Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Ctgefandi: lteykjaprcnt h(. Framkvænidastjóri: I)aviö Guömundsson Ritstjórar: l>orsteinn Pálsson, ábm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Frcttastj. crl. frétta: Guömundur Pctursson Biaöamenn: Andcrs Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálsson, Olafur Hauksson, Öli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriöur Egilsdóttir, Sigurveig Jóns- dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. (itlitsteiknun: Jón öskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 1)66« 86611 Afgreiösla: llverfisgötu 44. Simi SfiBll Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86S11.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. ______________i lausasölu 50 kr, eintakiö. Blaðaprent hf. Upplýsingaskylda eða leyndarstarfsemi Á siðari árum hafa menn i æ rikari mæli sett fram kröfur um, að huliðshjálminum væri lyft af starfsemi stjórnvalda. Margar þjóðir hafa fyrir löngu sett almenna löggjöf um upplýsingaskyldu stjórnvalda. En hér geta embættismenn pukrast með hvaðeina, er þeim dettur i hug eða þykir henta. Engum vafa er undirorpið að brýn þörf er á að gera bragarbót á i þessum efnum. Almenningur á skýlausan rétt á að fá miklum mun meiri upplýs- ingar um stjórnsýslumálefni en nú á sér stað. En lagaheimildir um rétt til upplýsinga eru afar tak markaðar eins og málum er háttað. Möguleikar til upplýsingaöflunar i stjórn- kerfinu eru i raun réttri nær einvörðungu komnir undir velvilja viðkomandi embættismanna. Að- staða manna er þvi bæði mjög mismunandi og ójöfn i þessum efnum. Einnig er á það að lita, að það væri beinlinis til hagræðis fyrir embættis- mennina, ef þeir hefðu ákveðnar reglur til þess að fara eftir við upplýsingamiðiun. Löggjöf um þetta efni þarf bæði að lúta að rétti einstakra aðila til þess að fá upplýsingar um mál, er þá varðar sérstaklega og möguleikum fjöl- miðla til þess að skýra frá framgangi mála, sem eru til meðferðar hjá stjórnvöldum. En stjórn- völd hér hafa verið mjög treg til þess að viður- kenna rétt fjölmiðla til upplýsingaöflunar i stjórnkerfinu. Lagafrumvarp dómsmálaráðherra um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda, er dagaði uppi á Alþingi á sinum tima, var i raun réttri um takmarkanir á upplýsingamiðlun. Ef það hefði orðið að lögum hefði aðstaða manna til upplýsingaöflunar að öll- um likindum fremur versnað en hitt. A það er einnig að lita, að frumvarpið var ekki miðað við hagsmuni fjölmiðla. Stjórnmálamer.nirnir vilja fyrst og fremst miðla upplýsingum, eftir þvi, sem þeim kemur best hverju sinni. Þeir hafa getað notað flokks- blöðin til þess að dreifa hagstæðum fréttum. Þeir eru hins vegar óvanir þvi að fjölmiðlar taki viðkvæm mál til meðferðar án tillits til pólitiskra hagsmuna. Þó að fjölmiðlar eigi i mörgum tilvikum ágæt samskipti við stjórnmálamenn og embættis- menn, er þvi ekki að leyna, að stjórnsýslukerfið er mjög lokað og erfitt að fá þar upplýsingar. Þannig er einnig um dómstólana, og er mjög vafasamt að unnt sé að tala um að réttarhöid i opinberum málum séu hér opin eins og lögboðið er. Meðan engar reglur eru til um upplýsinga- skyldu stjórnvalda komast þau upp með að halda leyndum þeim málum, sem viðkvæm eru. Engum blöðum er um það að fietta að taka þarf upp nýja siði i þessum efnum. Að visu verður að taka með i reikninginn að upplýsingamiðlun getur oft á tiðum verið timafrek. En það á ekki að koma i veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Núverandi rikisstjórn er á margan hátt lokaðri en vinstri stjórnin og um leið verður öll upplýs- ingaöflun erfiðari þvi að eftir höfðinu dansa lim- irnir. Engu er likara en stjórnmálamenn hér séu oft og einatt feimnir við að taka þátt i stjórnmála- umræðum eða svara spurningum um stjórnmál. Upplýsingaskyldan er krafa okkar tima. v V Föstudagur 6. ágúst 1976. VISIR Umsjón: Guðmundur Pétursson ) ÞEGAR 6. AGUST; VAR BRENNDUR A SPJÖLD SÖGUNNAR Klukkan 8:15 aö morgni þess 6. ágúst 1945 átti Sakuo Inoue iiösforforingi varðstöftuna I könnunarflugvél úr flugher hans keisaralegu hátignar, en han'n hafi komift aúga "á' og fylgdi eftir þremur B-29 sprengjuflugvélum bandarisk- um, sem flugu með Kyrrahafs- strönd Japans. ,,Skyndilega varft ægileiftur, eins og sólin sjálf hefði sprungift,” rifjaöi Inoue upp fyrir Ian MacKenzie, frétta- mann Reuters. ' Flugvél hans, sem var i 7.000 metra hæft, þeyttist til i loftinu undan þrýstingnum frá spreng- ingunni, sem á eftir fylgdi. Siftan reis upp þykkur reykjar- mökkur, sem steig upp til himins og tók loks efst uppi á sig Hann sagfti MacKenzie aft hann heffti ekki orftift svo mjög undrandiá fyrirbrigftinu, þvi aft japansher heffti fengiö viftvaranir um, aft bandarikja- menn réftu yfir helsprengju, sem þeir gerftu sér auövitaö ekki grein fyrir aft byggftist á kjarnorku. Annar maöur, sem minnist þessara atburfta fyrir 31 ári, er TadeoKita, en hann starfafti vift fjarskiptastöft hersins skammt utan vift Nagasaki. Kita, sem nú er 68 ára orftínn og starfar vift listasafn Osaka, haffti farift frá Osaka i byrjun ágúst 1945 og ætlafti meft lest til Nagasaki meft viftkomu i Hiro- shima. Vegna loftárása varft hann þó aö feröast fótgangandi siftustu lOOkilómetrana til Hiro- arstööinni voru engin merki þess, aft þar hefftu verift bygg- ingar. Einn og einn steinstólpi, en annars einungis flatneskja.” Þegar hann kom til stöövar sinna i Omura um kvöldift, haffti henni verift breytt I sjúkraaft- stöftu fyrir særfta og deyjandi, sem flúift höfftu vitislogana i Nagasaki. Sexsögum siftar gáfust japan- ir upp og siftari heimsstyrjöldin var á enda. Inoue liftsforingi segist hafa flogiftyfir Hiroshima I afteins 15 metra hæft nokkrum minútum eftir sprenginguna. ,,Ég man ekki ljóst, hvaft ég sá. Reykurinn huldi flest.” Þegar hann flaug yfir Naga- saki þremur dögum siftar, öftruftu fjallshliöarnar þeim aft Enn eru gerftar tilraunir meft helsprengju ofanjarftar, þessa svepplaga mynd, sem flestir kannast nú oröiö vift. Jad hafnarborg Hiroshima hafftiþar meftverift máö af jörft- unni i fyrstu kjarnorku- sprengjuárás sögunnar fyrir nákvæmlega þrjátiu og einu ári frá deginum i dag aö telja. Þremur dögum siftar var flugél þessa tuttugu og tveggja ára gamla liftsforingja aft búa sig til lendingar i Kumamoto I sufturhluta Japans um klukkan 11 aft kvöldi. Hún var aö koma frá þvi aft fylgja sveit sjálfs- morftsflugmanna til árásar á skip bandamanna, sem voru á siglingu undan Okinawa. — Þá bar aftur fyrir augu hans sams- konar reykjarstópla, sem reis upp af Nagasaki 80 km vestar. 1 fyrstu hélt Inoue liftsforingi aö um væri aft ræfta eldgos, en þeg- ar reykjarmökkurinn tók á sig sömu svepplöguöu myndina og fyrr grunafti hann hift rétta. Nagasaki ein fegursta og sögu- frægasta borg Japans haffti verift jöfnuö viö jöfftu. Þaft er ætlaft, aft um sextlu þúsundir hafi látift lifift og eitt hundraft þúsundir slasast i kjarnorkusprengingunni yfir Hiroshima. Sú borg taldi um 250.000 ibúa. Borgaryfirvöld i Nagasaki töldu af um 75.000 manns þeirra 200 þúsunda, sem þar bjuggu. Inoue liftsforingi, sem nú rek- ur könnunarfyrirtæki I Osaka, var sjónarvottur aft báöum sprengingunum og tók myndir af eyftileggingunni, þegar flug- vél hans flaug yfir borgirnar sjö minútum eftir aft hvor um sig haffti sprungift. shima og fylgdi þá jámbrautar- teinunum. Hann segist ekkert hafa vitaft um kjarnorkusprenginguna, þegar hann kom til Hiroshima aft kvöldi 6. ágúst. „Vift gerftum okkur ekki grein fyrir, hvaft skeft haffti. En verksummerkin sýndu, aö eitthvaft óskaplegt haffti komift fyrir.” Járnbrautarstöftin, einn og hálfan kilómetra frá brenni- depli spregingarinnar, var máö af jörftinni. Oll tré borgarinnar voru horfin. Byggingarnar voru rústir einar. Vatnsgeymar .... og neftanjarftar. borgarinnar voru fullir af likum manna, sem leitaft höfftu sér liknar i svala vatnsins undan brennandi hita sprengingarinn- ar. Kita yfirgaf Hiroshima daginn eftir. Hann kom til Nagasaki 9. ágúst um klukkan tvö. Hliöamar umhverfis borg- ina voru meft sömu ummerkjum og Hiroshima. ,JEn á járnbraut- fljúga of lágt. „Þó sýndust okk- ur skemmdirnar minni, eins og sprengjan heffti ekki verift eins öflug, efta lega landsins breytt áhrifum hennar.” Hryllingurinn er brenndur I huga Kita og Inoue til eilifftar, eins og annarra sem eru til frá- sagnarum áhrif helspraigjunn- ar. Þeir eins og margir aftrir hafa gerst virkir félagar I sam- tökum, sem berjast gegn kjarn- orkuvopnum, minnugir Hiro- shima og Nagasakij Þeir eru sömu skoöunar og margir landar þeirra, aft yfir- völd Japans láti sér ekki nógu annt um fórnardýr sprengjunn- ar — þau, sem lifftu, en vift örkuml og þjáningar. 1 Japan er starfandi félags- skapur, sem heldur uppi minningunni um hörmungina og berstfyrir aöstoft til handa hin- um bágstöddu. A hverju ári nota þeir dagana 6. til 9. ágúst til aft vekja athygli á málstaftnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.