Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 06.08.1976, Blaðsíða 23
FÆST UM LAND ALLT '“Sfcfterkfea $ Tunguhálsi 11/ sími 82700 Leyfið Sverri aðprófa betur Stefán Jónsson, Stokkseyri, skrif- ar: Eftir að hafa fylgst með baráttu Sverris Runólfssonar, við kerfið,1 og hlýtt á erindi hans, um daginn og veginn, i rikisútvarpinu i önd- verðum júlimánuði, hef ég eftir farandi tillögu fram að færa. Semjið við Sverri samkvæmt föstu tilboði hans um blöndun á staðnum á veginn frá Núps- vötnum, að Skeiðará, og fjár- magnið fyrirtækið með eitt þús- und króna aukaskatti á hvern út- svarsgjaldanda i lándinu á ári, uns tilboðsupphæðinni er náð, tel ég að enginn myndi sjá eftir þús- undkallinum, fyrir góðan veg, á þessum slóðum. Geti Sverrir sýnt, að hans aðferð dugi betur og sé ódýrari en aðferð Vegagerðar- innar, þegar hann getur nýtt öll þau tæki, sem hann telur nauð- synleg til verksins, finnst mér ekkert áhorfsmál að rjúfa þann einokunarhring, sem Vegagerð rikisins hefur hingað til haldið öll- um vegamálum landsins i, frá upphafi vega. Sýni sig hins vegar, að Sverrir geti ekki staðið við sín orð, þá er vissa fengin fyrir þvi, að hann hefur ekki farið með rétt mál, og má þá afskrifa aðferð hans, eftir raunhæfa tilraun, en ekki að óreyndu, eins og nú er gert, eftir stæði þó góður spotti af hringveginum með varanlegu slitlagi, sem almenningur gæti notað eftir þörfum, meðan hann entist, og hafa áreiðanlega mörg mistök i vegagerð, verið greidd hærra verði á umliðnum árum, og það, þó að færri hefðu not af þeim, en af umræddum spotta. * í; ! GOSBRUNNURINN ER TILBREYT- INGALAUS OG LEKNNLEGUR Ingibjörg skrifar: Gosbrunnurinn i Tjörninni hefur valdið mörgum reykvik- ingum vonbrigðum. Ég er ein þeirra sem hugði gott til þeis að fá þetta gos, en útkoman var öll önnur og lakari en ég hafði gert mér vonir um. Það er i algerri mótsögn við allt það sem við islendingar eig- um að venjast, að bunan skuli standa þarna upp i loftið án nokkurra tilbrigða. Við njótum þess að horfa á breytileika haf- öldunnar við ströndina. Foss- arnir okkar gefa lika tilefni til skoðunar timunum saman. Sist af öllu likist þessi gos- brunnur i neinu þeim náttúrlegu gosum sem við eigum að venj- ast. Það getur ekki kostað mjög mikinn aukabúnað að láta gos- brunninn breyta sér eitthvað, svo hann falli betur að islensk- um smekk. Þá eru það ljósin i brunninum. Þau eru öll einlit, sem ekki er þó sérlega ámælisvert. Hitt er verra, að þau njóta sin engan veginn i björtu. En i hvert sinn sem ég hef átt leið þarna fram hjá að kvöldi til hefur gosbrunn- urinn ekki verið i gangi. Það fer þvi litið fyrir ljósadýrðinni. Þegar allt kemur til alls, held ég að ég verði að fallast á sjón- armið þeirra sem voru þvi mót- fallnir að þessi gosbrunnur væri yfirleitt nokkurn tima settur upp. Margseinkað fíuginu til Kaupmannahafnar Móðir hringdi: Ég er ekki allskostar sátt viö það sem blaðafulltrúi Flugleiða sagði um áætlunarferðirnar til Kaupmannahafnar á lesendasið- unni um daginn, að þær stæðust með sérstökum ágætum og engar tafir’. Dóttir min var að fara til Kaup- mannahafnar siöastliðinn laugar- dag. Vélin átti að fara kl.sex sið- degis samkvæmt áætlun, og ég keyrði hana suðureftir. Við kvöddumst og hún fór inn i fri- höfn. •*-------------m. Borgin viö sundið: Fluginu þangaö er seinkaö aftur og aftur segir móöir, sem segist hafa reynsluna. Þegar hún var þangað komin var tilkynnt að vélinni seinkaði og hún færi ekki fyrr en klukkan átta um kvöldið. Nokkru seinna var svo enn tilkynnt seinkun til klukk- an niu. Við fengum að ræöast við og kom saman um að það væri ekki um annað að gera fyrir hana en biða. Hún átti að taka lest kl. 12 á miðiiætti i Kaupmannahöfn, til aö fara þvert i gegnum Þýskaland. Það var að visu útséö um að hún næði henni, en semsagt, ekki um annað að ræða en fljúga, þótt seint væri. Við kvöddumst og ég fór heim. Svo hringdi hún til min úr frihöfninni og sagði að nú hefði verið tilkynnt að ekki yrði farið fyrr en hálf tiu i fyrsta lagi. ♦ Ég veit ekki hvernig það var, en býst við að farið hafi verið á þeim tima, þvi ég heyrði ekki aftur i henni. Vegna lestarferðarinnar ræddi ég við starfsfólk Flugleiða, en það gat ekkert sagt mér um aðrar lestar. Ég er siðan búin að kom- ast að þvi að hún hefur þurft að biöa á brautarpallinum i Kaup- mannahöfn til kl. 6.45 um morg- uninn. Þetta hefur verið ó- skemmtileg biö fyrir hana, og þá ekki siöur fyrir fólkiö sem ætlaði að taka á móti henni I Þýskalandi. Enn ein seinkun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.