var búin að ná yfirburðarstöðu og kom gjörsamlega i veg fyrir nokkurn árangur af veiðum breta með þvi að brjóta niður varnir freigátanna, sem voru búnar að fá fyrirskipanir um að reyna ekki ásiglingar vegna þeirrar staðreyndar, að þær hafa ekki skrokkstyrkleika á við islensku landhelgisgæsluna, þegar skuttogararnir eru komn- ir til sögunnar. Flotamálaráðu- neytinu ofbauð skemmdirnar og viðgerðarkostnaðurinn og þeir menn, sem eru mótfallnir stefnu bresku stjórnarinnar hófu gagn- rýnisaðgerðir i breska þinginu sem orsakað geta aö lokað verði fyrir fjárveitingar til fram- kvæmda á þessari fáránlegu stefnu bresku rikisstjórnarinn- ar. Það liggur fyrir i dag sú staðreynd, að freigáturnar duga ekki gegn islensku landhelgis- gæslunni. Þetta staðfestist i gærkvöldi, er Baldur rifur upp freigátuna Mermaid og gerir hana óvigfæra sem orsakar að þá eru aðeins tvær freigátur eft- ir tiltækar á móti Tý, Baldri og Öðni, sem gaf okkar þriðja skipi frjálsar hendur að ráðast að bresku tngurunum. Þvi fengu bresku togararnir skipun um að hifa upp undir eins og þessi staða var komin upp. Stigmögnun striðsins Bretar hafa nú ákveðið að bæta við 2freigátum i flota sinn hér við land. Skv. öllum grund- vallarreglum afl og herfræði er ekki til nema eitt svar. Stig- mögnun verður að svara með stigmögnun, aukinni stigmögn- un ef tiltæk er. Þessi regla er kennd i öllum herfræðiskólum, jafnt hvort þeir eru austur i Peking, Moskvu eða vestur i WestPoint i Bandarikjunum. Ef þetta er ekki gert hefur óvinur- inn náð yfirburðarstöðu. Þvi er ekki um annað að ræða en að is- lenska rikisstjórnin tilkynni strax i dag að hún ætli að taka 3 skuttogara til viðbótar i’ Land- helgisgæsluna. Hér eftir verður undansláttarstefna Morgun- blaðsins og örlítillar kliku i Sjálfstæðisflokknum að vera dauð. Eftir þessar siðustu að- gerðir breta krefjast islenskir þjóðarhagsmunir allra krafta þjóðarinnar i allsherjarbaráttu gegn bretum. 7.5. 1976 — Pétur Guðjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.