Vísir - 08.05.1976, Blaðsíða 24
VfSIR
Laugardagur 8. maí 1976.
... V
Norðmenn
lóna bauju
til veður-
athugana
við ísland
VEÐURSTOfr
islanos
S.8GCOO
Veðurathugunarbaujan liggur
nú við austur-hafnargarðinn i
Reykjavik en eftir helgi verð-
ur hún flutt með var skipi til
þess staðar sem hún verður á
næstu 6 mánuði.
Ljósm. Loftur
• •
Norðmenn og islendingar
hafa samvinnu um að leggja
út sjálfvirka vcðurathugunar-
bauju við island. Þetta er gert
i tilraunaskyni og mun baujan
verða staðsett 200 milur vest-
suð-vestur af Reykjanesi um 6
mánaða skeið.
Baujan mælir vindátt og
vindhraða, loftþrýsting, lof-
hita og sjávarhita við yfir-
borð. Athuganirnar sendir
baujan á þriggja tima fresti og
tekur hver sending 2 minútur.
Veðurstofa islands tekur á
móti merkjunum, vinnur úr
þeim og sendir þau sem
veðurskeyti til margra landa
og þar á meðal Noregs.
Norðmenn kosta baujuna að
öllu leyti, nema hvað is-
lendingar sjá um að koma
henni á sinn stað og sækja
hana þangað aftur i haust og
veita aðstöðu og starfslið til
móttöku á veðurathugunum
baujunnar.
Hlynur Sigtryggsson, veður-
stofustjóri, kvað islenskum
veðurfræðingum vera mikill
akkur i baujunni. Staðsetning
hennar hafi verið valin i sam-
ræmi við óskir islendinga og
kæmu upplýsingar frá þessu
svæði sér mjög vel hér. Síðan
rekstri veðurskipsins Alfa var
hætt hafa veðurfréttir af
þessu svæði verið ótraustar,
þar sem skip eru ekki stödd
þarna á öllum timum. — SJ
„Hofði lukku-
tröllið með
í prófin..."
— Björg Jóhannesdóttir hlaut
hœstu einkunn
í Lögregluskólanum
,,Ég hafði lukkutröllið mitt
með i öll prófin. Að visu geymdi
ég það i töskunni á meðan en ég
hugsaði með mér að þar sem
það væri búið að fylgjast með
mér svo lengi þá hlyti það að
vita það sem þyrfti. Svo ég tók
það bara með.”
Björg Jóhannesdóttir heitir sú
sem þetta segir. Björg hlaut
hæstu einkunn út úr Lögreglu-
skólanum sem slitið var i gær.
9,42 fékk hún en hærri einkunn
hefur ekki verið tekin úr skólan-
um. Árið 1970 var tekin sama
einkunn.
„Þetta kom mér mjög á
óvart, ég átti sannarlega ekki
von á þessu,” sagði Björg þegar
við ræiddum við hana i gær. Og
það var ekki nóg með að Björg
hlyti hæstu einkunn nú, heldur
,,dúxaði”hún einnig i fyrri skól-
anum. Björg byrjaði i lögregl-
unni i október árið 1974 en með
þessu prófi nú er hún orðin full-
gildur lögreglumaður.
„Græðir mest á þvi
að taka eftir..”
Björg kvað prófin hafa verið
nokkuð strembin, enda öll tekin
á einni viku, tvö á dag. „Maður
las þvi frameftir og vaknaði
snemma á morgnana til þess að
lesa. Annars græðir maður mest
á þvi að taka eftir i timunum,”
bætti hún við.
Þrjár aðrar stúlkur voru i lög-
regluskólanum að þessu sinni.
Þær Arnþrúður Karlsdóttir,
Dóra Hlin Ingólfsdóttir og
Katrin Þorkelsdóttir. Arnþrúð-
ur hlautfjórðu hæstu einkunn og
Dóra Hlin varð númer fimm i
rööinni.
Og það má kannski geta þess
að faðir Bjargar er Jóhannes
Nemendur lögregluskólans héldu upp áiskólaslit i gærkvöldi og tók
Loftur þessa mynd þegar einn skólafélagi Bjargar óskaði henni til
hamingju með prófið.
Jónsson rannsóknarlögreglu- sækja áhugann fyrir þessu
maður i Hafnarfirði. Svo Björg starfi.
á kannski ekki svo langt að —EA
Hans G. Andersen í viðtali við Vísi:
„Við höldum okkar hlut"
Nœsti fundur hafréttarróðstefnunnar verður í New York í haust
„Þau höfuðatriði sem við höf-
um alltaf barist fyrir og staðið
vörð um eru ennþá óbreytt i
frumvarpinu.
Við þeim hefur ekkert verið
hróflað, þrátt fyrir margar til-
raunir til að kljúfa þetta allt
saman i sundur, og stanslausar
umræður og deilur allan tlm-
ann,” sagði Hans G. Andersen,
formaður isiensku sendinefnd-
arinnar á hafréttarráðstefn-
unni, i viðtali við Visi i gær-
kvöidi.
Þau höfuðatriði að strandrikið
sjálft ákveði leyfilegan há-
marksafla innan tvö hundruð
milnanna, að það ákveði einnig
sjáift sina möguleika á að hag-
nýta þann afla og að úrskuröur i
þessum efnum verðiekki borinn
undir þriðja aðila, standa þvi
óbreytt i frumvarpinu.
Akveðið er að næsti fundur
verður einnig haldinn I New
York, hefst þann annan ágúst og
stendur fram til 17. september.
Fyrirkomulag þess fundar var
til umræðu i gær og átti að
ganga endanlega frá þvi fyrir
kvöldið.
— EB
FALMOUTH A HEIMLEIÐ
Týr í slipp — Ghurka sigldi á Óðin
Bakborðsskrúfa Týs er talsvert
skemmd svo að aðeins er notuð
önnur vél skipsins. Skrúfan
skemmdist þegar freigátan Fai-
mouth sigldi af sem mestri heift
á varðskipið á fimmtudags-
kvöld.
Að sögn Péturs Sigurðssonar,
forstjóra Landhelgisgæslunnar,
verður Týr tekinn i slipp um
helgina og þá verða
skemmdirnar eftir ásiglinguna
kannaðar nánar. Enn ein
ásigling varð á miðunum fyrir
austan land siðdegis i gær. Frei-
gátan Ghurka sigldi á Óðinn.
Varðskipið skemmdist litils-
háttar á brúarvæng en varð-
skipsmenn sögðu að skemmdir
á freigátunni hefðu orðið mun
meiri.
Freigátan Falmouth er stór-
skemmd eftir ásiglingarnar i
fyrradag og er nú á leið til Bret-
lands — ÓH
♦ «r %
I r- *
Hér er freigátan Falmouth á heimleið og svo sem sjá má er stefni skipsins stórskemmt eftir að siglt var á Tý. Myndin er gerð eftir
kvikmyndafiimu, sem Haraldur Friðriksson, myndatökumaður sjónvarpsins tók I gær, og sagöi hann, að freigátan væri Hkust bila-
ferju, sem gleymst heföi að loka aö framan. Svo stórt væri gatið á stefninu. Þar rennur sjór inn og getur þvi freigátan ekki siglt nema
á um 10 milna hraða en hún siglir ekki i bili á fullri ferð, eins og gert var er hún sigldi beint á Tý I fyrradag.