Vísir - 11.06.1976, Page 23

Vísir - 11.06.1976, Page 23
23 . Er Palli kominn ó sveitina? Siguröur Björnsson skrifar: — Ég þakka ykkur Visis- mönnum kærlega fyrir stór- snjallt viötal viö merkispersón- una Pál Vilhjálmsson, sem stundum er kallaöur Palli. Þessi merkispersóna sem hefur skemmt ungum sem öldn- um i barnatima sjónvarpsins er slik perla aö leitun er aö. Nú er okkur sagt aö Palli karlinn sé farinn i sveitina. Getur það nokkuð veriö aö ekki sé rétt frá sagt og heiöurskarlinn sé farinn á sveitina. Ef svo er vona ég bara að sjónvarpsmenn sjái aö sér og sýni áhorfendum smáum og stórum svolitinn ræktarskap og láti Palla koma fram i sjón- varpinu aftur. Palli er nefnilega miklu meira en barnatrúöur. Hann er rétt- lætiö talandi og kennir ungum sem öldnum margt nýtilegt. VIÐ VILJUM PALLA Þaö er mjög sárt til þess aö vita aö Sjónvarpið skuli ekki sjá sér fært að hækka örlltið fjár- veitingu þá sem þarf til aö hafa Palla áfram i sjónvarpinu. Ég veit ekki hvað sjónvarpið ver miklum hluta fjármuna sinna i skemmtiefni iianda full- orðnum, en það er áreiðanlega mun meira en skammtaö er I börnin. (Eftir gæöum skemmti- þátta sjónvarpsins aö dæma geta það þó varla veriö stór- kostlegar upphæðir). Ég horfði ævinlega á Palla á sunnudögum, ásamt syni min- um. Palli var oft bráöfyndinn og auk þess held ég að hann hafi haft nokkuð uppeldislegt gildi, þvi hann virðist mjög heil- steyptur og fordómalaus ung- lingur. Við feðgarnir sláumst þvi i hóp þúsunda annarra sem mæl- ast eindregiö til þess aö Palli komi aftur. —ÓT. Verndum Elliðaárnar og umhverfi þeirra Kjartan Þóroddsson skrifar: Mér varð um daginn gengiö upp með Elliöaánum I góöa veörinu. Áin er hin fegursta og borginni til mikillar prýöi en mikiö skelfing fannst mér leiö- inlegt aö sjá allt þetta drasl I ná- grenni ánna, sérstaklega aö vestanveröu á móts viö Blesu- grófina. Alls konar dj... drasl sem engum er til gagns en öllum til leiöinda gerir þaö aö verkum að fólk sem annars er I sunnudags- skapi veröur sárreitt og ergilegt aö svo skuli vera fariö meö þetta ágæta umhverfi. Þaö ætti aö friöa árnar og um- hverfi þeirra og búa þar til hina fegurstu lystigaröa svo menn gætu notíö friöar og kyrröar sveitarinnar svo að segja rétt i miðborginni. Þaö er og skömm til þess aö vita aö byrjað sé á ibúöarhúsa- byggingum i hliöinni neöan viö fjölbýlishúsin I Breiðholti. III. Þar hefði mátt rækta eitthvað upp og gera umhverfiö ögn hlý- legra, þvi satt að segja er þaö heldur nöturlegt aö sjá ekkert annaö en steinsteypuna, hvert sem litiö er. Viöa erlendis, er það einmitt stefnan að dreifa byggðinni sem mest, þaö hefur ekki stýrt góðri lukku að stafla fólki saman I fjölbýlishús, margra hæöa, eins og hér er gert. Enn einu sinni, svona aö lok- um: Verndum Elliðaárnar og umhverfi þeirra fyrir drasli, blikkbeljum og húsum. Mörtunguœtt þriðja stœrsta œtt íslendinga Helgi Vigfússon leit hér inn á ritstjórn VIsis og kvaöst hafa á- huga á aö koma á framfæri viö lesendur upplýsingum um Mörtunguætt, sem hann sagöi vera þriöju stærstu ætt landsins um þessar mundir. Helgi kvaöst hafa unniö aö undirbúningi niöjamóts cins anga þessarar ættar, en þaö væri Seljalandsætt i Fljótshverfi, og fer þaö fram á morgun, laugardag I Kópavogi. Þar sem islendingar eru sér- iega ættræknir og áhugi á fólki og fjölskyldum er mikill þykir okkur ástæöa til aö birta hér efni bréfs, sem Helgi hefur sent niöjum þeirra Seljaiandshjóna um ættina og mótiö. Segir þar meöal annars: „Hjónin Þórarinn Eyjólfsson f. 3.8. 1799, d. 3.7. 1873 óðals- bóndi og Guðriður Eyjólfsdóttir f. 1806, d. 11.9.1878settu fyrst bú að Seljalandi i Fljótshverfi árið 1835, börn þeirra urðu 11, en Þórarinn átti að auki 5 börn. Ættfræöingar viðurkenna sem einn anga hinnar miklu ættar Mörtungumanna, sem er þriöja stærsta ætt landsins i dag, Seljalandsætt i Fljótshverfi. Niðjasambönd eru nauðsyn- legur leiðarvisir, hafa sögulegt gildi, þjappa fólki i eina heild. Fólk hefur varla nú i dag, hug- mynd um að það sé I skyldleika- sambandi við þennan eöa hinn. Ef til vill er eitt einkenna sam- timans og vandamál að taka of litiö tillit til stundarinnar sem er aö liöa. Enn er á lifi, þegar þess- ar linur eru skrifaöar, barna- barn hjónanna sem ætt okkar er kennd við. Fengur að efna til stofnunar niðjasambands, með- an hún enn er þó meðal okkar, er getur frætt okkur um liöinn tima. Til gamans skal getiö þeirra barna Seljalandshjóna, er fjöl- mennar ættir niðja éru komnar af. 1. Dómhildur f. 1834. Meðal afk. Valdimar Pálsson, gjald- keri K.A. Self. 2. Eyjólfur f. 1836, bóndi Rauf- arfelli, Eyjafjallasveit. Meðal afk. Guörún Einarsdóttir hús- frey'ja að Moldnúpi undir Eyja- fjöllum. 3. Þórarinn óöalsbóndi aö Seljalandi f. 1839. Meöal afk. Steinunn Siguröardóttir skáld- kona, Stefán Björnsson, bóndi á Kálfafelli, Fljótshverfi, Mál- friður Einarsdóttir, skrif- stofustj. Ferðaskrifstofu rikis- ins, Kolbrún Jóhannesdóttir frú. Málfriður Eggertsdóttir, Hraungeröi, Álftaveri. 4. Vigfús f. 1841, óðalsbóndi að Ytri-Sólheimum i Mýrdal. Með- al afk. Haraldur Bergþórsson, Rafmagnsveitum rikisins. Jóhannes Árnason, trésm.m. Garðabæ, Jóhannes Helgi rit- höf., Helgi Steinar Karlsson, múraram. Björn Theódórsson, viðskiptafræöingur. Einar Þor- björnsson verkfræðingur. Bjarni Kristjánsson rektor Tækniskóla Islands. Hafsteinn Ingvarsson, tannlæknir. Vigfús- Ina (Lilla) Guðlaugsd. haup- koria, Þorbergur Bæringsson, húsameistari Stykkishólmi, Auöur Þorbergsdóttir, borgar- dómari. Þórhalla Friðriksdótt- ir, kaupkona, Jón Berg Hall- dórsson, skipstj. Vestm. Andrea Oddsteinsd. tiskusérfræöingur. Högna Sigurðardóttir arkitekt i Paris. Þórhallur Friöriksson, Skógum. Ragnheiöur Friöriks- dóttir frú i Vestmannaeyjum. '5. Ólafur f. 1848, bóndi að Fossi á Siðu. Meðal afk. Elin Steinvör i Winnipeg. Guöriöur Erla Halldórsdóttir i Kópavogi. Vigfús Ólafsson á Þverá á Siðu. Helga Friðriksdóttir á Hraun- bóli. Ég finn til þess, aö ég hef tek- ist mikið i fang, með þeirri til- raun, að senda bréf til niðja Seljalandshjóna. Leyfi ég mér aö mælast til, að allir núlifandi niðjar hjónanna sæki niðjamót laugardaginn 12. júni nk. aö Þinghóti Hamraborg 11, Kópa- vogi kl. 3 e.h. stundvislega. Löngun sú að koma þessu á- formi i framkvæmd, hefur lengi veriðað brjótast, en aðalléga að gera vart viö sig hjá mér, þegar ég fór að ferðast um landið, og margir hafa ennfremur verið að spyrja um skyldleikasambönd. Meðvitandi er ég þess fyllilega, að verkið er umfangsmikið og sérstaklega erfitt að hrinda þessu i framkvæmd. En ég vænti þess að fólk verði mér hjálplegt aö hvetja sem flesta til þátttöku. Hvað skyldu nú margir af Mörtunguætt vera i þessum höpi? Vonandi mæta þeir þeirra, sem eru niðjar Seljalandshjónanna á niðjamótinu I Kópavogi á morgun. Sæstrengir slitnir: fsland sam- bandslaust við| umheiminn KI.UKKAN 20.50 f uærkvöldi I rofnaöi allt samhand virt Kvrópu f I Kt*«num sa*strcnRÍnn Scotticc I Kom í Ijós aó strcnuurinn haföi 1 [ slitnaó cinhvcrs staóar niilli Fa*r- oyja ok Islands. Sæstrcnnurinn I j milli Islands or Kanada. Icccan cr | cinmn slitinn. cn samkva*mt upp- | lýsinpum I.andsímans standa von- ir til þcss aó vióncró Ijuki í da« i Var þvf Island samhandslaust vió I kumhciminn f j*a*rkvöldi <>n nótt. | lcn vonir standa til þcss aó ncyrtar- \llna vcröi tckin í cannió i dan Nœgir þetta ekki? V.H. hringdi: „Enn einu sinni er Island sambandslaust við umheiminn vegna slitinna simastrengja. Þetta kemur fyrir mörgum sinn um á ári, og þetta á eftir’ aö halda áfram að koma fyrir. Nægir þetta dæmi nú ekki til að sannfæra menn i eitt skipti fyrir öll hversu fáránlegt það er að ætla að byggja framtiðarvið- skipti við umheiminn á gamal- dags aðferðum eins og sæ- strengjum, þegar mun full- komnari leiöir eru til. Ég á við notkun gervihnatta og jarðstöðvar. Það er örugg- asta aöferöin til að halda uppi góðu og fullkomnu sambandi viö önnur lönd. Búið er að rekja i fjölmiðlum hversu gifurlega kosti notkun gervihnatta og jaröstöðvar hefur umfram sæstrengi. En hvers vegna þá að taka sæ- strengina, þótt þeir séu aðeins ódýrari núna. Hvers vegna ekki að fá Mikla Norræna ritsimafélagið til að koma upp jarðstöðinni, úr þvi að þeir hafa einkarétt á þessu. Ef félagiö getur það ekki, þá er það ófært um aö hafa einkarétt á simasambandi tslands viö út- lönd. Það er léleg afsökun hjá ráð- herra simamála að óttast sé um málshöfðun, ef ekki verði staöiö við samningana. Alþjóðadóm- stóll mundi taka tillit til þeirra breytinga á simatækni sem hafa orðiö siðan samningurinn var gerður, og ekki liða slikar leifar af nýlendukúgun sem samning- urinn við simafélagið er.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.