Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 14.06.1976, Blaðsíða 3
vism Mánudagur 14. júnl 1976. 3 HÖRÐ KEPPNI í RALLÝ Ekiö á fullri ferð yfir á i Mosfellssveit. — Ljósmynd: LÁ. Keppni var gifurlega hörð i rallý-keppninni á laugardaginn. Leiðin sem ekin var er um 250 km og viða yfir mikiö torleiðiað fara. Keppendum var skylt að fara i einu og öllu eftir Islensk- um umferðarlögum. Haldið var af stað frá Hótel Loftleiðum og ekið um Reykja- vik, m.a. um Lækjargötu og Skúlagötu. Er út fyrir bæinn kom var ekið niður með Gufu- nesi og þaðan aftur upp á Vesturlandsveg, og þá meðfram Esjunni og austur i Grafning. Var þar yfir hinar mestu torfær- ur að fara, enda fór það svo að margir keppenda heltust fljót- lega úr lestinni. Þeir fyrstu duttu út strax uppi Mosfells- sveit, og voru þar þó ekki á ferð neinir viðvaningar, þvi þeir voru sigurvegarar frá I fyrra. Keppendur óku síöan austur um Grafning, og eftir viðstöðu I Þrastalundi var ekin sama leið i bæinn. Sigurvegarar I keppni að þessu sinni urðu þeir Magnús Helgason og Guðjón Skúlason, en þeir óku BMW 1600. „Við erum ákveðnir i að taka þátt I keppninni aftur næsta ár, og förum i jeppakeppnina núna ef við fáum einhver mótortæki til þess”, sögðu sigurvegararnir I rallý-keppninni á laugardag- inn. Þeir kváðu keppnina ekki hafa verið erfiðari en þeir áttu von á, en þó væri hún miklu erfiðari en i fyrra. „Svona keppni er þó hreinn barnaleikur miöað við alvöru- keppnir eins og til dæmis Afriku-safari keppninaÞar eru reyndar á ferð einlómir at- vinnumenn I kappakstri, og aka þeir á bilum sem gerðir eru út af bilaframleiðendum. Raunar mun umboðiö fyrir BMW hér á landi einnig hafa tekið þátt i kostnaöi við akstur bifreiðar- innar er sigraöi. —AH Viöa var yfir ófærur að fara, og hér sést einn billinn ösla yfir á á leiðinni. Sigurvegarar I rallý- keppninni urðu þeir Guðjón Skúlason og Magnús Helga- son, og óku þeir á BMV 1600. Aðrir urðu þeir bræöurnir Jón og Ómar Ragnarssynir, á Fiat 127, og númer þrjú urðu Vilmar Þ. Krístinsson og Siguröur Ingi ólafsson á Volkawagen,_____________ Sigurvegarnir frá i fyrra úr leik. Þeir fóru heldur geyst i eina beygjuna uppi Mosfellssveit, og voru þar með úr leik. BLAÐAM^NNAFELAG ISLANDS STYDUR UTVARPSFRETTAMENN Aðalfundur Blaðamanna- lyktun þar sem lýst var furðu á , verði ekki komið til móts við félags tslands lýsti fullum tregðu rikisvaldsins við að hóflegar kröfur fréttamanna út- stuöningi við kjarabaráttu koma til móts við kröfur frétta- varps og sjónvarps”, segir I á- fréttamanna rikisútvarpsins viö manna um sambærileg réttindi lyktuninni, „og hefur félagið rikisvaldiö. og aðrir félagsmenn njóta. snúiö sér til Norræna blaöa- A fundinum sem haldinn var á „Blaðamannafélagiö mun mannasambandsins I þvi sam- laugardag, var samþykkt á- ihuga frekari stuðningsaðgerðir bandi”. _EKG. öðru visi mér áður brá. — í stað þess að klippa númerið af biluðum bilum gera bifreiðaeftirlitsmenn við bilinn. Einar Karl formaður Blaðamannafélagsins Einar Karl Haraldsson frétta- stjóri á Þjóðviljanum var kosinn formaður Blaðamanna- félags Islands á aðalfundi þess siðasta laugardag. Tók hann viö formannsembættinu af Braga Guðmundssyni, ritstjórnar- fulltrúa á Visi. Einar Karl hóf blaðamennsku á Timanum eftir stúdentspróf. A meðan hann stundaði nám i Stokkhólmi var hann frétta- ritari rikisútvarpsins þar. Að námi loknu réðist hann til út- varpsins og starfaði þar i tvö ár. Hann hefur verið fréttastjóri Þjóðviljans á annað ár. 1 stjórn Blaðamannafélagsins auk formanns eru Bragi Guð- mundsson, Friða Björnsdóttir, Björn Vignir Sigurpálsson og Kári Jónasson. í varastjórn eru Atli Steinarsson, Sæmundur Guðvinsson og Guðjón Einars- son. — EKG Hin nýja stjórn Blaðamannafélagsins. t fremri röð eru Friða Björnsdóttir (Timinn), Einar Karl Haraldsson, formaður, (Þjóðviljinn) og Bragi Guðmundsson, fráfarandi formaður (VIs- ir). t aftari röð eru Kári Jónasson (útvarpið) Sæmundur Guðvinsson (Alþýðublaðið), Björn Vignir Sigurpálsson (Morgunblaöið) og Atli Steinarsson (Dagblaðið).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.