Vísir - 21.06.1976, Side 2

Vísir - 21.06.1976, Side 2
C f REYKJAVÍK ) v V 1 Finnst þér nógu vel staðið að rannsókn Geir- finnsmálsins? Kristján Agústsson, heildsali: — Ég held ég vilji ekkert tjá mig um það mál. Ragnar Bernbourg, verslunar- maður: — Ég tel það vafasamt, án þess þó að ég geti nokkuö um það fullyrt. Magnus Magnússon, blaöasölu- drengur: — Nei, ég tel það ekki. Guðrún Guðmundsdöttir, vinnur hjá Heklu h.f.: — Æ, ég tel mig ekki geta dæmt um þaö. Kristín Snæfells, umferðaflakk- ari: — Nei, ég tel það ekki vera. Auk þess hefur allt of margt verið falið fyrir augum almennings, og einnig hefur verið of mikið um vifilengjur hjá hinu opinbera. Mánudagur 21. júnf 1976 vísm „Okkur langaði til að hœtta, þess vegna hœttum við' — Spjallað við hjónin Helgu Bachmann og Helga Skúlason „Við hættum, bara til þess að hætta,” sagði Helga Bachmann, þegar Vlsir leit inn til þeirra hjóna, Helgu og Heiga Skúla- sonar, igóða veörinu fyrir helgi. „Það er svo gaman að gera það, sem maður vill, það er sjaldan sem maður getur leyft sér það. Og það sem við vildum, var aöhætta,” sagöi Helga enn- fremur og Helgi tók undir það. Þau sögðu einnig að það væri alveg sársaukalaust af hálfu allra aðila að þau hefðu hætt hjá Iðnó. „Við höfum sex mánaða upp- sagnarfrest og erum þvi ráðin við leikhúsið til 1. september. Það er ekki flanað að neinu i þessum efnum,” sagði Helgi þegar blaðamaður hélt áfram að þráspyrja, hvers vegna þau hefðu hætt hjá Iðnó. „Þess má jafnframt geta, að við höfum ekki ráðiö okkur I neina aðra vinnu, hvað svo sem verða kann. Við erum að hefja sumarleyfi okkar og ætlum að nota þaö til að vinna i garðinum okkar og rækta blóm og tré. Við ræktum hér sjaldséðar jurtir og þær þrifast ágætlega, enda er hér skjólgott og hlýtt.” Þau hjón eru, þrátt fyrir upp- sagnir sinar, ekki hætt aö leika á vegum Leikfélagsins, a.m.k. ekki Helga, Hún fer I ágúst i leikför með félaginu til Færeyja með Skjaldhamra og næsta vet- ur mun hún einnig halda áfram að leika i þvi, enda var þannig samið, þegar þau sögðu upp. Þaö er erfitt að slíta sig úr þessu, þvi i leikhúsinu eru margirokkar bestu vina,” sagöi Helgi. Blóðrautt sólarlag. Helgi vinnur I sumar við upp- töku á kvikmynd eftir Hráfn Gunnlaugsson og nefnist hún Blóðrautt sólarlag. Upphaflega fékk Hrafn styrk til þess að gera þessa kvikmynd ásamt sænskum aðilum en svo tók sjónvarpið verkefnið að sér. Myndað hefur verið að undaln- förnu upp við Geitháls og suður i Höfrium, en i ágúst verður farið vestur á Strandir, i Djúpuvik, þar sem mikil byggð reis upp i sildarævintýri einu sinni. Myndin fjallar um sumar- reisu tannlæknis og banka- manns, en þegar þeir koma i Djúpuvik og sjá hina hryllilegu auðn, sem blasir við þeim, þar sem öll hús standa auð og verk- smiðjurnar tómar, breytist ánægja ferðarinnar i martröð. Skipulag uppeldisins Hvernig geta hjón leikið bæði tvö og jafnframt aliö upp þrjú börn? „Þaðer mjög auðvelt,” segir Helgi. „Það vinna allir saman og þá gengur allt ágætlega. Það má kalla það skipulag uppeldis- ins,” segir hann. „Auk þess höfum við,” bætir Helga við, „ekkert leikið saman i vetur, svo annað okkar hefur alltaf verið heima. Það er þó heldur ekki ástæðan fyrir þvi að við hættum hjá Leikfélaginu,” segir Helga og hlær við. —RJ

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.